Æfingaleikur: Liverpool 5 – 0 Napoli

Liverpool og Napólí áttust við í æfingaleik í Dublin í dag. Leikurinn endaði með öruggum 5-0 sigri okkar manna. Liðið sem byrjaði leikinn leit svona út:

Alisson

Clyne – Gomez – Van Dijk – Robertson

Milner – Winjaldum – Keita

Salah – Firmino – Mané

Það voru ekki liðnar nema 2 mínútur þegar fyrsta markið kom. Alisson – sem var þarna að leika sinn fyrsta leik með liðinu – átti langa sendingu á Salah upp hægri vænginn. Varnarmenn Napólí náðu að bægja hættunni frá, en pressan varð til þess að boltinn vannst aftur, Milner fékk boltann rétt aftan við vítateigspunkt og lagði hann snyrtilega í netið með föstu skoti. Nokkrum mínútum síðar átti hann svo stoðsendingu, liðið fékk horn sem var spilað úr, og endaði svo á sendingu frá Milner inn á teiginn þar sem Winjaldum skallaði örugglega í netið. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð, þó svo að Firmino hafi náð að setja boltann í netið og meira að segja líklega löglega, en markið var þó dæmt af vegna rangstæðu. Líklega var svipað á ferðinni hinu megin vallarins síðar í hálfleiknum, en 2-0 var niðurstaðan og það nokkuð sanngjarnt.

Í byrjun síðari hálfleiks kom Shaqiri inn á í staðinn fyrir Firmino. Á 58. mínútu skoraði Salah mark þegar hann smurði boltanum upp í samskeytin, mögulega var eitthvað smá brot hjá Mané skömmu áður en ekkert dæmt. Milner þurfti að fara af velli eftir samstuð, og Fabinho kom í hans stað. Í kringum 60. mínútu var svo mönnum skipt út, inná komu Sturridge, TAA, Moreno, Curtis Jones, Origi og mögulega einhverjir fleiri, Nat Phillips kom svo inn á á 75. mínútu. Sturridge var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann var farinn að vaða í færum, komst tvisvar í gegn en lét verja frá sér í bæði skiptin. Honum brást hinsvegar ekki bogalistin þegar Origi fékk sendingu frá Shaqiri, skotið var varið en beint út í teig þar sem Sturridge kom aðvífandi og kláraði dæmið. Sturridge átti svo langa sendingu á Moreno sem var í frekar þröngu færi en þrumaði boltanum á nærstöng og skoraði síðasta markið. 5-0 sigur staðreynd í ágætum leik.

Það má færa rök fyrir því að Klopp hafi verið að koma með vísbendingar um það hvernig liðinu verður stillt upp í fyrsta leik gegn West Ham eftir viku, þ.e. að byrjunarliðið í dag verði svipað og byrjunarliðið gegn hömrunum. A.m.k. er ekki ólíklegt að TAA og Henderson verði hlíft, jafnvel Lovren líka, enda eru þeir rétt svo að detta í hús, að Clyne og Milner verði látnir byrja fyrir TAA og Hendo, og jafnvel að Gomez byrji í miðverðinum. Þá er ekki víst að Fabinho verði hent strax út í djúpu laugina.

Síðasti æfingaleikurinn er á Anfield á þriðjudaginn þegar Torino koma í heimsókn. Svo er það bara alvaran um næstu helgi.

18 Comments

 1. Andskotinn hvað Allisson leit vel út þó það sé auðvitað snemmt að dæma. Þvílíkt öruggur í öllum aðgerðum.

 2. Margt skemmtilegt að sjá í þessum leik. Fabinho og Keita rúluðu miðsvæðis, að ógleymdum Sir James Milner sem er eins og gott vín – verður bara betri og betri með árunum. Salah setti eitt stk. trademark skrúfu upp í vinstri samskeytin, hann er bara snillingur þessi drengur. Shaqiri var virkilega sprækur í seinni hálfleik, spólaði upp völlinn aftur og aftur og spilagleðin bara skein af honum. Hlýtur vera gaman fyrir hann að vera kominn með svona góða liðsfélaga. Ég spái því að svissneski Albaninn eigi eftir að hræra vel upp í andstæðingunum í vetur. Sturridge virðist vera að ná óvæntu indian summer og fékk verðskuldað mark að launum fyrir fína spilamennsku. Og Curtis Jones hlýtur að vera kominn í aðalhóp hjá Klopp, trúi ekki öðru. Svo var neglan hjá Moreno glæsileg. Verst að hann gerir þetta ekki oftar en á tveggja ára fresti. Og klúðraði varnarleik í beinu framhaldi, eins og svo oft. Sá eini sem stakk í stúf var Origi, þrátt fyrir ágæta spretti. Hann hefur ekki trú á þessu, það sést svo vel á líkamstungumálinu. Alltof fljótur að hætta og verða spældur.

 3. Þetta var flott í dag,horfði á þetta með öðru auganu í simanum en það dugði til að sjá eitthvað.. en er liverpool tv úti hjá 365,ég hringdi um daginn í þá og athugaðu málið vegna þess að margir voru að spyrja mig á snappinu mínu ( snapp : ENSKIBOLTINN ) hvort ég vissi eitthvað. Ég fékk þau svör að eitthvað væri að sem auðvitað var ekki hjá 365 heldur í Englandi en stúlkan gat engu svarað um hvenær eða hvort þetta færi í lag. Vont að missa Liverpool rasina maður gat alltaf stillt á hana fyrir og eftir Liverpool leiki og séð viðtöl og fleira þótt sjálfir leikirnir væru ekki sýndir þar.. vonandi að þetta verði lagað og það strax.

  En ja liðið sterkt í dag og ég gæti vel séð liðið sem byrjaði í dag byrja fyrsta leik og Fabinho þá á bekknum,hann lýtur annars alls ekki illa út en þó virðist þurfa meiri tíma en Keita…

  Annars lýtur liðið vel út og verður bara betra og betra.. á meðan okkar lið er nánast klárt þá fréttist nkl ekki neitt af kaupum hjá hinum storliðunum með sex daga eftir af glugganum… ekkert að frétta af Man Utd,Tottenham og Chelsea.. þessi lið hljóta að eiga eftir að gera eitthvað en va

  Fjandinn hafi það tíminn er að renna út,ekki það að ég er ánægður að ekkert sé að gerast hjá þeim en á sama tima veit ég að það mun eitthvað gerast,bara spurning um hvenær en ekki hvort boltarnir fara að rúlla.

  Á sama tíma og ekkert fréttist hjá þeim lætur maður sig dreyma um einn enn til okkar ,koma með einn Pulisic frá Dortmund óvænt núna eða eitthvað yrði ekki til að skemma stemmninguna..

  Allavega þetta er að byrja og maður hefur ALDREI verið jafn spenntur fyrir næsta tímabili hjá LIVERPOOL..

 4. #3 – Ég fór á netspjallið hjá 365 til að spyrja um Liverpool TV. Fékk sama svar, að einhver bilun væri í gangi. Ég útskýrði þá að þetta væri stöðin sem ég horfði mest á og spurði hvort það væri réttlætanlegt að ég borgaði fullt verð fyrir áskriftina meðan hún væri úti. Fékk það svar að það væri verið að vinna í þessu og svo lokaði 365 á spjallið. Síðan eru liðnar tvær vikur.

 5. [img]Klopp on incomings: “I can’t kill your D-Day! People sit the whole day in front of the TV, seeing who buys and sells who. I won’t watch it because I’ll be working.”[/img]

  hljómar spennandi

 6. Liverpool rásin var líka “”biluð “”á sama tíma fyrir ári síðan þannig að ég er ekki alveg að trúa þessum skýringum hjá 365

 7. Markið hjá Moreno var bara virkilega flott og liðið stóð sig hrikalega vel gegn Napoli sem veitti Juve einhverja keppni síðasta vetur. Torino er hvergi nærri eins gott lið og Napoli en vonandi er veturinn framundan verðug uppskera og titill á einhverju strái.

 8. Liðið spilaði vel í kvöld og 4-4-3 pressu kerfið svínvirkar og allir leikmenn liðsins vita nákvæmlega hvað hlutverk þeir hafa hjá Klopp í þessu leikkerfi jafnvel þegar 5 nýjum leikmönnum er skipt inn eins og um miðbik seinni hálfleiks. Liðið leikur eins og vel smurð vél. Mest hreyfst ég af leik Allison Becker. Það reyndi að vísu ekki mikið á hann en hann var mjög yfirvegaður í leik sínum með frábæra fótafimi og það var gaman að fylgjast með honum spila boltanum innan teigs og koma honum aftur í leik bæði með stuttum og löngum sendingum. Varnarmennirnir virtust treysta honum fullkomnlega og ég hjó sérstaklega eftir því hversu duglegur hann var að koma skilaboðum til þeirra bæði í tali og með líkamstjáningu , jafnvel til Virgil sem er akkerið í vörninni. Þessi markmaður hefur “pondus” sem aðeins örfáir markmenn í heiminum hafa. Hverrar krónu virði og á eftir að reynst okkur vel.

 9. Flottur leikur sem gefur fögur fyrirheit. Það verður erfiðara með hverjum deginum að missa sig ekki í eitthvað bjartsýniskast.

  Annars fékk ég svipaða tilfinningu áðan og þegar Liverpool kaupir góða leikmenn. Vitneskjan um að þurfa sennilega aldrei aftur að horfa upp á Mirallas spila gegn Liverpool er ótrúlega gleðileg. Megi hann klára ferilinn á Ítalíu.

 10. Maður er búinn að vera segja lengi að þetta tímabil muni hlutirnir gerast en það sér hver heilvita maður nema eitthverjir deluded fílupúkar annara liða að Liverpool er eitt af líklegri liðum í ár til að vinna titla.

  Maður vissi að það tæki tíma hjá Klopp að setja saman sitt lið en það verða ekki fleiri afsakanir hann er kominn með liðið sem hann er sáttur við og núna er bara standa við bakið á honum í gegn um sætt og súrt en mig grunar það verði meira af því sætara þetta tímabilið!

 11. Áfram king boring millner hann er allveg með þetta assist og mark hvað er hægt að biðja um eitthvað meira. Og já blís sturridge vertu heill í vetur.

 12. Nr10. Þegar menn skrifa Allison fer virkilega í mínar fínustu. Álíka vitlaust og ég myndi skrifa Einnarsson. Og 443 leikkerfi? Vorum vi? semsagt einum fleiri í leiknum?

  Þa? er nú þannig

 13. Skuggalega flott lið hjá okkur. Eina neikvæða er að Millie gæti misst af WH-leiknum. Þvílíkt góð tilfinning að skjá Alisson í markinu okkar. Er að reyna að halda mér á jörðinni því við lítum hryllilega vel út.

 14. Það er alveg geggjað að sjá hvað Allison er magnaður fótboltamaður, þvílík sendinga viska að maður hefur aldrei séð annað eins hjá markmanni. Hann er eins og Mathias Sammer sweeper með hanska.
  En mikið svakalega er maður að elska James Milner. Hann vex og vex og verður betri og betri með árunum. Þvílíkur atvinnumaður og þvílíkur leiðtogi og sennilega mikilvægasti leikmaðurinn okkar.
  Ef að Sturridge heldur svo svona áfram og 7 9 13 sleppur svona einu sinni við meiðsli að þá vorum við að fá aftur einn besta sóknarmann í heiminum einsmikið og hann getur verið geggjaður.

 15. Frétt á ruv.is um samfélagsskjöldinn:

  “Manchester United ber höfuð og herðar yfir önnur lið í keppninni en alls hefur félagið lyft skildinum 17 sinnum. Þar á eftir koma Arsenal og Liverpool með 15 sigra. ”

  Hvernig getur einhver sem hefur unnið tvisvar sinnum oftar en tvö önnur lið borið höfuð og herðar yfir önnur lið í keppninni?

  Það er eitthvað svo manú-legt að gera meira úr “afrekum” síns liðs en efni standa til.

Opinn þráður – útlán og sölur

Lokavikan á leikmannamarkaðnum