Carragher áritar í Jóa Útherja

Tilkynning frá Liverpool klúbbnum á Íslandi.

Jamie Carragher áritar í Jóa útherja á laugardaginn

Liverpool goðsögnin Jamie Carragher mætir í Jóa útherja Ármúla 36 á laugardaginn frá kl. 15:30 Þar mun hann árita fyrir stuðningsmenn treyjur, myndir eða annað sambærilegt til kl.16.30

Það er ljóst að mikill áhugi er fyrir komu Carragher og er fólk því hvatt til þess að mæta tímanlega þar sem búast má við töluverðri örtröð.

Við biðjum fólk um að sýna hvort öðru tillitsemi og virða þann tímaramma sem áritunin stendur yfir. Athugið miðað er við að hver einstaklingur mæti með einn hlut til áritunar.

Við hvetjum alla til þess að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að mæta og hitta þessa Liverpool goðsögn í návígi.

Vangaveltur um leikmannakaup

Zócalo í Tivoli