Podcast – Hugurinn er í Kiev

Síðasti þáttur fyrir einn stærsta leik í sögu Liverpool og heldur betur tilefni til að hækka standardinn enn frekar þegar kemur að viðmælendum. Það er ekki til sá íslendingur sem þekkir það betur að undirbúa sig undir stóra úrslitaleiki heldur en Ólafur Stefánsson og hann er einn af fáum hér á landi sem getur sett sig í spor leikmanna sem eru að undirbúa sig fyrir svona viðburð. Óli bjó einnig í sex ár á Spáni og þekkir vel til í Madríd. Óli spjallaði við okkur á þessum nótum fyrsta þriðjung þáttarins en í seinni hlutinn fór í frekari vangaveltur um leikinn sjálfan.

Kafli 1: 00:00 – Spjall við Óla Stefáns
Kafli 2: 25:20 – Stærsti leikur Liverpool frá upphafi
Kafli 3: 29:40 – Það kæmist enginn úr Liverpool í Real liðið
Kafli 4: 52:55 – Rosaleg reynsla í liði Real Madríd
Kafli 5: 01:00:00 – Zidane vs Klopp
Kafli 7: 01:05:00 – Leið Real Madríd í úrslit
Kafli 8: 01:12:30 – Upplegg Liverpool fyrirsjáanlegt?
Kafli 9: 01:19:30 – Hvernig tökumst við á við leikdag?
Kafli 10: 01:24:30 – Spá

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Ólafur Stefánssons margfaldur Evrópumeistari í handbolta

MP3: Þáttur 196

25 Comments

  1. Þetta voru hjörtu. Takk kærlega fyrir þáttinn. Hlakka mikið til að hlusta

  2. Snilldin ein, hlakka til að hlusta!

    Ein pæling, ég bý í Stokkhólmi og ég var að velta fyrir mér hvaða barir væru “heimavellir” Liverpool hér í borg? Svona til þess að geta fengið stemmninguna í æð við að horfa um helgina.

  3. Takk fyrir að gleðja gamalt hjarta með frábærum þætti. Liverpool vinnur aldrei 1-0 en þeir eru líklegri til að vinna 4-2 og ég spái því.

  4. Takk fyrir castið strákar, gaman líka að heyra í Óla. Það er orðin mikil spenna hér á bæ.

    Ég bý í Danmörku, og er meðlimur í LFC family denmark og eru þeir búnir að skipuleggja þvílíkan dag á laugardaginn. Það koma til með að vera fleiri þúsund rauðliðar á Gladsaxe leikvanginum að horfa á leikinn.

    http://www.lfcfamily.dk/mobile/readarticle.php?id=276

    Meðal annars verður sonur Kim Larsen með tónlist og phyro show og fl. Allt havaríið byrjar kl 15:00 dk tími og er hætta á að maður verði orðinn sósaður þegar leikur byrjar 🙂 ekki skemmir fyrir að veðurspáin segir 25-30 gráður.

    En annars áfram Liverpool á laugardag (og alla aðra daga)

    YNWA

  5. Sæl og blessuð.

    Þetta eru nú meiri öðlingarnir þessir síðuhaldarar. Gott að hafa þetta mallandi yfir morgunverkunum.

    Annars er þetta djókur dagsins í boði hússins:

    Hefur eitthvað verið spáð í möguleika okkar ef kemur til vítakeppni? Líklega ekki. Liverpool fær aldrei víti…

    Ég rata …

  6. Frábært podcast að venju!
    Ég spái Liverpool að sjálfsögðu sigri en fyndið með þennan leik að ég hef á tilfinningunni að annað hvort liðið komi til með að rústa honum en er ekki 100% hvort liðið sér um það.

    Ég segi að Liverpool vinni 3-1 þar sem Ronaldo skorar eitt á 81 mín til að hleypa smá spennu í þetta eftir að Liverpool er komið í 3-0 eftir ofurkafla í 20 mín.

  7. Ég ætla samt að leyfa mér það að mögulega breyti ég spánni algerlega við upphitunina fyrir leikinn sjálfan. Ég flökkti eins og lauf í vindi með þetta, er í senn spenntur og stressaður. Þetta verður eitthvað!

  8. Djöfuls snilldar podcast! Ég er alveg að fara á límingunum og það er bara fimmtudagur, ég veit ekki hvernig þetta verður. Er að fara til Barcelona á morgun og ætla að finna mér góðan stað til að horfa á leikinn í gömlu Liverpool treyjunni minni síðan 13/14 merkt Suarez 7. Held ég verð góður, líklega finnst ekki fólk sem hatar Real Madrid meira en Börsungar þannig að ég treysti á að ég hafi borgina með mér. Ef Liverpool tapar verð ég eftir í Barca og hjálpa þeim að lýsa yfir sjálfstæði. Ussssss, þetta verður eitthvað.

  9. er ekki einhverjir snillingar sem eru á leiðinni til kiev og eru til í að deila snapchat aðganginum sínum…. eða hvort síðuhaldarar þekkja einhverja scousera sem eru með skemmtilegt snapp…

  10. 10# ég efast um að þú finnir Players í Kópavogi 🙂 en Spot er Staðurinn þar sem eitthvað verður um Liverpool menn

  11. 12# irisbjorgk þessi er á leiðinni til Kiev, hún setti þetta inná Liverpool síðu á Facebook

  12. Á laugardaginn þá er Salah að fasta sem þýðir að hann er ekki að fara að borða eða drekka neitt hvorki fyrir,eftir(eftir miðnætti má hann fá sér) eða á meðan leik stendur.
    Þetta er hans trúar skoðun og ætlar hann að fara eftir henni og er það virðingarvert en það er 100% að þetta mun hafa áhrif á hans orkubyrgðir í leiknum.

    Ég er ekki viss um að margir vissu af þessu og henti þessu hér inn ef mönnum finnst Salah eitthvað þreyttulegur undir lokleiksins.

    Firmino og Mane gefa bara aðeins 😉

  13. Frábært podcast. Ég er búinn að leggja peninginn á Liverpool vinni með 2 mörkum eða meira…6,25/1 líkur

  14. Persónulega finn ég ekki fyrir neinu stressi fyrir þessum leik. Leikurinn fer eins og hann fer og ef Liverpool tapar leiknum, þá er þetta samt búið að vera stórfínt tímabil.

    Hitt er að Liverpool er í algjörri óskastöðu fyrir þennan leik. Liðið spilar mjög mikinn orkufótbolta og fær 13 daga hvíld fyrir leikinn og það ætti að nýtast liðinu sérstaklega vel. Can og Milner eru orðnir heilir og það þýðir að við getum stillt upp þrususterkri miðju og verið með nóg af mönnum að skipta inn á ef eitthvað babb kæmi í bátinn. Svo finnst mér einn af sterkustu eiginleikum Klopp að lesa út andstæðingana og er þessi tími sem hann fær er gott betur en nægur til þess. Fengin reynsla af sóknarbolta gegn okkar mönnum hefur yfirleitt verið góð og því held ég að skynsamlegasti kostur Real Madrid er að liggja aftarlega en ég sé það einfaldlega ekki gerast.

    Ég er því tiltölulega bjartsýnn á að við tökum þennan leik. Real Madrid er klárlega með einn allra besta fótboltamann sögunnar innan sinna vébanda og leikmannahóp sem er með þeim allra sterkustu í veröldinni. En fyrst við tókum Man City í átta liða úrslitum sem er klárlega ekkert lakara lið og erum búnir að slá markamet yfir mest skoruð mörk í meistaradeildinni, afhverju ættum við aðhangendur þessa frábæra klúbbs okkar að hafa fulla trú að liðið okkar sigri.

    Mér finnst oft koma fram þessi rök – að t..d að liverpool myndi vinna 3 af 7 á móti city og svipað ætti við um Real Madrid. En núna erum við búnir að vinna 3 á móti 4 gegn City á þessu tímabili og það eitt segir mér að þau rök standast ekki skoðun. Liðið okkar er komið í úrslit meistaradeildarinnar augljóslega vegna þess að liðið er eitt sterkasta liðið í Evrópu. Stóri munurinn er á City og Liverpool er breiddin. Liverpool er ekkert með miklu verra byrjunarlið eins og útkoma innbyrðisviðreigna sýnir í vetur. Það má ekki gleyma því að City rétt marði margra sigra en það skýrir sig nátturulega á því að þeir eru með þetta “extra eitthvað ” fram yfir okkur.

    Liverpool hefði augljóslega fengið miklu meiri stigafjölda í deildinni ef liðið hefði ekki komist úr riðlakeppninni og hefði þá líklega endað í öðru sæti. en það tapaði mikið af stigum í deildinni vegna orkuleysis gegn minni spámönnum eins og Stoke og WBA einfaldlega vegna þess að það verið að spila í meistaradeildinni í sömu vikunni.

    Mín tilfinning er sú að við vinnum þennan leik út af þeim rökum sem ég hef nefnt hér að ofan.

  15. Snilld! Takk fyrir mig. Annars er maður hálf óvinnufær þessa dagana. Manhju-liðið í vinnunni er einhverra hluta vegna alveg hætt að tala um fótbolta.

  16. 21, Já það er búið að auglýsa það en þeir hafa leikið þann leiðindaleik að hafa einungis opið á leikið en lokað á upphitun og umræður eftir leik. Gaman væri ef einhver gæti upplýst hvaða háttur verður hafður á, þetta er markaðstækifæri fyrir þá eða það finnst mér ná til mikils fjölda áhorfenda.

  17. Stöð 2 og allar hliðar rásir þar með talin Stöð 2 Sport þar sem leikurinn verður sýndur er í opinni dagskrá alla helgina 🙂

Podcast – Uppgjör á deildinni

Upphitun: Real Madríd í úrslitum Meistaradeildarinnar