Liðið gegn Huddersfield

Nú er klukkutími í að leikur Huddersfield og Liverpool hefjist, og svona ætlar Klopp að stilla upp gegn David Wagner og félögum:

Alisson

Gomez – Lovren – Van Dijk – Robertson

Milner – Henderson – Lallana

Shaqiri – Salah – Sturridge

Bekkur: Mignolet, Matip, Trent, Fabinho, Winjaldum, Origi, Firmino

Hér vekja nokkur atriði athygli: Gomez fer aftur í bakvörðinn, Milner kominn aftur úr meiðslum og beint í byrjunarliðið, Winjaldum á bekknum, eins Firmino, bæði Sturridge og Shaqiri byrja, og svo sjáum við andlit sem hefur ekki sést í langan tíma: Divock Origi á bekknum. Nú svo getur vel verið að þetta verði eitthvað afbrigði af 3-5-2 frekar en 4-3-3 eins og oftast.

Þó svo að Huddersfield sé enn án sigurs í deildinni, og Liverpool á toppnum, þá er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Það er rétt að minna á að af síðustu 9 útileikjum í deildinni þar sem Liverpool hefur spilað á móti liði sem var í fallsæti í byrjun dags, þá hafa 5 af þessum leikjum tapast. Enginn af síðustu 6 svona leikjum hefur unnist. Og eins og Höddi B benti á í athugasemdum við upphitunina hjá Ólafi Hauki, þá er þetta lið sem vann United á síðustu leiktíð. Semsagt, sýnd veiði en svo alls ekki gefin. Klopp var ekkert viss um að hann vildi að liðið heyrði af þessari tölfræði, en líklega mun hann einmitt nota hana til að brýna menn til dáða. Nú þar að auki mega okkar menn alveg færa núverandi fyrirliða kvennaliðs Liverpool – Sophie Bradley-Auckland – sigur í afmælisgjöf, því hún á 29 ára afmæli í dag.

KOMA SVO!!!

37 Comments

  1. Sturluð staðreynd.
    Allir sóknarmennirnir byrja á S og eru allir örvfættir. Sturlað.

  2. Já og svo fær Lallana fyrsta séns í byrjunarliði síðan guðmávitahvenær. Líklega er Klopp alveg með annað augað á leiknum á móti Rauðu Stjörnunni í vikunni, en breiddin í hópnum er auðvitað slík að hann hefur alveg efni á að rótera án þess að það þýði eitthvað mikið veikara lið.

  3. Skrítið að sjá Gomez aftur í hægri bakverði en Trent var víst eitthvað tæpur.
    Virkilega gaman að sjá að Lallana er mættur aftur og svo er Shaqiri og Sturridge að fá tækifærið sem þeir hafa verið að bíða eftir. Maður er pínu spenntur að sjá hvernig okkar menn spila úr þessu en maður reiknar með að það gæti tekið okkur smá tíma í leiknum að keyra þetta í gang með svona marga nýja í liðinu sem hafa ekki spilað mikið saman.

  4. Þetta ku víst vera í fyrsta sinn síðan í ágúst 2017 sem Origi er í liðinu, og í fyrsta sinn síðan í nóvember 2017 sem Sturridge er í byrjunarliðinu í deild. Já og fyrsta sinn sem Lallana er í byrjunarliði síðan í janúar á þessu ári.

  5. Óskandi að Lallana komist i sitt besta form gæti gert mikið fyrir okkur…annars er frábært að sjá hvað við erum komnir með frábæran hóp..

  6. Vonandi er lallana í sinni stöðu á miðjunni. Hann er jafn góður kantmaður og henderson nebblega. Frábær fyrir meiðsli en ekkert getað síðan, komin tími á að hann troði sokk

  7. Easy
    1-5

    Sigur. Allt annað skandall. Þrenna hjá D.Sturridge , Salah og Gomez

  8. Lallana gæti reynst okkur gríðarlega mikilvægur ef hann nær fyrri styrk og getu.
    Frábær á boltanum og lykilmaður í pressunni á miðjunni, er spenntur að sjá hann í dag.
    Einnig spenntur að sjá Sturridge og Shaqiri fá byrjunarliðssæti í dag.

  9. Var að vona eftir að Shaqiri og Sturridge myndu byrja og viti menn Klopp heyrir í manni 🙂

  10. 5 englendingar og 1 skoti í byrjunarliði. Ekki mörg lið á toppnum með svo marga ?

  11. Þegar við látum boltann ganga hratt þá erum við lang bestir….þetta mark var synikennsla i þvi..

  12. ósannfærandi nánast engin marktækifæri á móti liði í 19nda sæti.
    Vörn og markmaður búin að standa sig vel ásamt stöngini , dómaranum sem dæmdi ekki víti og rangstöðuflaggið gleymdi ég eitthverju?
    Salah frábært mark en við verðum að pressa betur en þetta.

  13. Lélegur fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
    Heimamenn hafa verið að vinna okkur í baráttu og dugnaði. Þeir eru galopnir oft á tíðum varnarlega en við erum ekki að ná að nýta okkur það og erum að gefa á okkur færi hinumegin.
    Sturridge er gjörsamlega týndur í þessum leik og er spurning um hvort að Firmino mætti ekki fara að detta inn fyrir hann.
    Ef við höldum áfram í þessum gír þá er alls ekki víst að við endum með 3 stig. Gomez og Robertson hafa verið í vandræðum í bakverðinum þar sem þeir eru að komast aftur fyrir þá aftur og aftur.

  14. Lélegur þulur á sportinu, og hvernig fær hann það út að það hafi verið “klár” vítaspyrna. Mjög soft ef dæmt er víti á svona. Gott að þulur þotskhaus skuli ekki vera dómari!
    Það þarf svo lítið uppá að þessi sókn splundri upp vörn Huddersfield. Koma fleiri mörk í seinni, Salah með fernu í dag!

  15. Skemmtikrafturinn Henrý Birgir. Skelfilegt að þurfa að hlusta á hann lýsa.

  16. Sæl og blessuð.

    Er ósammála gagnrýni á Stur. Hann hefur miðlað honum vel áfram og Salah hefði mátt gera betur í byrjun leiks við færin sem hann skapaði. Shaq hefur verið bestur að mínu mati. Annars erum við ljóóóónheppin að skýrslan/lakið skuli enn vera án bletta. Vafasamt að dæma ekki víti og þessi rangstaða var að sama skapi umdeilanleg.

    Maður bíður enn eftir að sjá liðið spila eins og það á að sér að gera.

  17. Þessvegna”Neyðist maður að fara á pöppinn eða streyma til að hlusta á enska þuli

  18. Virkilega döpur frammistaða og eins og menn séu þreyttir eða með hugann við CL i vikunni

  19. Hvað varð um liðið sem gat sundurspilað andstæðingana með baneitruðum skyndisóknum fyrir aðeins fáeinum mánuðum?

  20. 3 stig og auðvitað er maður sáttur við það en það eru risastór spurningamerki um þessa frammistöðu

  21. Huddersfield fékk tækifæri til að jafna, hvað ætlar Liverppol að komast upp með þetta lengi? Sá reyndar bara seinni hálfleik, en þetta var ósannfærandi. En 3 stig.

  22. Ömurleg framistaða en 3 stig staðreynd. Við þurfum heldur betur að koma þessari framlínu í gang sem fyrst.

  23. Verð bara að segja það í fullri hreinskilni að liðið sem ég elska svo mikið, er bara alls ekki að heilla mig í dag. Leika leiðinlegan fótbolta og virka margir hverjir hálf áhugalausir og þreyttir eitthvað. Það á þó ekki við um öftustu menn sem enn einu sinni björguðu okkur. Klopp verður að fara að gera eitthvað róttækt til að byggja upp þann sóknarleik sem hann hefur verið svo þekktur fyrir. Svona frammistaða er bara alveg óþolandi.

Huddersfield á laugardag

Huddersfield 0 – 1 Liverpool