Kvennaliðið leikur í Continental Cup

Annasamur dagur hjá klúbbnum að baki. Aðalliðið vann Tottenham 1-2, U23 liðið vann Swansea 3-0 með mörkum frá Nat Phillips, Origi og Solanke, og U18 liðið vann Newcastle 4-1. Og í dag leikur svo kvennaliðið í Continental Cup gegn Durham. Durham konur leika í næstefstu deild, þar eru þær í 1.-5. sæti en reyndar aðeins eftir eina umferð.

Eins og kom fram í vikunni lét Neil Redfearn af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool Women, og því munu þau Chris Kirkland og Vicky Jepson stýra liðinu í dag og þangað til nýr stjóri finnst. Það er ekki gott að segja af hverju Neil ákvað að hætta eftir að hafa tekið við liðinu núna í vor, en leikmenn liðsins voru a.m.k. duglegar að lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðunina á Twitter.

En leikurinn hefst núna kl. 11 að íslenskum tíma, og svona verður stillt upp:

Preuss

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

C.Murray – Coombs – Rodgers

Charles – Babajide – Clarke

Bekkur: Kitching, Kearns, Sweetman-Kirk, Linnett, Daniels

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum eftir leik.


Leiknum er lokið með sigri Liverpool, 3-3 eftir venjulegan leiktíma, þá var farið í vítakeppni sem endaði 4-3 fyrir Liverpool, eftir bráðabana. Liðið náði forystunni strax á 2. mínútu með marki frá Sophie Bradley-Auckland, en Durham jafnaði mínútu síðar og var svo komið í 2-1 skömmu síðar, og þannig var staðan í hálfleik. Durham komst svo í 3-1 á 57. mínútu, Rinsola Babajide minnkaði muninn á 71. mínútu, henni var svo skipt út af 4 mínútum síðar fyrir Courtney Sweetman-Kirk, og hún náði að jafna á 87. mínútu, og þannig lauk venjulegum leiktíma. Þá var farið beint í vítakeppni, þar sem bæði lið áttu stangarskot auk þess sem báðir markverðir vörðu eitt skot. Í bráðabana var svo Anke Preuss hetja liðsins þegar hún varði skot frá Roberts, og Sophie Bradley-Auckland skoraði svo að vörmu spori.

Semsagt, markaleikur og dramatík, og nú er að vona að liðið hafi lagt vonbrigði tveggja síðustu leikja að baki. Við munum halda áfram að fylgjast með stelpunum hér á kop.is.

7 Comments

  1. Er virkilega ánægður með að fá umfjöllum kvennboltann, glæsilegt framtak og takk fyrir.

  2. Ég skal vera “kill joy” Mér hundleiðist kvenna fótbolti, landslið eða Liverpool alveg sama. Fæ sennilega à baukinn fyri þetta, en ég veit að ég er ekki einn à bàti.

  3. Jonas #4 Ég skil hvað þú meinar en ég er viss um að pistlarnir um kvennaliðið komi ekki í stað annarra pistla um karlaliðið, þ.a. þeir sem hafa ekki áhuga á að lesa kvennapistlana geta bara sleppt því og halda áfram að fá sinn skammt af hefðbundnu lesefni.

    Þetta er flott framtak hjá kop.is, en ég get alveg viðurkennt að ég les þessa pistla ekki af sama áhuga og þá hefðbundnu.

  4. Væri athyglivert að sjá könnun gerða, einfalt viltu hafa þessa umfjöllun á síðunni eða ekki!

  5. haha 25 virtue signalling like við fyrsta kommentið.

    Þetta er allt í lagi strákar ykkur má alveg finnast kvennafótbolti fáránlega leiðinlegur þið þurfið ekki að þykjast lengur.

Tottenham 1-2 Liverpool

Meistaradeildin hefst aftur á morgun!