Byrjunarliðið gegn Tottenham

Þá er löngu landsleikjahlé loksins lokið og kominn tími á alvöruna á ný. Stórslagur er í boði á Wembley á milli liðanna sem enduðu í þriðja og fjórða sæti á síðasta tímabili. Liverpool fór flatt á sama velli gegn Tottenham í fyrra en það skipbrot varð að vissu leyti til góðs því að í kjölfarið voru haldnir neyðarfundir um varnarúrbætur sem svínvirkuðu. Nú reynir á fyrir rauðliða að sýna og sanna að við höfum lært ansi margt frá lexíunni í fyrra.

Van Dijk var valinn leikmaður ágústmánaðar hjá Liverpool og verður að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar

 

Byrjunarliðið hefur verið kunngert af Klopp og í því er fátt sem kemur á óvart, en Henderson fer þó á bekkinn fyrir Naby Keita. Fabinho er einnig á bekknum.

Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Henderson, Sturridge, Moreno, Shaqiri, Matip

Pochettino hefur einnig birt sína liðsuppstillingu og hún er svona:

Bekkurinn: Gazzinga, Aurier, Davies, Sanchez, Wanyama, Lamela, Son.

Eins og Daníel fór svo listavel yfir í upphitun sinni þá eru Lloris og Dele Alli ekki leikfærir en Son er kominn á bekkinn eftir sigur í Asíubikarnum.

Það er síðbúinn sumarhiti í Lundúnum og því verður heitt á kolunum innan vallar sem utan. Skellið ykkur í rauðu treyjuna og skundið á næsta boltapöbb, hertakið fjölskyldusjónvarpið eða bara mætið á leikinn ef þið eigið miða. Koma svo Liverpool!

Come on you REDS! YNWA!

27 Comments

 1. Úff hvað ég er feginn að sjá Keita í byrjunarliðinu, en ekki Henderson. Svo vil ég sjá Fabinho koma eitthvað við sögu í leiknum, takk.

 2. Ég er ekki sammála #1. Vill frekar sjá Hendo, Keita er ekki með fyrstu 13 mín.

 3. Þarna hefði salah afgreitt þennan i netið á síðasta tímabili hlakkar mikið til þegar hann kemst i formið aftur.

 4. Keita er betri varnarlega en Henderson að mínu mati og veitir ekki af í svona leik.

 5. Nú virðist Tottenham taka völdin svolítið á vellinum og ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt þvi liverpool virðist alltaf vera best þegar andstæðingurinn fer hærra á völlinn.

 6. Keita er inná.
  Sá hann rétt í þessu.
  Hann mætti alveg mæta í leikinn samt…

 7. Ha, ha, Keita var ekki fenginn til að verma bekkinn og hann á svo sannarlega heima í byrjunarliði . Ég er ekki að sjá að Henderson hefði verið að spila eitthvað betur frekar en vant er.

 8. Gini!!
  Sturluð staðreynd að Gini hefur aldrei skorað áður á útivelli í ensku deildinni hvorki með Newcastle né Liverpool. Ekki slæmur staður að byrja á því á þessum velli.

 9. Það sem ég sé mest í þessum fyrstu leikjum er að ég sé ekki hvernig nokkur annar af midvördum ætlar að taka sætið af gomez það er eins og hann sé búinn að spila sem midvördur i 10 ár.

 10. Eru fleiri að horfa á leikinn á sportrás NBC? Algjörir Tottenham-menn sem eru að lýsa. Ég varð að skrúfa niður í hljóðinu.

 11. Þetta er mjög fagmannleg framistaða hjá okkar mönnum.
  Við gefum Tottenham ekki mörg tækifæri og þeir ná ekki að halda boltanum lengi á okkar vallarhelming og sóknarlega erum við hættulegur þótt að oft höfum við nýtt stöðunar sem við komum okkur í betur.

  Ég reikna með að Winks fari svo fljótlega af velli fyrir Song og þeir detta í 4-3-3 og færa sig framar. Þetta Tottenham lið er gríðarlega sterkt og verðum við að vera tilbúnir að standa af okkur sóknarlotur heimamanna í síðari hálfleik.

  Það eru ekki margir að skaraframúr hjá okkur í dag en skipulagið er uppá 9,5 nánast allan tíman og menn eru að vinna fyrir hvorn anna.

 12. Ég er að horfa á NBC, þeir hæla nú okkar mönnum líka. Ég vill frekar hendo en Keita, en skil alveg að hann sé “hvíldur” fyrir psg.

 13. Salah er ekki að spila vel. Mane er vinnuhestur en hefur ekki klárað færin. Bobby góður. Verður athyglisvert ef eftir 60+ mínútur hvort Salah fer af velli og Shaquiri kemur inná eða Fabinho.

 14. Er ekki sammála að salah sé ekki að spila vel hann er búinn að vinna boltann 3 á hættulegum stað og úr því varð hættuleg færi það eina sem vantar er að það verði mark úr þessum færum

 15. Flott mark og frábær sending frá robertson og frábært hlaup frá Mané

 16. Svona dauðafæri verður að nýta betur þetta á bara að vera mark.

 17. Mikið svakalega eru okkar menn búnir að brenna af svakalega mikið af dauðafærum leikurinn ætti að standa 5-0 ef menn væru að nýta færin

Wembley um helgina

Tottenham 1-2 Liverpool