Liðið gegn Fulham

Hádegisleikur á þessum fína sunnudegi, ekki skemmir það fyrir að Kop.is er á leiknum! Klopp stillir þessu svona upp í dag, ég er afar ánægður að fá Shaqiri inn í liðið. Söknuðum hans klárlega fyrr í vikunni.

Alisson

Trent – Gomez – Virgil – Robertson

Wijnaldum – Shaqiri – Fabinho

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Lovren, Keita, Henderson, Keita, Sturridge, Moreno

Ég ætla bara að leyfa mér að vera frekur. Ég vil fá góða frammistöðu og 3-5 marka sigur takk! Trúi því og treysti að Einar, Steini og félagar komi þessu í gegn fyrir mig.

KOMA SVO!

YNWA

37 Comments

  1. Frábært lið hefði viljað sjá keita fyrir gini en annars er þetta okkar besta lið. Vona að 4-2-3-1 sé komið til að vera. Lets go

  2. Hver á virkilega að búa eitthvað til af þessum miðjumönnum. Shaqiri, getur það af vissum hluta en hinir eru bara vinnudýr á miðjunni.

  3. Eins og í öllum leikjum þá vonar maður eftir 3 stigum og ef möguleika að spila góðan leik en forgangurinn er 3 stig burt séð frá spilamennsku.

    Flott lið hjá okkur í dag og spennan magnast

  4. Mér líst vel á alla þarna nema Fabinho, hann er búin að vera skelfilegur í síðustu leikjum.

  5. Ég sé að Keita hefur notaði meiðslahléið sitt vel og klónað sig. En það eru ákveðin vonbrigði að hvorugur hann kemst í liðið.

  6. Fulham er að mæta okkur og liggja ekki eins og cardiff með alla í vörninni. Núna er bara að fara skora, þurfum mark sem fyrst og ef það kemur gæti þetta orðið veisla

    En já
    Keita er ekki tveir á bekknum, hver er 7 maður á bekknum ?

  7. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, ég verð að segja það. Ekkert mark komið. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, ég verð að segja það. Það er ekki annað hægt en að segja að ég hafi verulegar áhyggjur af þessu.

    Ég verð að segja það.

  8. það vantar svo skapandi miðjumann inn á sem matar þessa framherja okkar :/

  9. Hægt og fyrirsjáanlegt. Við erum heppnir að vera ekki 0-1 undir. Úff

  10. Sæl og blessuð.

    Þetta Fulham lið eru vonbrigði haustsins. Frábærir leikmenn eru þarna í liðinu með Schurrle og Savignion í broddi fylkingar. Sá síðarnefndi myndi nú sóma sér vel í rauðum búning. þeir hafa verið okkur skeinuhættir og það er ekkert öruggt gegn þessu liði. Ef dómarinn leyfir fautaskap í teig (lesis: dæmir okkur ekki víti frekar en aðrir…) þá verður þetta þrautin þung.

  11. Stefnir í feit flopp í Fabinho og Keita. Þurftum miðjumann sem getur sprengt upp leiki. Glatað að hanga 80% á tuðrunni án þess að skora. Komnar 120 mín án marks gegn Rauðu Stjörnunni og Fulham. Ef fremstu þrír töfra ekkert fram. Þá bara gerist ekkert.

  12. Erum ekki að fara vinna þetta Fulham lið sem pakkar bara í vörn beitir svo skyndisóknum hmmm hljómar kunnuglega, og já takið eftir er í neðsta sæti já ég sagði NEÐSTA sæti.

  13. Hahah, vá! Hvað leið langur tími frá því boltinn var plokkaður úr netinu eftir rangstöðumarkið þar til Salah skoraði? Varla meira en 10 sek…

  14. 13 sekúndur liðu en þarna má liverpool þakka fyrir að ekki er VAR i úrvalsdeildinni því robertson var i linu með mitrovic.

  15. Hvar er fyrirliði lfc þetta gengur ekkert að vera ekki með alvöru fyrirliða sem spilar flesta leiki og er skapandi og áræðanlegur.
    Hendo er búinn alltaf meiddur o.s.frv jú á líka góða leiki en ekki nóg fyrir mig.

    Fer fram á stór sigur í dag en í hálfleik verð ég bara sáttur við 3 stig

  16. Held að við vorum heppnir þarna að fá dæmda rangstöðu en þvílík skyndisókn.

  17. 1-0 yfir sem er gott en þetta er pínu hægt hjá okkur. Við erum mun meira með bolta og erum að fá nokkur ágæt færi en gestirnir hafa verið hættulegir og fengið dauðafæri og skoruðu líklega löglegt mark áður en við fórum upp og skoruðum 13 sek síðar.
    Trent áhyggjuefni því að hann er klárlega veikur hlekkur og Fabinho er að taka lélega Lucas á þetta, leitar alltaf aftur í sendingar, tapar bolta og brýtur of mikið af sér.
    Firmino hefur líka ekki náð sér á strik og við erum stundum kærulausir þegar við erum að komast í færi.

    Annars stjórnum við þessum leik en megum ekki vera kærulausir en þeir náðu nokkrum sinnum að keyra á okkur í yfirtölu og það má ekki gerast þegar við erum marki yfir.

  18. hvað erum við stuðningmenn Liverpool alltaf að velta okkur upp úr því hvort mörkin okkar séu alltaf 100% lögmæt. Við erum að vinna eins og staðan er núna og eigum að fagna því. Hvað hafa oft verið tekin af okkur lögleg mörk eða sleppt vítaspyrnum. Leikurinn er bara með þessum hætti í dag og þegar VAR tekur yfir þá eigum við hugsanlega eftir að sakna gömlu góðu daganna.
    YNWA

  19. Þetta var alltaf ólöglegt mark, bæði var þetta tæp rangstaða en rangstaða engu að síður og svo var boltinn á hreyfingu þegar að aukaspyrnan var tekinn.
    En frábær skyndisókn hjá Liverpool og núna verðum við að bæta við mörkum.

  20. Ég er hættur að hafa VERULEGAR áhyggjur af þessu. En ég hef enn áhyggjur af þessu.

    Ég verð að segja það.

  21. Sæl og blessuð.

    Það eru víst öll feigðarmerki á þessu Fulhamliði og Shurrle ofmat þá augljóslega – rétt eins og ég gerði. Væntanlega fer hann á brunaútsölu eins og shaq ef þeir pompa niður um deild. Þá væri nú ágætt að hafa hann í okkar röðum – talandi um skapandi miðjumenn.

    En það er lítið að marka gæði okkar manna í þessum leik. Mótstaðan er ekki merkileg.

    Það væri vissulea fengur í þriðja markinu okkar, já og því fjórða. En fyrst og fremst þarf að sækja stigin þrjú.

  22. Leikur búinn, sigur 2-0. Til hamingju með þatta Liverpool. Hvenær gerðist það síðast að okkar lið var með 30 stig eftir 12 leiki, ég bara spyr. Allir hljóta að vera húrrandi kátir.

  23. Góður sigur. Hádegisleikir eru alltaf erfiðir klopp hefur fengið fæst stig í þeim leikjum. Vona hann haldi þessu kerfi áfram verðum bara betri með hverjum leik. Síðasta landsleikjahlé framundan í góðan tíma förum vonandi á flug eftir það.

Fulham mætir á Anfield

Liverpool – Fulham 2-0