Liðið gegn Crystal Palace

Eftir tæpan klukkutíma mun Liverpool mæta Crystal Palace á Selhurst Park en Manchester City setti hraðan í titilbaráttunni í gær með 6-1 sigri á Huddersfield. Liverpool hefur því möguleika á að eigna sér efsta sætið í deildinni, allavega þar til í hádeginu á laugardaginn, ef þeir vinna með fjögura marka mun. Klopp hefur ákveðið að stilla upp svona

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Keita – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur:Mignolet, Moreno, Matip, Henderson, Lallana, Shaqiri og Sturridge

Höldum sama liði og gekk frá West Ham, verður áhugavert að sjá hvernig Gomez og Trent eiga við hættuna í Benteke og Zaha. Gomez er að reyna að eigna sér stöðuna við hliðina á Van Dijk og því risa stórt próf hjá honum í dag.

Liðið hjá Palace er einnig óbreytt en það lítur svona út:

Hennessey

Wan-Bissaka – Tomkins – Sahko – van Aanholt

Townsend – McArthur – Milivojevic – Schlupp

Benteke – Zaha

Bekkur:Guaita, Ward, Kelly Mayer, Kouyate, Ayew og Sörloth

Þrír Liverpool menn í hóp hjá Palace Benteke, Kelly og Sakho vonandi mun þeim ekki ganga vel í dag. Fylgist endilega með Wan-Bissaka sem er að fá verðskuldaða athygli er fyrrum kantmaður sem vann sig inn í byrjunarlið Palace í fyrra í hægri bakverði og átti stórleik gegn Fulham í fyrstu umferð verður gaman að sjá hvernig honum gengur gegn Mané eða Salah í kvöld!

Fram að leik má skoða það að Mo Salah var tilnefndur sem leikmaður tímabilsins í fyrra hjá FIFA og Loris Karius er við það að yfirgefa félagið á tveggja ára lánssamningi til Besiktas

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


37 Comments

 1. Clyne kemst einfaldlega ekki fyrir á ógnarsterkum bekk í kvöld.
  Flott lið og flottur bekkur, vonandi náum við 3 stigum og fáum góðan leik.

 2. Þvílíkir möguleikar sem við höfum á bekknum – miðað við fyrri ár – til að brjóta upp einmitt svona leiki.

 3. Var búinn að gleyma að maður þarf ekki að fá hjartaáfall í hvert skipti sem markmaður Liverpool fær boltann í fætur í teignum

 4. Svakalegur kraftur í þessu liði CP og frábært að ná að skora á móti þeim. Það eiga mörg lið eftir að eiga í vandræðum á þessum velli.

 5. Hvað í ósköpunum eru menn að segja að þetta hafi verið umdeilt víti? Hvað átti Sahko að fá að pönkast mikið í löppunum á Salah áður en það er dæmt? Ótrúlega skrítin lýsing stundum á leikjum.

 6. Allir sammála um að þetta var 100% víti þar sem ég er að horfa þú sérð sakho brjóta á Salah

 7. Solid fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum. Þeir hafa stjórnað leiknum nánast allan fyrirhálfleikinn en eru greinilega meðvitaðir um hættuna í Zaha, Townsen og Benteke og passa að missa þá ekki fyrir aftan sig.

  Við höfum fengið nokkur hálfæri og svo auðvita slapp Salah í gegn eftir frábæra sendingu Keita og átti góða mótöku en slakt skot.

  Palace liðið liggja vel tilbaka og gefa Robertson og Trent mikið pláss en hvorugur hefur náð að nýta sér það sóknarlega. Mane/Salah/Firmino fá ekkert pláss fyrir aftan Palace enda væru þeir komnir útaf vellinum ef þeir fara mikið fyrir aftan varnarlínu Palace sem stilla henni upp við vítateigslínu.

  Í sambandi við vítið þá er þetta auðvita alltaf víti en Sakho einfaldlega flækjufótur(eins og hann var hjá Liverpool) og er eitthvað með fótinn úti að dangla í Salah en Sakho var nú rétt á undan nánast búna að gefa okkur dauðafæri með því að senda á Liverpool kall rétt fyrir utan sinn eigin teig.

  Palace liðið mun færa sig framar í síðarihálfleik og verða því hættulegri en við getum líka nýtt okkur það og bæt við mörkum. Þetta er hörkuleikur og verður fróðlegt að sjá hvort að við náum að halda þeim í skefjum.

 8. Auðvitað hefði maður viljað sjá meiri kraft og betri færi en CP á þessum velli á þessum tímapunkti óþreyttir eru aldrei að fara verða auðveldir að spila gegn.

  Hodgson fer að nudda andlitið í seinni og við siglum þessu heim.

 9. Þessi víti sem Liverpool eru að fá í lok fyrri hálfleiks eru að hjálpa mér mikið í lífinu.

 10. Er að horfa á leikinn á NBCsn og þar eru allir sammála um að þetta hafi verið víti.

 11. Vó hvað Salah hefði getað náð sér í víti þarna, stóð þetta af sér.

 12. Það liggur nú of mikið á okkur fyrir minn smekk. Vonandi náum við að setja annað mark eða tvö í viðbót til að drepa leikinn.

 13. RH 20.08.2018 kl. 19:57
  Auðvitað hefði maður viljað sjá meiri kraft og betri færi en CP á þessum velli á þessum tímapunkti óþreyttir eru aldrei að fara verða auðveldir að spila gegn.

  Hodgson fer að nudda andlitið í seinni og við siglum þessu heim.

  YEP !

 14. Rosalega eru Alisson og Virgil traustir leikmenn ekkert fát og svo hreinsa þeir upp allt sem þarf að hreinsa upp.

  YNWA

 15. Erfiður ströggl leikur gegn óþreyttum CP mönnum á þeirra heimavelli maður vissi þetta yrði erfitt en okkar menn voru eins og klettar þarna aftast og Allison frábær!

 16. Gomez strákurinn mögulega bara að vinna sig inn sæti í byrjunarliðinu eftir þessa tvo leiki. Algjörlega frábær og hefur varla stigið feilspor.
  Áfram gakk!

 17. Liverpool hefur ekki tapað leik þegar að Milner skorar. Sturluð staðreynd og megi það lengi halda áfram!

 18. Ég verð að kjósa Allison mann leiksins af gömlum vana þá verð ég alltaf stressaður þegar markvörður liverpool fær sendingu tillbaka eða skot á sig en hann lætur þetta líta út fyrir að vera mjög auðvelt frábær i þessum leik.
  Mané var mjög góður salah var ágætur á köflum hann vantaði að senda boltann í vissum stöðum.
  Keita mjög góður og wijnaldum var mjög góður lika.
  Midvardarparid gerði allt rétt og bakverdir einnig flottur leikur á móti fínu liði.

Hópferð ÚÚ á Fulham með kop.is leiðsögn

Crystal Palace 0 Liverpool 2