Chelsea – Liverpool 1-1

1-0 Hazard ´25.mín
1-1 Sturridge ´88.mín

Leikurinn

Það má segja að bæði lið hafi stillt upp sínu sterkasta liði í dag. Það var lítið sem kom á óvart í liðsuppstillingu dagsins. Helst var það hjá Chelsea hvort að Rudiger yrði leikfær og Van Dijk hjá Liverpool en báðir voru klárir og á sínum stað þegar flautað var til leiks.

Leikurinn byrjaði fjörlega, bæði lið pressuðu stíft og menn fengu mjög lítinn tíma á boltann. Salah fékk fínt skotfæri eftir 10 mínútna leik eftir að hafa skilið Rudiger eftir með frábærri gagnhreyfingu rétt fyrir utan teig en skotið var slakt og fór hátt yfir.

Chelsea fékk dauðafæri eftir 21 mínútu þegar að Robertson gleymdi sér í vörninni og löng sending Luiz innfyrir kom Willian einn gegn Alisson. Fyrsta snertingin var þó frekar slök en Alisson kom á móti og varði frábærlega.

Hazard kom Chelsea svo yfir á 25 mínútu eftir frábært spil heimamanna. Hazard tók þríhyrning á miðjunni og fékk boltann aftur vinstra megin, stakk sér innfyrir vörn Liverpool og skoraði gott mark með föstu skoti neðarlega í fjærhornið, 1-0.

Liverpool fékk dauðafæri til þess að jafna á 31 mínútu þegar Firmino sendi innfyrir á Salah sem fór fram hjá Kepa í markinu en Rudiger kom á miklum hraða og náði að bjarga á línu. Sendingin frá Firmino frábær en Salah óheppinn eftir að hafa sýnt mikinn styrk með mann í bakinu.

Salah var mikið í boltanum og átti flottan þríhyrning við Gini á 40 mínútu, fékk boltann aftur rétt fyrir utan teig, Firmino var óvaldaður vinstra megin í teignum en sending  Salah of föst og aftur fyrir. Síðasta sendingin svolítið að svíkja okkur.

Staðan því 1-0 í hálfleik þar sem að Liverpool átti líklega fleiri færi en besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabili skildi liðin að.

Chelsea mætti ákveðnari til leiks í byrjun síðari hálfleiks. Milner átti slaka sendingu sem Willian komst inní en Van Dijk var að lokum fyrir skoti Kovacic.

Mané fékk gott færi eftir skot úr þröngu færi á 55 mínútu en Kepa varði frábærlega á nærstönginni. Færið kom eftir að Firmino vann boltann í teignum og lagði boltann út á Mané. Fram að þessu hafði Liverpool skapað lítið í síðari hálfleik en fékk tvær hornspyrnur upp úr þessu og náði upp smá pressu án þess að nýta hana.

Hazard fékk dauðafæri á 62 mínútu eftir að Chelsea menn tóku aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig sinn hratt  (fannst það reyndar ekki vera nein aukaspyrna, Salah steig fyrir boltann og Luiz sparkaði í hann og féll). Hazard var aleinn en Alisson varði aftur frábærlega einn gegn einum og hélt okkur inn í leiknum. Salah var svo tekinn útaf í næstu sókn í stað Shaqiri.

Á 70 mínútu fékk Liverpool svo sitt besta færi. Frábær sending Robertson inn á teig á Shaqiri sem skaut framhjá úr miðjum teignum aaaaaleinn. Enn eitt dauðafærið sem við erum ekki að nýta. Það var ekki nema tveimur mínútum síðar sem að Luiz bjargaði á línu eftir skalla frá Firmino. Milner fékk boltann vinstra megin í teignum og sendi boltann fyrir þar sem Firmino var aleinn á markteig en hann náði ekki að nýta færið, enn 1-0 ótrúlegt en satt.

Á 88 mínútu fékk heitasti framherji okkar boltann rétt fyrir utan teig, nýkominn inná. Hann skaut úr kyrrstöðu upp í samskeitinn, ótrúlegt mark! Daniel Sturridge gott fólk! Virkilega verðskuldað eftir að Liverpool var búið að vera betri aðilinn.

Chelsea pressaði síðustu 2-3 mínúturnar og fengu auka- og hornspyrnu sem ekkert kom úr og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Persónulega fannst mér Liverpool vera betri aðilinn heilt yfir, bæði liðin fengu þó virkilega góð færi. Liverpool átti að skora 2-3 mörk í þessum leik en á móti kemur að Alisson varði tvisvar sinnum frábærlega

Maður leiksins

Vörnin var ágæt í dag, Robertson líklega slakastur af þeim fjórum. Að sjá BÆÐI Van Dijk og Gomez hlaupa upp Willian í síðari hálfleik var ótrúlegt, ekki margir miðverðir á þessu kaliberi þarna úti sem búa yfir þessum hraða.

Milner og Henderson fannst mér vera frekar slakir í dag. Gini var okkar besti maður á miðjunni og Keita kom öflugur inn. Spurning hvort að miðjan gegn City verði ekki Gini, Milner og Keita.

Frammi fannst mér Salah og Mané báðir vera slakir. Var alls ekki ósáttur við að fá Shaqiri inn, þrátt fyrir að hann hafi klikkað á þessu líka færinu, kom kraftur með hans innkomu. Menn auðvitað búnir að benda á að tölfræði Salah sé á pari við það sem hún var í fyrra, það segir samt ekki neitt. Þurfum að fara að fá hann í gang, spurning hvort að Salah fái ekki hvíld í vikunni (gegn Napoli) og verði klár fyrir næstu helgi.

Minn maður leiksins í dag er samt Alisson Becker. Auðvitað hefði maður getað valið Sturridge eftir þessa frábæru innkomu en það hefði ekki verið neinn leikur til að bjarga ef að Alisson hefði ekki bjargað okkur í tvígang. Við erum búnir að biðja um markmann í mörg ár sem að vinnur stig fyrir okkur, það gerði hann í dag. Ég held að við hefðum ekki náð stigi í dag með Karius eða Mignolet í markinu.

Umræða eftir leik
Daniel Sturridge. Miðað við færanýtingu okkar fremstu manna þá held ég að Sturridge fari að fá fleiri tækifæri á næstunni. Frábær spilamennska hjá honum það sem af er leiktíðar, ætti að fá að byrja í næstu viku gegn Napoli og við gefa Salah og/eða Mané frí fyrir næstu helgi.

– Færanýting. Liverpool er búið að vera nýta færi sín hræðilega það sem af er tímabili. Hingað til hefur það bara ekki komið að sök þar sem yfirburðirnir hafa verið svo miklir í flestum leikjunum. Þegar þessir stóru leikir eru annars vegar þá vegur þetta þungt, eins og í dag.

Hazard. Hann hefur alltaf verið frábær leikmaður en er svo sannarlega að njóta þess að spila undir Sarri með minni varnarskyldu en oft áður. Haldist hann heill í vetur þá er þetta Chelsea lið til alls líklegt. Mér finnst samt mjög furðulegt að tala um að þetta Chelsea lið sé að koma á óvart, við erum að tala um meistara þar síðasta tímabils. Voru vissulega slakir í fyrra en ætli þeir séu ekki s.a. á pari í dag og munu eflaust verða betri þegar líður á leiktíðina og þeir komast meira í takt við Sarriball.

Næsta verkefni er Napoli á útivelli áður en við tökum á móti Manchester City! Stór vika það!

38 Comments

  1. Þvílíkt mark upp úr engu! Maður leiksins Alisson (eða bara Sturridge fyrir brilljant 5 mín)!

    Tek jafntefli en fannst liðið ekki alveg ná upp takti.

  2. vona að sturridge haldist heill í allann vetur.. maðurinn er fáránlega góður.

    þetta mark vááá.. sýnir hver sturridge er, maðurinn hefur gríðarlegt sjálfstraust og trúir því að hann geti skorað hvaða sem er af vellinum, farið að minna mig á sturridge 2013/2014.

  3. Einfalt mál, Sturridge á að byrja næsta leik.
    Það er glapræði að halda þessum leikmanni á bekknum á meðan hann er í þessu formi.
    Sturridge í þessu formi er okkar besti sóknarmaður, það er ekki flóknara en það.

    En virkilega gott að fá stig á brúnni og ég fer sáttur frá þessm leik.

  4. Verðskuldað jafntefli. Mjög jafn og skemmtilegur leikur á milli liða sem eru sambærileg af styrkleikjum. Mér fanst lengi vanta herlsumuninn og hafði það á tilfinningunni að þetta yrði einn af þeim leikjum þar sem liðið okkar myndi ekki skora sama hversu góð það fékk og síðan upp úr þurru sýnir Sturridge það bæði og sannar afhvejru hann er einn besti framherji veröldinni og skorar yfirnátturulegt mark.

    Ég er nokkuð viss eftir þennan leik að Chelsea er mjög sambærilegt og Man city af styrkleikjum og baráttan verði mjög líklegra á milli þessara liða. Önnur lið eiga örugglega eftir að vaxa ásmeginn en sem stendur eru þessi þrjú lið klárlega þau sterkustu.

    Sarri á alla mína virðingu skilið. Hann er hógvær og lætur liðið sitt spila stórskemmtilegan bolta sem þú sérð ekki á hverjum degi. Ef það er einhver sem ég vildi fá sem eftir mann Klopps þá væri það hann eða Gardiola.

  5. Ómagod!!
    Ég vissi að Störrids væri flúnkinn með boltan enn hólí dem! Hann er galdrakall.
    Slæmt að fokkens Eden er í hinu liðinu samt. Erum ótapaðir, það skiftir ofaná öllu núna.

    Áfram Liverpool
    Newer walk olong!

  6. Vorum betra liðið ef eitthvað var. Áttum fleiri dauðafæri en stundum er þetta bara stöngina út. Eigum frábært lið og flotta leikmenn í öllum stöðum. Er kannski orðin gamall og meir en talsmátin á þessu spjalli virðist ekkert þroskast hjá sumum þrátt fyrir frábært gengi okkar manna.
    YNWA

  7. Sælir félagar

    Það er ekkert við því að segja að þessi lið sættist á skiptan hlut. Liverpool er í 2. sæti á markamun og Chelsea í 3. með tvö jafntefli. Öll þessi þrjú lið eru taplaus á leiktíðinni en þau eru að skera sig svolítið frá öðrum liðum sérstaklega hvað spilamennsku varðar. Ástæðulaust er samt að hafa ekki áhyggjur af liðum eins og Tottenham og Arsenal sem virðist vera að ná áttum. Staðan í deildinni er ásættanleg og eftir næsta deildarleik getur liðið okkar andað aðeins léttar hvernig sem fer í þeim leik.

    Það ernú þannig

    YNWA

  8. Sturridge flottur en það má bæta því við að nánast í hvert einasta skipti sem það skapaðist hætta stóran hluta leiksins var þegar Salah var í spilinu. Hann vantaði aðeins uppá loka touch-ið. Frábær leikmaður sem á að byrja alla leiki. Hann er hrikalega mikilvægur í þessum pressubolta. Eftir að Shaqiri kom inná breyttist allt spilið.
    En það má skoða breytingar.

  9. Þetta var bara stál í stál í 90 mín.
    Við fengum nokkur afbragðsfæri og skoruðum svo úr engu færi á meðan að Chelsea líka afbragðsfæri og skoraði líklega úr einu af sínum þrengri skotfærum.

    Þetta var einfaldlega mjög gott stig á erfiðum útivelli. Mér fannst við spila bara fínan leik og á einhverjum degi hefðum við skorað 2-3 mörk en á móti kemur geta Chelsea men sagt það líka.

    Allison 8 – Hélt okkur inn í leiknum en ég er viss um að hann hefði einhverntíman varið Harzard skotið sem fór inn.
    Robertson 8 – Virkilega góður í þessum leik og átti að fá stoðsendingu þegar Shaq klúðraði.
    Gomez 8 – gríðarlega sterkur í dag.
    Djik 10 – Hann hefur verið frábær í vetur og var þetta líklega hans besti. Var oft að lenda 1 á 1 og vinna það á stóru svæði, tapar ekki skallabaráttu, skilar boltanum vel frá sér og hljóp upp Willian eins og að drekka vatn.
    Trent 7 – Lét teyma sig úr stöðu þegar þeir skoruðu en heilt yfir solid leikur þótt að sumar fyrirgjafir hefðu mátt vera betri.

    Millner/Henderson/Winjaldum 7 – Þetta eru leikmenn sem skapa lítið en ég held að menn átta sig ekki á vinnuframlaginu sem þeir eru með í svona leik. Liverpool var eiginlega í hápressu í 90 mín og voru þeir út um allan völl.

    Salah 6 – náði sér ekki á strik í þessum leik en það var ekki af því að hann var ekki að reyna. Þetta dettur inn hjá honum fjótlega.
    Firmino 8 – frábær í pressuni og hlaupunum sínum.
    Mane 6 – náði sér ekki á strik í þessum leik og sást varla í fyrirhálfleik en var alltaf ógnandi.

    Shaq 6 – átti að skora og var svo með ömurlega aukaspyrnu en hann hristi aðeins upp í þessu.
    Keita 6 – kom með smá kraft inn á miðsvæðið en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
    Sturridge 10 – Bara takk fyrir mig.

    Sáttur við strákana í dag og núna er engin tími í að pæla í hvað er. Næst er það Napoli og þarf að rótera í þeim leik því að Man City er strax næstu helgu og þar getur við með sigri farið aftur á toppinn.

    YNWA

  10. Mergjad ad na stigi ur tvi sem komid var. ‘Eg vill sja Keita byrja leiki. Hann getur solad og er miklu sokndjarfari heldur en midjutrioid okkar.

  11. Búinn að horfa 10 sinnum á markið reikna með að halda því áfram!

  12. Vá hvað þetta Liverpool lið er gott í fótbolta – blessuð sé minning andstæðinganna þegar við förum að nýta færin 🙂

  13. Takk Allison, það er sama hvað við segjum um þá sem skora, fyrir mér í dag er það hvernig vörnin og markaðurinn stendur sig því við erum með bestu sókn í heimi.

  14. Ég segi nú bara: hvernig haldið þið að þessi leikur hefði farið ef Alisson hefði ekki verið í markinu hjá okkur? Úff!

  15. Ég ýminda mér. að Klopp hefði tekið í höndina og sæst á jafntefli, fyrirfram. En þetta mark frá mínum manni, boy oboy. Núna er hann kominn, búin að stimpla sig inn og stoppar ekkert, nei hann er komin til að vera,amk þessa leiktíð. Rosalega er Klopparinn okkar útsjónasamur, sér möguleikan og nýtir hann.

    YNWA

  16. Bara minna bókhaldsdeildina að skrá 2 stig unnin á Alisson sem ekki hefðu fengist með öðrum markverði…

  17. Skýrslan er komin inn.

    Alisson minn maður leiksins, innkoma Sturridge algjörlega frábær og hann klárlega farinn að gera tilkall til sætis í liðinu. Vonandi byrjan hann gegn Napoli og við gefum a.m.k. öðrum þeirra Mané/Salah frí fyrir næstu helgi.

    Henderson, Milner, Robertson, Salah og Mané voru frekar daprir í dag. Sýnir bara hve langt við erum komnir sem lið að við getum verið með s.a. hálft liðið að spila ekkert sérstaklega en samt verið í raun sterkari aðilinn á virkilega erfiðum útivelli gegn liði sem hefur ekki heldur tapað leik það sem af er tímabili og er með besta leikmann deildarinnar það sem af er tímabili.

    Þetta “martraða” prógram klárast svo í næstu viku, sem er stór. Útileikur gegn Napoli áður en við tökum á móti City í deildinni. Mikið væri það gott, en myndi jafnframt gera næsta landsleikjahlé að lengasta landsleikjahléi sögunnar, ef við gætum farið í gegnum þá viku með tvo sigra.

    Þar til næst.

    Góða helgi gott fólk.

  18. Besta lið sem Liverpool hefur mætt það sem af er móti og ljóst að Sarri með alvöru lið er á leveli með Klopp og Guardiola sem stjóri. Auðvitað mest m.v. hvað hann gerði hjá Napoli en líka við fyrstu kynni af þessu Chelsea liði hans.

    Þrátt fyrir það var þetta off dagur hjá Liverpool sem á mjög mikið inni sem eru frábærar fréttir. Djöfull var þetta pirrandi leikur fram að markinu hjá Sturridge, nokkuð viss um að húsið hjá nágrannanum komi inn á fasteignavef mbl strax í kvöld eftir fögnuðin þegar þessi sleggja fór inn.

    Miðjan hjá Chelsea er gríðarlega vel mönnuð og þeir unnu baráttuna við okkar tríó í dag fannst mér. Miðjan hjá Liverpool var langt í frá hræðileg enda heimurinn ekki annaðhvort svartur eða hvítur en ég saknaði Keita í þessum leik (þar til hann kom inná). Ég vona að hann fari að komast nógu vel inn í leikstíl Liverpool til að fara festa sæti sitt í byrjunarliðinu í þessum stóru leikjum. Held að Liverpool eigi töluvert inni þar og hann tengi betur saman miðjuna við fremstur þrjá. Hann fylli skarð Ox-Chamberlain frá því í byrjun þessa árs.

    Salah átti auðvitað off dag en var að koma sér í færin eins og hann hefur verið að gera á þessu tímabili. Ég er kannski í minnihluta en ég vill ekki sjá hann sem fyrstu skiptingu útaf þegar Liverpool er marki undir, vildi þá frekar Shaqiri eða Keita inn til að styðja ennfrekar við sóknartríóið. Gefum vörn og miðju Chelsea líka credit, þeir lokuðu gríðarlega vel þegar Liverpool var með boltann. Sarri aðlagaði leikkerfið að andstæðingnum í dag með því að láta bakverðina liggja mikið mun aftar en hann hefur gert það sem af er móti og með þessa öflugu miðju var liðið gríðarlega þétt lengst af.

    Sturridge átti geggjaða innkomu í dag og þetta mark er í ruglinu. Hann skoraði líka í siðasta leik og átti tvö stórhættuleg færi til viðbótar. Ef hann er í alvöru að lifna við og ætlar að tolla heill verður hann fljótlega kominn í byrjunarliðið mun oftar en hann er núna. Geggjaður höfuðverkur fyrir Klopp að hafa. Um að gera að henda honum aftur í liðið gegn Napoli og t.d. hvíla Salah en mér er alveg sama hvað menn drulla yfir þennan leik hjá Salah þá vill ég hann í byrjunarliðinu gegn Man City í næsta deildarleik.

    Liverpool er ennþá taplaust og flestir eru sammála um að liðið á ennþá gríðarlega mikið inni sóknarlega. Ágætt að hafa í huga að Liverpool er búið að skora meira núna eftir fyrstu sjö leiki tímabilsins en liðið gerði á síðasta tímabili. Tímabilið sem fremstur þrír mynduðu bestu sóknarlínu í heimi. Liðið núna er líka búið að skora meira (+4) en 2013/14 liðið var búið að gera eftir sjö umferðir.

    Vörnin núna er miklu betri en við höfum haft síðan Benitez var stjóri liðsins. Maður leiksins í dag var Alisson sem bjargaði Liverpool tvisvar og kvittaði hressilega fyrir Leicester mistökin.

    Þoli jafnan ekki jafntefli en tekk þessu heldur betur.

  19. Mér fannst Gini langbestur af miðjumönnunum. Hann er orðinn miklu jafnari en hann var áður, og kraftur í honum. Vonandi verður Keita sprækari með hverri viku sem líður því nú þurfum við sárlega á sköpunarkrafti hans að halda. Miðja dagsins var allt of flöt framávið.

    Sennilega er þetta dálítill höfuðverkur fyrir Klopp hvernig er best að raða upp fremri-partinum af liðinu, þannig að eitthvað virki. Mér þætti spennandi að sjá fjóra saman frammi, þ.e. 2+2, annaðhvort Bobby fyrir aftan Sturridge og M/S á köntunum, eða þá Shaquiri inn í viðbót við standard framlínuþrenninguna. Hvað finnst ykkur?

  20. Já þeir verða aðeins að ydda helvítis blíantinn þessir strækerar okkar. Svona nýtingarhlutfall er alveg óþolandi. En maður lifandi STURRIDGE !!!!
    Velkominn heim sonur.

  21. Vá þetta mark! Þvílíkur munur að hafa alvöru markmann chelskí erum samt með alvöru lið er bara sáttur hefðum tapað svona leik í fyrra

  22. Liverpool taplausir eftir 7 umferðir og með 23 mörk í plús og nýbunir að flengja PSG.

    Við skulum endilega bölva Salah og sólnarleik liðsins já og fyrirliðanum.
    Þarna voru menn einfaldlega þreyttir efrir gríðarlega góðar framistöður undanfarið og þar að auki á einum erfiðasta útivelli landsins

    Ég er orðlaus..

  23. Þetta jafntefli var í boði eins af bestu markvörðum í heiminum í dag. Það er bara þannig.
    Gaman að Sturridge geimflaugin sé komin á loft aftur. Allir vita hvað hann getur þegar hann er heill. En hann er brothættur. Og það þarf að spila honum út af snilld. Eins og Klopp virðist vera að gera. Hann getur orðið okkar “ole gunnar solskjer” þetta tímabil sem klárar það sem upp á vantar.

  24. Þegar framlínan klikkar eins og í dag er gott að fá fílefldan Sturridge af bekknum – Bara að Klopp hefði skipt Keita fyrr inn á fyrir Henderson – Vona að Keita verði sem oftast í byrjunarliði.

  25. Sáttur við jafnteflið úr því sem komið var. En þvílíkur munur á liðinu núna og í fyrra hvað varðar gæði af bekknum. Við erum að fá alvöru gæði af bekknum og þau skiluðu sér aldeilis í dag. Gaman að sjá hvað liðið er orðið heilsteypt og það var ekkert panic þótt við lentum undir, menn héldu bara áfram og sóttu jafnteflið.

  26. Ef umræðan væri um einhvern annan en Salah væri þetta líklegast brandari. Hann skapaði mestu hættuna þegar hann var með en á að gera betur þegar það kemur að loka touch-i
    Hann verður að byrja alla leiki!!

  27. Geggjað að ná stigi úr þessum leik og nei það er betra að hafa sturridge sem supersub að láta hann byrja leiki.Vill ekki að drengurinn meiðist aftur.

  28. Þessi leikur var í toppgæðum. Algjörlega geggjaður leikur. Bara svo það sé á hreinu, við erum komin með lið sem getur unnið hvað sem er. Reyndar ekki deildarbikarinn en vitið til, við verðum fegin þegar líður á tímabilið og þunginn færist yfir.

    Alisson var sturlaður í þessum leik, vá vá og VÁ! Við eigum heimsklassamarkmann sem vinnur mörg stig fyrir okkur. Það höfum við ekki átt síðan Reina var í toppstandi.

    Svo er það breiddin, hún er ógnvænleg, og megi hún haldast svona sem lengst út tímabilið. Þurfum a.m.k. ekki að hafa áhyggjur af deildarbikarnum í því samhengi. Sem er mjög gott.

    Við eigum, að flestra mati, mikið inni. Þegar það fer að tikka, guð blessi andstæðingana okkar þá!

    Hversu lélegt getur þetta manhjú-lið verið? hahhahaah… *ná andanum* síðan er þetta Mikka mús-tímabil hjá man city á enda og núna fara þeir að byrja á alvöru leikjum.

    Við erum með hrikalega gott lið! Ekkert síður varnarlega en sóknarlega og það er einmitt þess vegna sem við getum farið að vinna titla.

  29. Flottur leikur, sanngjörn úrslit. Við eigum ennþá Salah inni. En hann er búinn að skora einu marki meira en á sama tíma á síðasta tímabili. Þannig að við bara bíðum, þetta kemur. En bekkur okkar er bara allt annar heldur en í fyrra. Á honum eru núna menn sem geta breytt leiknum.

  30. Er buin að horfa a þetta mark nuna 18 sinnum i röð, spila mynbandið sem einhver setti herna inn að ofan þar sem þetta er synt fra þremur sjonarhornum 6 sinnum i röð, þvilk fegurð þetta mark.

    En þessi maður a að fara beint i byrjunarliðið i næsta leik ekki spurning, hann er sjoðandi heitur og er hann ekki orðin okkar markahæsti leikmaður a timabilinu asamt Mane með 4 mork, er það ekki rett hja mer og þa með 10 sinnum færri minutur en hinir þrir. Klarþega að hvíla mane eða helst bara Salah i næsts leik gegn Napoli, mer finnst bomburnar okkar þrjar allar eiga MIKIÐ inni og þa er bara að nota Sturridge ekki spurning. Salah er ekki að spila illa alls ekki en það ma einhver fara að pikka i hann og segja honum að timabilið se byrjað.

    Annars mjog gott stig i gær aem eg hefði tekið fyrrfram. Enn ósigraðir ognuna er bara að yaja 3 stig gegn City þo eg spai þar jafntefli, Chelsea vinnur sinn leik a sama tíma og eftir 8 umferðir verða þessi 3 lið jofn a toppnum og okkar menn bunir með erfiðasta programið. GEGGJAÐ MÓT FRAMUNDAN 🙂

  31. Sarri: Erum skrefi á eftir Liverpool en samt nær þeim en ég hélt fyrir viku

    Þetta er það sem Liverpool tekur með sér úr leiknum.
    Chelsea var meistari á þarsíðasta tímabili og reglulega undanfarin ár.

    Og gaman að sjá að þjálfari félagsins telji að liverpool sé komið á sama stað og cfc og mc jafnvel skrefi á undan er geggjað.
    Allt á réttri leið hjá liverpool.

  32. Já ég get ekki hætt að horfa á þetta mark heldur, þetta er svaðalegt mark, heimsklassi!

  33. Frábær leikur skemmtun í hæðsta gæðaflokki, ástæða þess að ég kem seint hér inn er vegna þess að ég er að skemmta mér við að lesa comment inni á síðu sem heitir Rauðu djöflarnir ! Get ekki sagt annað en það sé hin besta skemmtun að lesa þessa dagana.

  34. Sturridge what a man. Eg veit ad eg er ad fara jinxa hann med thessum posti. En WOW hvad vid turfum a honum ad halda ef vid aetlum ad taka titilinn. City here we come!!!!

Liðið gegn Chelsea er klárt!

Kvennaliðið fær Reading í heimsókn