Kudos á klúbbinn

Árshátíð Liverpool klúbbsins fór fram um síðustu helgi og vil ég fyrir hönd félaga minna á Kop.is þakka kærlega fyrir helgina. Þeir stuðningsmenn Liverpool sem aldrei hafa mætt á árshátíð klúbbsins átta sig eiginlega alveg pottþétt ekki á því hversu vegleg þessi hátíð er. Flest erum við orðin vön því að heyra árlega að eitthvað risanafn úr sögu félagsins verði heiðursgestur og tökum því nánast sem sjálfsögðum hlut.

Það þarf ekki annað en að skoða önnur félög hér á landi sem mörg halda einnig úti öflugum stuðningsmannaklúbbum til að átta sig betur á hvurslags starf klúbburinn hér hefur verið að vinna undanfarna áratugi.

Jamie Carragher var auðvitað heiðursgestur að þessu sinni og mættu um 300 manns á Grand Hótel. Hann tók frábært Q&A í um klukkutíma, svo gott að það hélst sæmilega þögn í salnum á meðan sem er að ég held einstakt eftir 22:00 á svona samkomu hér á landi.

Eyþór Ingi mætti einnig, reyndar sem Kristján Jóhannsson stórsöngvari og fór fullkomlega á kostum. Þetta er grínisti sem getur sungið mikið frekar en öfugt. Stórvinur okkar Hreimur Örn sá svo um tónlistina ásamt Rúnari Eff og sjálfum Bigga Nielsen. Villi Naglbítur gerði einnig stórvel í að stjórna samkomunni.

Ferðafélagar Carragher sem koma að styrktarstjóðnum hans (Carra23) voru svo með lottó og eins uppboð á ýmsum Liverpool tengdnum varningi, pabbi hans þar fremstur í flokki en þar er á ferðinni enn meiri meistari en Jamie. Mummi hjá LFCHistory var t.a.m. að senda montsnap af áritaða Xabi Alnoso bolnum sínum, bölvaður.

Kvöldið endaði svo á að hótelið bað okkur vinsamlega um að hætta að syngja Allez Allez Allez svona hátt í lobbý-inu.

Stórvel heppnað og alls ekki eitthvað sem við ættum að taka sem sjálfgefnu. Eins var gaman fyrir okkur sem höldum úti þessari síðu að hitta á fjöldan allan af lesendum síðunnar sem og ferðafélögum okkar til Liverpool undanfarin ár.

Frábær upphitun fyrir næstu helgi. Takk fyrir okkur.


Formaður Liverpool klúbbsins Bragi Brynjarsson (sá mikli meistari) tilkynnti á hátíðinni að hann ætlar að láta af embætti á næsta aðalfundi og er vert að þakka Braga fyrir frábært starf undanfarin ár, furðulegt að hugsa sér klúbbinn án hans.


Aðeins til að árétta að lokum, þó að því sé stundum ruglað saman þá tengist Kop.is Liverpoolklúbbnum á Íslandi ekki með neinum formlegum hætti. Steini er sá eini af okkur sem hefur starfað fyrir klúbbinn. Hinsvegar er góður kunningsskapur og við höldum auðvitað öll með sama liðinu.

7 Comments

 1. Sömuleiðis gott fólk!

  Algjörlega frábær árshátíð, líklega ein sú albesta! Eyþór Ingi frábær og Carra alls ekkert síðri.
  Held að ég hafi aldrei séð aðra eins röð á karlaklósettið eins og eftir Q&A-ið með Carra. Haha.

  Af öðrum tíðindum, þá fer Xabi uppá vegg fljótlega 🙂

 2. Það er málið, við höldumn með sama liðinu, no matter what.

  YNWA

 3. Þrælskemmtileg árshátíð og gaman að hitta glaðbeitta Púlara á góðri stund. Snilld að hlýða á Jamie Carragher og verulega skemmtilegt að hitta föður hans, Phil Carragher, sem er alger snillingur og hinn mesti öðlingur!

  [img]https://pbs.twimg.com/media/Ddm1LnnU0AAL4w3.jpg:large[/img]

  Muchos gracias amigos. YNWA.

  Beardsley

 4. Frábær árshátið, strákarnir eru alltaf að toppa sig þegar kemur að þessari hátíð.
  Meistari Bragi á heiður skilinn fyrir alla þessa góðu vinnu sem hann er búinn að vera framkvæma í okkar góða klúbb.
  Þið strákarnir á Kop.is takk fyrir frábæra helgi.

 5. Sæl öll.

  Takk fyrir FRÁBÆRA árshátíð ég er enn að hlæja að honum Eyþóri/ Kristjáni J. þvílíkur snillingur þarna á ferð. Liverpoolklúbburinn er náttúrlega besti klúbbur á landinu og ég er strax farin að hlakka til að koma á næstu árshátíð.

  Næst er það bara Kiev og vonandi getum við haldið aðra hátíð eftir það. Skv. Spænskum fjölmiðlum er það reyndar bara óþarfi fyrir okkar ástkæra lið að mæta því það er ekki með neina leikmenn og hafa enga sögu greinilega bara formsatriði fyrir Real og koma til Kiev rölta um völlinn gefa eiginhandaráritanir og fara svo heim með bikarinn. Vona að þetta verði þeirra hugarfar þegar þeir mæta og átta sig svo á því að 1. stykki Liverpool lið ásamt Hr. Klopp ætlar ekki alveg að gefast upp baráttulaust.

  Þangað til næst
  Allez Allez Allez….

 6. Takk fyrir góð orð, erum mjög sátt með hátíðina í ár og verður erfitt að toppa hana, sem við þó leggjum okkur öll fram. Vert er þó að segja að það eru gestirnir sem skapa partýið!

  Þetta kvöld var klárlega team Carraghers!

 7. Það verður að kasta þökkum í meistara Braga fyrir vel unnin störf, leiðinlegt að hafa ekki komist á hátíðina vegna þess að við vorum á Írlandi, sérstaklega í ljósi þess að hann er að hætta.

Spádómar síðuhaldara 2017-2018

Podcast – Uppgjör á deildinni