Podcast – Coutinho er Pete Best

Sigur í fyrstu umferð og Liverpool í fantaformi. Fórum yfir fyrstu umferðina hjá Liverpool og eins hinum stórliðum deildarinnar áður en spáð var í spilin fyrir leikinn gegn Palace í næstu viku.

Kafli 0: 00:00 – Intro – Vonbrigði hjá UMFB
Kafli 1: 03:30 – Liverpool að gefa tóninn?
Kafli 2: 18:30 – Gangur leiksins og frammistöður leikmanna
Kafli 3: 44:30 – Fyrsti leikur hinna liðanna og lokun leikmannamarkaðar
Kafli 4: 59:00 – Palace næsti leikur

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hrafn Kristjánsson körfuknattleiksþjálfari

MP3: Þáttur 202

6 Comments

  1. Aðeins út frá umræðu í þættinum:
    – Kjartan Atli er að sjálfsögðu að styrkja verulega gott málefni er hann hleypur hálfmaraþon um helgina og hvetjum við alla til að styrkja hlaupið hjá honum, sjá nánar um það hér: https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=62852

    – Þrátt fyrir tal um Selfoss, Sindra og ÍR erum við fyrst og fresmt harðir stuðningsmenn UMFB og hverjum alla til að fylgjast með þeim á Facebook. Bölvað helvíti í kvöld. https://www.facebook.com/ungmennafelagbf/

    – Já og við verðum bara ekki rassgat í útlöndum næst þegar tekið verður upp Podcast, það er þarnæst.

  2. Sammála ykkur í þessu hlaðvarpi, við erum með miklu betra lið en cp og eigum langoftast að keyra yfir þá á skítugu dekkjunum og helst með nöglum undir líka. Við erum með betra lið en flest önnur í heiminum og þannig höfum við verið að mæta síðan slysið á móti spurs gerðist í fyrra.

  3. Steini sagði þarsíðast, Porto var upphafið. Ég sá upphafið að gullöld liverpool, sem er sagt hafa verið KR-Liverpool 1964 eða 5. Á boðsmiða í boði KR. Hvar upphafið hefst er eiginlega ekki aðalatriðið, bara að við fáum okkar skerf, að finna lyktina af bikurum ummmm, því hún er svo góð. Það verður algert slys ef eithvað lið vinnur okkur.

    YNWA

  4. Það gengur ekkert hjá Man utd þessa dagana.
    Móri og Bobby Madley dómari voru að rífast um daginn og ráku Man utd hann frá félaginu. Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir Man utd en hann hefur verið duglegur að gefa þeim víti og liðið hefur aldrei tapað leik sem hann dæmir.
    Man utd eru sagðir vera að skoða aðra dómara en Madley hefur oft séð til þess að þeir tróna á toppnum yfir stig eftir misstök dómara.

    Referee Bobby Madley has quit as a Premier League official.
    A statement from the Professional Game Match Officials Limited (PGMOL) said Madley had “decided to relocate due to a change in his personal circumstances”.
    Madley, 32, was one of 18 full-time professional referees and took charge of 91 top-flight matches since 2013.
    He refereed the 2017 Community Shield at Wembley and oversaw 19 Premier League games in 2017-18.

One Ping

  1. Pingback:

Opinn þráður – Eyðsla

Aldursfordómar