Podcast – Kop.is hittir The Anfield Wrap

Kop.is fór í höfuðstöðvar The Anfield Wrap til að taka upp þátt vikunnar og auðvitað fengum við með okkur lykilmenn þessarar leiðandi vefsíðu stuðningsmanna í heiminum. Það var ekki mikið að frétta úr þessum leik gegn Brighton og því fórum við aðeins yfir víðari völl. Eðli málsins samkvæmt er þessi þáttur á ensku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi, Neil Atkinson og Gareth Roberts af The Anfield Wrap

MP3: Þáttur 204

24 Comments

 1. Tvö uppáhalds hlaðvörpin mín saman í pakka, þetta er eins og að sameina jól og páska, þvílík veisla. Hlakka til að hlusta.

 2. Hvað getur maður sagt. Þið eruð einstakir höfðingjar. Takk fyrir mig.

 3. Frábært, þetta hefur verið gaman. Ég tek Kop.is podcast þó alltaf fram yfir TAW sjálfur sé slíkt val í boði.

 4. Lítið fjallað um Becker…svalari mann hef ég aldrei séð með markmannshanska á sér. Að sjá manninn spila þessa 3 leiki sólandi menn með ís í blóðinu….já takk! Ætla samt ekki að biðja um meira af slíku hehe. Orðinn næstbesti maður liðsins að mínu mati á eftir Mo og á undan Dijk.

 5. Man Utd 0-3 Tottenham hahaha.. get ekki sagt að mér Leiðist þetta eitthvað mikið, reyndar bara ekki neitt 🙂

 6. Algjörlega sammála þér Viðar, ég hef ekki skemmt mér jafnvel varðandi enska boltann í mörg ár, menn eru að tala um að sýna virðingu og eitthvað kjaftæði varðandi litla liðið í manchester en ég elska þetta. Eftir að hafa legið undir svívirðingum og ljótum athugasemdum frá þeim í mörg ár þá fá þeir það beint í smettið núna. Gullöld þeirra er liðin undir lok með útbrenndan þjálfara í brúnni. Öllum öðrum stuðningsmönnum hef ég sýnt virðingu af þeim liðum sem hafa endað í topp 6 seinustu árin fyrir utan þetta lið…… hvað ætli margir þeirra séu að hugsa sér um að skipta um lið núna?
  Alvöru stuðningsmenn eru fólk sem að heldur með sínu liði í gegnum súrt og sætt sama hvað gengur á, þetta eru menn sem hverfa eða skipta um lið þegar á reynir.
  Karma is a bitch.
  Punktur
  YNWA

 7. Það er furðulegt að segja það en ég er ekki að springa úr gleði eftir úrslit kvöldsins. Ég óttast að dagar Morinho á Old Trafford séu senn taldir.

 8. Sælir félagar

  Leikur MU og T’ham endaði illa. Ég er skíthræddur um að Móri verði rekinn. Hann er að búa til kjúklinask . . . úr kjúklingasalatinu og því er staða hans í hættu – því miður.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Ég óttast að spurs verði gríðarlega erfiðir í vetur, eru með fáranlega gott lið og magnaðan þjálfara. Það er klárt mál að þeir verða í toppbaráttu i vetur.
  United strax komnir 6 stigum á eftir toppliðunum og þeir eru í bullandi vandræðum útum allan völl, hann henti mörgum leikmönnum úr liðinu fyrir þennan leik og þeir sem komu inn gerðu ekki neitt.
  Það er heitt sætið hjá þeim sérstaka en vonandi verður hann þarna allavega til áramóta.

 10. Frábær podcast þáttur að vanda og þakka ég fyrir mig.

  Hnignun keisaraveldisins austur í Manchester er lýsandi dæmi um skammtímaplön eins og ráðning JM var – Hann er ekki maðurinn til að leiða þetta lið áfram og vinna með akademíuna,þróa leikmenn og gera gott lið fyrir framtíðina og nú fá MU-liðar karmað beint á lúðurinn fyrir yfirgengishegðun sína síðustu ár,því ég hef ekki enn hitt United mann sem kann að bera velgengnina með sæmd og drulla yfir LFC við hvert tækifæri. Meira hef ég nú ekki um þetta lið að segja og megi JM lengi við Old Trafford lifa.

 11. Hehehe… Alveg yndislegt að sjá manhju burstaða á eigin heimavelli. Móri er greinilega að fylgja eftir sínu 3ja tímabils syndromi. Hlakka til að hlusta á hlaðvarpið þegar tími gefst til.

 12. Eruð þið að grínast hvað Mourinho er LEIÐINLEGUR á blaðamannafundinum!

  Vill einhver giska á stemmninguna í búningsklefanum?

 13. Nú fá ManUre fylgjendur að upplifa hvernig okkur leið með Hodgson…

 14. Djöfull Móri búinn að missa mójóið. En góður þáttur og allt gott að frétta hér enda ekki annað hægt þegar maður heldur með besta liði í heimi.

 15. Flott podkast með flottum gestum.

  Eg held að mori hugsi fyrst og fremt um mora, hann vill að liðinu gangi illa a þeiðja timabili svo hann yrði rekinn og fái starfloka laun uppá tveggja og halfs ars ofurlaun. Það getur ekki verið tilvilljun að allstaðar sem hann fer skilur hann eftir brunarústir.

 16. Menn voru nú eitthvað að lesa í varirnar hjá fulltrúm eigenda ManU á leiknum í gær og eftir þriðja markið þá á einhver að hafa hvíslað: “Sack him!”.

  Skilst að Big Sam sé byrjaður að hita upp og sé tilbúinn í innáskiptingu þegar kallið kemur…

 17. Það er reyndar jafn fyndið að horfa á trúðinn ED Woodward uppi stúku á leikjum liðsins og á hinn trúðinn þarna á Hliðarlínunnni. Horfði bara á þennan Woodward
  Gæja bara útlitið á honum segir allt sem segja þarf um þann trúð 😉

 18. Takk fyrir gott podcast.

  Mikið verður gaman þegar CL byrjar og við fáum að horfa á liðið tvisvar í viku og fáum að kvarta yfir álagi og svona. Erfitt að bíða alltaf þessa 7 daga.

 19. Frábært podcast að vanda.. hef hlustað á TAW síðan frá 1 degi og að sjálfsögðu KOP.is podcastið líka… virkilega vel gert, keep UP the good Work
  Er…. @kopice86 á twitter

One Ping

 1. Pingback:

Liverpool – Brighton 1-0

Fullt hús stiga