Kvennaliðið fær City í heimsókn

Það er komið að næsta leik hjá stelpunum okkar, og þó svo enginn þeirra sé neitt sérstaklega léttur, þá eru andstæðingarnir ekki af lakari endanum. Gemma Bonner mætir í fyrsta sinn sínum gömlu félögum – þó hún þekki kannski fæstar af þeim sem nú spila fyrir Liverpool. Leikið er á Prenton Park, sem var nýverið tilkynnt að yrði heimavöllur kvennaliðsins næstu 3 árin.

Vicky er búin að gefa út liðið:

Preuss

S.Murray – Bradley-Auckland – Fahey – Robe

Roberts – Coombs – C.Murray

Charles – Daniels – Babajide

Bekkur: Kitching, Little, Rodgers, Linnett, Sweetman-Kirk

Jesse Clarke er ekki í hóp af einhverjum ástæðum, og Jasmine Matthews er frá sömuleiðis, mögulega er hún enn að jafna sig eftir samstuðið við Maríu Þórisdóttur í síðasta leik.

Leikurinn er sýndur beint á Facebook.

Við munum svo uppfæra færsluna með úrslitum síðar í dag.


Leik lokið með sigri City, 0-3. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Fyrirliðinn, Sophie Bradley-Auckland líklega með besta leikinn, var allt í öllu í vörninni og reyndar víðast hvar á vellinum.

Ein athugasemd

  1. Gaman að fá að fylgjast með ,, stelpunum okkar ” hér á síðunni, en því og miður virðast City sterkari en bæði karla og kvennalið okkar – Ég sætti mig ekki við það.

Arsenal 1-1 Liverpool

Rauða Stjarnan frá Belgrad