Liverpool búið að bjóða í Alisson (Uppfært: Tilboði tekið!)

Uppfært: Roma og Liverpool hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Alisson Becker sem hljóðar upp á 66 milljónir punda og verður hann þar með dýrasti markvörðurinn í bransanum ef og þegar skiptin ganga í gegn. Liverpool hefur því fengið grænt ljós á að ræða við leikmanninn (sem er nú líklega komið langt á leið samkvæmt ítölskum miðlum) og taka hann í læknisskoðun. Eflaust fáum við fleiri tíðindi af þessu á næstu tímum eða dögum.

Það er komið út um allar trissur núna í netheimum að Liverpool hafi formlega lagt fram boð í Alisson Becker, markvörð AS Roma

Um met upphæð er að ræða fyrir markvörð. Heildarverðmæti tilboðsins er talið vera um 62 milljónir punda, 53 milljón punda strax og 9 milljónir punda í árangurstengdar greiðslur. Þetta eru algjör RISA tíðindi og ef þetta gengur eftir, þá er þetta enn eitt dæmið um að Jurgen Klopp vill aðeins fá fyrsta kostinn sinn, ekkert annað. Þetta er ROSALEGT statement hjá félaginu. Ef þessu tilboði verður tekið, þá erum við að tala um að Liverpool hafi keypt dýrasta varnarmann í heimi og dýrasta markvörð í heimi á rúmu hálfu ári.

Það er líka algjörlega ljóst að Alisson hefur verið kostur númer eitt hjá Klopp í langan tíma. Þetta er nútíma markvörður sem virkar vel fyrir aftan vörn sem spilar hátt uppi á vellinum, getur spilað sem nokkurs konar “Sweeper”. Við fylgjumst spennt með framvindu mála.

73 Comments

 1. Virkilega sáttur við Liverpool.
  Þetta sýnir manni að þeir eru að leita af markverði og þeir eru tilbúnir að borga. Það er ekkert víst að Alisson sé að koma en Liverpool eru allavega að senda skýr skilaboð um að markvörður er forgangsatriði og penningar eru ekki stór fyrirstaða(þetta myndi gera Alisson að dýrasta markverði heims)

 2. Var ekki tilboðið 53 milljónir í Fekir sem hætt var við?…og núna er 53 milljónir fyrirframgreiðslan í Allison? Áhugaverð tilviljun ef svo er.

 3. Frábærar fréttir, draumamaðurinn í þessa stöðu!

  Með Fekir, var ekki talað um að hann hafi fallið á læknisskoðun og/eða Liverpool bakkað út úr dílnum á seinustu stundu? Hvað var það sem olli því þá, sem er greinilega ekki lengur fyrirstaða ef hann gæti verið kláraður í þessari viku?

 4. Aðallega að Liverpool hafi viljað endurskoða greiðslufyrirkomulagið eftir læknisskoðun og það hafi allt fallið á tíma út af HM. Back on track virðist vera.

 5. Koma svo og klára þetta LFC!! Við þurfum svo á svona leikmanni að halda. Svo klárum við Fekir og Vida. Þá getum við farið að stækka bikarasafnið okkar enn frekar.

 6. Ef af verður vona ég bara að hann fái ekki heilahristing þegar mest á reynir.

 7. Keita, Fabinho, Shaq, Fekir og Allisson allir í sama glugganum hljómar eins og of góður draumur.
  En það er ekkert fast i hendi, kæmi ekki á óvart ef að chelsea myndu reyna að ná honum.

 8. Sky segir eftir sínum heimildum að þetta sé algert kjaftæði og engar viðræður eigi sér stað eða séu planaðar. Hvað ætli sé rétt í þessu ?
  Að fá þennan og Fekir þá getum við lokað sjoppunni allavega til næsta sumars og með lið sem getur barist um allt. Vonandi er þetta satt bara .

 9. Ég treysti James Pearce og öllum Echo pennunum, sem eru í miklu og góðu sambandi við LFC, mun betur en nafnlausum Sky fréttamanni sem hefur það eftir nafnlausum LFC manni að ekkert hafi gerst. Hvað sem er svo rétt á endanum, þá tek ég meira mark á öllum hinum og þar á meðal aðal Sky Reporter á Ítalíu.

 10. Hrikalega spennandi. Veit einhver hvar Alisson er í heimunum svo hægt sé að fylgjast með flugi?

 11. Er þetta topp 5 markvörður? Topp 10 kannski. Hefur hann verið að slá í gegn hjá ROMA, er hann að vinna leiki fyrir þá eins og De Gea til dæmis? Er þetta besti markvörðurinn í ítölsku?

 12. Vinir mínir í Noregi “liverpool.no” fjalla um þetta í dag af fullri alvöru. Þeir eru lang oftast með hlutina á hreinu.

 13. Það fer aðeins í taugarnar á manni að sky sé að segja að þetta sé bull en eins og Steini segir treystir hann og ég reyndar líka Frekar Liverpoolecho og james pearce. Eg er mjög spenntur fyrir þessu en hvort þessi markvörður sé á topp 5 í heiminum veit ég bara ekki enda nánast ekkert séð til hans. Skoðaði hann aðeins á youtube um daginn og sá margar sturlaðar vörslur frá honum en að vísu geta allir litið vel út á youtube og var assaidi besta dæmið um það. Þessi gæji heldur Ederson á bekknum hjá Brasilíu sem ætti að segja eitthvað en að vísu er Firmino á bekknum fyrir Gabriel Jesus svo það er kannski ekki að marka það Heldur. Eina sem maður treystir á er að Klopp virðist vilja þennan sem fyrsta kost og til í að borga rosa upphæð og Klopp hreinlega Klikkar bara ekki í leikmanna kaupum svo ég er hrikalega spenntur og vill að þetta verði klárað sem allra fyrst.

 14. Fyrir þau ykkar sem lærðuð eitthvað í dönsku í skóla mæli ég með mjög fínni umfjöllun um A.Becker á “liverpool.no”.

 15. glugginn er þegar besti glugginn í manna minnum, ef fekir og þessi allisson koma verður þetta aldrei toppað 🙂

 16. #15 Hann var víst í fríi á Sikiley, en sú saga gekk á Reddit í dag að einkaflugvél hefði farið frá Palermo og stefnt til Liverpool. Sel það samt ekki dýrara…

 17. Sæl og blessuð.

  Kaupum kauða á 65 mills og lítum svo á að við fáum hann og Salah (sem kostaði 35 ef ég man rétt) fyrir 100 mills. Það er ekki einu sinni tveir fyrir einn!

  Nóbreiner.

 18. Sælir félagar

  LFC hefur borið þessa frétt til baka. Segir að engar viðræður séu í gangi og engin tilboð verið gerð.

  Það er nú þannig

  YNWA

 19. #16 – Var Mo Salah á topp 5 eða jafnvel á topp 10 þegar hann kom til Liverpool ?

 20. #25
  Nei, enda var verðmiðinn ekki að gefa það til kynna. Hann var keyptur fyrir mikinn pening eftir frábært timabil með Roma en topp 10, nei alls ekki. Hann sprakk út undir stjórn Klopp. Eg er bara að spá hvort Alisson sé almennt talinn topp 5, er hann það góður, þetta eru alveg nýjar tölur í þessa stöðu. Ekki það mer se ekki sama um upphæðina, ég vill bara alvöru markmann, hefur verið hræðilegt síðan Reina var að spila vel fyrir liðið.

 21. Sigkarl 24

  Sky sport heldur því fram að ekkert tilboð hafi verið gert og engar viðræður seu í gangi eða séu planaðar og blöðin eru að hafa þetta frá Sky að ekkert sé í gangi En Liverpool echo og James Pearce segja að okkar menn hafi gert þetta tilboð og maður treystir þeim betur en sky eins og Steini segir hérna ofar í athugasemdum. vonandi er þetta bara rett en Maður er alveg sjálfur á baðum áttum og refreshar bolta fréttirnar á 5 mínútna fresti til að reyna að komast að hinu rétta..

 22. 65 milljónir evra + 10 milljónir samþykkt segja minna areiðanlegu miðlarnir í Liverpool og ítalskir blaðamenn

 23. Kaupa allison á 75m evrur og selja mignolet og karius á 35-40, danny Ward á bekkin, camacho þriðji markmaður finnst mér mjög fluttur díll, mín spá er að Liverpool á eftir að kaup Fekir í lok þessara viku og einn ungan og efnilegan sóknarmann
  Seljum svo ings,sturridge,Lallana,Ragnar,Moreno + markmennina 2 og endum í 100m í solum

 24. Hvað er að gerast verið að tala um að það sé komið samkomulag um 75m já sæll.

 25. Paul Joyce Liverpool agree fee with AS Roma for Alisson in region of £66m.

 26. Boom.
  Svona á að gera þetta, dýrasti varnarmaður heims og dýrasti markvörður heims.
  Það er kominn mikil pressa á Klopp að skila titli í vetur.

 27. Maður er búinn að læra að fagna ekki leikmanni fyrr en hann er búinn að skrifa undir. Fekir var búinn með myndatöku í liverpool búning og viðtal við Liverpool TV áður en þau viðskipti féllu.

  Ég vona svo innilega að við náum að klára þessi viðskipti á næstu tveimur sólarhringur og erum við þá einfaldlega að kaupa heimsklassa markvörð

 28. Vonandi verður Alisson okkar leikmaður á næstu klukkutimum….Fekir fylgir jafnvel i kjölfarið og nýr vatnsberi…

 29. Ef að við fáum Alisson og Fekir þá þarf nú trúlegast að fara að fækka úr þessum hóp.
  Mignolet
  Karius
  Markovic
  Ings
  Origi
  Sturridge
  Winjaldum

  Eru þetta ekki líklegustu leikmennirnir til að fara ?

 30. Þetta er svo geggjað og nú er bara að klára þetta. Ég var handviss um að okkar menn myndu aldrei fara í Allison fyrir svona sturlaða upphæð og reyndar hélt eg að Roma fengi aldrei nema 50 eða max 60 milljónir fyrir hann en okkar menn eru greinilega bara ekkert að grínast með þennan glugga og eins og einhver segir hérna að ofan þá er alveg klárt mál að það verður meiri pressa á Klopp í vetur en síðustu tímabil og við erum ekkert að fara sætta okkur við 4 sætið og engan bikar i vetur.

  En Skoppi í athugasemd nr 30, ég vil alls ekki selja alla þá sem þú nefnir upp, myndi aldrei td vilja selja Moreno því þá vantar okkur bara annan vinstri bakvorð til vara fyrir Robertson, þurfum 2 góða leikmenn í hverja einustu stöðu. Við gætum mögulega losað út þessa sóknarmenn sem þú nefnir og alveg sens á að Sturridge, Ings og Origi fari allir en hef trú á að einn af þeim verði áfram ásamt Solanke og þá værum við með þrjá menn til að leysa stöðuna uppi á topp. Hvað miðjuna varðar ef Fekir kemur þá erum við með 8 miðjumenn, Keita, Fabinho, Fekir, Henderson, Milner, Lallana, Wijnaldum og Chamberlain sem er meiddur sennilega fram að áramótum. Þetta er einum miðjumanni fleiri en á sama tima í fyrra en þá höfðum við 7 stk eða þá Henderson, Milner, Wijnaldum, Can, Coutinho, Chamberlain og meiddan Lallana svo ég gæti trúað að við mögulega losum einn út i sumar sem líklega yrði þá Wijnaldum , væri alveg til í að hafa þessa 8 alla bara enda sáum við núna í vor að við áttum bara 3 heila miðjumenn en reyndar bara af sex stykkjum þar sem Coutinho var auðvitað farin.

  Ég vil alls ekki selja marga leikmenn, gæti alveg trúað að annaðhvort Mignole eða Karius verði áfram og þa markvörður nr 2 En svo sem sens að þeir fari báðir. Tel alveg smá sens að Klavan fari og Gomez verði miðvorður nr 4 á eftir Van Dijk , Lovren og Matip. Hvað sóknarmenn varðar myndi ég vilja Halda einum af þeim Ings, Origi og Sturridge , Lána Solanke til liðs í úrvalsdeildinni og Hafa Brewster sem þriðja kost á eftir Firmino og einum af þeim sem ég nefndi hérna fyrir ofan . Það væri hrikalega gaman ef Brewster fengi tækifæri í vetur og myndi springa út aðeins 17 ára eins og Owen og Fowler gerðu á sínum tima, hef engu minni trú á honum en Solanke en tel nú samt líklegra að hann færi á láni og Solanke yrði í hópnum í vetur. Ungu strákarnir sem eru núna með aðalliðinu verða svo flestir lánaðir og mögulega einhverjir af þeim seldir, þarna er ég að tala um Woodburn, Kent, Grujic, Jones ,Ejaria, Ojo og félaga.

  Þannig að einu leikmennirnir utan við ungu strákana sem ég gæti séð vera til sölu eru eftirtaldir, Karius, Mignole, Klavan , Wijnaldum, Ings , Origi og Sturridge.

  Er annars einhver með það á hreinu nkl hvað okkar menn eru búnir að eyða í leikmenn síðan í janúar samanlagt ef Allison kemur fyrir 66 og Fekir fyrir sirka 55 ? Van dijk 75, Keita 50, Fabinho 40, Shaqiri13, Allison 66 og Fekir 55..Þetta eru um 300 milljónir síðan í Janúar en fengum 140 fyrir Coutinho og getum selt kannski fyrir sirka 60 og erum þá 100 í minus á þessu ári sem er bara alltilagi enda búnir að koma ut í plús síðustu árin.. En þetta er allavega alvöru metnaður og verið að kaupa úr hillu A en ekki C eða D eins og hér áður fyrr. Þarna sjáum við hversu miklu meistaradeildin skiptir. Sjáiði td Arsenal núna þar er ekki verið að versla úr hillu A og glugginn hjá þeim ákaflega óspennandi að mínu mati og glugginn bara hjá West ham töluvert meira spennandi. Arsenal er ekkert að fara keppa um topp 4 á þessu tímabili tel ég, Maður veit nkl ekkert hvað er að gerast hjá Chelsea og meira verið að orða bestu menn þeirra í burtu heldur en alvöru leikmenn til þeirra. Tottenham er að fara á nýjan voll reyndar einn þann flottasta í heiminum og sú fjárfesting komin langt fram úr kostnaðar áætlun og að ég held um 800 milljónir punda ásamt því að þeir eru að semja við lykilmenn og hækka launaþakið sitt verulega svo ég sé ekki að þeir geti styrkt sig mikið í sumar. City verða áfram verulega sterkir og Man Utd á eftir að styrkja sig töluvert svo ég tel eins og staðan er akkurat núna að okkar menn ásamt manchester liðunum verði í baráttu um titillinn en London liðin þar á eftir en auðvitað á margt eftir að gerast í þessum glugga og erfitt að meta þetta akkurat í dag en svona lýtur þetta út núna fyrir mér og ég er nú bara að velta þessu fyrir mer til gamans .

  En já komið nóg af röfli og núna er bara klára Allison og Fekir og maður er að fara dansa og það mikið 🙂

 31. Skemmtilegasta við þetta allt saman er að chelsea er á brunaútsölu og menn tala um að þeir séu of seinir að öllu eins og t.d kom nýr stjóri fyrir 2 dogum og hann hefur 4 vikur sirka þangað til glugginn lokar og menn eins og
  Hazard
  Courtois
  Willian
  Kante
  Allir líklegir að fara í Barcelona,real og psg
  Chelsea er við það að detta í sama og Liverpool og arsenal menn hafa þurft að ganga í gegnum og leikmenn sem eru orðaðir við liðið sjá þetta

 32. Það fór alveg fram hjá mér að LFC væri eitthvað að spá í Vida. Skondið samt, ég hugsaði með mér að það væri flott að fá þennan nagla, hann virkaði nokkuð vel á mig í þeim króatíu-leikjum sem ég sá á HM. Ef af yrði, væri hann hugsaður sem backup fyrir Lovren eða VVD? Hann og Lovren virka a.m.k vel saman.

 33. flottar fréttir ef Alisson og Feykir koma, vantar svo annan number 9, og svo vil ég fá Henderson,Lovren og Moreno burt

 34. Chelsea á leikmenn um allar trissur ásamt city þeir hljóta að vera að fá einhverja af þeim tilbaka…..annars finnst mer lið frekar róleg á markaðnum núna nema við svo eru klúbbarnir farnir að leyna viðræðum betur…

 35. Búið að bíta á…nú er bara spurning hvort tekst að landa. Frekar spennandi. Þetta eru kaupin sem okkur vantar.

 36. Sælir félagar

  Klúbburinn var búinn að neita þessum sögusögnum en nú virðist allt vera að gerast. Þó Alisson hafi ekki heillað mig í leikjunum með Roma eða heimsmeistarakeppninni mun ég taka honum fagnandi eins og öðrum leikmönnum sem Klopp kaupir. Ef Fekir kemur svo líka er þessi gluggi sá magnaðasti í sögu klúbbsins. Frábært.

  Það er nú þannig

  YNWA

 37. Eru menn að fara aðeins yfir um síðasti gluggi var líklega sá besti ever hjá hvað liði sem er fengum salah á 30m Robertson a 8, keita fyrir þennan glugga og myndi telja van Dijk með hinum glugganum sem gerir besta miðvörð sem við hofum att heillengi, leikmann sem átti besta tímabil sem leikmaður hjá Liverpool í seinni tíð hefur att jafn suarez þar ef ekki betri og einn besta vinstri bakvörð deildarinnar eins og staðan er nuna

 38. Sigkarl 46

  Liverpool var aldrei búið að neita þessum sögusögnum heldur var það Sky Sport sem bjó þá frétt bara til og voru algerlega í ruglinu. Á sama tíma og sky sagði það voru allir með það og meðal annars Liverpool echo að Liverpool væri búið að bjóða í leikmanninn 🙂

 39. Skysports er veðmála síða þannig þeir segja það sem þeir græða á að segja

 40. Með kaupunum á Allison Becker fær Liverpool einn besta markvörð heims. Hann er allt það sem Liverpool hefur vantað undanfarin áratug. Stór og stæðilegur og fullur af sjálfsöryggi. Ekki verra að hann er myndarlegur. Í leik er hann jafnan sallarólegur og yfirvegaður og hefur þann pondus sem stórlið þurfa að hafa. Hann spilar mikið með fótunum og tekur þátt í uppbyggingu sóknina og smitar um leið sjálfsöryggi inn í vörnina. Það er kaldhæðnislegt eftir alla umræðuna sl 1-2 árin að veikleikar Liverpool finnast i markvörslu og vörn að nú skuli Liverpool eiga dýrasta markmann og bakvörð heims ef kaupin ganga í gegn. Með Virgil fyrir frama sig sem stjórnar vörninni verður Liverpool ekki árennilegt. Það verður bara að taka ofan hattinn fyrir eigendum Liverpool sem sýna með þessum kaupum að að þeir meina það sem þeir hafa lofað. Sennilega bestu eigendur i fótboltanum í dag. Annað mikilvægt í sambandi við komu Allison er vinátta hans og Firmino og náttúrulega einnig Fabinho sem gerir einkalíf þeirra ásættanlegt sem er þáttur sem skal ekki vanmetas. Virgil, Keita, Fabinho, Shaqiri, Allison og mögulega Fekir inn 2018 eru stærstu kaup Liverpool allra tíma. Get ekki beðið eftir að leiktíðin hefist.

 41. Ég skil hins vegar ekki umræðuna að við þurfum að losa okkur við góða og trausta leikmenn eins Winjaldum og Moreno. Winjaldum er Klopps leikmaður sem hefur reynst okkur ákaflega vel einkum á vormánuðum í Meistaradeildinni. Hann er að auki frábær persónuleiki sem er mikilvægt fyrir liðsandann. Það sama gildir um Moreno sem er frábær liðsmaður sem smitar út frá sér. Eru menn búnir að gleyma hversu frábær Moreno var á haustmánuðum á sl leiktíð þegar við vorum að tala um Moreno endurfæddan. Að kaupa backup fyrir Róbertsson kostar minnst 20-30 milljonir punda og það er aldrei að fara að gerast. Við þurfum á breiddinni að halda. Bekkurinn þarf að vera sterkur. Það koma álags punktar einkum kringum jól og áramót og á vormánuðum þar sem við verðum að hafa jafn sterka leikmenn á bekknum og inni á vellinum ef við ætlum okkur að vinna titla. Reynslan hefur sýnt okkur þetta. Man City er besta dæmið. Það verður gríðarleg samkeppni um allar stöður á vellinum á næstu leiktíð . Enginn á öruggt sæti það hefur Klopp sýnt ! Svoleiðis á það líka að að vera í allvöru liði sem ætlar sér að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum

 42. Guðmundur Einarsson #53

  Algjörlega sammála þér, eins og skrifað úr minni tölvu.

 43. Gott innlegg Guðmundur Einarsson #53 Annars um Alisson: Hann var kannski ekki svo sannfærandi á móti okkur í meistaradeildinni – enda þar á móti einni bestu sóknarlínu boltans – en hann mun rúla hjá okkur teignum með Van Dijk og Lovren. Hef ekki séð mjög mikið til hans en virðist stöðugur í ramma og að auki frábær í því að flýta skyndisóknum. Megi önnur lið þá vara sig… Ef af öllum þessum kaupum verður er komin rosaleg breidd og jafnvægi í liðið.

  Við eigum gríðarlega sterka keppinauta í ensku deildinni en síðan ég byrjaði að fylgjast aftur með (datt út svona 1992-2004) þá hefur liðið án efa aldrei virst sterkara. Ættum vel að geta veitt City harðari samkeppni í vetur. On we go!

 44. Var að skoða fullt af youtube myndböndum að Allison og þessi gaur er ekkert að djoka, sá er að taka svakalegan vörslur , vörslur sem vinna leiki.. lýtur hrikalega vel út. Hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir einhverjum kaupum hjá okkar monnum. Maður er bara í skýjunum með þetta.

  En af hverju er læknis skoðunin ekki fyrr en á laugardag en samt flýgur hann til okkar í kvöld. Vill bara fá staðfest sem fyrst. Maður er smá brenndur eftir Fekir málið og vill alls ekki að td chelsea eða eitthvað annað lið reyni að stela honum áður en við fáum þetta staðfest.

 45. Það má eiginlega segja að við höfum fengið Van Dijk og Alisson fyrir Coutinho peninginn.
  Það er ekki slæmur díll.

 46. Chamberlain frá vegna meiðsla allt næsta season. Já allt næsta season! Ekki það að maður reiknaði með honum fyrir áramót en þetta setur kaup á Fekir í miklu meiri forgang. Svo eigum við vonandi heilan Lallana inni.

 47. Roma spiluðu eins og höfðingjar á móti okkur og gáfu allt í þetta sem hentaði Liverpool fullkomnlega og okkar menn áttu stórleik í sókn. Allison er einn besti markmaður heims og hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sóknarlínu Liverpool aftur!

 48. Echo:

  The Brazil international has agreed personal terms on a five-year contract after being granted permission to hold talks with the Reds.

  Alisson will cut short his holiday in Sardinia to complete the formalities before becoming the most expensive goalkeeper in the world. An official announcement should follow in the next 24 to 48 hours.

  Okkar menn virdast vera ad vinna thetta hratt og orugglega. Thetta lid verdur rosalegt thegar menn fara ad laera inna hvorn annan og mynda chemistry sin a milli. Hlakka til ad sja thetta lid thegar thad er ordid vel smurt.

 49. Alision er vonandi hverrar krónu virði og ef hann nær upp í gæði De Gea þá er liðið okkar komið með mikilvægt púsl því markmannsstaðan var klárlega veikasti hlekkurinn hjá Liverpool.

  Klopp og félagar eru fyrst og fremst að hugsa um hvernig lið sækja gegn Liverpool og hvernig markvörður væri hentugur í slíkri stöðu. Hann er hávaxinn, 193 cm og það ætti að henta vel þegar háar sendingar koma inn á teig og svo er hann mjög góður á milli stanganna. Fótavinnan hans er fyrirtak og ef hann er góður að koma bolta aftur í spil þá býr hann yfir mörgum af þeim gæðum sem Liverpool er að sækjast eftir hjá markmanni.

  Hópurinn lítur orðið gott betur en ágætlega mannaður. Ég set enn spurningarmerki við breiddina. T.d er einn aðeins vara vængmaður og Firmino er eini framherjinn sem virkilega er hægt að treysta á, bæði hvað gæði varðar og að vera ekki stöðugt að meiðast. Miðjumenn eru eingöngu sex sem búa yfir nægum gæðum því samkvæmt nýjustu fréttum verður Chamberlain út allt tímabilið.

  Ef Fekir verður keyptur líka, þá lítur þetta strax orðið miklu betur út því hann getur bæði dekkað Firmino og spilað á miðjunni.

  Vissir leikmenn þurfa aðlögunartíma eins og Fabinho og Shaqiri en mér sýnist liðið eiga að þola álagið fram að jólatörn og jafnvel út allt tímabilið.

  Við gætum hæglega barist um Englandsmeistaratitilinn með þessum mannskap og fyrir mér er þessi leikmannagluggi tvö skref fram á við. Jafnvel þrjú.

 50. Kvöldið,ég skil svo vel að Liverpool er að gefa allt í að kaupa Alisson og 66+ eru ekki neinar upphæðir lengur ,það sem liverpool hefur vantað er góður markmaður og hann er fundinn og ég get ekki beðið eftir að sjá STAÐFEST…. eigið gott kvöld púlarar

 51. Fyrir markmann?
  Ég myndi gera markmann af þeim dýrasta í liðinu ef ég þyrfti ekki að vera með markmann inná sem kosta mig titla… þá er ég frekar til í að borga með seðlum :p

  75 fyrir varnarmann heyrðist í fyrra mér er sama hvað hvaða staða kostar… svo framarlega að þeir sem eru i henni geti eitthvað

 52. Ég myndi segja að það er jafn mikilvægt að halda markinu hreinu og að skora mörk, þannig að 66m er bara fínt fyrir mann sem spilar mikilvægustu stöðuna á vellinum.

 53. Helvíti er slæmt að missa Ox, ég hugga mig við einn Becks í staðinn.

 54. Myndi kaupa vallarstarfsmann fyrir þennan pening, ef það kæmi mér skrefi nær titilinum.

  Raunvirði leikmanna er komið út fyrir öll mörk. Þetta er ekkert spurning um hvers virði leikmaður er lengur. Þetta snýst meira um hvað það er sem liðinu vantar. Van Dijk er líklega alveg 30 til 40 milljón punda virði, en gatið í vörnini kostaði aukalega.

  Eins og er þá eru nokkir frambærilegir markverðir þarna úti, líklega engin fáanlegur fyrir minna en 30 mill. Ef við tökum hann, td. Pickford eða Butland. Þá erum við búnir að eyða helling af pening í mann sem er bara aðeins betri en það sem við eigum. 20 mill. aukalega og við fáum þann sem við viljum, talsvert betri en allir hinir og Chelsea fær hann ekki.

  Það var alltaf að fara að kosta lágmark 40 milljónir að leysa þetta vandamál og jafnvel þá var það áhætta. Svona er verið að drepa vandamálið endanlega, skilja keppinaut eftir í skítnum og líklega gulltryggja okkur að minnsta kosti annað sætið, með ágætis möguleika á titlinum.

  20 til 30 milljón punda aukalega er bara klink í smanburði við það.

 55. Ef verðmiðinn á Butland og Cillessen er 30 milljón pund þá virðist 66mp fyrir Alisson nokkuð eðlilegt.

  Ederson kostaði 35mp í fyrra og það var áður en Neymar breytti öllum forsendum. Þá var Ederson ekki nærri eins hátt skrifaður markvörður og Alisson er í dag.

  Verðið á Courtois væri amk 60mp, væri hann ekki að renna út á samning hjá Chelsea.

 56. https://www.youtube.com/watch?v=GozCvK5osHs

  Sýnist þetta alvega vera flottur gaur, vantar alla vega ekki skemmtanagildið. Grunar samt að þessir taktar inni í teig verði bannaðir, en sé alveg fyrir mér Mané og Salah elta þessa spö-rk og köst frá honum. Hann gæti alveg endað með slatta af stoðsendingum eftir tímabilið.

 57. Hann er allavega lentur í Liverpool og samkvæmt James Pearce þá er læknisskoðun á fimmtudag.
  Ótrúlegt að landa þessum markverði, vel gert fsg

 58. Þetta er bara geðveiki, þá er ég ekki að tala um verðið heldur allir þessir gaurar sem eru að koma til Liverpool.

  Ég elska þetta

Það VAR mikið

Podcast – Alisson