Hreinsun að hefjast?

Það hefur legið augum uppi að leikmannahópur Liverpool er alltof stór eins og staðan er í dag og ansi margir í honum sem virðast ekki eiga neina alvöru langtíma framtíð hjá félaginu. Fréttir kvöldsins um að Liverpool sé búið að setja verðmiða og fengið fyrirspurnir um nokkra leikmenn sína koma því lítið á óvart.

Samkvæmt öllum þessum helstu bresku miðlum þá er listinn ansi langur og veglegur en liðið mun leita eftir því að fá hátt upp í 100 milljónir punda fyrir þennan hóp leikmanna ef þeir vilja á annað borð selja þá. Þetta eru þeir leikmenn sem hafa verið orðaðir við brottför frá liðinu en erfitt er að sjá fram á að einhver þeirra muni fá stórt hlutverk á næstu leiktíð og því yrði “skellurinn” við brottfarir þeirra ekki mikill.

Origi: 27 milljónir punda en leikmaðurinn er undir smásjá Valencia sem munu líklega bjóða í framherjann.
Ings: 20 milljónir punda. Það er skiljanlega mikill áhugi á Danny Ings hjá liðum í miðri úrvalsdeild og niður. Southampton, Leicester, Crystal Palace og Newcastle hafa öll verið orðuð við hann.
Grujic: 20 milljónir punda ef Lazio munu reyna kaupa hann en þeir hafa mikinn áhuga á honum. Liverpool vill helst að hann skrifi undir nýjan samning og fari á lán en honum stendur til boða að fara á láni til Cardiff í Úrvalsdeildinni.
Ojo: 15 milljónir punda er það sem Liverpool vill fá ef þeir selja leikmanninn. Ef þeir fá ekki þá upphæð þá munu þeir líklega reyna að koma honum á lán eitthvert.
Mignolet: 12.5 milljónir punda er það sem Liverpool vill fá fyrir hann en hann hefur greint frá því að hann vilji fara en hann hefur verið orðaður við Fulham, Napoli og Barcelona!
Markovic: Það hefur gengið illa að losna við Markovic á síðustu árum og ekkert alvöru tilboð hefur borist félaginu undanfarin ár og hann alltaf verið lánaður. Nú síðast til Anderlecht en þeir hafa áhuga á að fá hann aftur til sín, ásamt Getafe og Leganes á Spáni. Liverpool mun vilja fá í kringum sjö milljónir punda fyrir hann.
Chirivella: Það er áhuga frá liðum eins og Nottingham Forrest og Swansea City og líklega mun Liverpool vilja fá í kringum fimm milljónir punda fyrir hann.

Danny Ward var seldur um daginn fyrir 12.5 milljónir punda ti Leicester og Ryan Kent var lánaður til Rangers þar sem hann hittir liðsfélaga sin Ovie Ejaria og spilar undir stjórn Steven Gerrard.

Taiwo Awoniyi, hinn áhugaverði nígerski framherji sem Liverpool hefur ekki tekist að fá atvinnuleyfi fyrir, var í dag lánaður til Gent í Belgíu en hann skrifaði undir langtíma samning við félagið nýlega. Þar fær Awoniyi tækifæri á að spila í Evrópudeildinni og vonandi auka líkurnar sínar á að komast í landsliðshóp Nígeríu sem gæti auðveldað honum að fá atvinnuleyfi í England. Monaco, Anderlecht og fleiri lið sýndu Awoniyi áhuga.

Þá hefur Loris Karius einnig tjáð sig um að hann sé ósáttur með að hafa ekki verið látinn vita af plönunum um að fá Alisson Becker til liðsins og gæti skoðað stöðu sína hjá félaginu og kæmi alls ekki á óvart ef hann fengi að fara líka.

Woodburn hefur einnig verið orðaður við lán en Liverpool er enn að skoða stöðu hans og munu meta hana þegar nær dregur leiktíð. Þá hefur ekkert verið orðað Sturridge frá liðinu en hann virðist á töluvert betri stað á undirbúningstímabilinu og talar mjög jákvætt um sumar, plön sín og að hann sé aftur farinn að njóta þess að spila sem er frábært.

Annars, opinn þráður. Ekki mikið heyrst af leikmönnum sem gætu komið inn en eflaust er klúbburinn með eitthvað í gangi en klárt að það þarf líka að hreinsa til og munu fleiri leikmenn yfirgefa félagið á næstu misserum.

19 Comments

 1. Ef við missum bæði Karíus og mignolet hver á þá að vera vara markmaður hjá okkur ?

 2. Það væri freistandi að gefa Grabara sénsinn… en gæti líka klikkað svakalega ef Alisson meiðist í lengri tíma.

 3. Vona að við lánum bara Ojo en verðu að halda annað hvort Karius eða Mignolet sem varamarkverði. Að Markovic sé enþá hjá okkur er fáranglegt og vonar maður að hann fari núna loksins frá okkur fyrir okkur og hann(eins og maður var spenntur fyrir honum).

 4. off topic er leikurinn á móti City aðfaranótt fimmtudags eða föstudag ?

 5. Nr. 4: Leikurinn er aðfararnótt fimmtudags samkvæmt liverpoolfc.com. Hann er klukkan 01:00 að enskum tíma sem þýðir að hann byrjar á miðnætti að íslenskum tíma (klukkan 02:00 um nóttina fyrir okkur Skandinavíu búa 🙂 )

 6. Selja Origi, Markovic og Mignolet og kaupa Fekir 😉
  Er enn að jafna mig eftir Ox skellinn samt. Hefðum getað beðið með Fekir ef að Oxinn hefði ekki meiðst svona illa.

  Er það bara ég eða finnst mér Solanke aldrei ná að gera neitt? Mér finnst Solanke ekki passa í okkar spil. Solanke passaði aldrei inn í skemmtilega boltann sem Salah, Mané og Firminho spila – svona þegar hann kom inná. Ég veit að hann er bara tvítugur, svo hann getur enn breyst sem leikmaður. Finnst samt að Liverpool ætti að setja verðmiða á hann.

 7. Spurning.

  Hvað er langt síðan það var þetta spennandi að vera stuðningsmaður Liverpool þegar kemur að heildarumfangi félagsins?

  Held að maður verði að fara aftur til níunda áratugs síðustu aldar…

 8. Var að hlusta á síðasta podcast mjög góður þáttur hja ykkur…áhugaverðast fannst mér það sem Steini sagði um stöðuna á Fekir Steini er viss um að Fekir komi fyrir lok gluggans og færir góð rök fyrir því, væri Fekir ekki farinn í annað stórlið ef við erum ekki bara búnir að ganga frá þessum kaupum nú þegar þó það eigi eftir að gera það opinbert…..það er ekki stafkrókur um að önnur lið séu á eftir honum….

 9. Hér er áhugavert viðtal við Sturridge. Hann snýr aftur úr láni með breytt hugarfar; sem þroskaðri maður: „It was important for me to get my head in the right place and evolve as a person. I had things that I needed to sort out with my family and things like that.”

  Blaðamaður nefnir „the conscious shift he has made, the change in his overall mindset”. Það skyldi þó ekki vera að Sturridge sé búinn að ná tökum á höfðinu á sér? Ef hausinn er í lagi, gætu allar forsendur fyrir spilamennsku hans verið gjörbreyttar til hins betra!

  https://liverpooloffside.sbnation.com/liverpool-fc-news-coverage/2018/7/24/17594498/daniel-sturridge-doesnt-matter-where-play-come-home-win-trophies-love-teammates-liverpool

 10. Samningurinn og ofurlaunin eru að renna út, hann fær þessi laun aldrei aftur og ég vona að klopp hafi vit fyrir því að kaupa soknarmann og stóli ekki á sturridge því það væru stór mistök.

 11. #9 Henderson14
  Ég held að Sturridge sé búinn hjá Liverpool. Frábært að honum líði betur og sé betur tilbúinn að spila fótbolta, en ég veit ekki til þess að hugarfarið hjá honum hafi verið vandamál hingað til. Að mínu viti hefur hann alltaf lagt sig fram en hefur skrokkurinn ekki höndlað álagið, og ég sé ekki að það hafi breyst þó hann sýni góða takta í nokkrum hálfleikjum á undirbúningstímabilinu. Ég hef bara ekki trú á því að hann sé að fara að skila miklu fyrir Liverpool í framtíðinni. En auðvitað vona ég að hann skori 20 mörk+ og það verði hægt að gera grín af þessum ummælum mínum í lok tímabilsins 🙂

 12. Vandinn við Sturrage er væntanlega skrokkurinn og hugafarið, nú þegar það gæti litið út fyrir að hugafarið er í lagi og hann ser að spila vel á undirbúningstímabilinu stendur til að halda honum næsta tímabi, eitt af þrennu getur gerst,

  1) Hann meiðist og spilar litið sem ekkert, frekar líklegt.
  2) Hann Heldur heilsu en dettur niður í hugafari vegna lítils pilatíma (firminho mun spila meira), gæti gerst.
  3) Hann brillerar skorar helling og fer frítt í vor verandi 50Mil+ virði (galið verð miðað en miðað við markaðinn…), gæti vel gerst.

  í öllum tilfellum borgum við honum rúmlega 600.000 pund á mánuði bara til að fá ekkert fyrir hann í lok tímabils.

  er ekki betra að fá 30 til 40 milljónir fyrir hann núna, á meðan hann hefur það virði.

 13. Joispoi ertu að grínast með 30 eða 40 milljónir fyrir Sturridge Núna eða ertu að tala um í íslenskum krónum ? Værum heppnir að fá eitthvað fyrir hann að mínu mati og sé engan Takala launapakkan hans heldur.

  Mitt mat gefum honum eitt season enn bara, hann hefur þetta allt og gæti orðið jokerinnn okkar. Hann lýtur vel út og ég ætla að trúa á að hann reynist vel í vetur.

 14. 3) og við vinnum deild, bikar og CL
  Sturridge færi frítt á gullstól.
  YNWA

 15. 30-40 mill er bjartsynt en hann hefur verið að spila vel svo hann er ekki verðlaus ensog hann verður í vor.

 16. Ju hann er nánast verðlaus líka vegna launanna, hann mun sjálfur vilja sitja út samninginn og málið er að hann veit að hann þarf að sanna sig í vetur til að fá góðan samning hjá okkur eða öðru felagi og þess vegna hef ég trú á honum í vetur

Samanburður á efstu liðunum

Leikþráður: Liverpool – Man City