Liðið gegn Napoli – ein breyting

Klopp gerir eina breytingu á liðinu sínu frá síðastliðinni helgi þegar liðið mætti Chelsea en Naby Keita kemur inn fyrir Jordan Henderson á miðjuna.

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Milner – Wijnaldum – Keita

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lovren, Fabinho, Henderson, Shaqiri, Sturridge

Ég vildi sjá þetta lið í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá Keita koma inn í liðið og Wijnaldum spila sem djúpi miðjumaðurinn. Milner og Keita eru báðir mjög skapandi og kraftmiklir sem gefur liðinu meiri sprengikraft.

Myndi vilja sjá þetta lið aftur á sunnudaginn þegar við mætum City en meira um það seinna. Lovren kemur inn fyrir Matip á bekknum og hópurinn að nálgast það að vera eins öflugur og hann getur orðið á þessum tímapunkti.

Eitthvað talað um að það sé ekki mikill hraði á miðjunni og í vörn Napoli í kvöld svo þetta gæti orðið forvitnilegt á eftir. Sigur í kvöld gefur Liverpool mjög góðar líkur á að komast upp úr riðlinum en í hinum leiknum er PSG að rúlla yfir Rauðu Stjörnuna í París en Napoli gerði jafntefli á útivelli gegn þeim serbnesku í fyrstu umferðinni.

66 Comments

 1. 1
  Jónas Snorrason

  Þetta lið á að geta tekið hvaða lið sem er, var kannski full djarfur að segja 0-5, en sigur nánast í höfn.

  YNWA

  (1)
 2. 2
  Dude

  Hefði viljað sjá fleiri hvílda, m.a. Virgil. Og hefði viljað sjá bæði Shaqiri og Sturridge í byrjunarliði og Salah hvíldan. Hef akkúrat engar áhyggjur af þessum leik. En ég er hræddur við leikinn á sunnudaginn – sem er mun mikilvægari.

  Áfram Liverpool!

  (2)
 3. 3
  ChevyCruze

  Af hverju róterar maðurinn ekki meira milli leikja í þessari erfiðu leikjahrinu.

  (1)
 4. 4
  Höddi B

  napoli eru bara miklu betra fyrstu 15 mín, við ekki með !

  (0)
 5. 5
  Doddi

  Keita út af … eigum við að hafa áhyggjur?

  (0)
 6. 6
  Jol

  Úff, Keita meiddur illa.

  (0)
 7. 7
  Krulli

  Dýrt að hafa 50m punda mann sem er ekki klár ef menn fara að hrynja í meiðsli.

  (0)
 8. 8
  Sonni3

  Okkar menn of mikið að reyna sjálfir… menn þurfa að fara spila betur a seinasta þriðjung… annars fer þetta bara illa

  (0)
 9. 9
  Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

  Henderson búinn að vera hörku góður eftir að hann kom inn fyrir Keita.

  (0)
 10. 10
  Gunnar

  Er frekja að byðja um skemmtilegan lýsanda ?
  Kiddi Kern er sennilega leiðinlegasti lýsarinn á Sportinu

  (9)
 11. 11
  Kobbih

  Það er eins og að menn séu á síðustu dropunum þarna.

  (2)
 12. 12
  Nr9

  Auglýst er eftir liði í rauðum búningi sem átti að vera í sjónvarpinu í kvöld…

  (1)
 13. 13
  ommi

  Dauft er það félagar

  (1)
 14. 14
  Krulli

  Kvarta ekki. Lágt tempo og stig úr þessum leik eru góð úrslit.

  (2)
 15. 15
  Siggi

  Zzzzzzzzzzzzzzzz

  (1)
 16. 16
  Red

  Djöfull er Joe Gomez að verða að góðum varnarmanni, nautsterkur, fljótur og góður með boltann.
  Ég held að við tökum þetta í seinni, ég vil fá Sturridge og Shaqiri inn fyrir Salah og Firmino fljótlega í seinni hálfleik.

  (1)
 17. 17
  Davíð

  Verðum rassskelltir ef þetta er spilamenskan á móti city….

  (1)
 18. 18
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Ég þoli ekki að liðið skuli spila letingja fótbolta eins og MU. Hægur varnarsinnaður og verulega slakur leikur hjá okkar mönnum. Það verður að skipta skipta einhverjum af þessum leikmönnum útaf ef þessi sleðaháttur heldur áfram. Napolí búnir að vera betri og hefðu hæglega getað verið komnir yfir. mjög slakt hjá Liverpool og verður að batna í seinni annars er þetta tapaður leikur.

  Það er nú þannig

  YNWA

  (2)
 19. 19
  Björn S

  Lélegur hálfleikur og þetta getur varla versnað. En þvílíkt hörmung sem þessi völlur er. Ekki möguleiki að spila flottan bolta við þessar aðstæður. Og dómarinn og hans menn eru svo til að kóróna vitleysuna. Núna þurfum við bara að drulla inn einu marki og sigla þrem stigum í höfn og halda svo áfram með lífið.
  YNWA

  (1)
 20. 20
  Sigurdur Einar

  Það eru ekki alltaf flugeldasýning hjá okkar mönnum og skilur maður alveg að liðið sé ekki í hápressu leiknum sínum og eru ekkert að hvarta yfir rólega tempó. Þetta er einfaldlega sett upp að vera þéttari en oft áður og ef við missum bolta þá færum við okkur aftar en oft áður.
  Útileikur á Ítalíu í meistardeild er einfaldlega erfit verkefni og erum við greinlega fyrst og fremst að hugsa um að passa markið á okkar en því miður eru heimamenn líka í þeim hugsun og skilja þeir bakverðina alltaf tilbaka og fáum við því aldrei tækifæri til að keyra á þá hratt því að þeir eru ALLTAF með 5 menn fyrir aftan boltan.
  Völlurinn er greinilega mjög þungur eftir alla rigninguna og kannski hafði það einhvern áhrif á að Keita meiðist sem er ömurlegt en það má alltaf búast við meiðslum í þessari íþrótt og til þess eru alvöru lið með alvöru hópa til að bregðast við því.

  Ég reikna ekki með að það verða mikil læti í okkar mönnum í síðarihálfleik en ég spái því samt að innan 15 mín munum við sjá Sturridge eða Shaq koma inná.

  (2)
 21. 21
  Jónas Snorrason

  Málið er, Napoli virðist vera gott lið. Eru sterkir á boltan. En 0-0 í hálfleik, eiginlega baráttu 0-0. Koma svo lads.

  YNWA

  (0)
 22. 22
  Sölvi Th.

  Þetta Napoli lið lenti í öðru sæti í ítölsku deildinni síðasta vor,þannig að slakið á með sleggjurnar.

  (1)
 23. 23
  Rikki

  Erum að spila við sterkt lið á útivelli í Evrópu, jafntefli er ekkert slæmt… annars er þetta búið að vera frekar leiðinlegur leikur og litið virðist ganga hjá okkur í sókninni. Sem að er synd þar sem að vörnin virðist leiksins vers feikilega sterk.

  (0)
 24. 24
  Höddi B

  Liverpool er ekki að spila sinn besta leik, en enn er samt 0-0 og við eigum nóg inni með að bæta leik liðsins. Vonum að þeir vakni aðeins í seinni hálfleik.

  (0)
 25. 25
  Jol

  Er þetta einn af þeim leikjum sem liðið okkar á ekki góðan dag en vinnum samt 1 0.

  (1)
 26. 26
  Krulli

  Það er ekki heilbrigð samkeppni þegar fremstu þrír fá að gaufa svona án þess að breyta til.

  (0)
 27. 27
  Höddi B

  Mér finnst Sturridge eiga gott tilkall til þess að koma inná

  (1)
 28. 28
  Dog23

  Erum frekar passívir og lélegir sóknarlega í þessum leik.

  (1)
 29. 29
  Snake

  Má ekki enn skipta inná í þessu sporti?

  (3)
 30. 30
  Höddi B

  Fab komin inná fyrir Milner, nú vantar bara Sturridge, napoli eru miklu beittari

  (1)
 31. 31
  Stefán

  Sturridge og Shaqiri !!

  (1)
 32. 32
  Kristjan R

  Þarna vorum við HEPPNIR !!!!!

  (0)
 33. 33
  Jol

  Geggjaður þessi Kuolibaly hjá Napoli.

  (0)
 34. 34
  Dude

  Robbo lítur út eins og championship-leikmaður í kvöld. Alveg skelfilegur strákurinn. Allt liðið slæmt en Robbo er nú bara með flensu eða eitthvað.

  (1)
 35. 35
  Höddi B

  Liverpool heppnir að vera enn inní þessum leik, drullu lélegir

  (0)
 36. 36
  Red

  Skil ekki af hverju hann tekur ekki einn af fremstu 3 af vellinum, engin þeirra að eiga góðan leik.

  (2)
 37. 37
  Snake

  Vei skiptum á 88 mín

  (0)
 38. 38
  Jol

  Skita í kvöld.

  (0)
 39. 39
  Dude

  Aumingjar.

  (3)
 40. 40
  Gunnar

  Þá fór það

  (0)
 41. 41
  Stefán

  Skita

  (2)
 42. 42
  Kristjan R

  Hverjum a að kenna um þetta ;)

  (1)
 43. 43
  Sverrir.H

  Verðskuldað!

  (2)
 44. 44
  Höddi B

  Ekkert meira en við eigum skilið. Aumingjaleg frammistaða, og ekki enn skot á mark rammann hjá napoli ! SKITA !

  (2)
 45. 45
  Sigurjón

  Napoli átti þetta skilið…

  Ömurlegur leikur

  (2)
 46. 46
  Siggi

  Bara sanngjarnt! Skil ekkert í því af hverju þessi meinta breidd er ekkert notuð. Byrjunarliðið var þreytt frá fyrstu mínútu og ekki batnaði það í seinni.
  Af hverju eru skiptingarnar amk ekki notaðar þegar þetta augjóst hverjum amatör?

  (5)
 47. 47
  rúnar

  Þeir ættu a.m.k. ekki að vera þreyttir gegn City, það er enginn búinn að vera á 100% blasti.

  (2)
 48. 48
  Andri

  Þesei frammistaða var til skammar

  (2)
 49. 49
  Dude

  Napoli á toppinn og við niður í þriðja.
  Keita illa meiddur.
  Og allt byrjunarliðið drulluþreytt fyrir sunnudaginn.
  Talandi um bad day at the office. Stundum skil ég ekki Klopp.
  Skammarleg frammistaða í kvöld.

  (3)
 50. 50
  Snake

  Klopp á þetta tap alveg skuldlaust. Brást aldrei við Napoli. Ömurlegt game management

  (2)
 51. 51
  Davíð

  Stærsta klúður sem ég hef séð síðan Jurgen kom , algjör skita hjá honum og algjörlega skrifað á hann.
  Þessi spilamennska bíður upp á stórtap á Anfield á móti city

  (2)
 52. 52
  Kristján Aðal

  Blaðran sprungin? Eftir sjö sigurleiki í röð koma núna þrír án sigurs.

  (2)
 53. 53
  Elmar Einars

  Betra liðið vann í kvöld, svo einfalt er það.

  (1)
 54. 54
  Höddi B

  Sturridge getur ekki skorað mark í hverjum leik á bara 5 mínútum. Framherjar okkar þrír ekki með í kvöld. Sturridge inn í næsta leik.

  (4)
 55. 55
  Gunnar

  Farið ekki á taugum!!!
  Það er ekki eins og að við höfum verið að tapa fyrir Brighton og Derby í síðustu leikjum!!!
  Ekkert eðlilegt leikjaplan okkar manna uppá síðkastið.

  (6)
 56. 56
  róbert

  algjört djók skiptingarnar alltof seinar og enginn í liðinu að spila einu sinni ágætlega. ég spyr nu bara hvaða skilaboðum sendir þetta shaqiri og sturridge sem eru að berjast um að fá spilatíma.. sama hvað þeir spila vel þá fá þeir ekki nema 0-5 mínótur í leikjum afþví að fremstu 3 spiluðu vel fyrir hálfu ári. hlýtur að vera mjög hvetjandi!

  (4)
 57. 57
  Sigurður Einar

  Að lesa sum af þessum viðbrögðum er auðvita bara hlægilegt.
  Blaðran sprungin?
  Stærsta klúður Klopp – Liðið hefur fengið nokkra skelli með Klopp svo að það sé á hreinu og kemur þessi framistaða ekki á top 10 listan þar.
  Aumingjar

  Maður myndi halda að liðið væri í algjöru rusli og að Klopp væri að fara með þetta lið til helvítar(samferða Móra).

  Liðið átti einfaldlega ekki góðan dag og fékk á sig mark á síðustu mín leiksins. Napoli með sterkan heimavöll og við komust ekki í gang. Þetta var ekki heimsendir og liðið er ekki komið í þrott. Við eigum eftir að sjá Liverpool eiga ekki góða leiki og tapa leikjum á þessu tímabili en allir að anda inn og út.

  (9)
 58. 58
  66halldor

  Verðskuldað tap, Allison maður leiksins. Ekkert meira að segja því miður.

  (4)
 59. 59
  ST

  Lidid virkar threytt. Allir sem einn.

  Thad er ekki ad na sömu pressu og thad vill og hægri vængurinn er GALopinn eftir eina sendingu framhja Salah.

  Front-3 eru ekki on form og tha skil eg ekki ad bida svona lengi med ad rotera i leiknum.

  Thad vantar einhvern neista i thetta lid nuna. Veit ekki hvadan hann a ad koma. Kannski fra stúkunni á sunnudaginn.

  (2)
 60. 60

  shit happens

  (0)
 61. 61
  Ditto

  Sendir mjög skrýtin skilaboð til Saqhiri og Sturridge að fá ekki þennan leik. Ef menn geta ekki unnið sér sæti í byrjunarliði með góðri frammistöðu þegar byrjunarlidsmenn spila illa þá er það frekar niðurdrepandi.

  (2)
 62. 62
  róbert

  Sigurður Einar við áttum 3 skot öll framhjá á móti 12 og spiluðum versta leik sem ég hef séð í nokkur ár svo ju þetta fer ansi hátt uppá top 10 listann og skilur mann eftir með óbragð í munninum aðeins 10 leikir búnir og búið að vera töluverð rótering hingað til svo þeir geta ekki verið það þreyttir. flott logic btw að við megum ekki kvarta smá en þú mátt kalla okkur aumingja.

  (4)
 63. 63
  Jói djöfull

  Ef stefnt er á jafntefli getur farið svona.

  (0)
 64. 64
  Jónas Snorrason

  Ætla nú ekkert að vera svona svartsýnn. Þetta snýst um viljan, hann þarf að virkja. Sigurviljan. Að hafa gaman af að vinna. Í þessum leik þá voru menn ruglaðir, og ég held að Klopparinn hafi verið það líka.

  YNWA

  (0)
 65. 65
  Jol

  Þetta er afar einfalt miðja liðsins er ekki nógu góð. Það vantar skapandi miðjumann. Hinir eru í því að verjast.

  (0)
 66. 66
  ST

  Skil Klopp vel ad byrja med Mane, Firmino og Salah og ath hvort their spili sig ekki i form, en thegar lidid fær ekki færi og ekkert ad gerast tha verdur ad vera plan B.

  Svo finnst mer vandamal lidsins fra sidasta seasoni ekki hafa verid addressad – og thad er ad geta haldid bolta betur undir pressu fra godum lidum. Ad geta road leikinn, leyfa mönnum ad pústa smá og sprengja svo upp a retta momentinu. Thad er alltof mikid stress og stiffness i thessu.

  (0)