Opinn þráður – Karius, slúður og Lijnders

Á yfirborðinu er ansi rólegt hjá okkar mönnum þessa dagana en við fengum auðvitað óvænta sprengju í síðustu viku þegar félagið tilkynnti kaupin á Fabinho frá Monaco.

Rétt til að renna yfir það helsta í slúðrinu þá er lítið að frétta af Nabil Fekir. Viðræður á milli liðana ganga hægt og spurning hvort takist að klára kaupin fyrir HM en Frakkland heldur til Rússlands á fimmtudaginn svo tíminn er orðinn ansi naumur.

Roberto Firmino og Dejan Lovren leiddu saman hesta sína á Anfield um helgina þegar Brasilía og Króatía léku æfingaleik fyrir HM. Leiknum lauk með 2-0 sigri Brasilíu og Roberto Firmino kom inn á sem varamaður og að sjálfsögðu skoraði hann í blálok leiksins með góðu marki fyrir framan Kop stúkuna.

Slúðrið frá brasilískum miðlum segir að Liverpool hafi nýtt tækifærið og rætt við fylgdarlið markvarðarins Alisson sem er sagður vera ofarlega á forgangslista Liverpool í sumarglugganum. Real Madrid hefur líka áhuga á Alisson og er sagt að valið standi á milli Liverpool og Real Madrid. Bæði lið heilli en á ólíkan hátt. Sjáum hvað setur, líkt og með Fekir þá er tíminn til að klára kaupin fyrir HM að verða ansi naumur.

Í kvöld var Liverpool óvænt orðað við 22ja ára nígerískan kantmann frá Gent í Belgíu. Hann heiti Moses Simon… nei, notum fullt nafn. Hann heitir Moses Daddy-Ajala Simon. Alltaf kaupa mann sem heitir Daddy!

Þekki nú ekkert til þessa Simon en hann er hraður og leikinn kantmaður og er einn þeirra sem Liverpool er að fylgjast með og mun jafnvel reyna að fá í sumar. Hann er talinn kosta tíu milljónir punda og á ár eftir af samningi sínum við belgíska liðið. Sjáum hvað setur en eftir að hafa heyrt Leon Bailey, Pulisic, Ousmane Dembele, Malcom og Wilfried Zaha oraða við Liverpool í kantstöðurnar þá er þetta ákveðin “skellur” ef þetta yrði sá sem félagið kaupir. Meira um það ef af þessu verður.

Hann hefur verið í nígeríska landsliðshópnum en missir því miður (kannski ekki fyrir okkur Íslendinga) af HM þar sem hann meiddist á mjöðm um daginn og nær ekki að vera klár í tæka tíð. Skellur fyrir strákinn en ef Liverpool kaupir þennan strák þá gætum við séð tvo Nígeríumenn bætast í æfingahópinn í sumar.

Taiwo Awoniyi hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2015 en hefur ekki fengið leikheimild í Englandi síðan þá og verið lánaður til félaga í Hollandi, Þýskalandi og í Belgíu. Hann var síðast á láni hjá Mouscron í Belgíu og gerði vel, var í myndinni fyrir landsliðshópinn fyrir HM en náði ekki í næst síðasta úrtakshópinn. Hann hefur fengið leyfi til að dvelja með Liverpool í Bandaríkjunum þar sem það verður í æfingaferð í sumar og gæti verið með hópnum þar. Hann er talinn skrifa undir nýjan samning og fara á láni til stærra liðs sem spilar í Evrópudeildinni og hefur Anderlecht verið nefnt til sögunnar. Gangi það eftir gæti hann fengið atvinnuleyfi í Englandi og loksins komist til Liverpool.

Liverpool sendi Loris Karius í skoðun til sérfræðina í höfuðmeiðslum á sjúkrahúsi í Boston þar sem kom í ljós að hann hafi hlotið heilahristing eftir samstuð (árás) Sergio Ramos í úrslitum Meistaradeildarinnar. Kannski útskýrir það eitthvað mistök hans í leiknum en kannski ekki, staðreyndin að minnsta kosti sú að hann hlaut heilahristing eftir atvikið.

Pepijn Lijnders hefur aftur tekið við stöðu í þjálfarateymi Klopp fyrir komandi leiktíð. Lijnders þekkir nú mjög vel til Klopp og Liverpool enda búinn að vera í félaginu í einhver 4-5 ár núna og verið stór partur í þjálfarateyminu hjá Klopp síðan hann tók við. Hann er mikils metinn þjálfari bæði hjá Liverpool og í bransanum en hann yfirgaf klúbbinn fyrr á leiktíðinni og tók við starfi í hollensku 1.deildinni. Lið hans rétt missti af sæti í efstu deild og var hann látinn fara. Klopp var ekki lengi að bjóða honum að koma aftur heim til Liverpool en ekki er enn búið að gefa upp hvert hlutverk hans verður. Buvac fór í “frí” undir lok leiktíðar og óvíst er með framhaldið hjá honum hjá félaginu, nákvæmt hlutverk Lijnders gæti orðið skýrara þegar ljóst verður hvort Buvac snýr aftur eða ekki.

Þetta er svona það allra helsta sem hefur verið að frétta síðustu daga, vonandi fáum við einhverjar stórar og jákvæðar fréttir af klúbbnum á næstu dögum. Annars er þetta opinn þráður og þið megið ræða það sem þið viljið (innan siðsamlegra marka!!) hérna.

30 Comments

  1. Takk fyrir Ólafur.

    Maður veit ekki hvort það er skellur að versla no name með Klopp í brúnni því yfirleitt hafa þeir orðið að stjörnum í hans höndum.
    En ég verð að segja að það eru mörg ár síðan að ég hef verið jafn spenntur fyrir glugga og næsta tímabili.
    Vona einnig að þið sem sjáið um þessa frábæru síðu setjið annað slagið eitthvað inn þó svo að sumarið sé gengið í garð. Það verður bara svo erfitt að vera án ykkar lengi.

    YNWA kv.

  2. Eru Woodburn eða H. Wilson ekki hærra skrifaðir í fótboltaheiminum heldur en Daddy Cool (bara varð) ?

    Stórefast um að Fekir eða Alisson komi fyrir HM. Hugsa sér samt ef Fekir kemur að þá er komin ný miðja; Fabinho, Keita og Fekir. Oxlade, Gini, Hendo og Milner allir orðnir varamenn. Það væri svolítið sérstakt í ljósi þess að liðið komst í CL final en FabKeitFek lúkkar drullu spennandi.

    Minn óskalisti væri samt Donnarumma, Fekir, Zaha, Pulisic og Dybala. Selja Ings, Origi, Sturridge, Klavan, Mignolet og Karius. Senda í lán í EPL; Woodburn, Wilson, Grujic og Solanke.

  3. Það er rosalegur skellur að hafa selt Mamadou Sakho ef við kaupun Daddy Simon. Mama Sakho og Daddy Simon saman í liðinu ásamt Baby Keith (google translate þýðing á Naby Keita)!

  4. Ein athugasemd, til hvers að hafa orðið árás innan sviga i greininni, þegar það er nokkuð ljost að þetta var bara hrein og bein likamsárás.

  5. Það mun ekkert leysast með Alison fyrr en á lokametrunum ef marensarnir hafa áhuga á honum. Þeir hafa lengi viljað fá uppgrade á Navas og best væri auðvitað að þeir tækju deGea og leyfðu okkur að fá Alison.

  6. Ég skil vel að Real vill það sama og við í leikmannakaupum og helst allt liðið okkar þvi þeir eru að öllum líkum orðnir leiðir að horfa á glímu og langar að fara horfa á fótbolta.

  7. Ég er að vonast til þess að leikmaður eins og Moses Simon verði keyptur. þá ég við að það sé treyst fyrst og fremst á njósnarana og Klopp til að finna út leikmenn sem búa yfir miklum gæðum en eru óuppgvögaðir gullmolar.

    Ef Liverpool næði njósnarastarfsemi sinni á svipað gæðakvaleber og Southamton gerði á sínum tíma, þá er liðið í kjörstöðu að nálgast Man City í gæðum með því að beita klókindum á markaðnum.

  8. Liverpool spilar þá sem sagt á varaliðinu þegar Afríkukeppnin hefst næsta vetur ? Eða hvað ?

  9. er þessi skaðræðis afríkukeppni í vetur?var ekki búið að færa hana fram á vorið eða sumarið?

  10. Jú alveg mjög langt síðan þetta var ákveðið að færa hana fram á sumar

  11. Nú er AS á Ítalíu að tala um það að Fekir eigi að leysa Salah af af því að Salah sé á leiðinni til Barca… hmmm

  12. Mohamed Salah’s agent denies Liverpool sensation has been ‘offered’ to Barcelona

    Þetta er komið á mirror og aðra breskra miðla

  13. Þetta slúður er nú meira endalausa hringlumhranglið :-þ maður verður í besta falli alveg ruglaður á þessu.

  14. Salah er ánægður hjá Liverpool og er ekki að fara, af hverju ætti hann að fara eftir að hafa átt frábært tímabil og Naby Keyta og Fabinho komnir og vonandi 2-3 spennandi leikmenn að koma til viðbótar.

  15. Kaupum þennan Daddy, kaupum síðan Son frá Spurs. Þið vitið hvað ég á við.

  16. Mikið talað um Shaqiri á reyndar grín verði til okkar. Fínn uppá breidd og er ennþá bara 26 ára. Fínt að geta hent einum mössuðum semi dverg inná

  17. Shaqiri og Fekir verða orðnir leikmenn Liverpool í kveld þið lásuð þetta fysrst hér !!
    Maður er næstum að gleyma þessu HM vegna spennings fyrir næsta vetri það er talað um að sumrinn á Íslandi séu stutt og mér er einhvernveginn bara allvega sama get varla beðið eftir að Enski byrji.

  18. Sammála nr. 1 – það þótti mörgum það skellur, mér meðtalið, að við skildum kaupa Robertson í fyrra.

    Klopp er búin að gera svo rosaleg kaup undanfarið að ég er kominn á þann stað að treysta honum 110% hvort sem hann er að kaupa no’name eða ekki.

    Þó ég persónulega væri mikið til í að sjá Zaha koma.

  19. Sælir félagar

    Það er allt að gerast og ekk yrði ég ósáttur ef Fekir og Shaqiri verða leikmenn okkar í haust. Ég hefi meiri áhuga á Fekir en nokkrum öðrum leikmanni nú um stundir og tel ég þó Allison með. Ef Klopp ákveður að setja traust sitt á Karius þá styð ég það. Fekir er sá leikmaður sem ég persónulega hefi mestan áhuga á að fá til liðsins okkar. En það er nú bara ég.

    Shaqiri er mjög góður kostur fyrir einhverjar 12 – 13 millj. punda og er ekki nema 26 ára. Þetta er baráttu hundur sem væri gott að hafa til að koma af bekknum og leika í bikarkeppnum o.s.frv. Ef valið stæði á milli hans og Saha vildi ég Shaqiri frekar. Hann er duglegri og með miklu betri fótboltahaus en Saha sem er flinkur og hraður en vantar mikiðn uppá hausinn á honum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Shaqiri er kjarakaup sem starter í bikarkeppnum og góður sqaud player, eflaust ekki síðri leikmaður en Ox var þegar hann kom í fyrra. Klopp getur látið hann blómstra.

  21. Treysti alveg Klopp til að gera Shaqiri eins og hvern annan að heimsklassa hann virðist geta tekið hvaða leikmenn sem er og gert þá að stjörnum.
    Shaqiri er alveg ágætur leikmaður og eflaust yrði að heimsklassa komist hann í snertingu við Klopp , Klopp tekur járn og breytir því í þýskt stál.

  22. Ég er á því að Shaqiri væru mjög góð kaup. Þetta er gæðaleikmaður sem var yfirburðamaður í Stoke og átti í raun ekkert erindi í það lið. Pínu spurning um hugarfarið hjá honum þar sem af því sem maður hefur heyrt er það ekki upp á 10 en treysti Klopp 100% fyrir slíkum málum.

    Það sem vantar fyrst og fremst hjá okkar liði er breidd og Shaqiri á 12m er fullkominn einmitt í að fylla í hana að mínu mati. Solid á bekkinn og getur klárlega barist um sæti í byrjunarliðinu. Það skapar líka rými fyrir stærri kaup sem er bara jákvætt.

  23. Ef ég skildi fréttatilkynningu frá forseta Leon rétt, þá verður ekki samið um Fekir fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Það þýðir að ég vonast til að Frakkar detti út i riðlakeppninni. Raunsætt séð er það nú frekar ólíklegt.

    Mikið var það nú góð höfuðverkjatafla að hafa fengið Fabinho. Annars væri F5 takkinn á tölvunni minni orðin ónýtur.

  24. Kaupin hans Klopp á mönnum eins og Salah, Mane, Ox og Robertson t.d. hafa breytt því hvernig menn eru að bregðast við svona fregnum eins og Shaqiri, einhverjir hefðu nú ekki verið sáttir fyrir tveimur árum ef við værum að fá hann inn. Það sem Klopp hefur gert á markaðnum er langflest allt mjög solid kaup. Það er mjög þæginlegt að þurfa ekki að eyða öllu sumrinu í að hafa áhyggjur af því hvaða leikmaður er að koma því að þeir hafa yfirleitt ekkert verið neitt sérstakir á þessum áratug. Klopp hefur því að vissu leiti náð markmiði sínu að gera okkur að believers og mér finnst það geggjað.

  25. Sel það ekki dýrara!

    Liverpool have agreed a deal to sign Lyon playmaker Nabil Fekir, according to L’Equipe.

    The French sports daily also says the player, 24, is set to undergo a medical at Melwood on Friday.

  26. Fréttir frá Liverpool Echo i kvöld segja að Fekir sé mjög nálægt því að ganga til okkar fyrir HM..læknateymi sé klárt i Frakklandi ef samningar nást…Echo eru mest trúverðugir af öllum þessum miðlum…

Tímamót hjá Chelsea?

Samþykkt tilboð í Fekir!