Leikir hjá kvennaliðinu og U23

Það er nóg að gera hjá Liverpool FC, í augnablikinu stendur yfir leikur U23 liðsins við Derby, og kvennaliðið tekur á móti West Ham núna á eftir. Staðan hjá U23 er 1-0 í augnablikinu, fyrirliðinn Virtue með markið. Þá ber það til tíðinda að Ben Woodburn spilar með liðinu þrátt fyrir að vera á láni hjá Sheffield United, en hann hefur lítið fengið að spila þar upp á síðkastið.

Leikurinn við West Ham hjá kvennaliðinu er áhugaverður að ýmsu leyti. T.d. mæta okkar konur þarna Matt Beard sem stýrði Liverpool einmitt á árunum 2013-2014 þegar Katrín Ómars lék með liðinu og tveir titlar komu í hús. Meðal leikmanna West Ham eru svo t.d. Kate Longhurst sem lék með Liverpool þangað til í sumar.

Kirkland og Jepson stilla svona upp í dag:

Kitching

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Robert – Coombs – C.Murray

Charles – Clarke – Sweetman-Kirk

Bekkur: Preuss, Little, Fahey, Rogers, Daniels, Babajide, Linnett

Kirsty Linnett fer semsagt aftur á bekkinn þrátt fyrir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn í síðasta leik, og Preuss er orðin leikfær en byrjar á bekknum.

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum, bæði hjá U23 og hjá kvennaleiknum.


Leik lokið með sigri Liverpool, 0-1. Courtney Sweetman-Kirk með markið í fyrri hálfleik, eftir góða fyrirgjöf Jess Clarke. Það var mikil barátta á síðustu mínútunum, og það munaði ekki miklu að okkar konur bættu við öðru marki en það var dæmt af vegna rangstöðu. Í uppbótartíma meiddist svo Kirsty Linnett á höfði þegar West Ham tóku hornspyrnu, og þar sem það var búið að nota allar skiptingar þurfti að klára leikinn með 10 leikmenn. Það hafðist sem betur fer. Liðið er því komið í 4 sæti með 9 stig eftir 5 leiki: 3 sigurleikir og 2 tapleikir. Það að lesa úr töflunni er þó ekkert endilega mjög einfalt, þar sem fjöldi liðanna í deildinni er oddatala, og því mismargir leikir búnir hjá hverju liði. Þannig eru t.d. Birmingham konur í 2. sæti með 13 stig, en eru búnar að spila 6 leiki. Arsenal eru á toppnum og hafa unnið alla sína leiki.

U23 liðinu gekk ekki eins vel en sá leikur endaði 2-3 fyrir Derby.

4 Comments

  1. …oooog Derby voru að jafna í þann mund sem ég var að klára færsluna. Nújæja.

Huddersfield 0 – 1 Liverpool

Rauða stjarnan mætir á Anfield