Dómaravæl?

Síðasta tímabil var ekkert eðlilegt þegar kemur að dómgæslu í leikjum Liverpool. Við ræddum það margoft í vetur (misjanflega miklar undirtektir) að þetta væri versta tímabil sem maður man eftir hvað dómgæslu varðar, sérstaklega á Anfield. Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að þetta Liverpool lið sem er eitt besta sóknarlið sem við höfum átt hafi fengið eitt víti í deildinni (1.umferð) og annað í bikarleik þar sem pína þurfti dómarann til að dæma víti með aðstoð VAR. Hann tók sér líka heldur betur tíma í þá augljósu niðurstöðu. Það var hinsvegar öllu minna mál að dæma víti á Liverpool, janfvel til liða sem fóru bara einu sinni yfir miðju í öllum leiknum.

Auðvitað gerir maður sér grein fyrir að stuðningsmenn allra liða upplifa þetta þannig að dómgæslan halli á þeirra lið og við erum alls ekkert með samsæriskenningar um að dómarinn væri beinlínis meðvitað á móti Liverpool. Síðasta tímbil var bara óvenju slæmt og maður veltir fyrir sér hvað veldur. Er það leikstíll liðsins? Fjöldi erlendra leikmanna í sóknarlínu liðsins? Eru dómarar að reyna forðast um of að fá þann stimpil að Kop hafi haft áhrif á þá eða er áhersla Klopp á Fair Play að koma niður á stigasöfnun?

ESPN tók þátt í greiningu á dómaramistökum með Intel og Háskólanum í Bath, verkefni sem var leitt af fyrrum dómara og hver einasti leikur greindur. Auðvitað er ekki hægt að taka svona niðurstöðu sem gospeli en hún er algjörlega í takti við það sem haldið var fram síðasta vetur. Liverpool var “óheppnasta” lið deildarinnar þegar kom að stórum ákvörðunum dómara og það kemur væntanlega engum á óvart að United var heppnast.
Sjá nánar hér

Samkvæmt þessu hefði United með réttu átt að fá sex stigum minna og Liverpool 12 stigum meira, þetta er 18 stiga sveifla sem er ansi mikið í toppbaráttu þar sem hvert stig skiptir máli. Hefði t.d. úrslitaleikurinn spilast öðruvísi ef Liverpool hefði tryggt Meistaradeildarsæti löngu fyrir þann leik og væri pressulaust í deildinni?

Það gefur okkur ekkert að röfla yfir þessu núna og blessunarlega hafði þetta ekki stórvægileg áhrif þegar upp var staðið. Liverpool komst í Meistaradeildina og hefði ekki unnið deildina með Man City í þessu formi. Fullomlega óþolandi engu að síður og ástæða þess að ég skipti alveg um skoðun varðandi VAR.

Það er samt hægt að horfa á björtu hliðarnar, þetta getur varla haldið áfram næsta vetur er það? Hvað þá versnað? Bíðum allavega spennt áfram eftir að dómaramistök jafnist út yfir tímabilið, þvílíka fjarstaðan sem sá frasi nú er.

Bendi á lokum á nokkrar áhugaverðar greinar á Tomkins Times sem fór mjög ítarlega ofan í þessu mál síðasta vetur.
Allt öðruvísi dómgæsla á Anfield
Erlendir leikmenn njóta ekki sammælis hjá enskum dómurum
Bretar fá oftar víti

18 Comments

 1. Svona í ljósi þess að við komumst í meistaradeildina og hefðum ekki unnið með þessum stigum, hugsa ég að Stoke sé að gráta þetta meira en við. Jafnvel hægt að líta svo á að í stóru myndinni hafi þetta skilað verið “jákvætt” í ljósi þess að við rændum “hjólhesta kassanum” Shaqiri á einhverju rugl verði þar sem Stoke féll…? Glasið hálf fullt?

 2. Eins og ég segi, höfum ekkert upp úr því að röfla yfir þessu núna en allt í lagi að opna á umræðu um þetta og skoða þessa grein enda áhugaverð.

 3. Þetta er í takt við upplifun mína síðasta vetur.
  Maður var farinn að segja við fólk að ég mundi bara ekki eftir því að hafa vælt svona mikið yfir dómgæslu. Þetta var eitthvað allt annað en eðlilegt. Td spurs farsin á Anfield .
  Það verður gaman að hitta suma núna…

 4. Mig langar að segja núna að þetta hafi verið augljóst og að þetta sanni enn og aftur að VAR sé nauðsynlegt en mér skilst að VAR drepi alla ástríðu á vellinum og að menn myndu þá ekki hafa um neitt að tala eftir leiki, þannig að ég býst við að það sé best að sleppa því.

 5. Kannski er þetta innlegg í umræðuna á góðum tímapunkti núna rétt fyrir vertíðina.
  Dómarar lesa þetta og greiningin virðist vera nokkuð vel unnin.

  Það gæti leitt til einhvers aukins réttlætis og jöfnuðar á tímabilinu.

  Ég hef samt því miður ekki mikla trú á dómarastéttinni ensku og finnst stundum sem einhverjar aðrar lægri hvatir en fagmennska stýri sumum dómurum.

  Lái mér það hver sem vill. Við viljum enga Man Utd dómgæslu. Við viljum sem réttasta dómgæslu og kannski þurfa þeir ensku VAR til að bæta sig. Verst að þeir eiga meira að segja erfitt með að framkvæma VAR á einfaldan og markvissan hátt, prímadonnurnar.

  YNWA

 6. Ég fagna þessari umræðu og ég vona hún fari hátt í englandi því að þetta hefur oft algjört djók dómgæsla þegar það kemur að Liverpool. Og varðandi lið kölska: fá 3 víti á sig í deildinni síðustu 15 ár. Ekki má heldur gleima því að boltinn er mun oftar inní teig hjá manjú heldur en hjá okkar mönnum.

 7. Ágætis innlegg í umræðuna og það var áhugavert að hlusta á þá sem framkvæmdu þessa “rannsókn”

  En Guð forði okkur að fara í þetta fórnarlambahlutverk sem virðist vera allstaðar svo vinsælt um þessar stundir.
  Sjáum svo hvernig það endar… hóst *Mourinho*

  Ókei, þetta er komið þarna fram. Flott. Undir stólinn og halda áfram að massa fótboltann með krafti og elju sem fylgir liðinu undanfarið.
  Aldrei verið jafn gaman að vera stuðningsmaður Liverpool og við höldum áfram sterkir og glaðir án þess að væla eins og aumingjar!

  YNWA!

 8. Ef dómarar eiga að geta komist upp með hvaða vitleysu sem er, þá er VAR eina lausnin, eins sorglegt og það er. Sannast sagna var allt of oft dæmt af víti hjá okkur, meðan aðrir duttu niður af goluni og fengu víti. En samt ein ljótasta, en samt áþreifanlegasta ástæðan fyrir VAR, var í leik Rosenborg og Vals bara nýlega þegar Rosenborg fengu víti í uppbótartíma, fáránlegt víti sem kom þeim áfram. En annars lítur allt bara vel út hjá okkur, og spennandi tímar framundan.

  YNWA

 9. #7, það var ekki bara vítið í uppbótartímanum sem var ódýrt heldur líka fyrri tvö vítin í Rosenborg – Valur. Það hefði sett leikinn í framlengingu og hver veit hvað hefði gerst þá

 10. Hvernig virka þessir reddit linkar? Maður þarf greinilega að gera eitthvað, vera með ákveðið forrit eða…?

 11. # 8, ástæðan að ég nefni vítið í uppbótartímanum, var algerlega afgerandi fyrir lyktir leiksins, og reyndar svo fáránlegt að IHF myndi skammast sín, liggur mér við að segja.
  En það er komið nóg af fortíðini, vítalega séð. Vonandi vinnum við ekki deildina á gjafavítum, heldur snilld okkar frábæru stráka, er barasta viss um það.

  YNWA

Lokavikan á leikmannamarkaðnum

Æfingaleikur: Liverpool 3 – 1 Torino