Harry Wilson framlengir…aftur

Harry Wilson skrifaði undir nýjan samning áður en hann fór á láni til Hull í janúar sem sýndi okkur að honum er ætluð framtíð hjá Liverpool. Hann var frábær hjá Hull og vermæti rauk það hressilega upp að núna eru flest öll liðin í Championship deildinni á eftir honum og einhver lið í Úrvalsdeildinni ásamt Celtic í Skotlandi.

Líklega hefur þetta hálfa ár hans hjá Hull gert það að verkum að Liverpool sá ástæðu til að bjóða honum annan fimm ára samning núna hálfu ári seinna sem hann er búinn að skrifa undir. Þetta er auðvitað bara launahækkun sem félagið telur hann verðskulda.

Hann fær líklega tækifæri til að sanna sig fyrir Klopp á æfingatímabilinu og nýtti þennan fyrri hálfleik sem hann fékk gegn Chester vel, skoraði tvö mörk og var ógnandi allan leikinn. Þessi strákur hefur verið hjá Liverpool alla tíð og það er ekkert nýtt að honum sé spáð bjartri framtíð. Líklega er aðeins gert meira úr því að hann fái núna tækifæri til að sanna sig en efni standa til enda þekkja allir hjá Liverpool gæði Harry Wilson vel. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli á tímum sem ungir leikmenn voru að fá séns og á síðasta tímabili var lítið svigrúm til að gefa ungum leikmönnum sénsinn. Wilson hinsvegar verður að fara fá alvöru séns hjá Liverpool núna ef félagið ætlar að halda honum. Hann hefur sýnt það í yngri flokkum og hjá Hull að hann er allt of góður til að vera mikið lengur utan hóps hjá Liverpool og ú U23 ára liðinu.

Líklega fáum við að sjá hann í kvöld er Liverpool mætir Tranmere í æfingaleik.

7 Comments

 1. Ææii Karíus minn þetta var beint á þig elsku kallinn minn (Liverpool-Tranmere)
  Er sáttur við Vilson mikið efni þar á ferðinni.

 2. Ég hef sjaldan séð hæfileikaríkum leikmanni fara eins mikið aftur og Divock Origi. Engin leið að skilja hvað hefur komið fyrir hann.

 3. Hvenær ætlar þetta markvarðaævintýri að taka enda ?

  Maður ber ákveðna virðingu fyrir því hjá Klopp að standa með sínum manni, en þetta er farið að minna mann á þegar Gerrard ýjaði að því að Joe Cole væri betri en Messi.

  Komið gott, takk. Kaupa Oblak, Allison, Donarumma, hvað sem er!

 4. Wilson, Curtis Jones, Ojo og Ryan Kent allir frískir. Og óvenjubjart yfir Sturridge á nýjum og dýpri stað á vellinum, með góðar sendingar á fremstu menn.

 5. Segir sína sögu að fyrri hálfleikur gegn Tranmere vannst 3-0 með Ward í markinu en seinni tapaðist 0-2 með Karius í markinu.

 6. Karius óheppinn að verða fyrir boltanum í fyrra markinu vegna þess að boltinn hrökk til sóknarmanns.

Æfingaleikur: Chester – Liverpool

Tranmere – Liverpool 2-3