Gullkastið – Ljótu sigrarnir

Enn eina vikuna fáum við ekki að sjá Liverpool spila af sama krafti og við fengum að sjá á síðasta tímabili en það eru skiptar skoðanir um hversu stórt vandamál það er. Aðalatriði er að liðið heldur áfram að vinna. Keflvíkingurinn Guðlaugur Helgi Sigurjónsson var með okkur að þessu sinni en ásamt því að ræða Huddersfield leikinn gerðum við upp fyrsta fjórðung tímabilsins og spáðum í spilin fyrir leikina í næstu viku.

00:00 – Of mikið af iðnaðarframmistöðum?
15:10 – Shaqiri á miðjunni
19:30 – Vafaatriðin með Liverpool?
23.00 – Sturridge spilaði 90.mín og Fake News að Van Dijk sé heill
35:30 – Uppgjör á fyrsta fjórðungi tímabilsins.
1:02:10 – Sérfræðingar í dýfingum og töfum

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson

Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.

MP3: Þáttur 212

3 Comments

 1. það er nánast gefið mál að þetta verður erfiður leikur, þeir munu tefja eins og andskotinn. Bara spurning um hugarfar okkar manna, þ.e. að láta ekki hlutina fara í pirrurnar á sér.
  Spái max 2-0, hver skorar er ekki aðal málið, en vil sjá Salah setjann, til að koma honum á beinu brautina. Við sáum reyndar ekta Salah mark á móti Huddersfield, en vil sjá þau on and on and on.

  YNWA

 2. Af því að menn eru að ræða lélegar framistöður og 3 stig.
  Já Huddersfield leikurinn var okkar versti leikur en samt fengum við nokkur færi til að klára hann en það var ekki alveg að ganga en maður var ekkert svakalega stressaður að heimamenn myndu jafna(þótt að þeir fengu þetta eina færi þegar lítið var eftir)
  Man City 0-0 leikurinn var bara mjög solid spilamennska.
  Napoli 1-0 tap var lélegur leikur en við vorum ekki að eyða mikili orku og var planið greinilega að halda hreinu sem tókst í 89 mín en það dugar víst ekki til.
  Chelsea 1-1 leikurinn var einfaldlega mjög vel leikinn hjá báðum liðum.

  Við vorum að klára þvílíkt leikjaprógram sem greinilega hafði stór áhrif á orkuna í okkar liði og í síðasta leik var Klopp að rotera vel í liðnu og mátti þá alveg búast við smá taktleysi sem var rauninn.

  Liverpool liðið okkar í ár verða ekki með margar flugeldarsýningar en það mun koma inn ein og ein sprengja. Ég er samt 100% viss um að liverpool liðið í ár verður með fleiri stig en á síðustu leiktíð einfaldlega af því að við erum komnir með sterkari varnarkjarna, markmann til að loka sjoppuni meiri breydd.

  Á síðustu leiktíð þá held ég að Klopp hafi séð að varnarleikurinn væri ekki styrkleiki og því var bara Plan A að keyra á lið með miklum sóknarþunga því að hann vissi að liðið myndi líklega ekki halda hreinum í þessu fólst mikil áhætta en þetta gekk vel.
  Í ár er liðið alveg að sækja og stjórna leikjum en er klárlega þéttara og er að nota hápressuna miklu minna sem er ekki eins mikil áhætta.

  Þetta eru þau lið sem við erum að berjast við.
  Man City er í algjörum sérklassa í dag.
  Arsenal sem menn eru að benda á að séu í góðum gír er að fá á sig 2-3 dauðafæri í hverjum einasta leik sem andstæðingar eru ekki að nýta vel. Þeir unnu síðasta leik 3-1 en hefðu getað verið manni færi og marki undir og gestirnir voru mjög nálagt því að komast aftur yfir rétt áður en Arsenal komst yfir í leiknum.
  Tottenham virka bara í hlutlausum og ef menn vilja sjá lið spila ekki merkilega og vinna leiki viku eftir viku þá ættu menn að skoða Tottenham.
  Chelsea liðið er þétt varnarlega og solid sóknarlega en manni finnst þeir ekki eins góðir og við.
  Man utd er í tómu tjóni og þökkum við kærlega fyrir það.

  YNWA – Ég verð sko sáttur við fullt af lélegum framistöðum í vetur ef þau enda í 3 stigum því að ég hef vanis því illa að horfa á liverpool í mörg ár spila stundum flottan fótbolta og enda með 1 eða 0 stig eftir leiki.

Rauða stjarnan mætir á Anfield

Byrjunarliðið gegn Rauðu Stjörnunni