Adam Lallana eða Harry Wilson?

Liverpool endar með 99 stig haldi stigasöfnun liðsins áfram eins og hún hefur verið fyrstu tíu umferðir tímabilsins og ljóst að við höfum yfir afskaplega litlu að kvarta. Það helsta sem sat í mér eftir síðustu viku var innkoma Adam Lallana í byrjunarliðið. Hann er skiljanlega ryðgaður eftir langa fjarveru og það sást heldur betur í báðum leikjunum en er það ekki viðvarandi leikform hjá Adam Lallana? Fyrir utan max sex mánuði man ég ekki eftir honum í fullu formi leik eftir leik hjá Liverpool. Síðasta tímabil var alveg afleitt hjá honum þar sem hann byrjaði inná í einum leik og spilaði samtals 236 mínútur í deildinni.

Svona er ferill hans hjá Liverpool:

Hann hefur spilað 47% af mögulegum mínútum hjá Liverpool og hafði aðeins náð 61% af mögulegum mínútum ef við drögum síðasta tímabil frá. Hroðalegt fyrir einn af uppáhalds leikmönnum Klopp og tegund af leikmanni sem sárlega hefur vantað á miðjuna undanfarið. Megnið af þessum leikjum var hann að spila sig í form.

Þessi tölfræði yfir meiðsli Lallana er engin heilög ritning en líklega er þetta ansi nærri lagi hjá Transfermarket

Með þetta í huga og töluvert af sófasérfræði spyr ég því, hvort hefðir þú sem stjóri Liverpool frekað viljað fara inn í þetta tímabil með Harry Wilson í stærra hlutverki eða Adam Lallana í því hlutverki sem hann er núna (ef bara mætti velja annanhvorn)? Þeir gegna ekki ósvipuðu hlutverki og væru líklega alltaf hugsaðir sem einn af fyrstu kostunum af bekknum frekar en byrjunarliðsmenn. Harry Wilson er 21 árs landsliðsmaður Wales þrátt fyrir að hafa aldrei fengið sénsinn almennilega hjá Klopp.

Hvorn myndir þú frekar vilja hjá Liverpool í vetur?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Tökum þetta og margt fleira fyrir í Gullkastinu í kvöld. Þátturinn ætti að koma inn um og eftir miðnætti.

12 Comments

 1. Adam Lallana
  Hef séð leiki með Wilson í vetur og hann hefur verið mjög misjafn en maður sér að hann á framtíðina fyrir sér. Ég held að hann hefði ekki fengið mikið að spila með Liverpool í vetur og því er betra að svona ungur leikmaður fái að spila en að reyna að komast í hóp og spila bara varaliðsleiki.

  Lallana fyrir mér var einn best leikmaður Liverpool 2016/17 en síðan þá hefur hann eiginlega verið meiddur en vonandi nær hann að halda sér heilum núna. Á því tímabili spilaði hann 31 leik í deildinni skoraði 8 mörk og lagði upp annað eins.

  Wilson er klárlega framtíðarleikmaður hjá Liverpool en við erum ekki að berjast um framtíðartitil núna heldur við erum að berjast á þessu tímabili og þá er Lallana klárlega betri leikmaður.
  Lallana er frábær leikmaður fyrir Klopp því að hann er virkilega duglegur í hápressu, teknískur og getur skapað. Já við höfum ekki séð hans besta síðan að hann fór að meiðast en ef hann er heill þá er þetta leikmaður sem getur klárlega gert titlkall til að byrja inná.

 2. Þetta er eins og spyrja, hvort viltu hænuna eða eggið. Þó ég sé engin sérstakur aðdáandi Lallana, er bara ekkert sérstakur fyrir okkur, vissulega komin úr meiðslum, þá vel ég á þessu stigi hænuna. Á eftir að sjá hann sýna að hann sé okkur verðugur, en hann á allan minn velvilja, er markaður af meiðslum eins og sumir, nefnum engin nöfn. En það liggur sannanlega góð vonarglæta í stáknum, bara að hann vinni úr þeim.

  YNWA

 3. Ef maður má koma með óska subject þá væri gaman að fá ítarlega umfjöllun um láns-strákana okkar 🙂

  Annars eruð þið að fara bjarga þessari næturvakt, ekki nokkur spurning 🙂

 4. Held að eina ástæðan að Lallana sé enn hér ef að Fekir gekk ekki eftir og meiðsli Ox.

 5. Ef maður þarf að velja á milli þeirra. Þá tek ég Adam Lallana. Finnst lágmark að Harry Wilson springi almennilega út í Championship og sýni stöðugleika til að gera tilkall í hópinn hjá LFC.
  Finnst okkur samt vanta gæðaleikmann í þessa stöðu. Finnst munurinn á Liverpool og City vera einkum sá að þeir eru með menn á borð við David Silva og KDB. Við þurfum svona AMC sem getur sprengt upp leiki.

 6. fysta setning geðveik “endum með 99stig” en hvað er að frétta með Lallana! 99stig það væri geðveikt og skrifað eins og það sé ekkert mál við lifum á góðum tímum núna

 7. Nr.7 Þú virðist hafa hætt að lesa á mikilvægum kafla í þessari færslu en þar stóð “haldi stigasöfnun liðsins áfram eins og hún hefur verið fyrstu tíu umferðir tímabilsins og ljóst að við höfum yfir afskaplega litlu að kvarta.”

  Enginn að halda því fram að 99 stig séu örugg í húsi eða endilega líkleg, leiðinlegir útúrsnúningar.

 8. Ég eiginlega get ekki svarað þessari spurningu.. Ég vil svo mikið að Wilson fái að spila mikið, ég held hann fengi allt of lítið hjá okkur, líka dottnir út úr einni bikarkeppni.. Vildi samt hafa hann á staðnum..

  Lallana held ég að verði aldrei lykilmaður í líðinu því miður.. en hann er meiri meiðslapési en Sturridge..

  jú.. svei mér þá.. ég segi Lallana.. Fáum Wilson inn næsta tímabil, og vonum að Lallana nái að halda sér heilum lengur en í korter í einu…

 9. Mér finnst fáranlegt að afskrifa Lallana. Það minnir mig mikið á þegar Sturridge hefur aftur og ítrekað verið afskrifaður. Mér fanst hann ekkert vera draga Liverpool niður á móti Cardiff og ef hann helst heill í nokkra leiki til viðbótar eru góðar líkur að taktur hans og tilfinning fyrir leiknum eykst og þá gæti hann orðið einn allra besti leikmaður liðsins. enda hefur hann alla burði og hæfileika til þess. Hann þarf bara að haldast heill.

 10. Nr. 9
  Rétt eins og með Sturridge er þetta nákvæmlega sama og sagt er um þessa leikmenn á hverju einasta ári. Er ekkert að afskrifa Lallana bara leggja upp hvort menn hefðu frekar viljað sjá klúbbinn leggja upp með Harry Wilson í mun stærra hlutverki (partur af hóp) heldur en að treysta enn eina ferðina á Lallana sem er jafnan meiddur, að ná sér eftir meiðsli eða alveg að fara meiðast.

  Auðvitað á þeim forsendum að Wilson er gríðarlega mikið efni, uppalinn hjá félaginu og orðin 21 árs gamall. Þetta er sófasérfræðingaumræða en ég sé ekkert fáránlegt að opna á hana á vettvangi sem þessum.

  Daniel Sturridge er ágætt dæmi líka, ég hefði t.a.m. mikið frekar viljað treysta á Origi heldur en hann á síðasta tímabili. Það eru 10 mánuðir síðan Klopp taldi það betra að lána hann til WBA en að svo mikið sem eiga hann upp á að hlaupa eða fá annan í staðin.

  Lallana er búinn að vera heill í nokkra mánuði núna og ég er alveg 50/50 með þetta sjálfur, skil ekki alveg afhverju Wilson hefur fengið svona rosalega fáa sénsa miðað við hversu vel hann hefur staðið sig undanfarin ár. U23 fótbolti er ekki besti mælikvarðinn á gæði leikmanna en hann hefur slátrað þeim fótbolta spilandi þann leikstíl sem Liverpool leggur upp með. Hann var líka að gera miklu merkilegri hluti hjá Hull á síðasta tímabili en Lallana var að gera hjá Liverpool allan síðasta vetur. Er svo vitlaust að veðja frekar á svoleiðis stráka en að spila Lallana enn eina ferðina í leikform og fórna í það mínútum sem væri mögulega betur varið í að þróa svona stráka?

  Auðvitað var þetta ekkert svona af eða á fyrir Klopp í sumar, hann hefur Keita, Shaqiri og þrjá sóknarmenn fyrir utan Firmino úr að velja. Wilson heldur svo vonandi áfram að styrkja það atgument að hann sé betri kostur fyrir Liverpool en Lallana í engu leikformi.

 11. nr. 8 hætti aldrei að lesa þegar þú skrifar og ekki heldur að hlusta þegar þú talar:) mér finnst það bara svo geðveikt að við séum með lið sem við getum látið okkur dreyma um 99stig og er ég búin að horfa á þetta lið okkar frá 1977

Kvennaliðið heimsækir Chelsea

Gullkastið – Don’t mention the WARnock