Podcast – Alisson

Það hefur ekkert vantað upp á stórtíðindi í þessari viku og varla annað hægt taka þetta saman í podcasti. Alisson Becker er kominn til Englands til að klára viðræður við Liverpool og lækinsskoðun áður en hann verður kynntur sem langdýrasti markmaður sögunnar. Kaupin á Shaqiri voru kláruð í síðustu viku sem er gott þar sem í dag var tilkynnt að Ox-Chamberlain verður líklega ekkert með á næsta tímabili. Að lokum er Nabil Fekir ennþá talin vera möguleiki í þessum mánuði. Klopp líður greinilega ekki helvítis hálfkák.

Kafli 1: 00:00 – Vangaveltur um Alisson
Kafli 2: 33:50 – Hvað verður um núverandi markmenn Liverpool?
Kafli 3: 42:40 – Frábær breyting á innkaupastefnu Liverpool
Kafli 4: 54:00 – Hvað eru hin toppliðin að gera á markaðnum?
Kafli 5: 01:08:50 – Ox meiddur – Shaqiri inn
Kafli 6: 01:12:10 – Fekir síðastur inn í sumar?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi (Ath: Hljóðið í Magga lagast eftir um hálftíma þátt)

MP3: Þáttur 199

24 Comments

  1. Vel gert drengir. Halda sama metnað og klúbburinn.

    Ég ætla nú að þessu sinni að vera sammála Einari í því að Karíus er líklegri til þess að vera lengur hjá félaginu heldur en Mignolet. Einfalt mál að Mignolet er kominn á þann aldur og hefur verið það lengi hjá félaginu að hann mun vilja fá að vera markmaður númer 1.

    Hvað sem verður um Karíus. Ég er sammála Magga sem kom inná það að sennilega væri best að selja báða og halda Ward. Mér heyrðist að menn séu allir sammála um það.

    Ef að Ward verður ekki 2 í röðinni þá tel ég líklegra að Karíus sem á styttri feril og er yngri verði á undan í röðinni heldur en Mignolet sem hefur verið mörg ár hjá okkur og kominn á þann aldur að vilja spila alla leiki.

    En þessi kaup á Allison er upphaf á einhverju sem okkur hefur dreymt um. Veikasti hlekkurinn hefur kostað okkur það mikið að þetta verð mun gleymast . Reyndar pæli eg ekkert sjálfur í þessum peningum og skil ekki þetta endalausa raus manna um hvað menn kosta. Ég tapa ekki krónu á þessu. Kaup vs sölur. Erum við ekki loksins komnir yfir núllið. 🙂

  2. James Pearce telur að það sé ólíklegt að Fekir verði keyptur og Dominic King segir að Alison séu líklega síðustu kaup sumarsins.

    Má vera að Shaqiri hafi verið plan B möguleiki á eftir Fekir ?

    Ég krossa fingur og vona að Leigubíllinn hans Alson lendi ekki á ljósastaur með þeim afleiðingum að hann brákast á hné og standist ekki læknisskoðun.

    Klopp hefur þrjú ár í röð fjárfest í leikmönnum sem koma úr fallliðum og aldrei þessu vant hefur enginn vænt klúbbinn um metnaðarleysi fyrir að gera það í þetta skipti.

  3. Var að skoða strákinn, ét allt ofan í mig, þvílíkur markmaður sem við erum búnir að fá, svona alvöru alvöru. Til hamingju öll!!

    YNWA

  4. Sammála #3…..ekkert víst að það komi fleiri, það er ekki búið að selja neina þannig að kannski skapast eitthvað pláss fyrir einn í viðbót.

  5. Danny Ward set to miss #LFC game with Blackburn tonight – he had been down to start it.

    Club in talks with Leicester over a possible transfer. Roma looking at Kasper Schmeichel as Alisson replacement. Goalkeeping merry-go-round!

    Er ekki hægt að losa okkur frekar við Mignolet eða Karius

  6. Maður er í skýjunum með þennan glugga en samt drullu svekktur ef Fekir eða annar sambærilegur kemur ekki. Þurfum það enn meira þar sem Chamberlain er alveg úti allt næsta season .Eyðslan auðvitað búin að vera mjög mikil og maður skilur að það eru kannski ekki til endalausir peningar en samt maður væri til í Fekir þar sem hann getur spilað bæði í holunni og leyst stoðurnar fremst á vellinum. Vonandi losum við nokkra og klarum Fekir bara. Er endanlega búið að loka á Fekir eða eru þetta bara vangaveltur ?

    Annars takk fyrir Podcastið eins og alltaf. einfaldlega það skemmtilegasta sem ég geri að hlusta á þessi podcöst, eina sem pirrar mig við þau er það að ég er alltaf að horfa á timann og kviði þegar þau eru að verða búin því ég myndi glaður hlusta á 6 tíma podcast Hahahaha.. það er hægt að ræða liverpool í marga daga og alltaf nóg til að tala um en þetta er nú meira sett fram í djoki og þið eruð frábærir og eigið allt hrós skilið..

  7. Kannski eitt enn. Er Allison í læknis skoðun undan eða á Laugardaginn ? I
    gær var fyrst talað um Laugardag en gærkvöldi sá maður í dag. Var ekki að kaupa Laugardag fyrst hann kom í gærkvöldi og auk þess er maðurinn í sínu sumarfríi og eflaust ekkert að fara stoppa í Liverpool í marga daga akkurat núna.

  8. Sæl og blessuð.

    Sammála þessu – Kariusinn í skjól og Mignó má fara eitthvert þar sem krafan er ekki meiri en 0,9 mörk í leik. Það hljóta að vera svimandi upphæðir í gangi. Wardinn á hliðarlínunni.

    Með … vörn … er nokkuð ljóst að lalar forsendur eru breyttar. Liðið verður í baráttunni um titilinn í PL allt fram til næstsíðustu umferðar þegar ekkert lið fær ógnað veldi okkar.

    Takk fyrir mig.

  9. Rólegur enski, njóttu sólarinnar og hann verður staðfestur á morgun. Fátt sem kemur í veg fyrir það úr þessu ?

  10. Hah!

    Hver hefði sett svo mikið sem fimmtíukall á að Lazar Markovic myndi skora?!

  11. Naby Keita var öflugur í þessum seinni hálfleik sem hann spilaði áðan.

  12. Sturridge og Keita að sýna svakaleg gæði í sínum hálfleik. Væri svakalegt ef drengurinn héldi sér heilum þetta tímabil og næði að spila sig í smá form.

    Já og takk fyrir podcastið btw algjör snilld.

  13. Þetta var gott podcast og ræðan hjá Magga um tryggð þessara stráka við félagið, sem sést í því hversu langa samninga þeir hafa gert, er spot on. Þetta sjá aðrir leikmenn.

    Það er úúús hjá LFC. Klúbbur sem er ekki olíufélag. Að stórstjörnur séu að koma og setji puttann upp á móti nokkrum millum í viðbót segir allt um hversu góð stemningin er. Æðislegt. Hver er ekki að fara að halda með Liverpool í vetur? Set peninginn bara á tvo: Roy Keane og Alex Ferguson.

Liverpool búið að bjóða í Alisson (Uppfært: Tilboði tekið!)

Alisson Becker til Liverpool (Staðfest)