Gullkastið – Katrín Ómars

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem við fáum fyrrum leikmann Liverpool á gestalistann hjá okkur og þáttur vikunnar því sannkallaður viðhafnarþáttur. Katrín Ómarsdóttir gerði auðvitað gott betur en það enda var hún partur af fyrsta meistaraliði kvennaliðs Liverpool í sögunni og fékk tvær gullmedalínur á þremur árum í borginni. Við fórum í Vesturbæinn og fengum Katrínu til að segja okkur aðeins frá tíma sínum hjá Liverpool, lífinu í borginni ásamt því auðvitað að skoða stöðu bæði karla og kvennaliðsins í dag.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, SSteinn og Katrín Ómarsdóttir

Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.

MP3: Þáttur 211

6 Comments

  1. Takk fyrir þetta. Var að hlusta á ykkur en náði ekki til enda því það datt út eftir um 40 mín og kom ekki aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hvað um það, mjög skemmtilegt það sem komið var og virkilega gaman að heyra í Katrínu um hennar tíma í Liverpoolborg. Greinilega er tröppugangur í að koma kvennaknattspyrnunni almennilega á kortið í borginni þrátt fyrir tvo titla fyrir nokkrum árum. Það er reyndar styttra síðan kvennliðið vann titil heldur en karlaliðið. Ég tók eftir því að Katrín sagði að eftir titlana tvo hefði þetta svolítið verið búið. Skrýtið ef karlaliðið hefði unnið tvo titla þá væri þetta rétt að byrja. Þarna kristallast sennilega aðstöðumunurinn milli kynjanna. Utumhaldið og grunnurinn hefur verið dapur og ekki nægjanlegt fjármagn lagt í kvennliðið svo það gæti haldið dampi. Því for sem fór en vonandi á góðri uppleið aftur nú í vetur.

  2. Frábært að fá þessa innsýn í heim kvennaknattspyrnunnar í Englandi. Það er greinilega ýmislegt í ólagi þar í okkar frábæra klúbbi eins og mörgum öðrum.

Lykilmenn sendir heim meiddir

Huddersfield á laugardag