Podcast – Liverpool miðað uppgjör á tímabilinu

Það hefur svo sannarlega oft verið þyngra yfir okkur er við gerum upp tímabilið, Liverpool tryggði sér sæti í Meistaradeildinni og við höfum úrslitaleik til að hlakka til með Árshátíð Liverpool klúbbsins í millitíðinni. Sannarlega líf og fjör.

Liverpool var í fókus í þessum þætti, seinna í vikunni skoðum við betur deildina almennt og horfum til Kiev.

Kafli 1: 00:00 – Það helsta frá lokadeginum
Kafli 2: 17:05 – Jurgen Klopp
Kafli 3: 27:30 – Dómgæsla í vetur
Kafli 4: 38:15 – Markmenn
Kafli 5: 43:10 – Varnarmenn
Kafli 6: 53:50 – Miðjumenn
Kafli 7: 01:03:30 – Sóknarmenn
Kafli 8: 01:11:15 – Skemmtilegasta lið Liverpool
Kafli 9: 01:14:15 – Næsta skref?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 194

Mynd sem við komum inná í þættinum

2 Comments

  1. Ég skil ekki af hverju fólk hefur svona lítið álit á Karius. Það er talað um hann eins og hann svona rétt sleppi en best væri að skipta honum út. Ef maður skoðar tölfræði þeirra markvarða sem hafa spilað fimm heila leiki eða meira í deildinni eru þrír sem standa upp úr, Karius, De Gea og Ederson. Karius er með hæsta hlutfall leikja þar sem hann heldur markinu hreinu (Karius 53%, De Gea 49% og Ederson 47%) og með næst flestar mínútur milli marka, einni mínútu minna en Ederson (Ederson 123, Karius 122 og De Gea 119). Auðvitað er fleira sem þarf að taka með í reikninginn en mér finnst hann fyllilega hafa unnið fyrir því að vera áfram aðalmarkvörður Liverpool og á meðan Klopp treystir honum þá er ég sáttur.

Jamie Carragher um helgina – Nokkur aukasæti

Vangaveltur um leikmannakaup