Dregið í Meistaradeildinni í dag (16:00)

Benfica vann sinn leik í Grikklandi örugglega þannig að nú er endanlega ljóst að Liverpool verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í Meistaradeildinni klukkan 16:00 í dag (30.08.18). Ensku liðin geta ekki dregist saman á þessu stigi keppninnar.

Hvaða lið viljið þið helst fá af þessum möguleikum? Eftir síðasta tímabil held ég að flestir horfi á þetta þannig að hin liðin vilji mun meira sleppa við Liverpool úr þriðja potti frekar en að Liverpool sé hræðist önnur lið. Rétt eins og í fyrra er frábært að vera aftur með í pottinum.

Fyrir mér er reyndar gefið að Liverpool verði í riðli með Real Madríd, þetta snýst bara um hin tvö liðin…

54 Comments

  1. Rosalegt ef þetta færi svona:

    Real – Roma – Liverpool – Galatasaray

    Kv,
    -SS

  2. Spennandi tímar framundan. Vill fá RM takk fyrir í riðilinn og knúppa þá sem fyrst. Annars eru þetta allt hörkuluð eins og gefur að skilja.

  3. Heyrst hefur að Liverpool hafi beðið um að það sé gefin undanþága svo að þeir geta spilað við Man city í meistaradeildinni en Pep og félagar hafi mótmælt þeiri beiðni.

  4. Loko, Roma og Brugge væri fínt. Sex sérhljóðar og sexýtimes í riðli.

    Engin skita þar.

    Svo mætti alveg taka á móti þessu Real og henda þeim út.

    Það væri ekki leiðinlegt.

  5. Úr potti 1 vil ég helst fá Real Madrid, síst Atletico Madrid og Lokomotiv Moscow en er alveg spenntur fyrir öllum hinum.

    Dortmund eða Roma væri “rómó” að fá en annars alveg sama í potti 2.

    Og hvað sem er nema Inter Milan í 4 pottinum.

  6. Vona að við fáum Coutinho og Suarez í heimsókn. Það væri nú einhvað.

  7. Ég reikna með að fyrir öll önnur lið verði Liverpool martraðar dráttur úr 3 potti, þar sem við eigum miðað við getu alls ekki að vera.

    Persónulega er ég ekkert hræddur við neitt lið þarna þannig að ég vildi fá eins sterkt lið í 2. potti og hægt er, lið sem gæti unnið real, sem er liðið sem ég vill úr 1.potti, það væri nefnilega frábært að real myndi detta út í riðlakeppninni, helst í síðasta leik á Andfield. mér er allveg sama hvaða lið kæmi úr 4.potti, það lið væri bara fallbyssufóður, en gott væri að þurfa ekki að ferðast til austur Evrópu.

  8. Er ekki best að fá bara sterkustu andstæðingana úr hverjum potti, okkar menn eru alltaf bestir gegn sterkustu liðunum.. taka bara Real eða Bara úr efsta potti, yrði bæði mjög sexy.. taka svo Dortmund og Inter með þessu og fá svakalegan riðil.. óttast nkl ekkert lið í þessari keppni, sama hvaða lið við fáum þá vinnum við riðillinn….

  9. Man UTd fær svo pottþett Lokomotic Moskvu út potti eitt, PSV úr potti 3 og Red Star Belgrad úr potti 4 enda hefur það alltaf verið þannig að þeir fá undanþágu og velja sér andstæðinga fyrir dráttinn.. Rannsóknarefnu hvernig þeir fá og hafa alltaf fengið auðveldasta riðil sem völ er á 🙂

  10. Eitt í viðbót kannski, hvernig set ég mynd af mér við nafnið mitt ? Það virkar ekki að ýta á myndina eða nafnið, hvernig í fjandanum gerir maður þetta ??

  11. Hvað er að frétta úr herbúðum Salah eiginlega og þetta mál hans með egypska knattspyrnusambandið!?

    Þetta getur ekki talist heilbrigð framkoma þeirra í hans garð ef hann er að fara með rétt mál.

    Annars væri draumadráttur að lenda með Real,Dortmund og Young Boys….

  12. Viðar ENSKI, farðu á gravatar.com og búðu til prófíl þar með sama netfangi og þú notar þegar þú skrifar athugasemdir hingað inn. Á gravatar.com seturðu svo inn prófílmynd. Þetta er mjög sniðugt, það er fullt af vefsíðum sem nota gravatar.com til að birta prófílmyndir.

  13. Real Madrid, Dortmund, Liverpool og Inter í alvöru dauðariðli…frábærir útileikir að velja úr – er það ekki bara málið?

    CL run-ið í fyrra var geggjað, en ég ætla að viðurkenna það að í ár langar mig virkilega í EPL árangur (dreymir um dolluna) svo að ég ætla að vera með minni áhyggjur af CL árangri, þó auðvitað maður vilji fara langt í keppninni.

  14. Mér finnst magnað að lið sem hefur verið í úrslitum bæði í meistaradeild og í evrópudeild á seinustu 3 árum sé í þriðja styrkleikaflokki. Skýrist væntanlega af engum árangri árin þar á undan.

  15. Er þetta Salah dæmi eitthvað til að hafa áhyggjur af?

    Annars er bara Real,Dortmund og Young Boys mjög áhugaverður riðill.

  16. Miðað við formið á liðinu okkar þá er maður eiginlega spenntar fyrir að fá sterkari andstæðinga heldur en hitt. Slátrunin á Porto og Spartak Moscow í síðustu riðlakeppni voru þannig að maður vill varla gera liðum af þannig kaliberi að þurfa að mæta okkur :/

  17. Dauðariðill fyrir þá sem lenda með Liverpool í riðli já það er satt.

  18. Viðurkenni að ég sé nokkuð spentur varðandi dráttinn. En svo pæli ég, hvaða máli skiptir hverjir andstæðingarnir verða, við erum bestir af öllum þessum liðum, sagt og skrifað. Hvaða lið sem lendir með okkur í riðli mun hugsa, shit, af hverju við að lenda á móti Liverpool af öllum liðum, hugsandi Porto 0-5 þar sem nýji draumurinn hófst. Happy CL!!!

    YNWA

  19. 23: Þetta er klukkan 16 í dag að íslenskum tíma, klukkan 17 að enskum tíma, klukkan 18 CET sem er sami tími og fyrir okkur skandinava.

  20. Þetta verður eitthvað. Væri alveg til í Real M ef einhver okkar manna tekur sig til og….afsakið ekki orðbragðið…..straujar þennan álf útaf sem er í því liði.

    Ananrs er #21 með þetta, þetta er dauðariðill fyrir öll lið sem lenda á móti okkur.

  21. Vi?ar enski skjóldal. Ger?u nú okkur þann grei?a og ekki setja mynd af þér herna inn. Alveg meira en nóg þurfa sjá Sigkarl herna

  22. Danke schön, strákar.

    Vil sjá þægilegan riðil með amk 1 alvöru liði. Flott að fá Dortmund úr 2. Verða örugglega topp leikir

  23. Sæl og blessuð?

    Ramosinn valinn varnarmaður síðasta tímabils.

    Hrífandi þessi EUFA-mafía.

  24. C-hópur, PSG og Napoli…

    þá er Mó-arinn okkar ekki sókonarmaður ársins

  25. Sterkur riðill og ekki auðunninn.

    Segi eins og Einar Matthías að ég væri mun meira til í sigur í EPL heldur en í meistaradeild.

    Eigum góðan séns í þessum riðli. Við vinnum aldrei báðar keppnir jafnvel þótt liðið sé orðið svona sterkt.

    Enski á loft í vor alla daga fyrir mér. En megi auðna ráða og helst setja tvo bikara upp í skáp að vori.

  26. Við förum áfram með PSG,annað er brotlending.

    Utd einnig í erfiðum riðli sem og Tottenham,en City fær léttara prógram.

    Þetta verður fjör.

  27. Ég kann ekki aðra leið en að bera það hér undir síðuhaldara að Sölvi og Sölvi kommenta báðir undir sama nafni en eru þó ekki sömu einstaklingar. Væri fínt að geta kommentað án þess að því kommenti sé ruglað saman við færslu annars. Þetta er búið að gerast ansi oft. Bestu kveðjur, s

  28. Heyrðu Sölvi minn – Ég kalla mig bara Sölvi Th. héðan í frá og með því eyðum við frekari vangaveltum gagnvart téðu máli!!

  29. Heyrðu Sölvi minn – Ég kalla mig bara Sölvi Th. héðan í frá og með því eyðum við frekari vangaveltum gagnvart téðu máli!!

Fullt hús stiga

Meistaradeild – PSG, Napoli og Rauða Stjarnan