Gullkastið – Sterk byrjun á mótinu

Liverpool stendur jafnfætis Chelsea og Man City þrátt fyrir erfiðustu mögulegu byrjun og prógrammið frammundan er töluvert frábrugðið því sem nú var að enda. Samt hefur liðið ekki unnið neinn af síðustu fjórum leikjum og er langt frá því að vera fullkomið. Gerðum okkar besta til að greina þetta í þætti vikunnar.

00:00 – Erfiðasta byrjun Liverpool í Úrvalsdeildinni
14:50 – Upplegg Guardiola mikið hrós
28:50 – Kominn tími á þessar £110m af nýjum miðjumönnum
42.40 – Algjörlega hörmulegur Napoli leikur
57:00 – Jurgen Klopp veisla í þrjú ár.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.

MP3: Þáttur 210

8 Comments

 1. Það er kannski nokkuð augljóst að að annað hvort Keita eða- og Fabiniho fá að byrja þar sem Milner er meiddur, enda voru þeir varla keyptir upp á punt. Svo er auðvitað Shaqiri, þannig við eigum að vera í góðum málum. Ekki það að ég hafi viljað Milner meiddan, langt í frá, en þessi hvíld þó meiddur sé, er bara gott fyrir hann, hann kemur tvíelfdur til baka það er næsta víst.
  En veit einhver hver meiðslin eru?

  YNWA

 2. Vona að sú tíska fari að renna sitt skeið, og önnur tíska taki ekki við. Frekar vil ég fara að sjá þá í útvíðum gallabuxum á almannafæri, gæti meir að segja sætt mig við þá tísku.

  YNWA

 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn ég gaman af honum að venju. Ég hefi póstað því einhverstaðar í öðrum þræði að ég telji að Liverpool eigi að bæta við sig 30 stigum fyrir áramót. Liverpool á aðeins eftir eitt stórlið í fyrri umferðinni (Arsenal) og í næstu 10 ttil 12 leikjum ættu því að reitast inn 30 til 36 stig. Það yrði mikil hamingja fyrir oss dygga stuðningmenn liðsins. að vera komnir með nálægt 50 stigum um áramótin sem þýðir 90 til 100 stig í rest. Nei ég segi nú bara svona en samt alveg hugsanlegt. 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Alltaf gaman að hlusta á ykkur félaga og langt síðan að maður hefur sett eitthvað hér inn.

  Eins og þið komuð inná eru (ættu) næstu leikir ekki að vera jafn erfiðir og þeir sem við vorum að fara í gegnum og það hlítur að vera kominn tími til þess að nota hópinn.

  Milner er frá í mánuð og þá opnast dyr fyrir menn eins og Keita, Fabinho, Lallana (á að vera klár) og mögulega Curtis Jones sem lék mjög vel á undirbúningstímabilinu. Væri gaman að sjá þann strák fá tækifæri á móti minni spámönnum. Shaq er svo einn möguleiki á miðjuna í svipað hlutverk og Ox hefur verið notaður í.

  Ég myndi persónulega vilja sjá annað hvort Fabinho eða Shaq fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skýna…þeir voru keyptir til þess að breikka bæta hópinn, af hverju ekki að nota þá?

  Naby Keita er víst á heimaslóðum með landsliðinu en æfir einn vegna bakmeiðslanna sem komu upp gegn Napoli og er hrikalega furðulegt að hann hafi einfaldlega ekki orðið eftir í Liverpool og farið yfir hans stöðu. Alveg sammála ykkur í Castinu að manni finnst oft eins og hann sé að halda aðeins aftur af sér, hann virðist ekki vera á fullu gasi. Getur ekki verið annað en að það sé eitthvað að angra hann.

  Annars væri skemmtilegt ef þið gætuð tekið nokkrar mínútur í næsta Casti og farið yfir hvernig þeir leikmenn sem eru á láni eru að standa sig, sbr. Kent, Woodburn, Wilson, Ings, Grujic o.fl.
  Bara svona hugmynd þar sem að næsti þáttur var eitthvað lítið planaður skildist mér á Einari.

  Annars er þetta blessaða landsleikjahlé að hefjast og þá þýðir ekkert annað en að leggjast einfaldlega undir feld og bíða eftir að skemmtilegur fótbolti hefjist aftur 20. Okt!!!

  YNWA – In Klopp we trust!

 5. Sigfinnur, ofsalegt vanmat er þetta á skipulagið. Sagði bara ekki hvað er á dagskrá, hún er löngu tilbúin.

  Rétt samt að yngri liðin og leikmenn á láni er eitthvað sem væri gaman að skoða betur og í víðu samhengi og erum við með það á plani. Næsta landsleikjahlé t.d gott í það.

  En annars er um að gera að henda á okkur hugmyndum af umræðupunktum í podcast þáttum.

 6. Sammála Sigfinni

  Væri til í ítarlega umfjöllun á hvernig ungu láns-strákunum okkar gengur, hversu mikilvægir þeir eru sínum lánsliðum og hver þeirra er/mun taka lengsta stökkið á þessu tímabili.

  Annars hef ég enga trú á öðru en að þið verið með þéttan og góðan þátt, eins og venjulega 🙂

Klopp í þrjú ár

Veiki hlekkurinn