Liðið gegn Chelsea – Fabinho byrjar!

Klopp hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst í kvöld þegar Liverpool fær Chelsea í heimsókn í Deildarbikarnum og líkt við er að búast hefur hann róterað ágætlega í liðinu en það er þó ansi öflugt heilt yfir.

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Moreno

Milner – Fabinho – Keita

Shaqiri – Sturridge – Mane

Bekkur: Grabara, Curtis Jones, Henderson, Salah, Gomez, Firmino, Solanke

Mignolet kemur í markið og Lovren er kominn til baka úr meiðslum. Öftustu fimm eru nú eitthvað sem við höfum séð áður og sýnir hve langt liðið er komið þegar megnið af þessum fimm eru nú orðnir “varamenn”.

Nýju miðjumennirnir tveir byrja saman í dag ásamt hinum magnaða James Milner en þetta er fyrsti leikurinn sem Fabinho byrjar og hefur hann nú varla sést það sem af er liðið leiktíðar svo það verður spennandi að sjá hann loksins. Sturridge byrjar fremstur og fær aðstoð frá þeim Sadio Mane og Shaqiri sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum gegn Southampton um síðastliðna helgi.

Bekkurinn einnig öflugur og lykilmenn þar í bland við unga leikmenn eins og Grabara, Curtis Jones og Solanke. Ég er heilt yfir mjög sáttur með þetta lið og þetta nokkuð í þá átt sem ég reiknaði með. Mikil reynsla og gæði í þessu liði sem vonandi dugar til að slá Chelsea út í kvöld.

Liðið hjá Chelsea lítur svona út en þeir rótera líka ágætlega:

Caballero

Azpi – Christensen – Cahill – Emerson

Fabregas – Kovacic – Barkley

Moses – Morata – Willian

Bekkur: Bulka, Luiz, Zappacosta, Kante, Jorginho, Hazard, Hudson-Odoi

Einnig öflugt lið hjá Chelsea en þeir hvíla einnig sína helstu lykilmenn í Hazard, Jorginho og Kante.

62 Comments

 1. Nokkurn veginn eins og ég vildi að byrjunarliðið á að vera í þessum leik. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að eingöngu tveir af þessum leikmönnum eru í topp 11 miðað við styrkleika liðsins. Þetta er klárlega sterkasta “varalið” sem ég hef séð spila fyrir Liverpool. Reyndar er það ekki veikara ens svo að nánast hver einasti leikmaður þarna inni gæti tekið byrjunarliðssæti þegar á liður tímabilið fyrir utan kannski Mignolet,án þess að það kæmi mikið niður á gæðum byrjunarliðsins.

 2. Sæl og blessuð.

  Varnarlínan … úff.

  Hræddur er ég um að Mignó karlinn verði gramsandi í netinu í kvöld…

 3. Mignolet á eftir að verða maður leiksins hvort það verði eftir störnuframistöðu eða eitthvað annað á eftir koma í ljós

 4. þAÐ er ekki langt síðan að þessi öftustu 5 voru okkar aðal menn en hvað er gott að hafa heimsklassa að chilla í kvöld þeir eiga það skilið en vona samt svo sannarlega að okkar ástkæru varaliðs menn standi sig í kvöld hef trú á þeim.

 5. Sælir félagar

  Hvar hittast menn í Reykjavík til að horfa á leikinn?

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Það hvaða markvörður er á bekknum er svolítið áhugavert. Nú fékk Kelleher mikið hrós í haust og það var jafnvel talað um að hann væri kominn framfyrir Grabara í goggunarröðinni, en miðað við þetta er það ekki málið.

 7. Gott ef þetta er ekki fíflið hann Friend að dæma þennan leik. Sleppir spjaldi á varnarmann celski og svo hendi en gefur matip svo gult fyrir fyrsta brot :-/

 8. Áfram svo okkar menn. Meiri drift þarf að vera í liðinu og sé ég ekki í augnablikinu að minni spámenn séu að gera atlögu að byrjynarliðssæti. Kemur í seinni.

 9. Ég vil fá Henderson inn á fyrir Fabinho.
  (á hvaða hraða er franska deildin er spiluð?)

  Og Salah inn fyrir Sturridge.

  Svo mætti Curtis Jones alveg fá mínútur líka.

 10. Bara svona ágætur fyrirhálfleikur. Auðvita vissi maður að það væri smá hikst á liðinu sem er eiginlega með 6 aftöstu alveg nýja og hafa varla spilað á þessu tímabili(Mignolet, Clyne, Lovren, Matip, Moreno og Fabinho).

  Moreno að sýna okkur afhverju hann á ekki að byrja. Kraftur í honum en lélegar staðsetningar og að hlaupa úr stöðu eru hans helstu einkenni.

  Millner búinn að vera lélegur í fyrirhálfleik. Hann hefur verið að tapa boltanum á hættulegum stöðum og er kannski ekki að finna sig með Fabinho.

  Fabinho líður vel með boltan en er stundum of lengi með hann og lætur Chelsea menn teyma sig of auðveldlega úr stöðu sem þýðir að sóknarmenn Chelsea fá boltan alltof auðveldlega milli varnar og miðju.

  Sturridge virkar eins og að hann sé varla að nenna þessu og einhverntíman hefði hann tekið betur við boltan og klárað þetta dauðafæri þarna í lokinn.
  Annars er þetta bara 50/50 leikur og Chelsea liðið er mjög sterkt, vel skipulagt og með flotta sóknarlínu.

  Spá því að Mane fari fljótlega af velli(jafnvel í hálfleik fyrir Salah eða Firmino)

 11. Fabinho var ekki keyptur vegna þess að hann er sá fljótasti og vegna þess að hann er sá besti á boltann. Hann var keyptur sem DM og hann er búinn að skila því ágætlega þó svo að hann sé ekki alltaf á réttum stað. Þarf að komast betur inní enska boltann og kerfið hjá Klopp. Þegar hann er kominn inní hlutina verður hann fínn þegar þarf að breyta til.
  Ekki vera með neitt rugl, gefum manninum amk fram að áramótum. Hann er búinn að vera fínn í því sem hann á að gera.

 12. Þetta er algjörlega 50/50 leikur, sést vel á báðum liðum að þarna eru menn sem hafa ekki spilað mikið saman.
  En ég held að við náum að koma okkur betur i þetta og kreista fram 1-0 sigur.

 13. Moreno er eins og alltaf skelfilega lélegur bæði í sókn og vörn og rannsóknarefni hvort ekki sé hægt að finna einhvern skárri jafnvel í neðri deildum eins og gert hefur verið áður(Robertson)
  Fabinho þarf meiri tíma og ólíkt þeim áðurnefnda þá mun hann bæta sinn leik.

 14. Sturridge,
  Ef þú ert búin að vera með hiksta í korter eða svo…
  SORRÝ!!!!

  Enn og aftur… ég mun aldrei efast um þig vinur.
  YNWA!

 15. My man Sturridge, næ ekki leiknum svo ég fylgist með hér á síðuni okkar.

  YNWA

 16. Eins og ég sagði, það þarf að tækla hazard um leið og hann kemur inná !

 17. Ertu aumingji Henderson, gat engin neglt a helvítis markið. Þvílíkur fyrirliða sulta.

 18. jæja, búið að kippa okkar rækilega niður á jörðina. Þetta voru ekki skilaboðin sem við vildum senda fyrir leikinn á laugardaginn.

 19. svekkjandi en lífið heldur áfram vonandi var þetta síðasti leikur moreno skil ekki afhverju það er ekki bara settur einhver ungur úr academiunni í staðinn

 20. Það er spes þegar Liverpool , Barca og Real Madrid tapa öll á sama kvöldi.

  Bestu lið evrópu tapa alveg á móti minni liðum!

 21. Áttum að klára fleiri færi, sennilega í fyrri hálfleik og hvað var þetta Sturridge.
  En þetta var alveg ágætis skemmtun þessi leikur.
  Fabinio á greinilega eitthvað eftir (hægur) og Keita er greinilega feiminn.

 22. Þvílíkur getumunur á taa-gomez-vvd-robertsson og þessum sem spiluðu í kvöld. Moreno er klassa fyrir neðan ar t.d.

  Hendetson var bar argur og out of sync með sinni innkomu og hazard átti aldrei að komast upp með þennan sprett.

 23. 2 sýndist mér á endursýningu það var ekki nóg til að dæma rangstöðu 😀

 24. Gunnar#50 hættu nu þesdu domgæslurugli, þu hlytur að taka eftir að það tekur ENGINN undir þetta rugl hja þér!!

 25. Ég veit ekki með ykkur…

  …en nú nenni ég allsekki að sjá Moreno oftar inná í Liverpool treyju!

 26. Fínn æfingaleikur. Öftustu 5 hefðu verið dæmigert byrjunarlið hjá okkur fyrir ekki svo löngu. Svo þurfa menn að róa sig á í öllu þessu Moreno hatri. Gaurinn hefur margt til brunns að bera sem vara bakvörður.

 27. @54
  Ósammála fannast Moreno ekki nýta þennan séns. Sérstaklega í fyrri hálfleik var í stökustu vandræðum með Moses. Var skárri í seinni hálfleik. En heild yfir lélegur sóknarlega og varnarlega líka eiginlega. En mín skoðun allavega 🙂
  Myndi frekar vilja sjá Clyne vera varabakvörður fyrir báða bakverðina bara. Clyne spilaði einhverja leiki sem vinstri bakvörður. Fannst hann koma vel út í þessum leik.

 28. Skulum ekki missa okkur yfir þessu. Vorum jú að spila við Chelsea en ekki Derby. Fengum nóg af færum til að loka þessu. Hazard er náttúrulega geggjaður leikmaður.

  Moreno er ekki bakvörður. Hann getur ekki varist. Hann á að spila mun framar á vellinum enda ágætis fótboltamaður.

  Tökum þetta lið á laugardag.

 29. Ég sá bara síðari hálfleikinn og skildi ekki alveg þessa hörðu gagnríni á Fabinho sem hann virðist fá. Mér finnst eins og margir aðhangendur liðsins skilji ekki að fótboltaleg gæði eru mjög mismunandi og þó miðju menn séu ekki þeir hröðustu búa þeir oft yfir öðrum eiginleikum sem bæta hraðann upp eins og t.d skallatækni, hæð,sendingargeta og góð staðsetning á vellinum. Mér fanst hann heilt yfir mjög fínn í þessum síðari hálfleik sem ég sá og hafði ekkert út á spilamennskuna hans að setja. Hann er nátturulega allt öðruvísi leikmaður heldur en Henderson og Milner en það er mjög gott að hafa mismunandi gæði að velja úr.

 30. #57 Hann Fabinho var lélegur í fyrrihálfleik en góður í þeim síðari( sem þú sást)

 31. er ekki alveg að skilja þessa rangstöðu reglu ?? mér fannst jöfnunarmarkið vera rangstaða allan tímann. er að horfa á sev-Rma, það er greinilega öðruvísi farið með VAR 🙂

 32. Moreno á ekki heima í okkar annars ágæta liði. Kann ekki að verjast, brýtur yfirleitt klaufalega af sér og gefur aukaspyrnur á hættulegum stöðum. Sóknarlega er maðurinn örlítið skárri en líklega væri hægt að finna betra backup í neðri deildum. Hann á alls ekki heima í Liverpool.

 33. Það er ástæða fyrir því að Hazard og Moses skiptu mikið um stöðu eftir að Hazard kom inná fyrir Willian, sú ástæða heitir Moreno. Sá West Ham standa vel á Hazard og neyða Chelsea til þess að koma meira á þá í gegnum miðjan völlinn með góðum árangri. Moreno virðist alltaf fara í menn á strauinu, einn séns til að pota í boltan og ef það tekst ekki þá er hann bara skilinn eftir, er bara mjög þakklátur fyrir Andy Robertson.

Gullkastið – “Van Dijk gæti gert Moreno að miðverði”

Liverpool 1-2 Chelsea