Hver er bestur og hvað þarf helst að styrkja

Eðli málsins samkvæmt er öll umræða um liðið okkar í dag töluvert jákvæðari en líklega nokkru sinni fyrr. Þeim fjölgar hratt leikmönnum sem gera tilkall til þess að flokkast sem okkar bestu menn og veikleikunum fækkar í samræmi við það. Tökum þessar vangaveltur aðeins lengra úr því það er lítið að frétta fram að upphitun gegn Arsenal.

Hver er besti (eða mikilvægasti) leikmaður Liverpool í dag? Um að gera að svara könnun og gera grein fyrir sínu máli í ummælum

Hver er besti leikmaður Liverpool?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Hvaða stöðu myndir þú helst vilja sjá félagið styrkja og afhverju? Einhver nöfn í huga?

Hvaða stöðu viltu helst styrkja?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

31 Comments

  1. Það vantar að fylla það skarð sem coutinho skildi eftir og ox er meiddur. Ramsey getur verið kostur

  2. Van Dijk er lykillinn okkar að árangri.
    Ekki bara að hann gerir menn í kringum sig betri eins og Gomez hefur sýnt, heldur horfa miðjumenn meira fram á við en áður og eru ekki alltaf með hjartað í buxunum um að missa menn á vörnina.

    AMC því top maður í þeirri stöðu kveikir mest í boltablætinu mínu.
    Þar fyrir utan myndi alvöru ógn utan teigs opna flóðgáttir.

    Annars er ég sáttur og kjamsa á hverjum leik sem ég fæ á diskinn minn þessa dagana.
    YNWA

  3. Átti í gríðarlegum vandræðum með að velja stöðu sem þyrfti að styrkja en datt að lokum í hafsent og þá bara útaf unga hollendingnum hjá Ajax(De Ligt) sem væri þá brilliant combo með Van Dijk 🙂

  4. Bentu í austur og bentu í vestur. Bentu á þann sem að þér þykir bestur. Það er ekki hægt með Liverpool. Það þarf að skipta upp í stöður.

    En konan hans Alisson er sætust. Hoo-ah. Chanel No 5.

    Staðan sem þarf að styrkja er aukaspyrnusérfræðingur með blöndu af Coutinho og Fekir.

  5. Keita er ekki að fara vera varamaður þannig að ég veit ekki hvar á að troða einhverjum attacking midfielder inn í liðið. Það er einna helst að það vantar góðan alhliða leikmann til að leysa framherjana 3 af hólmi.

  6. Þurfti nú að hugsa þetta aðeins, í fyrsta skipti í nokkur ár sem mér dettur ekki í hug styrking á 1 sek. Ég valdi AMC, ætlaði að velja cover í LB fyrir Robertson, en hætti við það, en Moreno er ekki nógu sterkur samt. Kerfið sem Klopp notar er samt oft 4-3-3, og þá erum við ekki endilega með AMC, en Kútur skildi samt eftir sig stórt skarð, og það þarf mann í það, ég var að vona að Shaqiri væri sá maður, en Klopp þarf eitthvað að skóla hann til í varnarleiknum áður en hann treystir honum í það. Dembele væri flottur frá Barca 🙂 eða þessi frá Hoffenheim, en Dembele er “góður draumur maður”

  7. Ég væri til í einhvern sem gæti skotið boltanum í markið af löngu færi. Man eftir einum sem var nr. 8 og hafði þokkalegan skotfót…

  8. Vantar bara Fekir hefðum við fengið hann værum við með besta byrjunarlið á england

    Alisson
    Tren. Gomez. Van Dijk. Robbo
    Keita. Fabinho

    Salah. Fekir. Mane
    Firmino

    Klám ?.

    Með vængefinn bekk gætum róterað og rúllað yfir lið.

  9. Sturridge ruglar svolitið myndina hvort klúbburinn þurfi að kaupa heimsklassa senter eða ekki…ef Uxinn og Lallana ná aftur sama krafti á þessu tímabili þá breikkar hópurinn til muna….Ef Robertsson meiðist þá er hinn vinsæli Moreno kominn aftur í liðið með Milner sem varaskeifu eða öfugt…vonandi höldum við fyrst og fremst okkar bestu mönnum og ef það er keypt þá eru það menn sem bæta það sem fyrir er….

  10. það er ekki létt mál að velja á milli strákana okkar, en valdi samt Dikkarann, eiginlega vegna þess hversu mikið öryggi hann gefur þeim sem framar spila. Síðan segjir einfaldlega tölfræðin, að fengin á okkur mörk hefur fækkað um ég veit ekki hvað mikið, en hellingur er það. Þó hann hafi verið dýr, þá er hann svo margfalt búin að borga sig til baka. Ég veit ekki hvar við eigum endilega að bæta okkur, sjálfsagt má segja hér og þar, en 1 góður varnarmaður kæmi til greina, ef eithvað skildi gerast með Dikkarann, aðrar stöður eru bara eins vel mannaðar og hægt er að hugsa sér.

    YNWA

  11. Sakna þess að geta ekki valið Wijnaldum í könnunni hér ofar. Finnst hann virkilega skemmtilegur og mikilvægur leikmaður, einn allra besti það sem af er tímabilinu. Dettur í hug að margir séu ósammála mér sbr. könnunina og komment hér ofar, t.d. komment #10.

  12. Van DIjk er klárlega allra mikilvægasti leikmaður liðsins og í raun þarf ekki einu sinni að spyrja þá spurningu.

    En hvar á að styrkja er spurning sem eg fékk fyrir nokkrum dögum á snappinu minu og atti erfitt með að svara henni. Ef Shaqiri heldur áfram að bæta sig þá í raun vantar ekki franliggjandi miðjumann með hann , Lallana ef hann nær sér á strik, Chamberlain kemur einhverntiman aftur og Firmino getur leyst þessa stöðu líka. myndi samt ekkert kvarta með heimsklassa leikmann í þessa stöðu en hann þurfti þá að vera algjör heimsklassa spilari. Það yrði annaðhvort að styrkja þá stöðu eða heimsklassa senter og nota þá Firmino meira þarna í holunni og geta þá roterað líka meira þessum þremur fremstu, eigum í raun bara Sturridge í það sem gæti meiðst hvenær sem er.

    Það er alltaf hægt að styrkja liðið og í raun í öllum stöðum en sama hvaða staða það yrði þarf alltaf heimsklassa leikmann til þess að það yrði styrking þar sem að hópurinn er gríðarlega sterkur og einnig breiðari en nokkru sinni fyrr, ekkert nema Luxus vandamál sem gott er að hafa.

  13. Nr. 13
    Þetta er einn af kostunum við hópinn í dag. Upphaflega var ég með mun fleiri valkosti en fækkaði þeim svo. Wijnaldum, Milner og Henderson eiga líklega allir einhver atkvæði og eins spái ég að Keita og Fabinho verði mjög fljótlega alvöru valkostir í svona könnun. Shaqiri eins og hann er að spila gæti stimplað framlínuna aftur sen Fab Four. Andy Robertson og TAA hafa eins báðir verið geggjaðir og það sem af er tímabili hefur Joe Gomez líklega spilað betur en Van Dijk.

    Held samt að það sé erfitt að velja ekki Van Dijk eða Salah þegar spurt er hver sé okkar besti leikmaður, ég tek undir með þeim sem velja Van Dijk en bjóst alls ekki við að hann væri svo afgerandi efstur!

  14. Salah er okkar besti maður, sýndi það vel í fyrra og er að komast í gang í ár. Van Dijk er hins vegar sá mikilvægasti þar sem að vörnin er lykillinn að þeim bætingum sem hafa orðið á liðinu upp á síðkastið. Ég kaus Salah en hefði viljað kjósa báða.

    Vantar AMC. Lallana er ekki nógu góður eftir meiðslin (og ekki fyrir þau heldur, liðið er orðið betra en þegar hann var bestur í nokkra mánuði). Ox meiddur og óvíst hvort og hvenær hann kemur til baka (mæli með þessari umfjöllun fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér slík meiðsli til hlítar https://www.thisisanfield.com/2018/09/alex-oxlade-chamberlain-injury-expert-analysis-reveals-the-ultimate-challenge-facing-liverpool-midfielder/)

    Ég tel að Shaqiri geti verið þessi AMC en við þurfum einn í viðbót skapandi x factor.

    Að öðru leiti er liðið mjög vel mannað og í raun ótrúlegt hversu mikil umbylting hefur orðið frá því að Klopp tók við!

  15. Einhvernveginn finnst mér no brainer að nefna Van Dijk sem okkar mikilvægasta mann.
    Jújú Salah skorar og hinir tveir líka og Alisson er frábær í markinu en það kom bara svo svakalega áberandi ró yfir allt liðið, ekki bara vörnina, eftir að Virgil mætti á svæðið. Þá erum við að tala um leiðtogahæfileika hans, í ofanálag við hversu svakalega góður miðvörður hann er.

    Hvað þarf helst að styrkja.
    Ég rúllaði í gegn um liðið…
    vara markmann…mmmm kannski en samt
    miðvarðasvæðið er með sterkustu stöðunum okkar atm
    bakverðir…mætti skoða vara vinstri?
    miðjan; við höfum Fabino og Henderson backup í dm
    Wijnaldum og Milner í box to box
    Shaqiri, Keita og uxan í am
    Frammi höfum við heilögu þrenninguna og svo upgradeaðan Sturridge, jú Shaqiri getur komið þarna fram og Lall….
    Nei ég væri helst til í að fá striker sem passar inn í liðið og skorar mörk. Hvort hann sé fremstur eða á köntunum er ekki aðal málið en við getum helst bætt við í framlínunni að mínu mati.

  16. Sammála Herði Inga með mikilvægi Van Dijk en það er bara ekki hægt að horfa framhjá því hvað Salah er góður. Hann var að enda við að rúlla eða hreinlega snjóflóða upp 50 marka metinu með menn eins og Suarez, Torres, Rush, Fowler, Owen, Sturridge og fleiri snillinga hrífandi i gegnum rykið!

  17. Salah bestur. Ekki spurning. Það sást augljóslega í CL final þegar leikur liðsins hrundi þegar hann fór útaf meiddur eftir svínið hann Ramos.

    Ætlaði fyrst að velja DL, svo AMC en endaði á MC. Ástæðan er að Shaq, Lallana, Keita, Firmino og Ox geta allir spilað AMC. Ef Ox nær fyrri styrk er hann augljós fyrsti kostur þar. Sé ekki Milner og Hendo fyrir mér sem mikilvæga pósta á næsta ári. Í 4-2-3-1 eru Gini og Fabinho fyrstu kostir og vantar helst back-up fyrir þá. Hvaða leikmenn það ættu að vera hef ég ekki hugmynd um. Þekki helst ensku deildina og Ndidi hjá Leicester og Doucoure hjá Watford virka drullu hraustir og flottir fótboltamenn. Helst væri ég til í að Emre CantheManTank væri hjá okkur ennþá en hann má fokka sér!

  18. Eins og ég lít á þetta núna þá , er OX út tímabilið , Hendo er meiddur kemur svosem ekki á óvart. Lallana er ný stiginn úr löngum meiðslum og er ekki í sérstöku formi , Keita er meiddur OG hann hefur ekki verið að finna taktinn enn sem komið er þannig í raun þá er þetta ekki eins mikil breidd og maður hefði viljað.

    Auðvitað er Fabinho að koma sterkari inn sem er gott og maður vonar að Keita nái sér sem fyst og detti í gírinn.
    Shaqiri er að heilla mann þannig þetta reddast en manni finnst já mögulega miðsvæðið og mögulega backup fyrir vinstri bak kanski ég er ekki hrifinn af Moreno hann er flottur sóknarlega en kann ekki að verjast.

  19. Ég valdi Mané afþví ég dýrka þennan leikmann óútreiknanlegur stundum klaufskur en samt svo fáranlega góður.
    Einn minn uppáhaldsleikmaður um þessar mundir sem ég tel aldrei meigi vanta í liðið er TTA : )

  20. Að velja mikilvægasta manninn er erfitt. Nokkrir mikilvægir hlekkir eru í liðinu og bent hefur verið á VvD, bæði hvað hann getur og líka hitt að mennirnir í kringum hann verða betri. En hvað með Allison, hve mikilvægur er hann. Hvernig væri markatalan ef hann væri ekki og Mignolet væri í markinu. Það fáum við aldrei að vita. Á síðasta tímabili var nokkuð fjallað um þær stöður sem þurfti að styrkja. Minnir að markvarslan, hafsent og djúpur miðjumaður hafi skorað hátt á þeim tímapunkti. Nú er búið að styrkja tvær af þessum stöðum verulega og jafnvel bæting á þeirri þriðju nú um stundir. Ef farið er í villtustu draumana, yfir leikmann sem vantar, þá væri það líklega Gerrard týpan sem maður vildi sjá. Duglegan, alhliða, sókndjarfan skotfastann miðjumann sem skorar amk 10-15 mörk á tímabili. En slíkur gaur en væntanlega ekki á lausu ef hann er þá til. En staðreynd er að miðjumennirnir okkar skora of lítið.

  21. Þessi hópur sem við höfum er fjandi sterkur. Allavega sé ég ekki marga vængmenn sem eru betri en Salah og Mane – eða falska níu sem er betri en Firmino nema þá allra bestu leikmenn veraldar eins og Mbabbe, Neymar, ronaldo eða Messi. Breidd miðjunar er mjög mikil og verður betri þegar Fabinho og Keita venjast veðráttunni á Englandi og vörnin hefur verið okkar sterkasti hlekkur í vetur.

    Mér finnst næstu leikmannakaup eigi að snúast um að auka breiddina og reyna að kaupa einhvern virkilega spennandi valkost þarna úti sem virkilega bætir byrjunarliðið ef hann er í boði. Þá er ég að tala um leikmann eins og Fekir mínus meiðsla vandræði.
    Það er hægara sagt en gert að kaupa slíkan leikmann, því flestir af slíkum leikmönnum eru þegar að spila fyrir stærstu klúbba í heimi.

  22. Fólk virðist vera á mörgum áttum, eðlilega. Liðið okkar er svo ofboðslega solid. það að spyrja okkur hver sé hvað og hvenar er svo erfitt að svara, en það er gaman að svona leikfimi, styttir stundir að næsta leik.

    YNWA

  23. Það vantar stóran sterkan sóknarmann (ekki Benteke samt) sem getur komið inná í þessum leikjum gegn litlu rútuliðunum (frá Manchester) og látið finna svolítið fyrir sér og búið til pláss fyrir þessa litlu snöggur leikmenn okkar.
    Sala er okkar besti leikmaður en trúlega er Van Dijk okkar mikilvægast leikmaður.
    Svo vinnum við Nallana 1-3 á morgun.

  24. Sæl og blessuð.

    Við skulum ekki gleyma brokkandi gengi á löngu tímabili, það sem af er hausti – þótt lyktir hafi í flestum tilvikum verið ásættanlegar. Það er svakalegt að horfa á bekk margra andstæðinga okkar og sjá þar úrvalssveit sem getur komið inn á breytt gangi leikja á kortéri. Jafnvel téðir Nallar eiga sinn Ramsey og Aubarmeyang svo ekki sé nú talað um City. Jafnvel hinir sparsömu hvítliðar tefldu fram Erikson og Alli í síðasta leik.

    Flestir púlarar fyllast angist þegar hinn bjarteygði Moreno hleypur um flötina og tilraunir til að bæta þriðja hafsenti inn á í leikjum hafa í flestum tilvikum endað illa. Sturridge, veit maður aldrei hvernig mun spjara sig og Shaq er loksins farinn að fá einhvern tíma. Ég hefði viljað fá traustara bakköpp fyrir Robertson og einhvern sem gæti mannað vaktina með Shaq. Þótt ég sé ekki í hópi þeirra sem gráta Coutinho þá kom það víst vel fram í téðum leikjum hversu glundroðakennd sóknin gat verið og stjórnlaus.

    Sumsé: þykktin verður að vera í lagi. Við munum enn eftir þeim harmleik þegar stirður Lallana og (for the love of God) Solanke voru okkar helstu menn á bekk í úrslitaleik gegn Real f***ing Madrid. Já, sem, meðal annarra orða – hentu inn af bekknum, spænskum landsliðsmanni í fúllbakkinn og efnispilti að nafni Gareth Bale.

    Lið sem ætlar sér að vinna TITIL verður að hafa þessi mál í lagi. Ég endurtek: TITIL.

  25. Góðan daginn félagar er staddur í Glasgow hvar er best að horfa á leikinn á morgun 🙂

  26. Vantar einungis cover á bekkinn og datt þar helst í hug einhvern varamann fyrir Mane, svo ég kaus aml

Gullkastið – Don’t mention the WARnock

Arsenal heimsóttir