Lokavikan á leikmannamarkaðnum

Englendingar loka leikmannaglugganum á fimmtudagskvöldið næsta þannig að liðin hafa aðeins fjóra daga til stefnu. Liverpool virðist hafa lokið leik hvað innkaup varðar en líklega eiga nokkrir eftir að yfirgefa félagið út mánuðinn. Það þarf ekkert að gerast fyrir fimmtudaginn enda glugginn opinn í öðrum löndum til mánaðarmóta.

Rennum létt yfir hvernig landið liggur hjá toppliðunum:

Liverpool
Michael Edwards hefur sýnt það undanfarið ár að innkaup Liverpool eru skipulögð langt fram í tímann og ef ekki tekst að fá þann sem efstur er á óskalistanum er ekkert endilega vaðið í næsta kost. Þetta er ekkert endilega alltaf jákvætt en við getum varla kvartað eins og staðan er núna. Fabinho og Keita voru mættir á Melwood strax frá fyrsta degi sem er mjög mikilvægt upp á að komast strax í liðið. Sáum með Robertson og Ox í fyrra að Klopp er alveg tilbúinn að gefa nýjum mönnum tíma. Alisson var einnig mættur um leið og hann gat rétt eins og Shaqiri. HM réði því að þeir voru ekki keyptir fyrr.

Það er gaman af því hversu öfugt þetta hefur farið ofan í Donald Trump knattspyrnunnar sem talar ekki um annað en Liverpool um þessar mundir:

Heldur betur verið að reyna koma pressu á Liverpool og Klopp en ekki að sjá að þetta væl hans fari vel í stuðningsmenn United.

Það vatnar reyndar inn í þessa jöfnu að líklega á Liverpool eftir að fá töluvert af pening á næstu vikum. Ings er talin fara á +20m, Origi gæti farið á eitthvað svipað, Markovic gæti farið á 5-10m, Mignolet ætti að fara á um 5-10m og þar fer stór launapakki. Karius gæti jafnvel farið. Ojo hefur verið orðaður í burtu (með buy back option).

Man Utd
Mourinho er engu að síður með eitt dýrasta lið sögunnar og svona til að setja ummæli hans um Liverpool í samhengi er staðan svona bara síðan hann tók við Man Utd. Guð má vita hver munurinn var á liðunum sem þeir tóku við og höfum í huga að líklega á þessi tala eftir að helmingast í tilviki Liverpool áður en glugganum lokar.

Fred og Dalot eru komnir nú þegar og ég spái því að þeir bæti við sig miðverði (Maguire) og kantmanni. Pericic eða einhverju 80-100m risanafni.

Tottenham
Eins svipað og módelið er hjá Tottenham gæti Daniel Levy ekki verið mikið ólíkari Edwards á leikmannamarkaðnum. Hann er jafnan seinni til og því útilokar maður ekkert hjá Tottenham fyrr en glugganum lokar.

Aðalmálið hjá þeim var að halda sínum bestu mönnum en spurning hvort það sé nóg meðan Liverpool, Arsenal og Chelsea virðast öll vera að bæta sig þó nokkuð.

Chelsea
Aðalatriði hjá Chelsea er líklega að halda öllum sínum bestu mönnum og eftir því sem nær dregur gluggadeginum verður það líklegra. Ætli Courtois sé ekki mesta spurningamerkið úr þessu, einn af ótrúlega mörgum sem “verður” að búa í Madríd/Barceloa af fjölskylduástæðu, hann reyndar ólíkt flestum hefur eitthvað til sín máls. Ef hann fer tippa ég (út í loftið) á að þeir kaupi Donnarumma í staðin, Milan fékk Reina um daginn frá Napoli og hann er ekki sagður hafa farið þangað til að vera klappstýra.

Arsenal
Það er svolítið síðan Arsenal gaf það út að þeir væru hættir á markaðnum í sumar og líklega koma þeir töluvert sterkari til leiks á nýju tímabili. Lucas Torreira gæti orðið svipað mikilvægur fyrir þá og Fabinho fyrir okkur. Arsenal vantaði nýjan markmann meira en Liverpool en keyptu reyndar markmann (Leno) sem hingaðtil hefur verið talinn vera á nokkuð svipuðu kaliberi og Karius.

Fyrir nokkrum árum vorum við spennt fyrir Sokratis slúðri og Arsenal vantaði sannarlega öflugan miðvörð, hann kemur í stað BigFuckingGerman (Per Mertesacker) sem er hættur. Að lokum fengu þeir svo Stephan Lichtsteiner sem spilar reyndar sömu stöðu og Bellerín. Eins mikið og þessir menn styrkja Arsenal er því ekki að neita að það er smá Europa League lykt af þessum leikmannakaupum. Þekkjum svona glugga fullvel sjálf.

Þeir hafa ekki misst neinn af sínum lykilmönnum sem er mikilvægt enda sóknarlína í Meistaradeildarklassa. Jack Wilshere var leyft að fara fara til West Ham og Carzorla er loksins farin af launaskrá eftir rosaleg meiðsli.

Stóra málið hjá Arsenal eru auðvitað stjóraskiptin, það verður skrítið að sjá nýjan stjóra hjá Arsenal.

Man City
Það er talað um gluggan hjá Man City eins og þeir hafi ekki gert neitt, bættu bara Mahrez við núverandi hóp, hann var leikmaður tímabilsins fyrir þremur árum. Þeir fá svo Mendy loksins inn í hópinn eftir meiðsli sem ætti að gera þetta lið ennþá sterkara.

Fernandinho 33 ára er ennþá lykilmaður og líklega var Guardiola með það í huga þegar hann var að reyna fá Jorginho. Það er samt engin æpandi þörf fyrir City að bæta við sig og þeir eiga rosalegan efnivið í yngri flokkunum. Guardiola tókst ágætlega til þegar hann notaði ungu strákana hjá Barcelona.

12 Comments

  1. Takk fyrir þetta Einar – núna er komið að okkur – okkar lið – okkar spil – okkar þjálfari – okkar tími er kominn 🙂

    AVANTI LIVERPOOL – IN – KLOPP – WE – TRUST

    – L F C 4 L I F E – C O Y R – R E D – T I L L – I M – D E A D

  2. Takk fyrir fjörlegar greinar og umræður í kjölfarið. Núna finnst mér spurningin hreinlega vera sú hvort okkar lið þarf nokkuð að versla meira, í bili amk. Meiðsli Ox setja að vísu strik í reikninginn á miðjunni en eins og hann spilaði fyrir meiðslin þá var hann á hæsta kaliberi. Spurning hvort Lallana nái sér á strik eftir erfið meiðsli en við vitum alveg hvað sá gaur getur ef hann er í toppstandi. Til að létta aðeins liðið ætti frekar að hreinsa, selja eða lána, þá leikmenn sem eru ekki í plönum næstum tvö árin. Óþarfi að hafa menn á himinháu kaupi við að gera ekki neitt. Í þeim hópi eru reyndar nokkrir hörkugóðir sem geta spilað í meðaliðum í PL og neðar og staðið sig vel. Hafa stabílan rúmlega 20 manna hóp og kippa svo einum og einum úr unglingastarfinu inn í deildarbikar og annað slíkt.

  3. Jæja piltar og stúlkur.
    Nú styttist í að þetta hefjist og ekki seinna vænna að redda sér góðu sæti fyrir leiktíðina.
    Er einhver með góða iptv áskrift sem er að virka?
    Heyrist að margar af þeim veitum sem voru í fyrra séu horfnar og Fowler hjálpi mér frá íslenska okrinu.

  4. Þurfum við að hafa einhverju áhyggjur af varnarmönnunum í fyrstu leikjum. Eitthvað meiðslavesen og Lovren nýmættur? Lovren spilaði reyndar á overtúrbóinu í HM og vonandi getur hann yfirfært það á leikina fyrir Liverpool. Er hálfsmeykur með eftirköst HM því þekkt er, reyndar algengt, að HM leikmenn byrja slaklega næstu leiktíð á eftir. Vona að áhyggjur mínar séu óþarfar og meistari Klaven leysi úr öllum vanda ef þarf að hlaupa í skarðið þ.e.a.s. ef hann er ómeiddur. Síðan getur Milner leyst hvaða stöðu sem er ef í harðbakkann slær. Verða Henderson, Lovren og TAA nokkuð með í fyrsta leik?

  5. Það er svona á mörkunum að liðið sé nógu vel mannað í miðvörðum.

    Matip alltof mikið meiddur og ekki nógu sterkur hvortsemer, Lovren mun alltaf meiðast og/eða lenda í rugli, Gomez er ekki tilbúinn og óvíst hvort hann nær nokkurntímann nógu góðri einbeitingu. Við gætum endað með Van Dijk og Klavan ef allt fer á versta veg og hjálpi okkur svo hamingjan ef Virgil meiðist…

    Hvaða skoðun hafið þið á Harry Maguire? Er hann eitthvað fyrir okkur?

  6. Sælir félagar

    atlikris#5 Ég nota NECROIPTV.COM Þetta eru rússar sem mér finnst standa sig vel og kostar um 900 – 1000 á mánuði. Hefur reynst mér vel ef maður gleymir ekki að borga og endurnýja.

    Veturinn leggst vel í mig og miðað við það nýjasta út úr síðustu leiktíð þá voru dæmd af okkur með lélegri dómgæslu 12 stig sem hefðu sett okkur í 2. sæti. MU fékk 6 stigum meira en þeir áttu að fá og hefðu endað í 4. sæti ef dómgæsla hefði ekki fallið með þeim.Taflan hefði þá endað svona: MCFC-97, LFC-87, T’ham 77 og MU-75. Þetta er auðvitað Trafford áhrifin sem enn eimir af eftir Rauðnef. Vonandi sjá dómarar að sér og fara dæma leiki en ekki lið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Er svo mikill stuðningsmaðir VAR að það hálfa væri nóg! Ekki var þessi frétt til þess fallin að sá stuðningur minnkaði eitthvað.

  8. Það eitt að meirihluti stjóra PL vildi ekki Var yrði notað sýnir hvar deildin er stödd í þessum hlutum.
    Það er ótrúlegt hvað sum lið komast upp með þegar okkar ástsæla fær ósanngjarna dómgæslu trekk í trekk. Hef ekki viljað trúa því að dómarar séu hlutdrægir nema að litlu leiti, en eftir þessa rannsókn er ég farinn að efast og vona að tímabilin á undan verði rannsökuð á sama hátt.

Æfingaleikur: Liverpool 5 – 0 Napoli

Dómaravæl?