Opinn þráður – Fréttir vikunnar

Byrjum á því að afsaka að það er ekkert podcast í þessari viku, frestuðum þætti sem stefnt var á að taka upp í gær fram í næstu viku. Eins þökkum við ferðafélögum okkar til Liverpool kærlega fyrir frábæra helgi sem og öllum þeim meisturum sem við hittum úti. Þrjú stig og allt eins og það á að vera. 12:00 kick-off á sunnudegi má samt fara fjandans til.

Nóvemberlandsleikjahléið er jafnan það ómerkilegasta og snerist ef ég man rétt aðallega um æfingaleiki. Þjóðardeild gerir það að verkum að þó þetta séu ennþá hundómerkilegir leikir þarf að taka þá af alvöru o.þ.l. nota alla helstu lykilmenn landsliðanna. Belgía var t.a.m. með gríðarlega sterkt lið á móti okkur og hvort lið mátti bara gera þrjár skiptingar eins og í venjulegum keppnisleik. Meiðslahætta bara getur ekki annað en aukist í takti við þetta hjá þeim bestu og nóg er nú álagið fyrir. Munum vel eftir síðasta landsleikjahléi þegar allir leikmenn Liverpool og 47% af starfsfólki félagsins var í einhverjum meiðslum.

Þetta landsliðsboltapartý er búið, leggja þetta bara af takk.

VAR

Stóra frétt vikunnar er annars VAR, loksins var samþykkt að innleiða videodómgæslu í enska boltann og væntanlega eru allir búnir að sættast á það þó margir (ég þ.m.t.) hafi ekki verið fylgjandi til að byrja með. Ekkert lið varð fyrir fleiri röngum dómum á síðasta tímabili en Liverpool og ætti VAR því að vera okkur kærkomið. Þetta er langt í frá fullkomið kerfi og Englendingar hafa gert í því að gera þetta illa en það er betra að fá rétta niðurstöðu í stað þess að alvarleg dómaramistök eyðileggi leiki. Ef allt er eðlilegt verður VAR frá og með næsta tímabili.

Launagreiðslur þeirra stærstu

Hinn algjörlega frábæri twitter notandi Swiss Ramble (reyndar stuðningsmaður Arsenal) skoðar reglulega ársreikninga stórliða í Evrópu og setur upp á skiljanlegu formi í löngum twitter þráðum. Hann var að skoða Barcelona og setti inn áhugaverða tölfræði um launagreiðslur stóru liðana í Evrópu. Launagreiðslur eru oft mun betri viðmið heldur en kaupverð og fáránlega vanmetið þegar verið er að meta styrkleika liða og kosnað við leikmannakaup. (James Milner kom t.a.m. frítt en er mjög langt frá því að vera ókeypis sem dæmi. Hann fékk bara miklu betri samning en ella þar sem hann kom “frítt”).

Ég held að þarna inni séu öll lið Barcelona, líka aðrar íþróttir og um 35-40m fari í laun hinna félaganna (karfa. handbolti). Þeir eru samt með langmesta launapakkann af öllum og spurning hvort þeir vilji af þeim sökum skoða sölu á stórstjörnu í janúar *hóst*Dembele*hóst*?

Það sem er samt mest áhuavert þarna eru að sjá hversu hroðalega Jose Mourinho er að standa sig með United. Alveg magnað hvernig honum hefur tekist að tala niður væntingar til liðsins og bullu um að þessi hópur sé ekki nógu sterkur þegar hann er bæði sá dýrasti og með mestu launin af öllum í deildinni.

Það sem Pochettino og Levy eru að gera með Tottenham er síðan alveg magnað og með ólíkindum hversu vel þeim helst á sínum bestu leikmönnum þó vissulega séu þeir við og við að missa einhverja. Ennþá ýktari útgáfa af því sem FSG og Klopp eru að gera hjá Liverpool en spurning hvort liðið getur tekið næsta skref? Liverpool fór í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og Evrópudeildarinnar fyrir þremur árum. Tottenham hefur byggt nýjan heimavöll sem mun stórlega rekstur félagsins þegar (og ef) hann loksins opnar.

Hin liðin

Það er fúlt að Man City sé á þessu ofurrönni núna og erfitt að sjá þá ekki vinna mótið. Liverpool hangir engu að síður ennþá í þeim og á meðan svo er er allt opið. Það er líka ljóst að Liverpool ætti að eiga mun meira inni á meðan það er ekki víst að City haldi þessu tempói út mótið!

Bæði lið eru að bæta sig m.v. sömu eða sambærilega leiki á síðasta tímabili

Fögnum því a.m.k. að úr því City hafi þurft að vinna um helgina hafi þeir verið að gera lítið úr Man United. Wolves tóku einnig stig af Arsenal og áttu alveg innistæðu fyrir að taka öll stigin. Everton sótti svo stig á Brúnna sem er flott fyrir okkur. Tottenham gleymist aðeins í umræðunni eins og vanalega en þeir eru alveg í toppbaráttunni ennþá. Þeir eru svolítið eins og Liverpool núna, ekki að finna taktinn en vinna leikina. Tottenham og Chelsea mætast í næstu umferð.

Sir Kenneth Dalglish…en áfram King Kenny

Glætan að maður noti Sir nafnbótina í umfjöllun um Dalglish þrátt fyrir að breska krúnan hafi loksins loksins hysjað upp um sig buxurnar og aðlað Dalglish. Það hefur verið þeirra skömm í áratugi að hafa ekki aðlað Dalglish þó ekki væri nema bara fyrir eftirköst Hillsborough, hvað þá ferilinn!

Dalglish er ein ástæða þess að ég hef lengi gefið skít í þessa Sir nafnbót og þetta mun ekki breyta þeirri skoðun. Shankly og Paisley eru t.a.m. hvorugur með þessa nafnbót. Hann mun ekki lækka í tign á Meiseyside þrátt fyrir að Beta og Kalli hafi loksins lært að meta hann, ávallt King Kenny.

12 Comments

 1. TAA skoraði og einhver commentator valdi hann mann leiksins. Salah með winner.
  En þetta hlé er hvorki né.
  Sir King Kenny.
  Það má hafa skoðun á sir og jafnvel láta rauðnef lita þá skoðun en ég tek þessu einfaldlega fagnandi sem staðreynd enda fáir sem eiga þessa heiðurs (já þetta er Heiður, virðum hefðir) jafn mikið aðnjótandi.
  Sir King Kenny – Legend á svo margan hátt.
  Harður leikur á sunnudaginn hjá enskum og nokkrir okkar manna þar í eldlínunni.
  Vonandi sleppa þessi leiðindi fyrir horn.
  YNWA

 2. Prins að gera kóng að sir ? Hljómar skrítið, 70 ára gamall prins 🙂

 3. Það er ekki bara það að Kenny sé og hafi verið einn besti fótboltagaur norðan Alpafjalla, og þó víðar megi leita. þá er hann öðingur. Held hann eigji að vera næsta target á Liverpool samkomu næsta árs.

  YNWA

 4. Góður punktur með að þessi þjóðadeild gerir lítið annað en að auka álag og meiðsli toppleikmanna. Þegar þetta voru æfingaleikir, þá var alltaf hægt að hvíla þá sem voru tæpir og gefa jaðarleikmönnum tækifæri.

 5. Mér verður hálfóglatt að sjá Kenny hneigja sig fyrir þessu kóngahyski. Ætti auðvitað að vera öfugt.

 6. Takk fyrir þetta. Alls ekki sammála þeim sem finnast þessi landsleikjahlé leiðinleg. Finnst þau nefnilega bara fín tilbreytng. Verst er ef einhverjir meiðast en ekki hefur fréttst af neinum viðbótameiðslum enda ærin fyrir og fara að minna óþægilega mikið á tímabil eitt eða fleiri fyrir nokkrum árum. Af hverju virðast okkar leikmenn meiðast meira en aðrir?
  Sannarlega gleðifréttir um Kónginn okkar enda er bara einn kóngur á Anfield þó margir hafi staðið sig vel í gegnum tíðina, bæði sem leikmenn og þjáfarar.

 7. Það er eitt sem vantar sárlega í þetta annars ömurlega landsleikjahlé, fáum við enga ferðasögu ? ?

 8. Segir nokkuð um klókindi félagsins síðustu ár að eiga þrjá menn á þessum lista:https://fotbolti.net/news/17-11-2018/topp-tiu-bestu-kaupin-undir-tiu-milljonum-punda-sidan-2012

  Shaquiry er svo bara 3 milljónum frá því að toppa listann. Þetta skiptir máli í því að ná árangri og góður rekstur félagsins síðustu ár er á meðal ástæðna þess að liðið er orðið svona gott. Hundleiðist fótboltaleysi í þessu landsleikjahléi þannig að pósta þessu bara.

  Bíðum eftir Bobby, hann hefur verið smá undir getu en samt góður. Verður frábær í des og eftir áramót. Trúi ekki öðru. YNWA

 9. Shaqiri má alveg endilega byrja alla leiki héðan í frá ! Búinn að vera stórkostlegur og frammistaðan hans í kvöld var eitthvað annað!

 10. Shaqiri Shaqiri Shaqiri!

  Litli köggullinn minn!

  Inná með hann, Klopp. Strax!

Sturridge á leiðinni í langt bann?

Bring back my Bobby!