Danny Ward til Leicester (Staðfest)

Danny Ward þriðji markmaður Liverpool á síðasta tímabili er gengin til liðs með Leicester fyrir 12,5m pund og fær Liverpool að auki 20% af söluverðinu verði hann seldur frá Leicester.

Þetta gerir hann ef ég man rétt að tólfta dýrasta markmanni sögunnar (alls ekki staðfest) og verður að teljast verulega góð sala hjá Liverpool úr því búið er að tryggja sér þjónustu Alisson. Nú er bara spurning hvaða hlutverk hann fær hjá Leicester því Schmeicel hefur verið orðaður við stærri lið undanfarið. Það væri nokkuð magnað hjá honum að fara úr því að vera þriðji markmaður á eftir Karius og Baktus í að verða aðalmarkmaður hjá góðu úrvalsdeildarliði.

Eins er spurning hvort ekki fáist töluverður peningur fyrir Mignolet úr því þetta verð fæst fyrir Ward. Reyndar er spurning hvort Mignolet eða Karius fari á undan, Mignolet skrifaði nýlega undir fimm ára samning og fær eflaust laun sem er ekkert sjálfsagt að önnur liði vilji borga honum.

10 Comments

 1. Eins við okkar sem fylgjumst með LFC vitum, þá er Ward bara fanta fínn markmaður, og það er greinilegt, miðað við þessa sell-on clause, að LFC veit það líka.

 2. Ég held að við megum fara að lesa aðeins meira í Alisson kaupin. Mér sýnist að Fenway séu að gera alvöru atlögu að ensku deildinni. Þeir hafa nú átt LFC í 8 ár, eru þegar með sterkt lið og Klopp verður áfram með liðið í 3-5 ár. Ef LFC nær ekki að vinna enska titilinn á næstu þremur árum, þá mun Fenway standa eftir með lið sem hefur aldrei unnið EPL og ekki unnið efstu deild í 30 ár. Það mun þyngjast róðurinn að halda “brandinu” LFC í sömu hillu og hin stóru liðin og passa að við lendum ekki við hliðina á Spurs. Ég spái því að Fenway setji í olíupeningagírinn á þessu ári og því næsta. Það verður því gríðarlega gaman fyrir okkur að upplifa næstu 3 tímabil, og vonandi byrjun á nýrri gullöld. YNWA!

 3. Það er bara svona. Ég er sammála þér Gísli um að Danny Ward sé fínn markvörður og hefði verið vænlegur kostur sem markmaður nr 2 hjá okkar liði. Spurning hvernig markmannshringekjan verður, einn góður kominn, einn sæmilegur farinn og Mignolet nr 3 eða hvað?. Ef Mignolet hefur einhvern metnað td gagnvart landsliði þá er öruggt að hann fer til liðs þar sem hann fær að spila reglulega etv í neðri hluta PL. Veit ekki með Karius . Ef hann hefur ringlast í úrslitaleiknum og ekki búinn að ná sér þá verður hann áfram og þá sem markmaður nr 2 og fær etv að spila einhverja leiki.
  Greinilegt er miðað við síðustu vendingar að Klopp er að búa til sitt lið og leitar að leikmönnum sem hann vill hafa. Það eru ekki margir aðalkarlarnir að verða eftir sem komu fyir tíð Klopps. Einn af þeim er Lovren sem etv hefur öðlast nýtt líf eftir HM í sumar þar sem hann náði í silfur með geysiöflugu og skemmtilegu liði Króata. Bara að spila reglulega í því liði hlýtur að vera gott. Lovren kemur sennilega á Anfield með kassann úti og bullandi sjálfstraust. Þekkt er þó að á HM ári spili HM leikmenn illa tímabilið á eftir. Annar sem kom fyrir tíð Klopps er Sturridge. Ef hann ætlar að berjast fyrir sæti í núverandi liði þá kalla ég hann góðann og vonandi nær hann sér eitthvað á strik. Gleymum því ekki að hann var bókstaflega langefnilegasti enski senterinn fyrir um fimm árum. Auðvitað hafa endalaus meiðsli skemmt gríðarlega fyrir honum og sennilega ekki minna andlega heldur en líkamlega. En hæflileikarnir eru til staðar, það vita allir.

 4. Þetta hlítur að meina að Kasper Pabbason er að fara sennilega til Chelsea, sem mun vanta markmann. En þetta er flott fyrir Ward og gangi honum sem allra best. Flottir penge sem nýtast vel í Fekir eða álíka.

  YNWA

 5. Talað um að Danny Ings er næstur, spurning hvað fæst fyrir hann 15?

 6. Ef það er hægt að selja Ings þá held ég að það sé eina vitið.
  Þetta er leikmaður sem maður batt vonir við þar sem leikstíll hans hefði mögulega getað virkað hjá Klopp en þessi hrikalegu meiðsli komu í veg fyrir það hann mun líklegast ekki ná fyrra formi aftur eftir þaug.
  Vona hann fái séns annars staðar og standi sig vel þar ef hann fer frá okkur annars vona ég bara hann troði sokk ef hann verður áfram.

 7. Já … pínu svekktur með að Ward sé farinn. Sá hann alveg fyrir mér sem varamarkmann.
  Mignó fer líklega enda ábyggilega lið sem vill taka hann undir verndarvænginn. Það er hinsvegar ekkert lið sem held ég er tilbúið í Karíus og það er ekki góð tilhugsun að hann sé númer 2 hjá okkur, af því Allison getur vitanlega meiðst.
  Sorrý .. en já ég hef bara ekki trú á Karíus eftir katastrófuna.

 8. Karius er fínn varamarkvörður. Reynslunni ríkari eftir síðasta timabil. Hefði aldrei gengið að hafa hann nr.1 en flottur nr.2

 9. Mignolet á leiðinni til Barca – líklega sem varamarkvörður en smat greinilega einhverjir sem kunna að meta hann…eru engin tilboð í Karius?

Alisson Becker til Liverpool (Staðfest)

Samanburður á efstu liðunum