Byrjunarliðið gegn Arsenal á Emirates

 

Nú er biðin eftir stórleiknum senn á enda eftir langa spennumagnandi viku! Stóra stundin fer að hefjast í einvígi sem er næstum því öruggt með færa okkur mörk á færibandi. Stórveldaslagur Fallbyssanna frá London og Rauða hersins frá Liverpool! Hver verður stórskytta dagsins? Hvort liðið verður fallbyssufóður? Það mun koma í ljós á næstu klukkutímum en fyrst eru það liðsskipan beggja liðanna.

Klopp hefur stokkað sinn spilastokk eftir netta róteringu um síðustu helgi og lagt spilin á borðið með eftirfarandi byrjunarliði:

Bekkurinn: Mignolet, Sturridge, Moreno, Lallana, Shaqiri, Origi, Matip.

Herr Jurgen gerir þrjár breytingar frá síðasta leik en inn í liðið kemur Milner á miðjuna, Robertson í vinstri bakvörðinn og Gomez í hjarta varnarinnar. Áhugavert að Fabinho byrji inná í stórleik eins og þessum en hann hefur staðið sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum. Einnig að Lovren haldi ekki sæti sínu en í síðustu toppslögum hefur Klopp verið að setja Gomez í hægri bakvörð en er núna með sókndjarfari uppstillingu með TAA í þeirri stöðu.

Unai Emery hefur fyllt út sína liðsskýrslu og hún er svohljóðandi:

Koma svo allir rauðliðar nær og fjær, konur og karlar, stúlkur og strákar, finnum okkar sæti með góðri yfirsýn yfir leikinn og tökum höndum saman um blússandi stemmningu á meðan á leik stendur.

Svo við vitnum í “Röddina” og Púlarameistarann Pál Sævar Guðjónsson: Þetta er okkar staður! Þetta er okkar stund! Áfram Liverpool!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


50 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Takk fyrir, fátt kemur á óvart hérna megin. Ég hef ekki mikið út á þetta að setja nema bara út frá Shaquiri blætinu. Hefði viljað sjá hann í stað Milners. Klopparinn myndi örugglega treysta Old Faithful fyrir lífi sínu og hann er frekar valinn.

    Vonandi verður Ballerínan í fúllbakk Nallanna ekki í fullu fjöri og Özillinn ekki vaknaður. Þetta verður að vera hápressa fyrstu 20-30 mínúturnar sem skilar tveimur mörkum.

  2. Prófsteinn á bæði lið….við sluppum fyrir horn gegn city og chelsea…mjög áhugavert að sjá hvernig Fabino kemur inni þennan leik…við erum með margar breitur á bekknum…spái þessum leik 1-3

  3. Skil það að hafa hraða í vörninni fyrir þennan leik. Sína skruggufljotur osfrv….

  4. Klopp að byrja á varnarleik? Fab og Mill sem sexur og Winandjum sem 8-a?

  5. Lýst ekki vel á hægri vænginn hjá okkur í byrjun mjög auðvelt fyrir Arsenal að komast upp þarna. Arnold þarf meiri hjálp þarna.

  6. Heppnir að vera ekki undir eftir fyrstu 15 mín. Vörnin algjörlega sofandi

  7. Dómaraskita góðan daginn. En hvað um það við þurfum að girða okkur í brók og klára þetta verkefni.
    YNWA

  8. Nú er ég enginn sérfræðingur í dómara málum en er þetta réttur dómur eða rangur því hann er rangstædur i fyrstu sendingunni og græðir á stöðunni

  9. Aldrei rangstaða, löglegt mark hjá Mané. Kunna þessir dómarar ekki reglurnar sem þeir eiga að framfylgja?

  10. Löglegt eða ekki löglegt……línuvörðurinn var í það minnsta aldrei rétt staðsettur til að meta það. En ótrúlega skemmtilegur leikur
    YNWA

  11. 100% löglegt mark samkvæmt reglum Hjörleifur línuvörðurinn allt of hægur giskaði á rangstöðuna

  12. Hvað er með Fabinho?

    Hann er svo slappur að við erum hreinlega manni færri!

  13. Leiðinlegt að dómarar skuli ekki geta gert svona hluti rétta þvi ekki getur hann dæmt rangstödu á seinna atvikið þvi þeir eru jafnsidis

  14. Miðjan er alveg off! Fabinho í algeru veseni og Milner einfaldlega ekki með.

  15. Má kíla menn í andlit bara ef þú ert markmaður?Víti fyrir mitt leiti. Nákvæmlega það sama og vera of seinn í tæklingu og ná ekki boltanum.

    Annars Arsenal búnir að vera betri. Þurfum að girða okkur í brók.

  16. Skrítin leikur.
    Arsenal stjórnaði leiknum mest allan tíman og fengu nokkur góð færi til að skora en við höfum verið að fá dauðafæri til að skora en inn vill boltin ekki eða víst vildi boltinn inn. Mane skoraði löglegt mark sem var dæmt af.

    Annars er það að frétta að maður saknar Henderson í svona leik. Við erum með tvo orkubolta á miðjuni og svo Fabinho sem er eins og sé sýndur hægt. Hann hefur verið að líta vel út í hlutverki varnasinnaðar miðjumans þegar við erum 85% með boltan í leikjum gegn liðum sem pakka í vörn en í þessum leik þá nær hann ekki að ráða við hraðan.

    Annars erum við að sækja á þeira veikleika sem er vinstri bakvarðarstaðan og þeir eru að sækja á okkar sem er hægri bakvarða staðan.
    Þessi leikur mun ekki enda 0-0 en framistaðan okkar fyrstu 45 mín var ekki merkileg og ef við spilum eins í þeim síðari þá er líklegt að við förum með fyrsta tapið í vetur.

  17. Sæl öll

    Ég bara trúi ekki öðru en að það finnist á meðal ca.55M manna þjóð betri einstaklingar til að dæma fótboltaleik. Algjör hörmung að horfa upp á þetta. Það má toga, ýta og hrinda Salah en ekki anda á þessar rækjur í arsenal!!

  18. Miðjuspilið er ekki alveg að virka. Ég vil sjá Shaqiri inn á og hefði viljað sjá hann í byrjunarliðinu.

  19. Hvaða væl er þetta höfum átt betri færi en Arsenal og ættum alveg skilið að vera yfir. Auðvitað væri ljúft ef miðjan tæki aðeins betur á en stundum er þetta bara svona. Hefði svo sannarlega viljað hafa Hendo núna en þessir verða að duga. Ef við vinnum þá má miðjan skíta upp á bak mín vegna 😉 En þetta er rosalegur leikur sem við klárum í seinni.
    YNWA

  20. miðjan er ekki að virka.. við eigum enga bolta á miðjunni.. arsenal stjórnar miðjunni.

    þurfum að fá inn eitthvað ferskara

  21. Löglegt mark. Djók dómgæsla ad flagga.

    En thad breytir thvi ekki ad midjan er lin, vantar frumkvædi í Fabinho. Thad er eins og hann se ekki alveg i sambandi, frosinn, eins og hann vanti sjalfstraust og se ekki comfortable.

    Eg vil sja Shaq koma inna og fa lidid til ad halda bolta betur. Fara í 4-2-3-1. Halda bolta og hægja thannig a Arsenal og ráda betur vid leikinn. Vid rádum ekki vid neitt vid thá med grautlina midju.

  22. Út með Fab. Inn með Shaq. Núna takk.

    Annars er þetta dómaratríó úti að skíta. Eins og öll dómaratríó í þessari helvítis deild.

  23. Dómaratríóið gat bara ekki dæmt þetta mark af með nokkru móti !

  24. Milner á alltaf að vera inná og Shakiri á að komainnáq fyrir fabinho

  25. Djöfull er leiðinlegt að lesa kommentin herna.
    Spurning um að opna aðra síðu fyrir neikvæða “stuðningsmenn”

  26. Þvilikt fljótur hann Mane klárum svo þennan leik…klopp stendur með Fabino..

  27. Varnarleikurinn hjá þessu liði okkar er brandari í þessum leik, eins og gatasigti!

  28. Hvar er breytin hjá okkur, 2 varamenn eftir að koma inna! Á virkilega ekki að nota þá.

  29. Vantar einhver inna midjuna sem getur stjornad leiknum og spili lidsins. Er eg eini a thessari skodun? Milner er leidtoginn en hann getur ekki stjornad traffikinni. Fabinho er linur. Gini svipadur Milner. Eigum engan tekniskan umferdarstjora a midjum vellinum til ad hjalpa lidinu ad na fokking andanum og taka leikinn i sinar hendur.

  30. Sáttur með stigið þrátt fyrir allt. Erum enn taplausir og því ber að fagna. Alisson hefði getað gert betur í markinu að mínu mati, átti að drullast til baka. Mignole hefði örugglega fengið að heyra það 🙂 En þvílíkt skemmtun þessi leikur og Arsenal svo sannan lega með frábært lið.
    YNWA

  31. Geggjaður leikur. Gott stig gegn þvílíkt góðu liði. Milner Th. Jóhannesson er svo mikill gullnaggur.

  32. Jæja góðu Liverpoolaðdáendur. Okkar góða lið var að spila við, ja næstum heitasta liðið í deildinni. Bæði lið voru heppin að fá ekki á sig fleiri mörk en sennilega sanngjörn úrslit þegar upp er staðið.
    Fyrir nokkrum mánuðum hefðu allir hoppað hæð sína í loft ef sagt hefði verið við þá að liðið yrði með 27 stig eftir 11 leiki og ekki tapað leik. Þar af búið að leika við Spurs, Arsenal, Chelsea og MC. Staðan er frábær en kemur mér bara alls ekki á óvart. Liðið sem Klopp er að búa til er gríðarlega gott og gleymum því ekki að Fabinho getur töluvert meira, Keita og Henderson eru meiddir, Firmino er ekki alveg á sama flugi og í fyrra og Klopp treystir Shagiri ekki ennþá. Hvað er þá að, ég bara spyr? Liðið á nefnilega töluvert inni og með því að tapa ekki slökustu leikjunum er uppskrift að titlum eins og Chelsea og MU hafa sannað svo oft í gegnum tíðina. Framhaldið veldur mér engum áhyggjum, miklu frekar spenningi því ég veit að geislandi leikgleðin, sem var alveg fyrst á tímabilinu, er enn til staðar og birtist allt í einu með látum og gusugangi. Og þá er ekki gaman hjá hinum liðunum í deildinni.

  33. Hversu oft hefur liðið okkar þurft að tapa stigum vegna dómara sem kunna ekki eða hafa ekki kjark til að dæma vel í þessari blessuðu deild. Ekki ætla ég að hrauna yfir Fabinho hann átti ekki góðan dag í dag en ég minni á það að við vorum að hrauna yfir Can þegar hann var uppá sitt versta fyrsta árið eða svo. þannig að gefum honum í það minnsta fram að Jólum áður en við tökum hann af lífi, en dómurunum má alveg slátra þar sem þeir eru búnir að vera drasl mjög lengi í þessari deild og komast upp með það án þess að mínu viti sé eitthvað verið að ræða þá eitthvað mikið á Englandi ?.

Arsenal heimsóttir

Arsenal 1-1 Liverpool