Bring back my Bobby!

Landsleikjahlé og okkar menn sitja í öðru sæti deildarinnar…en samt er eitthvað smá súrt hljóðið í sumum stuðningsmönnum félagsins okkar ástkæra.

Við erum auðvitað orðin of góðu vön eftir síðustu leiktíð þar sem seinni hluta hennar fór liðið okkar á algert flug og lék án vafa skemmtilegasta fótboltann í Evrópu þar sem leiftrandi sóknarleikur var lykillinn að fjörugum fótboltaleikjum sem nærri því skiluðu stórum eyrum heim.

Fjöldamargar greinar hafa verið hluti af þessari umræðu síðustu vikur, svo mikið að í raun hefur Jurgen okkar orðið að svara spurningum á blaðamannafundum á þann hátt að hann hefur orðið hundpirraður á öllu saman og jafnvel talað um að þurfa að biðjast afsökunar á leikstíl liðsins þó við séum stanslaust að vinna stig og leiki.

Þó að Jurgen sé alveg að hafa rétt fyrir sér í því að töluverð “histería” sé í gangi þá verður auðvitað ekkert hjá því horft að ákveðann neista hefur vantað í sóknarleikinn okkar og að stigasöfnunin í haust hefur frekar snúist um verulegt “upgrade” í varnarleiknum og markvörslunni frá fyrri árum. Í umræðunni hefur mikið verið farið yfir pílurnar okkar þrjár fremstu sem hafa ekki náð að halda uppi raðskorun sinni allir núna síðustu vikur, í raun bara hann Mo sem hefur verið að setja boltann í möskvana en þeir Mané og Firmino eru á “þurru” skeiði og því fengið töluverðan skerf af neikvæðni.

Ég hef verið einn þeirra sem hef eilítið verið að kalla eftir betri frammistöðu þeirra og þá sérstaklega eins af mínum uppáhaldsleikmönnum hjá félaginu, Bobby Firmino. Hann er einn af þeim leikmönnum sem er dýrðlegt að sjá “live” úr stúkum knattspyrnuvalla, sívinnandi alls konar vinnu fyrir liðið okkar og lykill í mörgum stórum sigrum undanfarinna ára. Ég kíkti aðeins á “stats” síður deildarinnar aðeins til að skoða það hvort upplýsingar þaðan geta eitthvað varpað pínu “hlutlægu” ljósi á hvernig frammistaðan er. Ég valdi statistík ensku úrvalsdeildarinnar út úr og ber því bara saman tölfræði þaðan um strákinn frá því hann kom til okkar sumarið 2015:

Það er auðvitað alveg augljóst að tölfræði segir ekkert allt og það er ósanngjarnt alveg að bera saman bara þá leiki sem eru að baki núna í ár og heilla tímabila á undan en það er samt alveg hægt að horfa til þess sem ákveðins mælikvarða. Hér er auðvitað einn þáttur sem kallar langhæst uppyfir sig, það er mínútur á milli marka, sem er um þrefalt lengra en á liðnu ári og það munar 180 mínútum á þessu ári og því “versta” hjá honum hingað til. Það eru tveir heilir fótboltaleikir og auðvitað er það þannig hvort sem okkur líkar það betur eða verr að framherji verður víst lengstum dæmdur af skoruðum mörkum. Svo auðvitað er þessi augljósa tölfræði stærsta ástæða umræðunnar.

Munurinn í annarri tölfræði er minni í tölum talið en með því að skoða það sem hlutfallshækkun eða lækkun á milli ára þá eru líka forvitnilegir hlutir á ferð. Sendingahlutfall hans er 8,5% hærra en í fyrra og hann á fleiri sendingar í leik sem svarar 10% í hlutfalli. Á sama tíma fækkar lykilsendingum um 6%. Þessi tölfræði held ég að sé að sanna það fyrir okkur að hann þarf að koma miklu aftar til að sækja boltann en áður, þar er miklu einfaldara að fá “heppnaðar” sendingar og þar með hækka hlutfallið enda ekki nærri því eins aggressív pressa á hann og þegar komið er á fremsta þriðjung og sóknarfæri.

Ef við skoðum þá tölfræðina sem tengist sóknarleik og er ekki bara mörk skoruð þá er það sláandi í raun. “Dribbles” er skilgreint þegar þú ferð sjálfur á fullt með boltann og kemst framhjá a.m.k. 2 leikmönnum. Þar dregst saman milli ára um 33%, skotum hans í leik hefur fækkað um 46,9% og hlutfallið af þeim sem hafa farið á rammann hefur lækkað um 10%.

Ergo: Bobby Firmino er alls ekki að ná því flugi sem hann hefur verið á undanfarin ár, tölfræðin sýnir það.

Vá hvað þetta er einfalt krakkar…en svoleiðis er það auðvitað ekki. Hann er leikmaður í liði sem er klárlega að díla við það að fleiri menn verjast því en áður og áhersla liðanna er einmitt að stoppa pílurnar okkar þrjár sem er nokkuð sem alls ekki varð eins mikill lykill og nú fyrr en í blálok síðasta tímabils. Ef við skoðum heildartölfræði liðsins þá helst þetta að mörgu leyti í hendur við ákveðið niðurtripp sóknarleiksins í heild. Málið er þó kannski það að Bobby hefur ansi oft á ferlinum verið býsna grimmur upp á eigin spýtur þegar liðið hefur ekki alveg verið á fullu gasi, líklega sést það best á tölfræði tímabilsins 16/17 þegar hann nær verulega góðri tölfræði miðað við árangur liðsins.

Svo er líka hægt að velta fyrir sér samsetningu miðjunnar fyrir aftan hann. Hvað sem okkur finnst um Coutinho þá var hann býsna öflugur á bakvið framlínuna að búa til sóknarfæri og stinga inn á félaga sinn þegar lokað var á skotin hans og Oxlade-Chamberlain náði góðum tökum á því hlutverki þegar hann fór. Við höfum engan slíkan ennþá í vetur og því er hægt að einfalda mjög hvernig loka skal á sóknarleik okkar alrauðra. Meiðslavesenið á Ox og svo Hendo og Keita hefur þýtt það að við erum ekki búnir að ná að setja eitthvert grip á miðjuspilið og það þarf að verða stóra verkefnið. Ef þeir sem eru núna ná ekki að búa til ógn af miðjunni er ég sannfærður um að Shaqiri fær fleiri leiki sem miðjumaður og ef það er ekki að virka verður farið í að kaupa nýjan sóknarmiðjumann, hvort sem sótt verður um nýtt læknabréf fyrir Nabil Fekir eða einhver önnur leið verður farin.

Þegar það tekst þá munu opnast þeir kanalar sem að Bobby minn hefur áður nýtt sér og þá er ég viss um að hann mun fljótt ná sér á strik, því þrátt fyrir að vera augljóslega í smá niðursveiflu núna þá trúi ég því ekki að nokkur Liverpoolaðdáandi efist um hæfileika hans svo við skulum bara hlakka til “when our Bobby will be back”!

20 Comments

  1. Sælir félagar

    Bobby Firmino hefur verið minn úppáhalds leikmaður nánast frá því hann kom til Liverpool.
    Hæfileikar hans, vinnusemi og leikskilningur eru ótvíræðir og áhyggjur mínar af honum eru hverfandi. Ég hafði svolitlar áhyggjur af Mo Salah á tímabili en hefi það ekki lengur því mér finnst að hann sé að koma verulega til baka. Mané er mér meira áhyggjuefni því stundum finnst mér hann detta úr “sinki” við liðið og samherja sína. En líklega eru þær áhyggjur óþarfar. Ég saknaði verulega hlaðvarpsins en veit að menn verða að fá að draga andann annað slagið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Dýrka Bobby, hvar sem hann leikur á vellinum.

    Hann gæti alveg átt eftir að blómstra í nýju stöðunni en þá er spurning hvort Klopp þarf ekki að krækja í eins og einn sjóðheitan framherja til að hafa á toppnum ofan við Firms?

  3. Á sama tíma í fyrra muniði hvað við vorum búnir að gera þá ? ég skal minna ykkur á það ef eitthver var búinn að gleyma.

    Tek bara daginn í dag 17.11.2018 í fyrra 17 nóv vorum við búnir að meðal annars skít tapa fyrir M.City
    skít tapa fyrir Tottenham já og gera jafntefli við Watford jafntefli við Burnley það er meira jaftefli við United jafntefli við Newcastle já Newcastle eini virkilega góði leikurinn fram að þessu var í raun sigurinn á móti Arsenal sem var sannfærandi vitiði það félagar ég tek þessa vörn og hvernig Liverpool er að spila núna ALLAN DAGINN fram yfir hvernig við vorum fyrir ári.

    Mér er sama þó við vinnum leikina 1-0 svo lengi sem við erum að berjast þá er ég sáttur og ég er sko mjög sáttur við Liverpool og Klopp við erum á allt öðru leveli heldur en á síðasta ári.

  4. ES. Gleymdi að minnast á það á þessum tíma vorum við búnir að fá á okkur 17 mörk : )

  5. Horfði í gær á leik Hollands og frakklands. Þær var leikmaður sem bar af að mínu viti. Það var enginn annar en gini winaldum. Með Hollandi hafði hann miklu meira sóknarlega hlutverk heldur en hjá Liverpool og mér fannst hann gera það fullkomlega og var maður leiksins að mínu viti. Var alltaf mættur í boxið til að hjálpa sóknarmönnum. Finnst hann alltaf svo passívur þegar hann spilar fyrir Liverpool en sýndi mér þarna nýja möguleika sem við höfum. Kær kveðja

  6. Góð ábending hjá þér Viktor með Wijnaldum. Hann er ekki alvöru afturliggjandi miðjumaður og getur, held ég, gert miklu betur ef hann er með alvöru sóp aftan við sig. Hann skoraði eitt tímabil með PSV 20 mörk sem sýnir að það eru sóknartaktar í karli. 9 mörk í 106 leikjum hjá Liverpool er aðeins öðruvísi statistík, þó ég ætli nú ekki að bera saman PL og þá Hollensku, en segir samt eitthvað. Til að fá sem mest út úr honum má hann ekki vera í svona svakalega miklu passívu varnarhlutverki þó uppleggið hjá Klopp sé öflug varnarvinna frá fremsta manni. Frábær leikmaður á góðum degi.
    Varðandi Firmino þá er ég einn af þeim sem hef ekki neinar áhyggjur af honum. Hann nánast toppaði sjálfan sig á síðasta tímabili og því ekki óeðlilegt að smálægð komi í kjölfarið í einhvern tíma. Vona að hann sé ekki neitt að hugsa um að yfirgefa félagið því það getur truflað. Ef allt verður í sóma, og hann meiðslalaus, springur hann út með endurnýjuðum krafti og með látum á næsta ári.
    Gott að þú Maggi kemur aðeins inn á meiðslavesenið sem er í okkar herbúðum. Held að meiðslin spili lúmskt meiri rullu en við höldum. Ef einn eða tveir væru meiddir þá gætu nýir menn komið inn á fullu gasi og gefið allt í leikina en þegar engir eru eftir til að leysa af, tam miðjumennina, þá horfir málið öðruvísi við. Innst inni vita leikmenn að þeir geta ekki, þó þeir vilji, gefið allt í hvern leik og því reyna þeir að spara sig eins og hægt er án þess þó að það komi alltof mikið niður á liðinu, ná í ódýr stig. Klopp hvíslar í eyru þeirra, áður en þeir fara inná, farið ekki í neinar óþarfa hættulegar tæklingar því þið megið ekki meiðast. Þetta held ég allavega en það getur velverið að þetta sé bölvuð vitleysa hjá mér. Sjáum bara leikina tvo í MD gegn Napoli og RS. Þar átti greinilega að fara sem allra léttast í gegn, ná í 3 léleg stig á Balkanskagann og skítastig á Ítalíu. Hvorugt tókst eins og við vitum en annað hefur jú nokkuð tekist.

  7. Shaqiri og félagar að urða Belga núna rétt í þessu. Shaqiri frábær, með 2 eða þrjú assist sýndist mér.

  8. Okkar menn eru að koma peppaðir út úr hléinu (nema Lovren kallinn)
    Það er vísbending um að hlutirnir fara að smella þegar okkar menn meira og minna bera af í landsliðunum sínum.
    Býst við hörkurönni til áramóta. Klopp klár á heimavinnunni og menn stöðugt að bæta sig sem einstaklingar.
    Það skilar sér inn í liðið.
    Munum sjá merki þess um helgina, hlustið eftir smellinum.
    YNWA

  9. Van Dijk að skora á 90. mínútu og strá salti í sár Þjóðverja!

  10. Mér hefur fundist Klopp spila Firmino after á vellinum oft á tíðum í vetur en t.d. í fyrra. Salah hefur oft verið fremsti maður þó vissulega sé Firmino hluti af fremstu þremur.
    Vissulega hefur farið minna fyrir Firmino en ég vil meina að taktíkin spili þar töluvert hlutverk eins og þú kemur aðeins inná í greininni.

  11. Nu er leikurinn hja okkar mönnum um helgina gegn watford ekki syndur a stöð 2 sport, vitiði er hægt að sja hann a spot eða öðrum börum eða hvernig leysa menn þett ?

  12. Má gerast svo frakkur að panta sér færslu um Van Dijk? Hann setur mark á lokasekúndunum á móti stálinu og Kloppknúsar svo dómarann í leikslok vegna móðurmissis – held ég sé að upplifa mitt stærsta mancrush til þessa!

  13. Hann Firmino smellur í gang þegar Fabinho er farinn að spila öruggari á miðjunni og Hendo og Keita ná samspili saman framar, þá komast Mané, Firmino og Salah framar á völlinn,

    Ég skil samt ekki ummælin um að Mané sé í lægð, hann er á svipuðu róli og síðasta tímabili og er að skora reglulega.

  14. Á maður ekki að hættja hjá stöð 2 tafarlaust, þegar þeir sýna ekki Liverpool leik í beinni, að taka Schum utd framyfir Liverpool er brotrekstarsök á flestum stöðum.

  15. Joispoi þeir toku liverpool fram yfir þa fyrir 2 mánuðum og allt varð vitlaust united megin og þeir gafu ut yfirlýsingu um að united fengi þessa helgi og þetta yrði jafnað ut.. ekkert þeim að kenna og eg skil að þeit jafni þetta út en auðvitað pirraður samt. Og ekki halda að eg elski þetta fyrirtæki eg hata það og borga ólýsanleg mikið fyrir þeirra áskriftir ..

  16. Eru menn í alvörunni að spá í það árið 2018 hvernig hægt er að horfa á Liverpool leiki. Mikið held ég það sé vond tilfinning að þurfa að spá í því.

    Allir þeir sem eru með smart TV. Apple TV eða Android box og jafnvel bara tölvu ættu ekki að þurfa að hugsa þetta.

    Ég get allavega bent á ótal leiðir bæði þar sem menn borga ca 12-15 fyrir áskrift af 5-6 þúsund stöðvum og ná öllum þeim fótbolta sem í boði er í heiminum. Ekki bara fótbolti heldur þættir og bíómyndir. Klámmyndir meira að segja.

    Svo er til ókeypis leið líka sem er auðveld en ekki eins örugg og ekki eins mikið í boði.

    Sendið bara á mig á Messenger: Hallur Ásgeirsson Coach. Ég skal glaður aðstoða ykkur við það að þurfa ekki að pæla í þessu framar án þess að ég græði nokkuð á því eða nokkur sem ég þekki. Bara hjálpa öðrum er góð tilfinning

    YNWA

  17. reddit soccer streams er vinur þinn ef þú ert í vandræðum með að streama ef þú finnur það ekki þar þá er það ekki í gangi.
    Dettur ekki í hug að borga krónu meðan ég þarf þess ekki. Og sérstaklega þegar þetta er orðið að eitthverju gríni með 1 leik í einu hver borgar fyrir þannig.

Opinn þráður – Fréttir vikunnar

Gullkastið – Steini Success