Opinn þráður – HM búið hjá sóknarlínunni

Þjálfari Braselíu hafði ekki not fyrir Firmino í byrjunarliðinu á HM og þarf því ekki að undra að hann er nú á leiðinni heim eftir tap gegn Belgum. Fyrir okkur sem er slétt sama um landsliðafótbolta er þetta fínt mál enda líklegra að Firmino verði þá klár í slaginn í fyrsta leik tímabilsins. Salah og Mané eru þegar farnir heim og mæta þeir allir aftur til æfinga þegar Liverpool fer til Bandaríkjanna í æfingaferð 20.júlí.

Það eru því aðeins fjórir leikmenn Liverpool ennþá á HM, Dejan Lovren verður í sigurliði Króata á morgun er þeir vinna Rússa. Henderson og Trent Alexander-Arnold gætu hinsvegar lokið keppni á morgun. Það var móða á kristalkúlunni þegar kom að þeim leik. Simon Mignolet er svo það fyrir Belga sem Pepe Reina er fyrir Spánverja, eilífðar varamarkmaður. Líklega er HM aðeins að tefja það að hann fari frá Liverpool.

Það er auðvitað ekki bara Firmino sem fer heim núna, Alisson markvörður Roma hefur verið orðaður við öll stórlið sem eru að leita að markmanni og gæti mögulega farið í sumar. Liverpool er þó talið töluvert ólíklegt enda bárust fréttir af því í dag að Klopp hyggist halda tryggð við Karius.

Liverpool virðist ekki vera tilbúið í að taka þátt í þeim bull verðum sem verið er að tala um þegar kemur að öllum markmönnum sem orðaðir eru við liðið og því ekki óvænt að félagið sendi frá sér þau skilaboð að halda eigi tryggð við Karius. Eins væri fáránlegt að gefa það út opinberlega að þjálfarinn væri búinn að gefast upp á Karius líkt og stór hluti stuðningsmanna liðsins hefur gert eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Klopp er ekki þannig karakter og satt að segja ættu stuðningsmenn Liverpool ekki að vera það heldur. Klopp tjáði sig einnig í fyrsta skipti um heilahristinginn sem Karius varð fyrir í úrslitaleiknum og sagði að rannsóknir hefðu tekið af alla vafa að hann hefði fengið heilahristing og hefði auðvitað aldrei átt að halda leik áfram. Erfitt að meta það samt í hita leiksins. (Ljóst að Ramos hefði alltaf fokið útaf samt).

Vonandi er þetta samt meira póker og sumarið endi á því að þessi staða verði sterkari á nýju tímabili enda ljóst að Mignolet verður ekki mikið lengur hjá Liverpool.  Það er enginn að tala um að hann ætti að koma aftur inn þrátt fyrir úrslitaleikinn.

Annar leikmaður sem við erum að bíða eftir á HM er auðvitað Nabil Fekir. Frakkar unnu Uruguay í dag og eru að fara vinna mótið þannig að hann er ekki á heimleið strax. Óli Haukur hefur ekkert verið að standa sig á leikmannamarkaðnum í sumar og miðað við hversu lítið er að frétta hjá Liverpool tel ég líklegt að þessi díll sé ennþá lifandi. Ef ekki væri líklega (vonandi) verið að orða okkur við aðra spennandi sóknarmenn.

Fyrsti leikur æfingatímabilsins er svo á morgun gegn Chester, þetta er nú mestmegnis bara æfing enda leikmenn bara nýkomnir til æfinga og í mjög þungu æfingaprógrammi um þessar mundir. Ekki búast við neinni flugeldasýningu. Að því er ég best veit ætla þeir að hafa þennan leik á nákvæmlega sama tíma og þegar England spilar við Svíþjóð enda augljóst að það er alveg vonlaust að færa æfingaleik gegn Chester um 2-3 tíma! Bretar verða seint sakaðir um að vera lausnamiðaðir.

Það sem maður helst horfir í varðandi morgundaginn er auðvitað að Keita og Fabinho spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Harry Wilson og Origi verða einnig undir smásjánni enda þurfa þeir að nota æfingatímabilið til að sýna að þeir eigi heima í aðalliðshópi Liverpool. Sama á auðvitað við um Woodburn, Solanke og Ojo.

Danny Ward gæti svo eitthvað komið við sögu líka, mögulega eigum við bara nú þegar arftaka Karius. Hvort sem það er Ward eða hinn 19 ára Kamil Grabara. Ef hann er eins góður og af er látið þá ætti hann að fara fá séns fljótlega í aðalliði og ef einhver stjóri er líklegur til að gefa svo ungum leikmanni traustið þá er það auðvitað Klopp.  Það er erfitt að meta svona ungan markmann úr sófanum en aftur, ef hann er eins góður og af er látið og hann hefur sýnt og í U23 ára fótboltanum þá tel ég mjög ólíklegt að Klopp fari að setja 70-100m í nýjan markmann ef hann er hugsaður sem framtíðarleikmaður eftir 1-2 ár.

Leikmannamarkaðnum lokar eftir rétt rúmlega mánuð þannig að vikurnar eftir HM gætu orðið fjörugar.

12 Comments

  1. >> Ef ekki væri líklega (vonandi) verið að orða okkur við aðra spennandi sóknarmenn.

    Það hefur nú heyrst orðrómur um Xhakiri, og eins um Dybala fyrst Ronaldo er á leiðinni til Juventus. Hvað svo sem er til í þeim sögusögnum.

  2. Held að þetta með Dybala hafi komið frá miðli á Ítalíu sem er álíka traustvekjandi og Metro á Englandi, tek ekkert mark á þeim orðrómi. Gleymdi Shaqiri, hann kemur vonandi en alveg óháð kaupum á nýjum sóknarmanni.

  3. Þetta er nokkuð gott varðandi markmenn og á svosem við um allar stöður. Það væri fróðlegt að sjá twitter bregðast við öllum innkaupum Bob Paisley.

    Liverpool once signed a player from a Canadian league team. His only experience in Europe was playing a season for Crewe Alexandra, where he played 24 games.

    He was signed as backup, but Liverpool sold their #1 in that position that summer to rivals Spurs (SACK THE BOARD FUCK OFF FSG), so he became a regular player.

    His early days were strewn with errors, and he was at fault for a lot of conceded goals. By Christmas, Liverpool were mid-table in the league, losing 3-1 at home to a poor Man City side on Boxing Day. After a tough first 6 months, his form turned around in the 2nd half of the season, and Liverpool went on to win the league.

    He went on to play 627 games for Liverpool. He won 6 League Titles, 3 FA Cups, 3 League Cups, and a European Cup.

    Can you imagine if Facebook/Twitter were around when Bruce Grobbelaar signed for us? How long do you reckon he’d have lasted?!

  4. Ég væri ekkert á móti því ef Kamil Grabara næði upp í það að verða aðalliðsmarkvörður en þá þarf hann nú að vera djeskoti góður ef hann væri uppfæring á Karius, því þrátt fyrir allt var Karius að standa sig vel, þangað til Ramos veitti honum höfuðáverka.

    Ég hef einnig voðalega lítinn áhuga á Hm og finnst keppni vera hálfgerður fíll í eldhúsinu sem ég væri alveg til í að losa við lengst út í haga, því minn áhugi þessa stundina er aðallega á leikmannakaupum.

    Ég stóð í þeirri meiningu að Liverpool myndi bæta við sig allavega tveimur til þremur leikmönnum til viðbótar og trúi ekki öðru en það sé verið að vinna í þeim málum ef svo sé. Mér finnst leikmannahópurinn ennþá of þunnur fyrir komandi tímabil. Við höfum engan varavængmann og það er þónokkur gæðamunur á Firmino og Ings. Solanke er enn að þroskast en er einnig langt á eftir Braselíumanninum okkar.

    En bara með því að fá mann með svipuð gæði og Fekir og síðan Shaqiri lítur þetta strax miklu betur út.

    Eina sem ég veit er að Klopp og félagar hafa mjög góða heildarsýn og vita nákvæmlega hvað þeim vantar og það sem betra er að yfirleitt ganga leikmannakuapin upp hjá honum.

  5. Frábært að sjá að Bobby Firminho var notaður svona lítið. Vonandi kemur hann úthvíldur tilbaka eftir tvær vikur. Einnig frábært að sjá Lovren vaxa í sterku liði Króatíu, hann er algjör stríðsmaður og fæddur sigurvegari.

    Hlakka gríðarlega mikið til þegar þetta fj*** landsleikjahlé er búið og ég mun klárlega fylgjast fyrst og fremst með Chester – Liverpool á eftir.

  6. ég held að það verði bara fínt að vera með karíus í markinu á næstu leiktíð… hann var bara freka solid eftir áramót fyrir utan blunderið í úrslitaleiknum… og á bara skilið að fá annan séns…

    en hvað í fjandanum ætli sé í gangi með buvac?? heilann hans klopp… vonandi verður klopparinn ekki heilalaus á næstu leiktíð…

  7. Uppstilling í fyrri og seinni í dag.

    LFC first half lineup: Karius; Clyne, Gomez, Phillips, Moreno; Fabinho, Jones, Woodburn; Wilson, Solanke, Origi.

    LFC second half lineup: Ward, Robertson, Phillips (Chirivella), Klavan, Camacho, Milner, Keita, Kent, Ojo, Ings, Sturridge.

  8. ahhh eins og alltaf þegar maður sér Sturidge að þá óskar maður þess að hann gæti nú haldist heill í svosem eins og eitt tímabil.

“Nýr” samstarfsaðili Kop.is

Æfingaleikur: Chester – Liverpool