Hver er Naby Keita?

Ég hef mjög gaman af því að sjá ný andlit í liði Liverpool og hef almennt mjög gaman af því að velta mér upp úr málefnum tengdum félagsskiptum. Þeir sem fylgja mér á Twitter eða hafa rætt við mig um fótbolta ættu líklega að hafa tekið eftir að ég hef mjög gaman af þessu.

Maður fær oft ákveðin fiðring í magan þegar spennandi leikmenn eru orðaðir við félagið og hvað þá þegar þeir verða svo eftir allt keyptir og maður sér þá halla sér upp að skóhillunni á Melwood í rauðri treyju með spari brosið. Undanfarin tímabil hefur Liverpool gert nokkur frábær kaup og jafnvel einhver sem gætu farið að teljast “goðsagnakennd”. Við höfum til dæmis séð þá Roberto Firmino, Virgil Van Dijk, Sadio Mane, Gini Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain og auðvitað Mo Salah ganga til liðs við Liverpool í síðustu þremur sumargluggum.

Það eru samt ein risakaup sem hafa ekki enn gengið formlega í gegn og voru frá lok ágúst í fyrra sumar og þar til rétt fyrir áramótin í fyrra, dýrastu kaup sem Liverpool hafði samið um að gera en endanlegt verð hafði ekki verið samið um en það átti að vera á bilinu 50-65 milljónir punda.

Ég hafði farið með konunni minni dagsferð frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem við þurftum að gera og græja eitthvað. Við erum stödd í H&M, hún að skoða einhver barnaföt og ég staulast þarna á eftir henni en tek upp síman og tékka á Twitter (eins og ég geri nú alveg mjög reglulega) og BÚMM þetta blasir við manni upp úr þurru:

Ég var búinn að bíða eftir sovna fréttum í allt sumar og þetta þurfti að detta inn á akkúratt þessum degi! Að sjálfsögðu þurfti það að gera það en engu að síður frábærar fréttir!

Af hverju voru þetta annars svona frábærar fréttir?

Hver er Naby Keita?

Naby Keita gengur til liðs við Liverpool þann 1.júlí næst komandi þegar glugginn opnar og kemur frá þýska liðinu Red Bull Leipzig þar sem hann hefur splað undanfarnar tvær leiktíðir eftir að hann kom þaðan frá Red Bull Salzburg.

Ég tók fyrst eftir honum þegar hann var hjá Salzburg og sá einhverjar klippur af honum. Fannst hann áhugaverður en spáði svo ekkert í honum en þegar hann gekk til liðs við Leipzig og fór í þýsku úrvalsdeildina þá mundi maður eftir nafninu og var á þeim tíma talað um að Liverpool hafi reynt, ásamt Arsenal og einhverju öðru liði, að reyna að fá hann til sín.

Þá kviknaði ákveðinn áhugi og forvitni hjá mér á honum og maður leit svona út undan sér á það þegar hann dúkkaði upp í umræðunni og maður sá glitta í hann hér og þar. Það leið ekki að löngu þar til maður var kominn á vagninn.

Þessi strákur var stútfullur af “hráum” hæfileikum og virkilega miklum potential. Ég man að hafa fylgst með honum og hugsað með mér að hann yrði fullkominn miðjumaður í lið undir stjórn Klopp – ef hann væri bara örlítið hærri og sterkari í loftinu, en maður gat horft framhjá því.

Ég notaði þetta myndband til að “sanna mál mitt” og súmmera hann upp í tíu sekúndna klippu. Hann opnar svæði, hann tekur menn á, vinnur boltann aftur, berst og gerir mark – það eina sem vantaði var að sjá hann senda boltann og þá gæti maður séð fullkomna mynd af honum í einni klippu.

Þegar helstu Liverpool blaðamennirnir fóru að greina frá því að hann væri, ásamt Mo Salah og Van Dijk, helsta skotmark Liverpool í sumar glugganum og voru tilbúnir að fara langt til að klára þessa díla þá ætlaði ég að fara yfir um af spennu. Myndi það ganga upp tækist Liverpool að næla sér í þrjá frábæra leikmenn sem myndu geta hjálpað liðinu að taka skrefið upp á við – spoiler alert, liðið fór skrefið upp þó svo að Salah hafi komið um sumarið, Van Dijk í janúar og Keita sumarið eftir!

Þá tók við langt sumar þar sem maður beið eftir að eitthvað myndi gerast og hann gengi til liðs við Liverpool. Mo Salah kom snemma um sumarið, það stefndi í að Van Dijk kæmi áður en það allt fór í steik og Leipzig sátu fast á sínu og neituðu að selja. Það var ekki fyrr en nokkuð óvænt þann 28.ágúst að Liverpool fór heldur betur út fyrir sitt venjulega norm og sagði Leipzig að þeir myndu virkja klásúlu í samningi Keita sem færi í gildi sumarið 2018. Til að gulltryggja sér leikmanninn var Liverpool reiðubúið að greiða þessa 48 milljóna punda klásúlu í samningi hans og gefa Leipzig aukalegt gjald ofan á það til að fá samninga í gegn árinu áður. Það gjald ræðst eftir árangri Leipzig á leiktíðinni og gat numið frá fimm til fimmtán milljónum punda, því verri árangur sem Leipzig nær því lægri upphæð færi ofan á klásúluna.

Jurgen Klopp, sem sannaði það síðastliðið sumar að hann vildi ekki fá bara hvern sem er í sitt lið var himinlifandi eftir að ljóst var að Liverpool hefði tryggt sér Keita fyrir næstu leiktíð:

“I have contact to a lot of people in the Bundesliga, as you can imagine, and I have never had so many congratulations messages as I had after signing Naby!
“He’s the player of the league, that’s how it is. Last year, together with Thiago Alcantara who played an outstanding season for Bayern, he was the flier. He’s been doing this for two or three years, with different clubs in different leagues, but he’s still a young boy.
“It’s really good news. OK, we have to wait but sometimes we have to wait for a really good thing. I have no problem with this. I would have preferred, of course, another situation, but it’s cool!”

Þess má einnig til gamans geta að Naby Keita breytti nafni sínu úr Naby Laye Keita í Naby Deco Keita þegar hann var skráður í Leipzig eftir félagsskipti sín til þýska liðsins. Það gerir hann vegna þess að Deco var uppáhalds leikmaður föður hans þegar hann var yngri og er það nokkurs konar “virðingarvottur” fyrir pabba hans og uppáhalds leikmanninn hans.

Hvernig leikmaður er Naby Keita?

Það er alveg frekar erfitt að finna eitthvað ákveðið heiti yfir það hvernig leikmaður hann er þar sem hann er fremur “óhefðbundin” týpa miðjumans og er enn fremur hrár svo hann hefur ekki alveg tekið á sig einhverja lokamynd.

Keita er alhliða miðjumaður sem býr yfir fáranlega góðri boltatækni og er einn af betri leikmönnum í efstu deildum Evrópu þegar kemur að því að taka menn á. Hann er orkumikill og mjög áræðinn í að vinna bolta sem hann gerir ansi vel og þá einna helsta með “standandi tæklingum”, eftir að hafa unnið boltann þá býr hann yfir þeim eiginleikum að geta sett sóknina af stað á einu augabragði – hvort sem um er að ræða með snúningi og hlaupi fram völl, sendingu fram eða stuttu þríhyrningsspili upp völlinn.

Hann er nú ekki hár í lofti svo skallaeinvígi er skiljanlega ekki hans sterkasta hlið en með þennan hraða sem hann býr yfir, áræðni og krafti er hann ansi drjúgur við að stökkva á lausu boltana sem koma eftir skallaeinvígi.

Christian Heidel, yfirmaður íþróttamála hjá Schalke og góðvinur Klopp, sagði það erfitt að spila gegn Keita því hann gefi liðinu sínu auka mann á vellinum.

“Naby is like two, this boy is incomprehensible”.

Luis Fernandez, fyrrum þjálfari hans hjá landsliði Guinea, hafði þetta að segja um Keita:

He’s a very good player. He went through Istres. And he was offered to many Ligue 1 clubs in vain. Naby now proves his worth in Germany. He’s a player to follow. I can say that he is the African [Andres] Iniesta. They have the same style of play. He is very strong. He is an Iniesta. He has intelligence and ease.”

Það er ekki amalegt að vera líkt við Andreas Iniesta en hann er leikmaður sem Keita hefur miklar mætur á og vill líkjast á vellinum.

“He looks so calm, both on and off the field,” Keita told Bundesliga.com. “He never makes technical mistakes. I am inspired by his vision, skills and change of pace.
“My greatest strength is to work in the collective, to implement the system, to play together with the team. I like his style, but also how he lives: calm, balanced, you can hear nothing negative about his life.”

Keita hefur alltaf verið mjög öflugur leikmaður þegar kemur að tækni og að vera með boltann við fæturnar en það var ekki fyrr en hann fór til Evrópu að hann fór að læra að spila án bolta og þurfa að lesa í leikinn með því að læra taktíska hluti.

Um tæknina með bolta og áræðnina í hans leik: “I was quite small and so I had to fight for everything: the chance to play, for the ball, to get respect and that’s why not even cars could stop me. It’s where the aggression in my game, which is so important for my position, comes from.”

Um erfiðleikana við að koma til Frakklands frá Afríku: “During these trials, coaches were asking me to do things I’d never heard of! They were using football terms that I couldn’t understand and giving instructions that I had no clue about. I didn’t know about tactics and when I was rejected that is what I was told.”

Ted Knutson, fyrrum yfir leikmannagreinari Mydtjylland og Bradford City – klúbbar sem notast mikið við tölfræðilega greiningu og þess háttar, fótboltaútgáfan af Moneyball hafði þetta að segja um Keita áður en varð af því að Liverpool tryggði sér hann síðasta sumar:

‘If you can get Naby Keita, you get Naby Keita!’ “His skill set is extremely rare, and elite skill sets – especially for all-rounders – tend to command huge transfer fees in football,” he explained to Goal.
“Given his age, production, and fit for that particular style of play, I could easily see a team setting the Bundesliga transfer record right now.
“If he plays regularly, that could certainly feel like good business a couple of years down the line.”
“Naby first showed up as an obviously strong choice in the 2014-15 season where he was probably the best defensive midfielder in Austria,” says Knutson.
“A year later, he was the best attacking midfielder, but still had outstanding defensive output, which almost never happens.

“The only real question we had was how he would fit into Champions League-level teams from a passing perspective, but I’d say he answered all those questions pretty soundly last season, competing in one of the best leagues in Europe.”

Sambandið við Sadio Mane:

Naby Keita mun hitta afar kunnulegt andlit í sumar þegar Sadio Mane snýr aftur til æfinga eftir sumarfríið sitt en þeir þekkjast frá tíma þeirra saman hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. Sadio Mane var þá leikmaður liðsins þegar Naby Keita var keyptur til þeirra og hjálpaði hinum unga Naby Keita að aðlagast lífinu þar.

“Salzburg improved me as a player and I learnt so much there, I got a really tactical education. He helped me with everything – the language, making friends, understanding the club and the city. Sadio was important for me, he still is! To me, he’s my big brother. He really likes to learn new things, to improve and to push himself and we are the same in this way. He’s a good example for me.”

Sadio Mane hlakkar mikið til að fá “litla bróðir sinn” til Liverpool og fer sömuleiðis fögrum orðum um hann og segir Liverpool vera að fá frábæran leikmann og góðan karakter.

“He is a really special player and is like family to me,” the Liverpool speedster says. “We were close at Salzburg and still keep in touch. I enjoy watching him and look forward to helping him again when he comes next year.
“He asked me about Liverpool and I told him this is an amazing club with talented players, a great manager and lots of ambition. The city and the people are really nice and he will feel at home here.”

Karakterinn:

Naby Keita er áhugaverður karakter á vellinum og á margan hátt hefur hann minnt mig á Sadio Mane hvað það varðar. Hann spilar svo mikið með hjartanu og ástríðinunni en samt ekki þannig að hann gleymi því hvernig hann á að spila fótbolta. Hann er mjög ákafur í leik sínum sem getur gert hann einn af þeim leikmönnum sem getur tekið yfir leiki og verið sá sem skilur að á milli sigurs eða taps/jafntefli.

Líkt og umræddur Sadio Mane þá spilar hann af mikilli ákefð og getur farið í baráttuham. Ákefðin og þessi “árásargirni” í leikstíl hans getur kostað hann spjöld og hefur hann fengið rauð spjöld fyrir að fara með full miklum ákafa í tæklingar. Það var ákveðið vandamál hjá Keita í upphafi síðustu leiktíðar þar sem leikmenn mótherjana voru farnir að sparka hann niður trekk í trekk eftir útreiðina sem hann gaf þeim leiktíðina áður. Við það átti hann til að æsast upp og kom sér í vandræði. Hann vann á þessu og gekk betur að höndla þetta eftir því sem leið á leiktíðina.

Keita hefur unnið hart að því að komast á þann stað sem hann er kominn á og vill ná að vera eins góður og hann hugsanlega getur og er mikill sigurvegari. Áhugavert tilvitnun í viðtal við hann þar sem hann talar um þann þunga sem fylgir því að vera dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins sem hann spilaði fyrir.

“It makes me work even harder,” Keita told Bundesliga.com. “When I arrived, people kept telling me I was the club’s most expensive player. I just tried to put all the thoughts of that out of mind. I kept on working and tried everything I could to help us win. That’s the most important thing to me.“I tell myself I’m the best player on the pitch. Not for my own sake, but to try and help the team.”

Keita er mikill sigurvegari og karakter sem leynir sér alls ekki þegar komið er á knattspyrnuvöllinn og hefur hann virkilega gaman af því að spila fótbolta. Samherjar hans og fyrrum þjálfarar tala mikið um hve jákvæður hann er á vellinum sem er virkilega flott.

Síðastliðið sumar, á meðan mikil læti voru í blöðunum um viðræður Liverpool og Leipzig um hugsanleg félagsskipti Keita, var hann undir miklu álagi og undir smásjá blaðamanna, stuðningsmanna beggja liða og þar eftir götunum. Hvert einasta svipbrigði, líkamstjáning og orð hans var túlkað á einn eða annan hátt. Hann þótti virka fremur áhugalaus á undirbúningstímabili Leipzig og gerði þeim grein fyrir að hann vildi fara en þeir þýsku voru ekki á þeim buxunum að selja hann það árið. Það gerðist svo á einni æfingunni það sumarið að hann lenti í einhverjum pirring við samherja sinn sem endaði með því að Keita straujaði hann í tæklingu og hann meiddist. Það dó svo niður og varð ekkert meira úr og hugur Keita varð rétt stilltur aftur þegar leið á sumarið.

Eins og áður segir þá getur Keita verið ansi ákafur og jafnvel aggressívur á vellinum og það er hiti í honum þegar hann spilar. Ef mönnum fannst vanta ákveðin “pirring” og “æsing” í leik Liverpool á síðustu leiktíð þá verður Keita eflaust ákveðið menningarshock fyrir suma sem ekki þekkja til hans. Hann getur átt það til að narta í hæla, mæta fast í tæklingar, ýta í bak mótherja og slíkt sem getur farið verulega í taugar mótherjana en í leik gegn Frankfurt í deildinni keyrði hann nokkuð hart í bakið á leikmanni Frankfurt sem varð til þess að allt sauð upp úr og nær allir í báðum liðum voru mættir í rifrildi á miðjum vellinum.

Keita fékk þrjú rauð spjöld á leiktíðinni með Leipzig. Eitt beint rautt og tvö eftir að hafa fengið tvisvar sinnum gult. Þá fékk hann einnig rautt spjald í landsleik með Guinea. Þá fékk hann níu gul spjöld á leiktíðinni með Leipzig. Eins og áður segir spilar hann af mikilli ákefð og lendir í aðstæðum sem getur oft orsakað spjöld – það er því töluvert bit sem Liverpool fær á miðjuna með þá Fabinho og Keita!

Sóknarleikurinn:

Sóknin er líklega eftirtektaverðasti þátturinn í leik Keita þó að varnarleikurinn sé líklega ekki síðri en það eru sendingarnar, “dribblið” upp völlinn, mörkin og stoðsendingarnar sem fær fólk til að gapa. Hann er rosalega atkvæðamikill sóknarmaður á miðsvæðinu og þá sérstaklega fyrir þær sakir að hann getur brotið upp leiki, opnað varnir og skapað markógn úr mjög djúpum stöðum.

Á síðustu leiktíð skoraði hann sex mörk og lagði upp fimm í 27 leikjum í deildinni, skoraði tvö í fimm leikjum í riðlakeppni Meistaradeildar, lagði upp tvö í Evrópudeildinni og skoraði eitt í bikar. 39 leikir, níu mörk og sjö beinar stoðsendingar af miðjunni er ansi öflugt – en hefði alveg getað átt að minnsta kosti fleiri stoðsendingar ef út í það væri farið þar sem hann er mjög skapandi og býr til fullt af góðum færum fyrir samherja sína sem hafa átt það til að klúðra ansi fínum færum hér og þar í þau skipti sem ég horfði á þá.

Leiktíðina áður spilaði hann 31 deildarleik með Leipzig og skoraði átta mörk og lagði upp jafn mörg. Það er því klárt mál að Keita er líklegur til að koma með fleiri mörk inn í þetta Liverpool lið bæði hvað varðar mörkin sem hann skorar og þau sem hann kemur til með að leggja upp.

Hér má sjá nokkuð fína samantekt af því sem hann hefur fram á að færa í sóknarleikinn hjá Liverpool:

Hvað segir fyrrum stjóri hans hjá Leipzig?

Keita átti gott samband við Ralph Hasenhuttl yfirþjálfa Leipzig sem hefur í gegnum þessi tvö ár þeirra saman talað mjög vel um miðjumanninn. Hér eru nokkur áhugaverðar tilvitnanir í það sem hann hefur sagt um Keita.

“An exceptionally gifted footballer that has an unbelievable elegance on the ball. He is a phenomenal guy, always sincere, always laughing, in a good mood and positive.”

“When he has the ball at his feet, he’s a weapon. It’s crazy what he does. Naby is picking up more and more on what we want and that there are other important things than just being good on the ball.”

Það nýjasta sem hann hefur sagt um hann var eftir þessa leiktíð þegar Keita hafði spilað sinn síðasta leik fyrir Leipzig og Hasenhuttl hafði hætt starfi sínu hjá Leipzig:

“The lad’s just that good,” he said. “He’s a pro through and through, he lives and breathes football. Even if he wins the Champions League, Jurgen [Klopp] will be thankful for the reinforcement.” “He will join an already incredible squad,” he added. “But if there’s one player I don’t have any fear that he can make it at every club in the world, then that’s Naby.”

Svo er hér skemmtileg saga frá Keita um Ralf Rangnick, yfirmann knattspyrnumála hjá Leipzig, og faðmlög:

“Rangnick told me I was like a koala that you want to hug. He often hugs me,” admitted Keita. “I don’t know exactly what a koala looks like. In fact, I often fear animals because in Guinea, a lot of them are dangerous.”

Naby Keita er nú mættur til Liverpool borgar þar sem örfáir dagar eru í að hann verði opinberlega leikmaður liðsins og hefur æfingar. Orðrómar eru í gangi að hann hafi verið staddur á Melwood í dag til að gera og græja allt í kringum “frumsýningu” hans sem leikmaður Liverpool. Hann hefur æfingar með liðinu þegar þeir leikmenn sem ekki eru á Heimsmeistaramótinu mæta rétt eftir mánaðarmótin.

Talið er ansi líklegt að hann muni fá treyju númer átta og taki þar með við treyjunni af Steven Gerrard en hún hefur verið ónotuð síðan hann hélt til LA Galaxy. Það verður því spennandi að sjá þá treyju aftur í notkun og er ég ansi spenntur yfir því að það verði Keita sem muni klæðast henni.

Miðja Liverpool er að fá mikla innspýtingu með þeim Fabinho og Keita og verður virkilega spennandi að sjá þá félaga saman á komandi leiktíð og ekki skemmir fyrir að báðir munu fá heilt undirbúningstímabil saman og fær Klopp því góðan tíma til að stilla saman þessa tvo öflugu miðjumenn. Það segir manni ansi mikið að Klopp hafi verið tilbúinn að bíða yfir heila leiktíð til að fá Keita inn í liðið og sömuleiðis hve mikið Keita vildi koma til Liverpool að hann samndi við liðið langt fram í tímann.

Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég held að flest allir stuðningsmenn Liverpool ættu að vera það!

10 Comments

 1. geggjaður pistill.. ég fylgdist mikið með honum í vetur og var því mjög spenntur en get rólegur viðurkenna það að ég er að drulla í mig úr spenningi eftir að hafa lesið þetta……

  YNWA

 2. Frábær pistill, alveg geggjað!

  Þessi leikmaður er svo sannarlega spennandi. Það er alveg á hreinu, sérstaklega fyrst Klopp er tilbúinn að bíða svona lengi eftir honum.

 3. Við verðum með smo mikla þrusumiðju á næsta tímabili! 3 naglar í Keita, Fabinho og Henderson! Við töpum í það minnsta ekki baráttunni svo mikið er víst!

  Jafnvel þótt það kæmu ekki fleiri leikmenn þá er liðið orðið mjög sterkt. Það sem vantar helst að mínu mati er að fá sóknarmann á borð við Fekir eða einhvern svipaðan til þess að hafa breiddina þar og svo ef hægt er að fá heimsklassamarkmann þá væri það gott líka. Karius er góður markmaður en ekki í heimsklassa. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef að Klopp myndi setja traustið áfram á Karius og hafi Danny Ward sem varamarkmann.

  Er orðinn þvílíkt spenntur fyrir næsta tímabili!

 4. Takk fyrir frábæra samantekt. Það minnkar ekkert spennan hjá manni við að fá þennan dreng í klúbbinn eftir þessa lesningu. “Lúkkar” vel sem ný 8 hjá okkur.

  Hey, já! Áfram Ísland! Tökum þetta á morgun.

 5. Sælir félagar

  Takk fyrir þennan pistil Ólafur Haukur. Það er mikil auðlind í pistlahöfundum kop.is verð ég að segja. Naby Keita er afar áhugaverður leikmaður, svo ekki sé meira sagt, og miðjan okkar verður algert skrímsli á komandi leiktíð. Ef Fekir kemur (sem virðist enn í kortunum) þá er komin sú viðbót í sóknina sem nauðsynleg er ef einhver hinna þriggja mögnuðu meiðist, þarf hvíld eða hvatningu. Maður horfir með mikilli tilhlökkun til næstu leiktíðar

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Er með sama fiðring í maganum og þegar ég vissi að Liverpool var á sínum tíma að næla í Salah sagði öllum félögum mínum áður en Salah var kominn að hann yrði sá besti hjá okkur í langan tíma.

  Ég hef nákvæmlega sömu tilfinningu fyrir Keita ekki að það að hann sé að fara skora 30 mörk en hann er að fara verða mjög mikilvægur í þessu liði og það kemur mannni nákvæmlega ekkert á óvart að Klopp hafi viljað þennan leikmann hraður teknískur og finnst ekkert leiðinlegt að skora.

  https://www.youtube.com/watch?v=EJz5CxEfHgE

  Smá samantekt sést vel hvernig leikmaður þetta er og hvað mun gerast þegar að Klopp fær hann í sínar hendur segi eins og aðrir það er mikil tilhlökkun að fá þennan dáðadreng til okkar.

 7. Ef Liverpool myndu ekki kaupa meir í sumar þá væri samt staðan á liðinu orðinn skárri.

  Við höfum verið að bæta við okkur tveimur miðjumönum og er breyddinn þar orðin mikil og valmöguleikarnir líka.
  Því að OX getur ef okkur vantar spilað sem einn af þremur fremstu enda mjög fljótur og áræðinn. Jame Milner var flottur á miðjuni en hann getur líka leyst af báðar bakvarðarstöðunar ef liðið lendir í vandræðum.
  Adam Lallana er að koma til baka eins og Clyne en báðir þessir voru varla með á síðustu leiktíð.

  Ég held að það sáu það allir sem vildu að okkur sárlega vantaði breydd undir lok síðustu leiktíðar og vorum við oftar en ekki að spila á sömu köllunum leik eftir leik.
  Ég reikna ekki með að það koma margir í viðbót til okkar en segjum að það bætast tveir aðrir leikmenn í hópinn og annar þeira verður markvörður.

  Ég reikna með að við höldum áfram að bæta okkar leik og festum okkur inn sem top 4 lið og verðum jafnvel í titilbaráttu eitthvað frameftir.

  YNWA

 8. Og auðvitað skoraði Suarez beint úr aukaspyrnu!

  Gemlingurinn sá…

 9. Takk fyrir frábæran pistil.
  Liðið verður klárlega sterkara á næstu leiktíð eins og staðan er núna á hópnum, Hlakka til að sjá Keita í treyjunni fallegu.

Emre Can til Juventus

Uppgjör 2017/2018