“Nýr” samstarfsaðili Kop.is

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust séð, þá hefur bæst í hóp samstarfsaðila síðunnar. Við höfum í gegnum tíðina haft þá reglu að drekkja henni ekki í auglýsingum, heldur höfum við leitast við að komast í samstarf til lengri tíma við góð fyrirtæki til að standa undir rekstrinum. Það er því ákaflega ánægjulegt að fá Humarsöluna inn sem samstarfsaðila okkar, enda þekkjum við fyrirtækið vel og það hefur verið öflugt í stuðningi sínum við okkur í gegnum tíðina.

Humar er líklegast besta fæða sem til er í veröldinni og gæðin á vörum Humarsölunnar eru í algjörum topp klassa. Við viljum því benda okkar tryggu lesendum á að hafa þá í huga, ætli menn sér að gera vel við sig í humarveislu. Með því slá menn slatta af flugum í einum höggi, fá hágæða humar og hjálpa um leið til við að efla síðuna okkar. Reyndar eru þeir með talsvert meira í boði en bara humarinn, eins og t.d. Risarækju, Hörpuskel og Rækju, Saltfisk, Lúðusteikur, Skötuselskinnar, Steinbítskinnar, Túnfisk og margt fl.

Við stefnum á talsverðar breytingar á næstunni sem falla vonandi vel í kramið, spennandi tímar framundan, bæði hjá okkur á Kop.is og vonandi líka hjá liðinu okkar í Scouseland.

Við fáum okkur humar í sumar (vetur, vor og haust).

18 Comments

 1. Er hægt að fá humarskelina aðeins rauðari?
  Það myndi lúkka svo vel.
  YNWA

 2. What a hell. Bara MU tv þegar maður ætlar að horfa á LFC tv hjá 365

 3. Láki, það má aldrei verða, humarinn er gulur á skel og stendur gulur, annars ódýr eftilíking. Ekki dökkur stórhumar, sem verður rauður við eldun, en nær ekki 5% af gæðum .
  Vil gefa ykkur frábæra og einfalda uppskrift að humri, prófið og no turning back.
  Kljúfið halana í tvennt eftir endilöngu, setjið smjör á pönnu láta bráðna við meðal hita, ekki brúna. Þegar smjörið er bráðnað leggið humarinn á pönnuna með skelina niður og kryddið með Köd og grill krydderi frá Knorr. Hækkið hitann, þegar kjötið að farið að losna frá börmum setja þá vel af rjóma, sem er sósan, eftir ca 1 mín. velta humrinum smávegis. Taka síðan humarinn frá á disk, setja sósuna í skál. Hafa tilbúið ristað brauð dyfa því í sósuna sem oftast enda geðveikt gott með humarnum sem einnig á að dýfast í sósuna. Einfallt en klikkar ekki. Verði ykkur að góðu.

 4. Þá verðum við að njóta humarsins í varabúningnum.
  Gæðin ofar öllu (herr Klopp)
  YNWA

 5. Nei Láki, þetta er aðalbúningur okkar humars, hann breitir ekki lit við eldun eins og t.d. Blue Lobster, sem er blár upp úr sjó, en verður rauður við eldun. Hann skiptir lit. En prufaðu uppskriftina, sú á eftir að slá í gegn. Einföld eins og á að vera með allt klassa hráefni, það stendur undir sjálfu sér.

 6. Sælir félagar

  Humar er mikið sælgæti og hefur hver sinn háttinn á að elda hann. Hinsvegar er spurningin sem Haukur#1 eitt spurði grundvallarspurning. Hvert er verðið, er það feimnismál og fá púllarar afslátt. Allir sem elska humar vita að hann er einhver dýrasti matur sem fólk kaupir og því þurfa gæðin að vera ótvíræð og verðið að liggja fyrir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Svona til þess að færa þetta aðeins nær fótboltanum þá langar mig að humra á því að mér finnst Keita vera alveg eins og nýr liðsmaður.

 8. Jæja,nú er það komið á hreint að Karius verður áfram fyrsti markmaður af því að Liverpool var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir Allison og fer hann því til Chelski í staðinn.
  So whats new,allt er við það sama hjá eigendu Liverpool sem eru bara ánægðir með að komast í meistaradeildina,það að vinna titla fyrir þá er ekki málið , að fylla vasana af seðlum er það sem skiftir máli fyrir þá því miður fyrir okkur.
  Ég er búinn að segja upp áskriftinni að viasat og ætla að reina að finna mér eitthvert annað áhugamál næsta vetur.

 9. Tommi #10, mér þykir leitt að heyra að þú ætlir að missa af meiriháttar skemmtilegu tímabili sem byrjar eftir mánuð. Við erum búnir að styrkja miðjuna verulega (byrjunarliðið) og eigum jafnvel eftir að styrkja hana enn frekar, sem og aðrar stöður vonandi. En jafnvel þótt við fáum ekki fleiri nýja byrjunarliðsmenn, þá er ég mjög spenntur. Það er varla hægt að eiga skemmtilegra áhugamál en LFC þessi misserin.

 10. #4 Þú ert að tala um að klippa humarinn alveg í tvennt er það ekki? Ekki bara klippa skelina (að ofan) og opna?

 11. Sælir félagar

  Tommi ég held að þú ættir að hugsa þinn gang. Ég held með Brasílíu í heimsmeistarakeppninni og hefi horft á hvern einasta leik þeirra í ansi mörgum keppnum. Þeir eru með mjög gott lið en – Allison er að mínu mati veikasti hlekkurinn í liðinu. Hann er linur í úthlaupum og ekki sérlega sterkur í teignum. Hann er hinsvegar snöggur á fótum og góður í rammanum og skilar boltanum vel frá sér.

  Í enska boltanum verða markverðir að vera grjótharðir í teignum og þar er Karíus betri. Hann er líka fljótur að koma boltanum í leik og ágætur milli stanganna að öllu eðlilegu. En það er auðvitað þitt val í hvort þú ætlar að missa af frábæru tímabili hjá liðinu okkar vegna Allison. Klopp er búinn að lýsa yfir trausti á Karíusi og segir að heilahristingur (höfuðhögg) sé ástæðan fyrir mistökum hans. Ég treysti KLopp.

  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Sæll Gísli #13 jú skera alveg í tvennt, ef humarinn er frosinn er best að kljúfa hann svona semi frosinn ekkert mál með góðum hníf, nota svo bara kökugaffal við að taka humarinn úr skelini, eða eins og ég geri, nota guðsgafflana, smakkast bara betur. Ef þú gerir þessa uppskrift, endilega segðu mér upplifunina.

 13. Markmenn:
  Varðandi markmennina þá hef ég séð ótrúleg highlights frá Allison úr ítalska boltanum en hann var ekki áberandi góður yfir tvo leiki á móti Liverpool. Ég er nokkuð sammála Sigkarli varðandi Allison en ég veit ekki með þennan heilahristing. Í leiknum á móti Roma kom mjög svipað langskot og Bale skoraði úr, beint á Karius, og hann missti það í slána. Það var enginn heilahristingur í það skiptið.

  Við þurfum mann sem er a.m.k. jafngóður og Lloris, og Karius er það ekki. Leno er á því getustigi en Klopp er þýskur og þekkir hann líklega vel og hefur ekki viljað hann af einhverri ástæðu.
  Þeir sem myndu gera okkur mun betra lið: Courtois er bestur fyrir utan Neuer að mínu mati en Neuer verður ekki seldur . Oblak er líka mjög góður.
  Ég held að De Gea sé verulega ofmetinn. Hann er jafngóður á milli stanganna og þeir bestu en er ekki sterkur karakter – en við erum auðvitað aldrei að fara að kaupa hann.
  Varðandi Kasper Schmeichel held ég að að fyrir utan þá slæmu byrjun að pabbi hans er Man U legend þá held ég að ef hann væri okkar markmaður værum við fljótir að efast um hann við fyrstu mistök. Mögulega er hann nógu góður fyrir stærri liðin samt.

  …og þar hafið þið það 🙂

 14. Hvernig sjá menn miðjuna fyrir sér næsta tímabil ?
  Fabinho og Keita eru klárlega fyrsta val, en hver svo, Henderson, Oxlade, Lallana, Milner eða Winjaldum.

 15. Nr. 17

  Sterkasta lið þegar allir eru heilir:
  Fabinho
  Henderson – Keita

  Gegn liðum sem pakka í vörn gæti ég alveg séð fyrir mér að Klopp taki einn af þeim út og hafi Salah – Firmino – Mané fyrir aftan sóknarmann líkt og við sáum í síðasta leiknum gegn Brighton.

Salah skrifar undir nýjan samning!

Opinn þráður – HM búið hjá sóknarlínunni