Gullkastið – Tottenham umræða

Þáttur vikunnar var að nánast öllu leiti helgaður næstu andstæðingum Liverpool. Við og við er gagnlegt og gaman að fá sjónarmið andstæðinganna og fengum við heldur betur fagmann með okkur að þessu sinni, sjálfan Boga Ágústsson fréttamann sem líklega hefur haldið hvað lengst með Tottenham hér á landi.

Kafli 1: 00:00 – Intro – Afhverju Tottenham á sínum tíma?
Kafli 2: 21:40 – Sumarglugginn hjá Tottenham
Kafli 3: 28:20 – Vesen með New White Hart Lane
Kafli 4: 37:00 – Mikilvægi Meistaradeildarinnar fyrir Tottenham
Kafli 5: 48:15 – Hvar verður Pochettino eftir 2-3 ár?
Kafli 6: 53:00 – Tottenham – Liverpool um helgina

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Bogi Ágústsson fréttamaður

Gullkastið er þáttur í boði Egils Gull (léttöl)

MP3: Þáttur 206

8 Comments

 1. Segji bara, hef alltaf kunnað vel við Tottenham, og margir Tottenham aðdáendur við okkar lið.
  1-3 endar leikurinn.

  YNWA

 2. Sælir félagar

  Mér fannst verulega gaman að heyra í Boga frænda mínum (við erum þremenningar) í þessu spjalli. Hann er alltaf málefnalegur og svo er hann stórfróður um auðvitað Tottenhem en líka um fótbolta yfirleitt. Ég á ágæta kunningja sem eru stuðningsmenn T’ham og veðja við tvo þeirra um lokastöðu í deildinni á hverju ári. Það hefur verið erfitt undanfarin 3 – 4 ár en nú held ég að verði breyting á.

  Takk fyrir þennan þátt. Hann var bráðskemmtilegur að venju og þessi aðferð að fá í þáttinnn
  nafnkunna einstaklinga sem styðja lið andstæðinga okkar er stórgóð hugmynd. Ég vissi til dæmis ekki um gyðingatengingu T’ham og Arsenal og rasískar tengingar við Chelsea og W. Ham. Þessi siður CFC og WH að issa á leikjum til að minna á gasklefana er andstyggð sem setur stuðningsmenn þessara liða í allt annað og verra ljós en áður. En takk enn og aftur fyrir frábæran þátt að venju.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Ég hef trú á að Hugo Lloris geri fleiri mistök heldur en Alisson Becker og þetta fer 3-2 fyrir okkur. Verður allavega markaveisla.

 4. Hugo Lloris er ekki að fara að spila þennan leik, ekki frekar en Dele Alli.

 5. Mjög gaman að hlusta á ykkur og ekki síst Boga. Honum tókst næstum því að velgja tilifnningar manns til Tottenham 😉

 6. Þetta er eitthvað það skemmtilegasta podcast sem ég hef hlustað á. Bogi hefur þægilega nærveru, er greinilega mjög fróður um sitt lið og hefur einstaklega skemmtilegan orðaforða. Takk fyrir mig, þið megið alveg bjóða honum aftur við tækifæri.

Opinn þráður

Wembley um helgina