Liðið gegn Brighton

Eftir tæpan klukkutíma tekur Liverpool á móti Brighton á Anfield. Gestirnir koma inn í leikinn fullir sjálfstraust (Kopararnir verða einnig fullir á leiknum) eftir sigur á United í síðustu umferð. Þetta City lið er búið að hækka viðmiðið í þessari deild, það eru því allir leikir hálfgerðir úrslitaleikir og þurfum við að ná í öll stigin í dag – ekki síst í ljósi þess að meistararnir töpuðu stigum fyrr í dag er þeir heimsóttu Wolves í jafnteflisleik, 1-1.

Klopp hefur ákveðið að stilla upp svona:

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Keita – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:Mignolet, Moreno, Matip, Henderson, Lallana, Shaqiri og Sturridge

Höldum sama liði og byrjaði gegn West Ham og Crystal Palace. Koma svo!!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


18 Comments

  1. Þið þarna Kop gaurar, eruð að skemmta ykkur fyrir hönd all margra sem ekki eru staðsettir, en sófast, ok þannig að ábyrgðin er mikil, sem er sú að hafa ofurgaman og láta okkur sófana sjá það í verki.

    YNWA

  2. Okeij Bojs! Nú kemur sko afþví! Liverpool ætlar að knuppla fista sætinu af vonduköllunum frá Cittí og þarmeð situr, svo neblega ætlum við að rústa öllum restunum af leikjum af glæsibragð þannig að hinir aularnir veru altaf fyrir aftan og vinnum enskumeistaradolluna loggsins eftir lángt hlé. Sör Klopp verður Gerður að sör eins og Ferguson sem er líka gamli traktorinn hans afa sem heitir það líka sem afi kallar ekki samt sör ennda er Afi dáin og veit ekkert um fótbolta þótt að hann mundi ekki hafa dáið alltieinu.

    4-0 pottþétt og Allisson á eftir að fyrirgefa aminstakosti einusinni beint á Salah eða Mane.

    Áfram JESS!!!

    Newer walk alon!

  3. Skil reyndar ekki að það séu engar breytingar þó þetta lið hafi unnið alla leikina. Til að hafa menn feska og hungraða verður að breyta liðinu. Annars er hætta á að það byggist uppp óánægja.

  4. Fáum við ekki pottþétt víti áður en flautað verður til hálfleiks ?

  5. Þetta er bara ágæt hjá okkur í fyrirhálfleik 1-0 yfir og stjórnum leiknum.
    Við höfum verið smá kærulausir með sendingar(mane ég er að horfa á þig) en við höfum verið að skapa nokkur ágæt færi.
    Firmino í dauðafæri sem var varið með heimsklassa markvörslu, Trent með skot í slá, Winjaldum með skot á mark sem var varið, Firmino með skot rétt yfir og spurning um hvort að við áttum ekki að fá víti á meðan að hættulegast færi gestana var þegar Allison var full rólegur með boltan.

    Brighton eru að spila mjög aftarlega í 4-5-1 og er ekkert pláss fyrir aftan þá en í staðinn fá varnarlínan okkar nóg af plássi með boltan.

    Gestirnir munu á einhverjum tímapunkti þurfa að færa sig framar og þurfum við að vera tilbúnir því og þétta okkur aftarlega og keyra svo á þá þegar tækifæri gefst.

  6. Skemmtanagildið hjá Liverpool er ótrúlegt, veit ekki hliðstæðu, sama hvar litið er.

    YNWAL

  7. Hættuleg en ágæt staða. Mark snemma í síðari tryggir þetta. Megum ekki vera kærulausir. Mané úr krumma með þig. Koma svo.

  8. Brighton er með drullugott lið. Þeir fengu nokkur ágæt færi í leiknum og hefðu klárlega getað náð stigum úr þessum leik. Liverpool var að engu síður mun sterkari lungann af leiknum og áttu sigurinn skilð.

    Liverpool er hægt og bítandi að komast í sitt besta form en á enn mikið inni. Vörnin lítur mjög vel út en mér finnst sóknarleikurinn eigi eftir að batna þónokkur.

    Alison átti sviðsljósið. Bæði sökum glæfralegra takta þegar hann var með boltann og síðan vegna stórglæsilegrar markvörlsu í loks leiksins. Fyrir var hann maður leiksins einfaldlega vegna þess að ég er ekki vanur því að hafa svona góðan markmann á mili stangana.

    Í dag sannaðist að það er hreinræktaður hroki að tala um “skildusigra” hjá stórliðunum. Man City gerði jafntefli gegn Wattford og Liverpool vann Brighton með aðeins einu marki.

Upphitun: Brighton mæta á Anfield

Liverpool – Brighton 1-0