Podcast – Baráttusigur í London

Góður baráttusigur á Crystal Palace í London var efst á baugi í þætti vikunnar. Eins komum við aðeins inn á næstu hópferð Kop.is sem verður á Fulham leikinn, Icelandair flug til Manchester og allt eins og það á að vera. Undir lokin horfðum við svo til næstu helgar og ræddum ævintýri Brighton frá því um síðustu helgi. Meistari Hafliði Breiðfjörð eigandi Fótbolti.net var með okkur að þessu sinni.

Kafli 0: 00:00 – Intro – Hópferð á Fulham
Kafli 1: 04:30 – Leikurinn gegn Palace
Kafli 2: 23:45 – Heimsklassa Alisson
Kafli 3: 35:30 – Nýtt miðvarðapar?
Kafli 4: 43:00 – Keita!
Kafli 5: 47:30 – Frábær helgi hjá Brighton, verri hjá Mourinho
Kafli 6: 01:00:00 – Upplegg Liverpool

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hafliði Breiðfjörð eigandi Fotbolti.net

MP3: Þáttur 203

16 Comments

 1. Takk fyrir Podcastið – það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan, þvílíkur munur að fá inn Alisson og Keita.
  Varðandi manú, þá hljóta þeir að sjá bráðum að það gengur ekki að hafa þennan varúlf við stjórnvölinn – vonandi uppgötva þeir það þó ekki næstu vikur, þar sem þetta er svolítið skemmtilegt að fylgjast með úr fjarska..

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt og svo sannarlega eru bjartir tímar framundan

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Takk fyrir mig. Virkilega hressandi hlaðvarp þar sem liðið okkar er orðið ógnvænlega sterkt og ekki síður skemmtilegt. Á sama og það er þá er stórkostlega gaman að fylgjast með prúðuleikurunum á old toilett og stjóraskiptin hjá arsenal byrja vel.

 4. Takk fyrir útsendinguna, frábært að hlusta og engu við að bæta.
  Ég er nú ekki vanur að vera með Þórðargleði þegar einhverjum gengur illa, en það er ekki laust við að ég hafi þá tilfinningu gagnvart þeim þarna á elliheimilinu. Það er nú bara þannig að hrokinn bítur mann í rassinn á endanum.
  Góða Liverpool helgi, kæru vinir.

 5. Það sem er að gerast á Old Trafford og þá á ég ekki bara við Mourinho heldur allt saman er náttúrulega bara frítt uppistand a hverjum degi.. maður er í raun varla að trúa því að þetta sé í alvorunni að gerast að okkar menn séu orðið stærra, betra ogmeira spennandi lið en þeirra lið í fyrsta sinn síðan maður fór að fylgjast með fótbolta fyrir rúmum 25 árum síðan… algerlega geggjað að horfa uppá þetta dag eftir dag hvað er í gangi þarna í Manchester. Ég sagði fyrir tímabilið á snappinu mínu ( snapp ENSKIBOLTINN ) að Mourinho færi fyrir jól og stend við það en er hins vegar farin að óttast að það verði löngu fyrir jól, ef þeir tapa stigi eða stigum gegn Tottenham í næstu umferð gæti ég alveg eins séð þetta verð búið strax þá en vonandi laga þeir þetta fifl hanga lengur en það enda stórkostlegt fyrir mig og ykkur liverpool menn sennilega að horfa uppá þennan brandara sem þarna er í gangi…

  En ja takk fyrir frábært podcast eins og alltaf 🙂

 6. Flottur þáttur að vanda… þetta lítur alt helvíti vel út….

  En það er eitt sem ég skil ekki… afhverju þurfa stuðningmenn Liverpool sem hér skrifa að vera með þessi leiðindar uppnefni… Alex Frekjuson, og núna nýjast Old Toilett, Elliheimilið..

  Getum við ekki bara sýnt af okkur klassa og notað rétt nöfn… ? bara spyr 🙂

 7. Nr. 7

  Hef aldrei heyrt Alex Frekjuson áður, I like it 🙂

  Fer annars ennþá varlega í afskrifa United, þetta er mjög leiðinlegt lið og algjörlega í anda stjóra liðsins. Þetta er samt ekki lélegt lið eins og stigasöfnun síðasta tímabils sýnir rétt eins og sá hópur sem Mourinho hefur úr að velja. Vona auðvitað að framundan sé annað eins tímabil og þriðja tímabil hans var hjá Chelea en er enganvegin sannfærður um það.

  Hef á móti fulla trú á að Liverpool verði sterkara en þeir í vetur hvort sem allt springi í háaloft hjá þeim eða ekki.

  Leikmannakaup liðanna sem enduðu fyrir neðan efstu sex sýna svo að svona úrslit eins og Brigton náðu um helgina gætu alveg orðið algeng í vetur (reyndar eins og þetta hefur jafnan verið í enska boltanum).

 8. Þó allt líti vel út þá eru enn sömu vandræðin við að brjóta niður varnir andstæðinga sem „leggja rútunni“ og það sáum við greinilega á móti CP um liðna helgi.
  MC með Guardiola við stjórnvölin setti hröðu mennina sína á bekkinn á móti Huddersfield og alla tekniskustu leikmennina inn á völlinn og bar það árangur fljótt og örugglega.
  Guardiola kann að spila á móti lakari liðum, hefur gert það allan sinn feril og e.t.v. þurfum við að læra af því?

 9. Takk fyrir þetta strákar. Allt lítur vel út í byrjun tímabils en missum okkur ekki. Tímabilið er langt og margir leikir til vors. Vissulega eru 4 dollur í boði og vill ég sjá amk eina koma á Anfield, helst deildina takk. Næstu leikir skera nokkuð úr um hvort liðið sé tilbúið eða ekki. Þessi tveir fyrstu leikir segja ekkert, andstæðingarnir ekki alveg hæsta klassa þó sæmilegir séu. Varðandi andstæðinga okkar m.a. MU þá bera allir alvöru stuðningsmenn virðingu fyrir öllum sem þarf að spila við. Því eru uppnefni og kjaftháttur ekki neinum til framdráttar. Það plan er líka ekki það sem þroskaðir stuðningsmenn vilja vera á. Ég get alveg séð hvað önnur lið eru að gera vel og t.d. öfunda ég alltaf MU fyrir að hafa fengið Ferguson til starfa á sínum tíma. Liverpool var nefnilega í ruglinu eftir 1990 og er kannski núna fyrst að taka alvöru stefnu á ný í titlabaráttu.

 10. Það er alveg óþarfi að uppnefna Sir Alex. Þó maður hafi hatað hann og hans lið á sínum tíma, þá ber maður virðingu fyrir karlinum.

 11. Karius til Besiktas. Óska honum alls hins besta á þeim vettfangi.

  “Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum.”

 12. Nú er búið að rannsaka áfengi það mikið að það er orðið sama hve lítið er drukkið þá er það bráðdrepandi. Á nú að taka þá litlu skemmtun líka að uppnefna áhangendur, stjóra, leikmenn og leikvöllinn hjá erkifjendunum? Það er engu líkara en Rauðnefur hafi náð taki á siðferðisdómurunum líka..

 13. Annars er það helst að frétta að bræður ykkar á raududjöflunum.is eru að spá í að leggja karlaliðið niður eftir að Manutd stofnaði kvennalið . Alla miðað við frétta flutninga og podcast þætti þar sem fjallar allt um kvk liðið þessa daganna 🙂

Crystal Palace 0 Liverpool 2

Upphitun: Brighton mæta á Anfield