Alisson Becker til Liverpool (Staðfest)

Ekkert vesen á Alisson í læknisskoðun og hafa bæði lið nú staðfest kaupin á kappanum. Dýrasti markmaður sögunnar takk fyrir og góða kvöldið. Liverpool á aftur óumdeilanlega einn af bestu markmönnum deildarinnar sem er frábær tilfinning.


Allir stuðningsmenn Roma sem og blaðamenn sem fylgjast með Ítalska boltanum hafa verið á einu máli um hversu góður markmaður Alisson er og eru í engum vafa um að hann styrki lið Liverpool gríðarlega. Hann var ekki bara besti leikmaður Roma á síðasta tímabili heldur kom hann vel til greina sem einn af leikmönnum tímabilsins á Ítalíu. Roma er nú þegar búið að kveðja kappann.

Kaupverð er £56m en hækkar vonandi með tímanum í £65m. Eins er gerður við hann sex ára samningur og ljóst að vonir standa til að nú sé búið að tryggja þessa stöðu með alvöru gæðum fyrir næstu árin.

Skv. fjölmiðlum var ekki bara Firmino hjálplegur í að sannfæra Becker fjölskylduna í að koma til Liverpool heldur konan hans líka:

The Roma stopper will make the transfer after his wife Natalia Loewe Becker reportedly agreed to join him in moving to Liverpool.
Loewe was said to be hesitant to leave Rome with the couple having a one-year-old daughter Helena to think about when making the decision.
However, she is said to have spoken to Larissa Pereira, the wife of Roberto Firmino, to discuss moving to Liverpool.
Loewe, who married the goalkeeper in 2015, was convinced that she and the rest of the family would easily settle in the city.

Það virðist svo hafa verið meira fjör í læknisskoðun hjá Alisson heldur en Fekir

Danny Ward er svo sagður vera á leiðinni til Leicester fyrir 10-12m sem er flottur peningur fyrir fjórða kost hjá okkur. Það er óvíst hvort hann verði Nr.1 hjá þeim og Schmeicel fari eða berjist við hann um stöðuna. Schmeicel hefur verið orðaður við bæði Roma og Chelsea undanfarið.

Annars var Liverpool að klára æfingaleik gegn Balackburn með 2-0 sigri. Lazar Markovic og Daniel Sturridge voru með mörkin og spiluðu eins og það væri 2015. Milner klikkaði á víti í fyrri hálfleik og við komumst að því að Keita er nokkuð auðveldlega besti leikmaður í heimi, líklega of góður fyrir Úrvalsdeildina og því verður hann líklega bara notaður í Meistaradeildinni í vetur.

Liðið fer til Bandaríkjanna núna og spilar öllu stærri leiki þar. Salah og Mané fara með liðinu en Firmino og Alisson mæta ekki til æfinga fyrr en eftir Bandaríkjaferðina.

43 Comments

 1. mér líst rosalega vel á þennan glugga,var að horfa á keita og fabinho á móti blackburn og líst mjög á þetta allt saman.

 2. Vááááá 🙂 Glæsilegt ! Þvílíkt og annað eins. Besti markvörður okkar síðan við höfðum Reina. Vel gert LFC !

 3. Ég var líka að horfa á leikinn og tók eftir því hvað ungi markvörðurinn Kelleher er öruggur á fótunum. Vörnin tók nokkra þríhyrninga í röð með honum, í þröngri stöðu, og gekk vel – nokkuð sem Mignolet hefði aldrei getað.

 4. Höddi B #4 Ég er viss um að Alisson sé bestur síðan Grobbi var hjá okkur, og svo kemur í ljós hvort hann sé hreinlega betri.

 5. Þetta er frábært skref í átt að titlum hjá félaginu og hópurinn að verða ógnvænlegur fyrir næsta season sem bæðevei má alveg fara að byrja ?

 6. Mané, Firmino, Salah, Keita, Shaqiri, Fabinho, Robertson, van Dijk, Oxlade-Chamberlain og Alisson eru allir 24-26 ára. TAA orðinn geggjaður fyrir tvítugt.

  Þvílíkur efniviður sem Klopp er kominn með í hendurnar. Mjög, mjög langt síðan hópurinn var jafnflottur á að líta og í dag.

 7. Kunni vel við karius, stóð sig vel í vetur fram að úrslitaleik. Einnig fékk hann færri mörk á sig en alison í einvíginu við roma ?
  En klopp er vægðarlaus og fyrirgefur seint… spyrjið bara sahko.
  Vonandi er alison hverrar krónu virði og ég býð hann velkominn

 8. Geðveikt nú getum við farið að ger kröfur um titla á komandi leiktíð.

 9. Frábærar fréttir, algerlega geggjaðar.
  Nú förum við vonandi að pressa á titilinn eftirsótta.

  P.s.
  Skil ekki þennan brandara
  “og við komumst að því að Keita er nokkuð auðveldlega besti leikmaður í heimi, líklega of góður fyrir Úrvalsdeildina og því verður hann líklega bara notaður í Meistaradeildinni í vetur.”
  Var hann sem sagt svona rosalega flottur í leiknum?

 10. Eins mikill og munurinn á liðinu með Karius í markinu og Mignolet var þá er þetta í einhveri allt annari vídd.

  Það sem ég hef séð af distribution frá Allison þá er það eitthvað sem við getum aldrei náð með þessum markvörðum, og klárlega eitthvað sem á eftir að nýtast þessu liði alveg ótrúlega vel. Það er ekki bara verið að bæta markamannsstöðuna gríðarlega, það er verið að gjörbreyta því hvernig þetta lið á eftir að virka á vellinum.

  Hraðin í Salah og Mané hingað til hefur verið ótrúlegur, en þeir fá nánast alla sína bolta frá miðjunni. Ef við bætum við þessari dreyfingargetu frá Alisson, með fótum og höndum og hraðanum í Keita, þá eiga önnur lið varla eftir að þora að skjóta á markið.

  Það eru jól í júlí þetta árið, þetta verður eitthvað. Get varla beðið eftir að sjá liðið koma saman á vellinum. Er hreinlega slefandi yfir þessu.

 11. Liverpool hafa ekki oft verið með heimsklassa markverði. Ray klemmi og Reina þegar hann var uppi á sitt besta koma í huga. Grobbi var David James en bara í miklu betra lið s.s gaf mörk, missti stundum fyrirgjafir en átti heimsklassa markvörslur inn á milli, Dudek átti góða spretti en náði ekki heimsklassa þótt að hann eigi stóran stað í hjarta okkar. Westerveld var bara ekki nógu góður ekki frekar en Kirkland eða Carson. Mignolet/karius hafa hvorugir náð að sannfæra mann en vonum að Alisson verði frábær og bjargi mörgum stigum á komandi árum.

 12. #18 Hvaða númer eigum við að gambla á?
  Hann hefur verið í treyjunni hans Karius nr. 1 bæði hjá Roma og landsliðinu. Get ekki óskað Kariusi þess að hann missi treyjunúmerið líka. Skál félagar.

  Ég man ekki eftir skemmtilegri glugga í lengri tíma og finnst Kop félagar eiga skilið mikið lof fyrir topp umfjöllun (í miðjum júlí í þokkabót). Takk!

 13. “En klopp er vægðarlaus og fyrirgefur seint… spyrjið bara sahko.”

  Kanntu annan ? Klopp er ítrekað búinn að verja Karíus í fjölmiðlum og bent á að þetta var heilhristingur sem olli mörknum í meistaradeildinni. Hann virtist líka opin fyrir því að gefa honum annað tækifæri ef Alison yrði ekki keyptur.

  Sakho átti við hegðunarvandamál að etja. Truflaði meðal annars sjónvarpsviðtal með fíflaskap, mætti of seint í flug og ef ég man rétt þá var þjálfarateimið búið að kvarta undan framkomu hans. Svo taldi Klopp Sakho passa betur með liði sem lægi aftarlega og væri því ekki sá leikmaður sem Liverpool þurfti og þegar allt kom til alls, þá var það hárrétt hjá honum.

  Klopp er þannig týpa að hann er einmitt sanngjarn og sveigjanlegur en ef menn sýna honum vanvirðingu eða leiðindi, þá lætur hann hart mæta hörðu. Karius sýndi aldrei slíka framkomu og mér vitanlega hefur aldrei verið neitt hegðunarvandamál á honum. Hann verður kannski settur á lán en það hefur fyrst og fremst þá með það að gera að koma honum í öruggara skjól eins og bent var á í prodkasti. Eða með öðrum orðum. Til þess að hjálpa Karius.

  Alison var fyrst og fremst keyptur vegna gæða. Rétt eins og Keita og Fabinho. Til þess að uppfæra stöður. Það hafði nákvæmlega ekkert með vægðarleysi gagnvart Karius að gera, ekkert frekar en það var vægðarleysi gagnvart Matip eða Lovren að Van Dijk var keyptur. Það er búið um að tala um það í meira en áratug að Liverpool þurfi topp markmann.

  Skondið komment.

 14. Klopp telur frekar líklegt að ekki komi fleiri nýjir leikmenn inn í sumar….vonandi er einhver af ungu leikmönnunum að sýna honum hvers vegna hann þurfi ekki að versla….

 15. Ég býst við 1-2 inn í viðbót, þó ekki fyrr en það verður búið að selja eitthvað

 16. Þetta eru rosakaup og með kaupum á Keita og VVD á þessu ári er klúbburinn með massa statement. Ég skal með glöðu geði éta sokk núna þegar FSG hafa sýnt að þeir eru að þessu for the long run og eru tilbúnir að bakka upp metnaðinn fjárhagslega. Skal játa það að maður hafði ýmsar efasemdir um þessa kana. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að LFC myndi kaupa GK fyrir 75m evra þá væri það vegna þess að einhver ríkur Kínverji eða olíufursti væri búinn að kaupa klúbbinn og væri að yfirbjóða allt og alla.

  Ég var spenntur fyrir síðasta tímabili en haltu kjafti hvað maður er spenntur núna. Hrikalegt samt að heyra þetta með Oxlade, hefðum kannski unnið CL final með hann. Hefði séð hann fyrir mér í tíunni eða með Keita box to box og Hendo eða Fabinho sem djúpann. LFC hljóta að selja fyrir a.m.k. 70m.p. ; Origi, Ings, Mignolet, Klavan, Ward, Markovic o.fl. Mín ósk væri svo að kaupa Fekir og Maguire og við erum að tala um góðann séns á epl titli.

 17. Þetta er stórkostlegt! Maður er hreinlega í skýjunum. Til hamingju öll!!

  1
 18. Nú er líka komin alvöru pressa á Klopp að liðið berjist um titla.

 19. Ok öll saman, þá erum við komin með full skapað lið, lið sem á að geta gert tilkall til frábærs árangurs. Við höfum breiddina, getuna og viljan. Erum ekki með vælukjóa sem vilja burt í eigin drauma, þarna er sameiginlegi draumurinn allra sem nú eru um borð, að VINNA TITTLA!

  YNWA

 20. Góðan daginn gott fólk.

  Maður sofnar með bros á vör og vaknar með bros á vör.

  Miðað við fyrstu mínútunni á þessu video-i að þá hef ég hvað mestar áhyggjur af geð- og hjartaheilsu minni.

  https://www.youtube.com/watch?v=Yav7lvDm4Aw

  Kveðja úr hitabylgjunni í Norge.

 21. Brynjar Jóhannsson nr 21 eins og skrifað frá mínu hjarta. Klopp er einstakur persónuleiki sem auðvelt er að elska. Hann er sanngjarn og sveigjanlegur og er tilbúinn að gefa öllum tækifæri. En hann getur einnig verið harður í hvorn að taka ef menn virða ekki leikreglur hans. Ég man þá tíma þegar hann var þjálfari Dortmund hvað ég dáði þennan mann hlaupandi og hoppandi hæð sína á hliðarlínunni í leikjum Dortmund í Meistaradeildnni. Ég man svo vel hvað ég hugsaði “þessi þjálfari er fæddur til að stjórna Liverpool” . Þá um haustið spilaði Dortmund æfingarleik við Liverpool og Klopp hoppaði og snerti merki Liverpool á leið sinni i gegnum úrganginn. Þá fékk ég sterklega á tilfinninguna að hann myndi í framtíðinni þjálfa Liverpool. Að sjá hann í gær trufla viðtalið við Allison og taka utan um hann og faðma hann eins og týndi sonurinn væri mættur á svæðið var frábært. Klopp gat ekki leynt aðdáun sinni á Allison og það virtist vera gagnkvæmt. Klopp er demantur og ástæðan fyrir því að bestu leikmenn heims dreymir nú um að leika fyrir Liverpool. Svo einfalt er það.

 22. þetta er svo ótrúlegt að það er varla hægt að bíða eftir að tímabilið hefjist ekkert annað lið í heiminum(held ég) er með brassa upp alla hriggjarsúluna það er klikkað

 23. Hjalti # 7 já,hann gæti verið sá besti síðan Grobbi var hjá okkur , ég vona það.

 24. Djöf…. er gaman að vera Liverpoolmaður núna. Alltaf gaman og ég veit ekki hversu mörg sumur sem maður hefur tekið eitthvað bjartsýniskast en núna er ég bara í einhverju rugli. Er ennþá með gæsahúð eftir að hafa horft á youtube myndbandið með honum og tek undir með Svavari með hjartaheilsuna í vetur 😉 en mikið hrikalega líst mér vel á þetta tímabil. Auðvita er hægt að láta alla líta vel út á myndbandi en þessi gæji er hrikalegur og ég hef fulla trú á því að hann sé það sem við þurftum. Það á alveg örugglega eftir að verða drama upp og niður en þetta er jú Liverpool. Algjör forréttindi að vera Poolari 😉

  YNWA

 25. Djöfull lýst mér vel á þennan náunga. Grjótharður, hendir sér í alla bolta og á teiginn. Það er eitthvað stórt að gerjast hjá okkur núna. YNWA

 26. Svavar station 29

  Skil hvað þú átt við, Gaurinn er bara í því að sópa menn með þvílíkum tökum inni teig en virðist hafavfjari góða tækni og verulega góður í fótbolta en já þessir raktar gætu farið aðeins fyrir hjartað á manni. Sá þetta eimmitt í gær þetta sama myndband.

  En já maður er svakalega spenntur , Gaurinn er að taka rosalega vörslur sem ég hef aldrei séð hæ Karius eða Mignole það er bara þannig.

 27. #27

  Nema ég hafi fengið heilahristing en það er eins og mig minni að við hefðum verið að spila uppá þann stærsta í heimi í vor?

 28. Sport TV sýndu hrúgu af leikjum með Roma í ítölsku deildinni síðasta vetur. Ég fylgdist sérstaklega með Alisson því Liverpool var orðað við hann og mann grunaði að hann endaði hjá okkur. Maður sannfærðist klárlega að sjá hann þar. Er í topp 10 í heiminum og gætur klárlega tekið enn meiri framförum hjá betra liði.
  Enski boltinn er þó mun hraðari og líkamlegri deild. Alisson verður að halda í lágmarki því að reyna sóla varnarmenn og spurning hvernig hann reynist í úthlaupum.

  Frábært að Liverpool sé loksins loksins komið vonandi með stöðugleika í markmannsstöðuna og framtíðarmann þar í kannski +10 ár. Vel gert FSG. Spurning með Fekir eða hvort Klopp ætli að gefa einhverjum ungstirnum séns fram að áramótum. Spurning hvernig Lallana kemur tilbaka og Keita hefur virkað í æfingaleikjum eins og maður sem mun hafa afgerandi áhrif á spilið okkar. Breiddin er orðin ansi góð og byrjunarliðið getur komist aftur í úrslit CL.

  Slökum samt á í þessum æsingi og að tala um titilbaráttuna strax. Tímabilið er ekki byrjað og óralangt eftir. Liverpool aðdáendur og leikmenn hafa alltof oft farið langt frammúr sér og eyðilagt fyrir liðinu með of miklum væntingum. Það er rosalega mikil vinna framundan við að slípa liðið saman. Sérstaklega á miðjunni með Fabinho og Keita nýja og aðra sem þurfa hvíld eftir HM. Sumir hérna algjörlega að fara á límingunum og virðast stefna í bipolar geðhverfasýki ef við skyldum tapa fyrsta leik á heimavelli gegn West Ham.

  Man City eru að styrkja sig, Chelsea og Arsenal verða aldrei jafn léleg og í fyrra. Man Utd löppuðu uppí göt og eru með besta markmanninn í deildinni. Tottenham mun þvælast fyrir eins og venjulega. Þetta verður hörku barátta í allan vetur og það lið mun vinna sem er mest mótiverað og yfirvegað í sem lengstan tíma. Alvöru sigurvegarar fagna hvorki of snemma né ofmeta eigin getu.

  Ný fyrst byrjar vinnan fyrir alvöru. Áfram Liverpool.

 29. Þetta hafa verið frábærir 2-3 síðustu gluggar. Höfum við nokkurn tíma séð það áður að 4-5 af heitustu bitunum ákveði að koma til LFC? Þetta er ótrúlegt. Sumpartinn ferlegt að þetta gerist á sama tíma og Man City er búið að koma á legg einu besta liði heims, en sá sem ætlar sér að sigra gerir það.

  Nú gyrða menn sig í brók á móti verr mönnuðum liðum og hætta að tapa tuttugu stigum á móti neðri helmingi deildarinnar. Ef það tekst, ef við náum í 10 af þessum herfilega glötuðu 20 stigum, og náum svo í ca. 18-21 á móti topp sex liðunum, þá eigum við góðan séns á þessu sísoni. Deildin mun ekki vinnast á 100 næsta vor, hún er orðin of jöfn til þess. En það gæti þurft 90 stig til að landa. Og það er ekki á hvers liðs færi… Við öndum rólega, but we believe. YNWA.

 30. AEG #38 Takk fyrir skemmtilegan pistil. Það er rétt, þetta verður vinna hjá liðinu. Ég ætla samt að leyfa mér að vera mjög bjartsýnn og trúa því að okkar menn verði í titilbaráttu næsta vetur. Við vorum með hörkulið í fyrra, ekki síst eftir áramót og virðumst vera búnir að stoppa upp í flest götin með frábærum liðsauka. Ég held að bjartsýnin mín hafi ekki neikvæð áhrif á Klopp og strákana hann.

  Og varðandi leikinn við West Ham, hann verður mjög erfiður enda eiga West Ham næst besta gluggann hingað til.

  Þetta verður rosalegt í vetur…

  Áfram Liverpool

Podcast – Alisson

Danny Ward til Leicester (Staðfest)