Liðið gegn Manchester City

Ég náði ekki að giska á rétt byrjunarlið í upphituninni þar sem Lovren kemur inn í liðið, Gomez fer í bakvörðin og Trent sest á bekkinn.
Liðið er svona í dag

Alison

Gomez – Lovren – Van Dijk – Robertson

Milner – Henderson – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Mignolet, Matip, TAA, Fabinho, Keita, Shaqiri, Sturridge

Það var ekki sama á teningnum hjá City en þeir koma svona til leiks í dag

Ederson

Walker – Stones – Laporte – Mendy

B.Silva – Fernandinho – D.Silva

Sterling – Aguero – Mahrez

Bæði lið mæta með sterk byrjunarlið og er hægt að búast við góðum leik. Er pínu ósáttur að sjá Gomez fara úr miðverðinum þar sem hann hefur litið mjög vel út á tímabilinu en Trent hefur átt slaka leiki undanfarið og spurning hvort Clyne sé ekki í standi fyrir svona stóran leik.

49 Comments

  1. Trent hefur verið í smá lægð undanfarið og Klopp ákveður að breytta aðeins til. Trent út og Lovren inn. Með þessu erum við að fá meiri hæð og physical en missum aðeins hraðan í bakverðinum en Gomez er betri varnarlega en Trent og gæti ráðið betur við Mahrez eða Sterling sem munu mæta honum.

    Við erum með hörkulið og á heimavelli svo að við bara kýlum á þetta. Man City er eitt af fáum liðum sem geta unnið okkur þrátt fyrir að við eigum góðan leik en það geta líka Man City sagt um okkur.

    Keyrum einfaldlega á þá og sjáum hvað við fáum út úr því. Við erum með sterka varnarlínu, vinnusama miðjumenn og stórhættulega sóknarmenn.

    YNWA

  2. Það var svipuð sem Klopp gerði í 4-3 leiknum sem við unnum þá en þá var það með matip í stað Van Dijk og auðvitað engin Allison þetta verður athyglisvert og maður treystir Klopp fyrir þessu.
    YNWA

  3. Sæl og blessuð.

    Æ, hvað það hefði verið flott steitment að hvíla Salah og Mané.

    Púff…. ekki tapað fyrir þeim fölu í 17 ár. Þetta verður svakaleg prófraun.

  4. Salah með þrennu.. Held að kallinn hrökkvi í gang og fari á kostum.

  5. Stór hætta að vera með Lovren. Hann getur verið óttalegur klaufi í sínum aðgerðum.

  6. Ég er ekki hrifinn af því að púað sé á sterling ef einkunnar orp klúbbsins eiga að hafa einhverja merkingu þá þarf að standa við þau”you will never walk alone” þarf að þýða nákvæmlega það

  7. Mikið af klaufa sendingum og bæði lið svakalega varkár eftir fyrstu 15 mín sem voru skemmtun frá Liverpool. En city áttu að fá víti sem var klaufalegt frá Lovren en stór mistök frá gomez.

  8. Flatt flatt og aftur flatt enn eina ferðina, allt fyrirsjáanlegt, langir boltar fram og ekkert gerist

  9. Liverpool eru búnir að missa alla neistann úr sóknarleiknum held að þessi leikur endi í besta falli í jafntefli.

  10. Sæl og blessuð.

    Halló, er einhver heima?

    1. Salah verið bærilegur en ekki meira. Ekkert hefur komið út úr færunum hans.
    2. Mané, alveg agalega slappur. Hann velur altaf verri kostinn í stöðum og það kemur nákvæmlega ekkert út úr þessu hjá honum.
    3. Gomez-inn hættulegur en hefur sannarlega átt sín andartök í vörninni.
    4. Gini og Hendó alveg þokkalegir á miðjunni framan af en misstu svo miðjuna – þeir hafa þessu síðari hluta hálfleikjarins.
    5. VvD er klettur í vörninni – leysir úr óteljandi flækjum og klúðri sem félagar hans hafa skapað.
    6. Firmino hefur lítið sýnt.
    7. Súrt að þurfa að gera breytingu svona snemma. Keita er ekki hrokkinn í gang en mikið ósköp væri maður sáttur við að fá hann til liðsins.
    8. Robertson einn sárafárra sem hefur gert eitthvað skapandi.
    9. Lovren hefur verið traustur.
    10. Jamm og markvörðurinn hefur verið meira með boltann en framherjarnir síðustu 25 mín.

    Það VERÐUR að breyta einhverju í seinni hálfleik ef ekki á að fara illa. Góða leikhlésræðu og alvöru breytingar eftir 10 mín af þeim síðari.

  11. Lovern verið traustur??? Braut eins fáránlega og hægt var að gera og heppinn að fá ekki víti á sig. bara

  12. Hvernig ætli sendingahlutfallið sé hjá Mané??? boltinn endar alltaf hjá andstæðingum þegar hann er með hann. Alveg ótrúleg þolinmæði sem hann nýtur.

  13. @Ingisig
    Lovren var alls ekki brotlegur og það eru flestir sammála um það, meira að segja Aguro bað ekki um neitt heldur hélt bara áfram. Það var Gomez sem bjó þetta atvik til með þessari skrítnu hreinsun sinni sem setti Lovren í bobba einn á einn gegn Aguero.

  14. Takk Salah. Misstir hann á hættulegasta stað og framhaldið lá í loftinu.

    Mikið ofboðslega leiðist mér þessi þrjóska Klopparans að hafa Mané og Salah inni í liðinu.

    Og…. takk Mahres!!!

  15. Klaufalegt hja dijk og enn einu sinni töpum við boltanum á stórhættulegum stað og frábært hjá mahrez

  16. Salah er bara orðin fokking liability á liðinu. Getur ekki rassgat. Klopp verður að vakna og sýna leadership og taka hann út úr liðinu.

  17. Svo maður haldi nú áfram að tuða…

    Keita er ekki betri en hvaða Sunderlandmiðherji sem þeir hefðu fengið fyrir brot af þeim pening sem þeir settu í hann. Mané heldur áfram að vera besti varnarmaður City og Salah… maður minn. Er hægt að biðja um einhverja viðleitni??? Og enn situr Shaq á bekknum – einn fárra sem gæti brotið upp þessa pattstöðu. Sturridge hefur þó verið sprækur og komist næst því að skora.

  18. Mjög sáttur að við náum jafntefli þvi liverpool voru ekki nógu góðir og vill ég sjá einhverja roteringu í fremstu mönnum i næsta leik.

  19. Þetta var frekar gæðalítill leikur maður hélt að þetta væru tvö bestu liðin í deildinni en svona er þetta stundum.

    YNWA

  20. Bara eitt að segja HÆTTIÐ AÐ VÆLA. Allir leikmenn ömurlegt, Klopp ömurlegur og svo framvegis. Halló við erum taplausir í deildinni, er það ekkert!

  21. Ég hefði áhyggjur ef síðustu 4 leikir hefðu verið Southampton, Huddersfield, Cardiff og Burnley en svo var bara ekki, höldum áfram eftir landsleikjahléð.

  22. hvada helvitis væl er thetta.. vid vorum ad spila a moti manchester city andskotin hafi það, ekki luton town, their slatruðu deildinni a sidasta timabili og eru ekki verri i ár. hvada lid sem er í heiminum getur prísað sig sælt með jafntefli a móti þeim. og gegn mótherjum eins og þeim er öllum mistökum refsað sem gerir það að verkum að okkar menn sem eru vanir að dominera leiki tæknilega og hlaupalega líta ílla út einfaldlega vegna þess að mótherjinn er ekkert djók að díla við.

  23. Fannst þetta ágætis leikur hjá okkar mönnum og var nokkuð sáttur við stig fyrirfram. Besti leikur Salah í langan tíma, alltaf að reyna og hljop endalaust. Margir finir í liðinu dag.

  24. Þetta var svakalegur leikur, hátt spennustig og allt bókstaflega undir. Við erum að hökta, því er nú verr og miður EN við erum í toppslagnum og núna er prógrammið aðeins að léttast. Eigum mikið inni!

Upphitun: Meistararnir mæta á Anfield

Liverpool – Man City 0-0