Liðið gegn Rauðu stjörnunni

(Vegna veikinda komst þessi færsla ekki í loftið fyrr)

Liðið sem mætir Rauðu stjörnunni í Belgrad er eftirfarandi:

Alisson

Trent – Matip – Virgil – Robertson

Milner – Winjaldum – Lallana

Salah – Sturridge – Mané

Bekkur: Mignolet, Gomez, Moreno, Fabinho, Keita, Firmino, Origo

Þegar þetta er skrifað er Rauða stjarnan komin í 1-0, og því á brattann að sækja hjá okkar mönnum.

KOMA SVO!

50 Comments

 1. Já frábært, er þetta ekki liðið sem allir töluðu um að væri örugg 6 stig.
  Það er bara eins og lfc sé ekki mætt í leikinn.

  en koma svo. verðum að gera getur og getum það.
  ynwa.

 2. Kemur þetta einhverjum á óvart? Þessi klúbbur er ófær um að gera sér auðvelt fyrir. Það hefði verið alltof þægilegt að fá þrjú stig í dag og komast frá hinum liðunum. Þurfum helst að gera þetta á 90 mín í lokaleiknum.

 3. Sæl öll

  Lallana getur ekkert og liðið búið að vera í raun mjög “þunkt” í allt haust. Mér finnst eins og liðið hafi ekki yfirspilað andstæðinginn síðan að Buvac hvarf á braut. Klúbburinn skuldar útskýringar.

 4. Erum nú varla að fara að komast upp úr riðlinum úr þessu.

  Best væri í raun að lenda í fjórða sæti svo við þurfum ekki að spila í Evrópudeildinni og getum þá sem einbeitt okkur að því að ná þriðja sæti í deildinni.

 5. Vanmat mögulega. Er ekki að horfa en þetta byrjunarlið virkar ekki sterkt. Firmino, Gomez og Svisslendingurinn okkar hefðu átt að byrja. En nóg eftir!

  Koma svo!!!

 6. Voðaleg neiðkvæðni er þetta .getum en lent í öðru sæti í okkar riðli og verið ofarlega í deild top 3 .city mun gefa eftir.Àftam Lfc!..

 7. jæja bæbæ lallana þinn timi er buinn.. skiptingar i halfleik plis

  sturridge utaf og bobby inn
  lallana utaf og keita inn(þar að segja ef hann er redy að spila)

 8. Vá, er að koma að þessu núna…

  Hvað er eiginlega í gangi í kvöld?!?

 9. Það mun enginn segja það en milner er búinn að vera ömurlegur. Hann er búinn að vera lélegur í síðustu 6 leikjum sem hann hefur spilað! Fara í 4-2-3-1 inná með keita og fabinho fyrir milner og lallana og gini í holunni

 10. Alveg einstaklega illa leikinn fyrri hálfleikur hjá Liverpool – Koma vonandi betur stemmdir inn í seinni hálfleik og það án Lallana, please.

 11. Smá skita en ég held samt enn með Liverpool og elska leikmennina okkar.
  YNWA

 12. Lallana stirður og ekki í almennilegu leikformi byrjar gegn RS sem og Matip og þetta er sama skitan og úti í Napoli – nema að núna er búið að skora 2 á okkur í fyrri.

  Ekkert skot á markið þar að auki og þessi miðjuuppstilling er ekki að virka.

 13. Þvílíkur brandari að hafa ekki tekið Shaqiri með. Mögulega sá eini sem við eigum sem gæti sprengt þetta upp.

 14. Mikið er ég sammála þér Árni með Milner, hann er ekki búinn að vera góður uppá síðkastið.. Er ég líka bara einn um það að finnast Matip slakur varnarmaður?

  Annars fer þessi leikur 2-3 og skítlétt 3 stig í hús hjá okkar mönnum!

 15. Ef við töpum þessum leik erum við í djúpum skít. Verðum að fá 3 stig. Dugir napóli að gera jafntefli á anfield og stóla á að psg vinni okkur þá endum við í 3 sæti

 16. Já er ekki um að gera að drulla aðeins yfir nokkra. Það er langt þægilegast að drulla yfir þá sem voru að koma inn. Sturridge,Lallana og Matip en en fyrir manni hefur Milner og Winjaldum verið skefilegir á miðsvæðinu.

  Mark eftir hornspyrnu og svo eftir skelfilega sendingu frá Milner og tapað einvígi Winjaldum.

  Við eigum eftir að fá nokkur færi í síðari og spái ég því að við munum ekki tapa þessum leik.

  YNWA

 17. Þessi frammi staða Liverpool leikmanna er fullkomlega óásættanlegt. Mega þakka fyrir að vera ekki 3 mörkum undir. Hroki og virðingarleysi fyrir andstæðingnum er orsökin. Ég krefst þess að menn sýni virðingu og leggi sig 100 prósent fram og vinni helv… leikinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Er nú sammála hér með að afhverju er verið að gagnrýna lallana að mínu mati hefur hann verið skástur af þeim þó hann sé ekki búinn að vera góður og þetta mark númer 2 er ömurleg sending frá Milner og slök vörn frá wijnaldum og matip

 19. Þetta verður fróðleikur seinni hálfleik, það sagði mér ólygin að þetta fær 3-4 fyrir okkur
  Þar sem sigurmarkið kemur á loka sekúnduni

 20. Fór fram í eldhús og fékk mér blóðmör, 1-0. Fór aftur og fékk mér blóðmör 2-0. Núna fæ ég mér bara humla og vatn.
  YNWA

 21. Hefði verið fínt að geta skellt Shaq inn núna fyrir Lallana.

  Svona football-wise…

 22. Verðum að treysta á að PSG klári Napoli. Þá dugar okkur að vinna Napoli á Anfield í næstu umferð til að tryggja okkur áfram.

 23. Við hljótum að fara að skora….alltof hræddir við að gefa tuðruna i hlaupinn hja Salha Firmino og Lallana…

 24. Getur einhver sagt mér hvar Salah er? Sumir eru légegir og aðrir sæmilegir en Salah bara er hvergi held ég.
  Þá er bara að vinna napoli og psg.

 25. Ég tek þetta á mig. Fyrst blóðmörin og þegar ég ætlaði að reyna að laga hlutina í seinni og fékk mér bjór……þá heitir víst sá ágæti bjór Black sheep. Sorry félagar
  YNWA
  Minn ekki leikmaður í þessu leik er Mane

 26. Hvar er mojoið?
  Þetta er alveg horfið, ég vona sannarlega að þessi skita kveiki í mönnum einhverja reiði, hungur og þrá til að vinna leiki.

  Hægt er að benda á Lallana, hann er bara ekki tilbúinn eftir meiðslin.

  Hin ungi TAA búinn að vera skelfilegur.

  Nú þarf að finna mojoið og koma liðinu run.

 27. Mikið svakalega var þetta hrikalega hugmyndasnautt og steingeldur sóknarleikur og akkúrat ekkert sem virkaði og áttu liverpool akkúrat ekkert skilið úr þessum leik.

 28. Heldur er liðið okkar að spila illa í Suður-Evrópu… París er sem betur fer í 48° norður (fyrir utan Mbappe sem er milljón gráður í átt að marki).

  En ég veit ekki, hef meiri áhuga á ensku þetta tímabilið heldur en meistaradeildinni. Samt döpur frammistaða, það verður að viðurkennast.

 29. Sæl öll

  Hræðilegt upplegg í leiknum, háir boltar inn á þessa turna sem half-centar RS eru og það gerði nákvæmlega ekkert fyrir Liverpool. Liverpool og Klopp átti ekkert svar við vel skipulögðum varnarleik RS og í raun ekkert svar við vel uppsettum leik RS í fyrri hálfleik þar sem þeir yfirspiluðu Liverpool. Núna VERÐUR Liverpool að vinna Napoli á Anfield……. svo er ekki best að Napoli vs. PSG fari jafntefli?

 30. Miðjan hefur verið alveg skelfileg seinustu leiki og sérstaklega í þessum leik. Nákvæmlega engin þjónustu eða snöggar sendingar á framherjana og skiljanlega geta þeir lítið gert en voru samt ekkert góðir í dag heldur.

  Skil ekkert að hafa tekið Studge útaf hann var okkar besti leikmaður og alltaf í boltanum þótt sumir munu segja að hann hafi klúðrað einu færi þá var fáranlegur snúningur á boltanum og hann alltof hátti uppi, fáir hefðu klárað þetta. Firmino hefur verið frekar lélegur á þessu tímabili, mundi hiklaust vilja hafa hann gegn topp liðum sem maður þarf að verjast og pressa mikið en í svona leik vil ég alltaf sjá gæðin hans Studge frekar en Firmino sem átti svona sirka 4 snertingar í öllum leiknum eftir að hann kom inná.

Rauða Stjarnan frá Belgrad

Rauða stjarnan 2 – 0 Liverpool