Hópferð ÚÚ á Fulham með kop.is leiðsögn

Þá er komið að því!

Fyrsta hópferð vetrarins liggur þá fyrir, hún verður farin 9. – 12.nóvember.

Mótherjar okkar manna verða Fulham að þessu sinni, sprækir nýliðar sem verða verðugir andstæðingar til að taka hraustlega á.

Úrval Útsýn hefur allar upplýsingar um ferðina, um hana má finna upplýsingar á vefslóðinni sem er að finna hér og leiðbeiningar um bókanir og allt annað mögulegt.

Þegar nær dregur ferðinni munum við fara yfir frekari upplýsingar um það hvað er mikilvægt að fari fram í slíkum ferðum og þá einnig fara yfir hliðardagskrána sem fylgir því að hafa kop.is ritstjóra sem leiðsögumenn í slíkum ferðum.

Sjáumst í nóvember!

Ein athugasemd

 1. Þar sem þið eruð að setja nafn ykkar við þessa ferð þá langar mig að benda á að á vef ÚÚ er ekkert gefið upp um það:

  a) Með hverjum er flogið.
  b) Hvert og hvaðan er flogið.
  c) Hvar sætin á Anfield eru.

  Verðið á þessari ferð er mjög hátt miðað við að þetta er C-leikur og hótelið kostar auðveldlega undir 100GBP nóttin á herbergi (ekki mann).

  kv/

Upphitun: Liverpool heimsækir Crystal Palace

Liðið gegn Crystal Palace