Opinn þráður – Eyðsla

Podcast frestast þar til annað kvöld.

Hendum í opinn þráð fram að því, læt þennan þráð flakka með enda tekur hann vel á gríðarlega villandi umræðu um Liverpool undanfarið. Umræðu sem stjóri Man Utd leiðir…

13 Comments

 1. ég skil ekki svona útlesku en finst að Liverpool ætti helst að vera oftast í fista sæti. Altaf vinnur Citty. Nema kanski í vetur, þá ætluvið að rústa þessari deild í klessu og allir hinir verða öfunnsjúkir í Klopp sem er besti þjálfarin í heimi og við eigum hann, ekki Hóse Moron (þíðir bjáni sægði Skúli frændi)

  Komasvo!

 2. Er ekki kominn tími til þess að blaðamenn fari að sletta þessu framan í Mourinho og bendi honum á ítrekaðar með lygar og staðreyndarvillur ? Líklega er þetta ástæðan fyrir því að sífleirri eru að átta sig á því að maðurinn er fífl og vinsældir hans fara ört minkandi. Sérstaklega núna eftir að hann tók við Man Und þá finnst mér eins og margir séu kominir með upp í kok á honum enda er framkoma hans eins og hjá frekum og fordekruðum krakka.

 3. Með þessari skynsamlegu umbreytingu á liðinu, sölur (Coutinho þá helst) og kaup þá hefur Klopp sett saman lið sem er virkilega samkeppnishæft í toppbaráttu, baráttuglatt með eindæmum, stórskemmtilega spilandi og á frábærum aldri.

  Veturinn verður ævintýralegur og bráðskemmtilegur.
  Njótum.

  YNWA

 4. Nýjasta slúðrið hermir að Zidane sé líklegur kandídat á Old Toilet þannig að mögulega eru dagar Moaninho þar senn taldir – vona ekki, megi hann vera þarna sem lengst 🙂

  Þegar verið er að tala um viðskipti almennt og hvernig menn eru að bókfæra hin og þessi verðmæti þá er eitt atriði sem menn hafa oft notað og var jafnvel misnotað svívirðilega hérna fyrir ‘hrun’ og það er það sem kallast viðskiptavild. Það er bókhaldslegt atriði sem er erfitt að mæla fjárhagslega en er sannarlega til staðar í fyrirtækjum sbr. ef t.d. sjoppa sem gengur rosalega vel einfaldlega af því kallinn sem á hann er alveg svakalega þjónustulundaður og er tilbúinn að þjónusta sína viðskipavini alveg fram í fingurgómana að þá væri hægt að reikna inn í virði fyrirtækisins ákveðna viðskiptavild sem eykur þá verðmæti fyrirtækisins.

  Að mínu mati þá felst viðskiptavild Liverpool þessa dagana að miklu leyti í Klopp. Hann er farinn að laða að sér leikmenn sem vilja gagngert koma til Liverpool og spila með heitasta klúbbnum þessa dagana. Fregnir þess efnis að Shaqiri hafi hafnað ManU og Mourinho af því hann vildi frekar koma til Klopp og Liverpool renna stoðum undir þennan veruleika.

  Maðurinn er að ná að versla inn akkúrat þá leikmenn sem hann vill og er tilbúinn að bíða í hálfa leiktíð (Van Dijk) eða heilt tímabil (Keita) til þess að fá sinn mann, allt með blessun eigenda og stjórnar félagsins.

  Þetta traust sem Klopp er búinn að byggja upp sem og umgjörðin í kringum liðið og þessi rífandi stemmning sem er í gangi á Anfield þessa dagana endurspeglast klárlega í þessum tölum. Sjáið bara hvað ManU hefur eytt í liðið og stemmningin þar er við frostmark.

  Mín tilfinning er sú að við eigum eftir að sjá þessa tölu líklega hækka aðeins á næstu árum og það verður áhugavert að sjá hvernig nettó-talan verður þegar Klopp byrjar að selja frá sér fyrstu leikmennina sem hann fékk gagngert til liðsins og hvort verðmætið skili sér þá í kassann.

  Eitt er þó víst að Liverpool er með langsterkustu viðskiptavildina í deildinni í dag, að mínu mati. Það er loksins að gerast, sem ég hef verið að bíða eftir í mörg ár, að leikmenn vilja aktjúalli koma til liðsins og hanga í Norður Englandi af því flottasti þjálfarinn á markaðnum í dag er þar að gera allt vitlaust!

 5. Sælir félagar

  Takk fyrir þessa samantekt einar Matthías. Ég vara að pæla hvort ég megi ekki copy/paste þatta inn á fésbókina öllum blöðrurunum þar til upplýsingar. Það ætti að slá á kjaftæðið að einhverju marki amk.

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Tölfræði og slíkt er í lagi í sjálfu sér. En það er nokkuð ljóst að Keita vill koma vegna Mane og Klopp. Magnús Viðar hefur margt til síns máls, en fyrst og síðast þá er það vilji komandi vilji hvers leikmans fyrir sig.

  YNWA

 7. Þá fékk fíflið hann Ramos gúlsopa af eigin meðali.

  „Kloppaður” út úr Meistarabikar Evrópu rétt í þessu…

  Gott á hann!

 8. FSG fá stórt plús fyrir þeirra framlag til félagsins. Voru nett grænir á bakvið eyrun til að byrja með en hafa varla stigið feilsport síðan. Liðið núna er sterkara en ég man eftir.

 9. En ein svona leiðindar pæling. Real Madrid voru núna rétt í þessu að tapa úrslitaleik. Ég sá bara frá 65. Mín og af því að dæma voru þeir frekar máttlausir, reyndar væri sagan öðruvísi ef að Marcello hefði hitt boltann á 94. Mín. Þeir eru búnir að selja x-factorinn sinn hann Ronaldo. Hvenær lokar glugginn hjá þeim? Fara þeir eitthvað að hræra í Mr. Salah?

 10. Horfði á viðtal við Klopp þar sem hann var spurður út í þessa eyðslu í sumar þá koma hann með mjóg góðan punkt. Sum lið Keyptu í hittífyrra eða í fyrra til dæmis eins og City sem keypti nýja vörn á einu bretti ásamt styrkingu á fleiri stöðum! Guardiola viðurkenndi líka í fyrra að hann ákvað að kaupa mikið og vera með lið til framtíðar og þurfa bara kaupa einn og einn og sleppa við að koma mörgum inn í kerfið ef maður hugsar út í það þá hefur væntanlega Hm í sumar haft áhrif á mikilli eyðslu CIty í fyrra. Móri Hefur verið duglegur að kaupa síðan hann tók við United, hann hefur haft 5 glugga og mjög dýrir leikmenn hafa komið og engan vegin fengið að njóta sín.

  Ég hef hugsað þetta út frá hvernig stjórarnir hafa notað hvern glugga til að styrkja liðið og taka næsta skref, Ef við horfum á síðustu 3 sumur. Þegar Guardiola og Móri taka við Manchester liðin og Klopp fær fyrsta sumar með Liverpool. Þá sést vel að Guardiola og Klopp hafa mikin vinning á Móra. Bæði hafa þeir keypt leikmenn sem hafa staðið undir væntingum og tekið framförum. Liðið verður sterkara sem við erum að sækjast eftir. Ef maður horfir á stöðurnar sem Liverpool og City hafa keypt undanfarin ár þá sér maður allveg strax svona einkenni. Þau kaupa til að styrkja ákveðnar stöður og liðið verður betra og tekur stökk. Móri virðist aftur á móti vera andstæðan. Hann hefur eytt ótrúlegum fjárhæðum fyrstu 2 tímabilinn í leikmenn sem hafa ekki staðið undir væntingum miðað við Liverpool eða City.
  Ég viðurkenni allveg meigi það standa sem lengst 😀

  Meina hvað eru byrjunarliðinn hjá þessum liðum að kosta ? ef ég hugsa dýrasta byrjunarliðið samkvæmt minni trú hjá liverpool kostar – tæplega 395 m punda, City – 515 m punda – United – 495 m punda. Hóparnir eru nátturlega misdýrir enn United hefur samt dýrasta hópinn miðað við gögn Pappírana! Það er yndisleg tilfinnig að sjá það hvernig kaupstefnan hjá Liverpool er að virka vel undanfarið hver kaupin að standa undir væntingum og FSG stendur með okkar manni Klopp. Guardiola er með sama traust og með svakalega hóp líka! Við sáum aftur á móti Móra 3 season Syndrome í sumar! Glazier fjölskyldan ákvað ekki að bakka hann upp í glugganum enda hefur hann eytt vel enn árangurinn ekki eftir því!

  Held að þegar maður horfir í þessa eyðslur hjá félögunum þá þarf maður að skoða nokkra vinkla! Svona fyrir og eftir Neymar áhrifin! hvernig lið taka þeir við eftir fyrri stjóra. Hvernig fótbolta spilar liðið. Hvað hafa þeir geta notað mikið af fyrri hóp og hvað þurfa þeir marga leikmannaglugga til að byggja sitt lið eftir sinni hugmyndafræði.

  Miðað við siðustu 3 ár þá hefur Liverpool tekið ótrúlegum breytingum og fótboltinn sem liðið spilar í dag er svo addictive, Áhrifinn síðan Klopp tók við liðinnu er allveg efni útaf fyrir sig. Enn eitt verður ekki tekið af Klopp undanfarinn leikmannakaup hafa oftar enn ekki heppnast virkilega vel eitthvað sem við höfðum ekki séð hjá Rodgers eða King Daglish.

 11. Mér finnst ekki alveg rett að Móri sé ekki búin að ná neinum árangri, búin að vinna tvo bikara og lenti í öðru sæti í fyrra.

 12. NR 11

  Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar að ég sá þetta í gær, ég er meira að segja ekki frá því að ég sé farinn að fíla Costa smá eftir þetta 🙂

Liverpool 4-0 West Ham

Podcast – Coutinho er Pete Best