Liverpool 4 – Brighton 0

Mörkin

1-0 Salah á 26.mínútu
2-0 Lovren á 40.mínútu
3-0 Solanke á 53.mínútu
4-0 Robertson á 85.mínútu

Leikurinn

Liverpool einfaldlega fann sitt “mojo” aftur í dag. Hápressa og urrandi sóknarleikur frá mínútu 1. 70% með boltann og 32 skot að marki, það var í raun bara spurning hvort…eða eiginlega hvenær…við myndum skora. Þrátt fyrir hlægilegar tilraunir Kevin Friend í keppninni “hver sleppir augljósasta vítinu á Anfield í vetur” þá brotnaði múrinn að lokum.

Auðvitað var það Mo Salah sem losaði á pressunni og setti þar með met í 18 liða deild fyrir mörk skoruð. Þau urðu alls 32 og hann tók gullskóinn þrátt fyrir tilraunir FA til að láta enskan leikmann hirða hann.

Eftir þetta var bara sett í hærri gír og mörkin komu reglulega – hefðu vissulega getað orðið fleiri. Sér í lagi gaman að sjá frábæra afgreiðslu Dom Solanke, það ætti að gefa honum eitthvað til að byggja á. Svo setti Andy karlinn líka sitt fyrsta mark, allir ómeiddir og núna hægt að hugsa um Kiev af fullum þunga.

CL þátttaka tryggð á næsta ári, hefðum reyndar mátt tapa eftir að Rafa stjórnaði slátrun á Chelsea í Newcastle í dag, og 4.sætið varð hlutskiptið eftir bingósigur Tottenham, 5-4 á Leicester. Breyttar reglur í keppninni þýðir að við förum nú beint í riðlana, engin playoffs þar að þessu sinni.

Bestu leikmenn Liverpool

Liðsheildin var frábær, mjög erfitt að ætla að draga einhvern út úr því. En við auðvitað getum ekkert litið framhjá egypska kónginum, hann braut stóran múr að gera 32 mörk og vera sá fyrsti til að ná þeim áfanga í EPL og í dag sáum við hann aftur á línunni sem hann hefur verið á í gegnum veturinn. Alveg frábært að sjá viðtöl við hann eftir leik glóandi af gleði og talandi um að næsta vetur geri hann a.mk. jafn vel.

Annars voru miðjugaurarnir tveir, Gini og Hendo á fullustu ferð mögulegri og varnarlínan var örugg. Svo skulum við leyfa okkur að gleðjast með Dom Solanke þegar hann setti sitt mark, sér í lagi eftir að við margir afskrifuðum hann eftir síðasta leik.

Slæmur dagur

Erfitt að ergja sig á nokkrum manni, Sadio Mané var að taka eilítið skrýtnar ákvarðanir en það er svolítið tímabilið hans í vetur. Hann mun klárlega gera betur í færunum en vinnuframlagið er geggjað.

Umræðan

Fyrst og síðast það að sjá liðið komið á fulla ferð eftir pínu hökt í deildinni síðustu þrjá. Það var augljóst frá byrjun að Klopp var búinn að stilla menn hárrétt inn á leikinn og það var í raun aldrei nokkur séns á öðru en að menn ætluðu sér að klára verkefnið að koma félaginu í Meistaradeildina næsta ár áður en lagt verður í verkefnið í Úkraínu!

Svo náttúrulega er þetta löngu hætt að verða fyndið varðandi það að LFC fær ekki dæmdar vítaspyrnur á Anfield Road. Í dag var ein augljós hendi sem var allt það í reglunum sem segir hendi í bolta og síðan var Mo dúndraður niður í teignum. Í bæði skiptin var dómarinn nálægt og sleppti víti. Fullkomin þvæla að flauta ekki þar…og bullmítan um að mistök jafnist út var grafin í dag. Svona mistök verða vonandi ekki mikið lengur hluti af leiknum, sem betur fer skipti þetta ekki máli í dag þegar upp var staðið en vá hvað ég öskraði á sjónvarpið mitt í þessum aðstæðum!!!

Næsta verkefni

Það er einfalt!

Stærsti fótboltaleikur í Evrópu hvert ár er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Hann verður leikinn í Kiev laugardagskvöldið 26.maí.

Fram að því munum við halda okkur duglega við efnið og ýta undir drauminn.

Í dag unnum við einn úrslitaleik – nú er að vinna þann næsta!!!

41 Comments

  1. Til hamingju með meistaradeildarsæti ! Til hamingju með markametið SALAH ! Fyrri úrslitaleikur af tveimur unnin. Nú er bara 26 maí.

  2. Frábær leikur hjá okkar mönnum og okkar menn voru betri í 90 mín í dag og var ekkert stress eða panic í gangi þótt að mikið var undir( framför þar hjá okkar mönnum).

    4-0 sigur og meistaradeildarsæti að ári sem er bara góður árangur hjá okkar mönnum. Mikið af meiðslum í vetur hjá lykilmönnum, Coutinho seldur en margir töldu að það væri skrifað á metnaðarleysi hjá liverpool en liðið gaf bara í og svo hefur liðið verið stórkostlegt í meistaradeildinni í vetur.

    Við hefðum getað unnið stærri sigur en það breyttir ekki öllu engin meiðist, Solanke skorar og átti mjög góðan leik, Robertson með sitt fyrsta mark og Lallana kom inná sem gefur okkur allavega leikmann á bekkin 26.maí sem getur skapað hluti.

    Nú hefst biðinn langa en neibb ég er ekki að tala um næsta tímabil heldur er tímabilið okkar ekki búið og draumar geta enþá orðið að veruleika.

    YNWA

  3. Aaaahhhhhhhhhhhhhhh!! Þetta var léttir.
    Búin að vera með léttan hnút í maganum í allann dag. Vissi ekki að Benitez væri að spila við Chelsea fyrr en leikurinn byrjaði og þá breyttist hnúturinn í slaufu.

  4. Er Salah með gullskóinn?

    Missti töluna þarna í markasúpunni hjá Tottenham….

  5. Salha í beinni á sky að lofa að gera sitt besta fyrir Liverpool á næsta tímabili haldandi á gullskónum…..

  6. Eftir þennan frábæra sigur getum við unnið Meistaradeildina tvö á í röð.

  7. Flottur endir á deildinni hjá okkar mönnum.
    Nú er bara að klára tímabilið með stæl í Kiev.

    YNWA!

  8. Til hamingju Liverpool og allir poolarar. YNWA.
    Það má alveg útnefna Kevin Friend drullusokk #1 í PL, samtals telst til að dómarar PL í vetur hafi augljóslega sleppt 10 vítaspyrnum sem Liverpool átti að fá, en Kevin Friend sló öll met í dag.

  9. Sko!
    Mestbesta liðið í keppnisdeildinni staðfast! Þó víravari leitað.
    Shala er í svo miklum skorunarskóm að jabvel táfílan út úr þeim mundi getað skorað víti, og með tveim í marki.
    Fista sem mér finnst er að þótt sem dómarirnir þoli ekki liverpool mennnina þá skiftir það ekki baunum þar sem þeir skora kvorteðer oftast meir heldur en eitt víti mundi skora. Mó Sahla er stórbjóðslegasti maðurin í allri ensku deildinni og svog ætlar hann að fara í kæmugarð og þarmeð gefa okkur aðal bikarinn, meistaradilda. Man mest að ég var ifileitt fistur að segja upplátt hérna að Salha var minn uppálds kall og vitimen…. Sahla búin að skora mera en Svares og rónaldó og eitkver Sjerrir, kanski meira seija til samans!

    Næsta stopp?
    Bestir í heimi í Evrópu!

    Jess!

    Soleiðis er það sko!

    Newer walk alone!

  10. Já!!! Gaman að sjá liðið svona aftur frábær frammistaða mikil léttir fyrir næsta úrslitaleik tóm gleði ?

  11. Til hamingju allir Pollarar nær og fjær!

    Geggjað, geggjað, geggjað! Ótrúlega solid leikur og frábært að klára þetta með stæl. Við þurfum bara hvíldina, það sannaðist í kvöld. Allir leikmenn frábærir og erfitt að velja mann leiksins. Held að ég gefi það miðjumönnunum, þ.e. Wijnaldum og Hendo.

    Fáum nú 13 daga pásu fyrir risarisaleikinn. Get ekki beðið! 🙂

    YNWA

  12. Níu mörk fengin á sig í 13 deildarleikjum með van Dijk í miðverðinum, það samsvarar 26 mörkum á heilu tímabili.

    Annars er skemmtanagildið á þessu tímabili búið að vera á pari við 2013-14 og rúsínan í pylsuendanum, úrslitaleikur meistaradeildarinnar, er eftir. Djö hlakka ég til!

  13. 3 augljósar vítaspyrnur, fyrir utan hásparkið á Solanke, sem var innan teigs. Annars frábær leikur hjá okkar mönnum, komnir á næsta season í CL. En, þá er það einungis eftir leikurinn í Kiev, það á eftir að verða LEIKUR. Til næst bestu hamingju , vonandi að sú besta hamingja sem við getum fengið á liðnu seasoni sé sú að við vinnum CL.

    YNWA

  14. Við vorum að vinna leiki og tryggja okkur í meistaradeildinni og erum búnir að eiga frábært tímabil og svo nenna menn að væla yfir dómaranum, skil það ekki.
    Einn leikur eftir sem getur breytt frábæru tímabili í stórkostlegt tímabili.

  15. Þessi sigur tryggði okkur montrétt yfir að geta dáðst af mjög góðu tímabili. Það var ótrúlegt að fylgjast með töflunni í rauntíma, hoppuðum og skoppuðum á millli 3ja og 4ða sætis, en þar sem við enduðum í 4. sæti skiptir ekki máli hvort við enduðum í 3ja eða 4ða sæti. Við erum aftur að fara að spila á meðal þeirra bestu í Meistaradeildinni í haust.

    Salah er svo ótrúlega vel að þessum verðlaunum og metum kominn að það hálfa væri nóg. Leikgleðin, ákafinn og vinnslan í honum ber hann langt, tæknin, snerpan, viðbragðstíminn og útsjónarsemin gera hann síðan að einum allra besta leikmanni sem hefur nokkurn tímann spilað í treyju merktri Liverpool. Einhverjir leikmenn væru búnir að væla yfir einelti frá dómurum og fleira þess háttar eftir alla þá útreið sem hann hefur fengið að kenna á – nei nei, hann bara heldur áfram og sýnir það og sannar að hann lætur nákvæmlega ekkert stoppa sig.

    Van Dijk er síðan á einhverju öðru styrkleikastigi, ég ætla ekki að hugsa það til enda hvar liðið væri statt hefðum við notið þjónustu hans frá því í ágúst. Þessi kappi hefur spilað 14 leiki í úrvalsdeildinni fyrir liðið – í þeim hefur liðið fengið á sig 10 mörk og haldið 7 sinnum hreinu. Í helmingi leikjanna sem hann spilar heldur liðið hreinu, með það record yfir heilt tímabil hefði það dugað til að Karius hefði náð gullhanskanum á þessu tímabili, De Gea hélt 18 sinnum hreinu þetta tímabilið. Þarna er ég alls ekki að bera saman Karius og De Gea, heldur að benda á að Dijk gæti alveg orðið jafn mikilvægur fyrir okkur eins og Gea er fyrir United.

    Það er hægt að segja að þessi 2 stóru kaup Klopp þetta tímabilið hafi gjörsamlega smellpassað í okkar stórkostlega lið og ég get ekki beðið eftir að sjá Naby Keita koma inní liðið, því hann á víst að geta komið með enn meiri kraft á miðsvæðið – eitthvað sem er ekki á margra færi.

    Tímabilið í heild fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég var að gæla við að sjá liðið berjast um CL sæti í lok leiktíðar, en þegar uppi er staðið hefur Liverpool verið að verja CL-sætið sitt síðustu mánuði. Ensku bikarkeppnirnar voru jú vonbrigði, en ég er handviss um að liðið væri ekki á leiðinni í úrslit meistaradeildarinnar hefðum við komist mikið lengra í bikarkeppnunum því að breiddin bíður ekki uppá það. Vonandi breytist það fyrir næsta tímabil.

    Takk fyrir glæsilegt tímabil í deildinni, allar upphitanirnar, pistlana um hitt og þetta tengt klúbbnum og podköstin sem stytta mér stundirnar þegar ég keyri til og frá vinnu.

    Nú telur maður niður dagana fyrir úrslitaleikinn og að honum loknum er stutt í HM, þvílíkur lúxus að elska fótbolta.

  16. Sorry sem ég skrifaði smá áðan efaða var ólestralegt, búnað vera smá að prufa sparivínið sem Skúli gleymdi heima

  17. Varðandi „stóru” kaupin…

    Ég skil alveg hvað Doremí er að meina, en ekki gleyma Andy Robertson!

    Þar sýndi Klopp snilli sína svo um munar!

  18. Takk fyrir þetta. Fínt að loka deildinni sannfærandi og á glæsilegan hátt. Maggi, það eru 20 lið í deildinni og hvaða met ertu að tala um. Þessi metaþvæluvitleysa er að verða svolítið þreytandi og ættu menn að lesa grein eftir Víði Sigurðsson á mbl.is þar sem hann fer yfir málin.
    Næstu leikur sá stærsti í mörg ár. Áfram Liverpool.

  19. Og svo kom Chamberlain mér skemmtilega á óvart, ekki átti ég von á honum svona öflugum. Það sem maður er orðinn spenntur fyrir sumarkaupunum.

  20. hþ:

    Metið sem Salah setti er met í deildinni í því sniði sem hún er í í dag, City bætti markamet deildarinnar í því sniði sem hún er í í dag og koll af kolli. Það eru ekki til nægilegar heimildir úr tölfræðilegum þáttum ensku deildanna fyrr á árum – svo nú er miðast við nýja sniðið og því metin orðin fleiri.

    Greinin eftir Víði er góð, en það er óþarfi að gera lítið úr þeim metum sem verið er setja í dag. Gömlu metin lifa og verða sennilega aldrei bætt.

    Henderson14:

    Auðvitað má ekki gleyma Robertson, hann hefur spilað mikilvæga rullu og haldið Moreno útúr liðinu. Spútnik kaup ársins á eftir Salah, klárlega.

  21. Sæl og blessuð.

    Gott og vel. Þetta var frábær uppstilling. Miklu skynsamlegra að hafa Firminó ,,Allstaðar” á miðjunni og bæta slánanum Solanke í fremstu víglínu. Sá náði að enda á björtu nótunum.

    Þetta átti að vera nær 10-0 en 4-0. 8-0 hefðu verið sanngjörn úrslit því við vorum rænd a.m.k. fjórum mörkum með aaaaafleitri dómsgæslu. Það á að banna Friend öll frekari afskipti af fótbolta. Það mætti mín vegna setja á hann ökklaband sem vælir og ílir í hvert sinn er hann horfir á boltann í sjónvarpinu heima hjá sér og sendir honum óþægilegt stuð í hvert sinn sem hann lýsir skoðun sinni á knattspyrnuleik. Væri það ekki viðeigandi refsing eftir frammistöðu dagsins?

    Annars var þetta póetískt og skemmtilegt að blástakkar skyldu enda í ruglinu eftir þetta tímabil.

    Svo þarf að bæta við nokkrum sterkum í liðið fyrir næsta síson. Klopp á kaup ársins og þetta er bara byrjunin. Verður rosalegt að sjá rustamennið Keita spæna upp flötina á GömluTröð og gegn þessum Olíufélagsliðum á næsta ári.

    Die Meister
    Die Besten
    Les grandes équipes
    The champions

  22. Doremí takk fyrir þetta. Ég veit það vel að menn meina með því fyrirkomulagi eins og deildin er í dag þ.e. 20 lið. Oft er þó talað um PL en hún var 22 lið fyrstu árin . Reyndar er á mörgum miðlum fjallað þannig um ensku deildina eins og upphafið sjálft hafi verið þegar PL var sett á fót. Margir þeir blaðamenn sem fjalla um þessi mál apa upp eftir öðrum og vita oftar en ekki neitt í sinn haus um hvað þeir eru að tala. Reyndar finnst mér oft eins og verið sé að gera lítið úr eldri metum. Það var bara alveg eins merkilegt að skora 32 mörk í efstu deild á Englandi fyrir 50 árum eins og það er í dag. Að meina annað er bara hroki.

  23. Er einhvern hérna með yfir hvaða met hann hefur slegið og hvaða einstaklings verðlaun hann hefur unnið i vetur ?

    Þvílíkt debut season hjá honum.

  24. Liverpool finish the season with the joint-4th best goals against record in the PL. After game 9 (Spurs away) they were the sixth worst. For the 29 games since, they’ve been the best.

    Allt á réttri leið, það er á hreinu. 🙂

  25. Þvílíkt og annað eins tímabil sem við fengum frá Jurgen Klopp og þessu liði sem hann er að setja saman. Skemmtanagildið á fótboltanum upp á tíu og hann er sannarlega að fá áhangendur liðsins til að trúa. Hann að stilla upp liði sem fáir voru tilbúnir að veðja á , menn eins og Robertson, TAA, Gini og ekki síst Salah eru leikmenn sem Klopp sá og hafði trú á að myndu passa í þetta verkefni.

    Hann er þegar búin að tryggja Naby Keita fyrir næsta tímabil og ég verð að segja að maður er mjög spenntur að sjá hverjir fleiri bætast við í sumar. Ég held að allir framkvæmdastjórar kaupi leikmenn sem ekki ná að spjara sig og ég var búin að sætta mig við að Dom Solanke væri í þeim flokki hjá Klopp. Var farin að sjá fyrir mér lán eða jafnvel sölu fyrir næsta tímabil. Kom mér því á óvart að sjá strákinn í byrjunarliðinu í dag.

    Fór svo að velta fyrir mér í dag hvað það væri sem Klopp sæi við þennan tvítuga strák sem virkar frekar hlédrægur og ekki með mikið sjálfstraust. Í dag fannst mér Solanke sýna svipaðar hreyfiingar og eiginleika og annar leikmaður sem Klopp vann með og gerði að súperstjörnu. Ef þessi drengur fær sjálfstraust og tekur næsta skref, þá má færa rök fyrir því að hann gæti farið að minna á ákveðin leikmann sem Klopp keypti frá Lech Poznan til Dortmund 2010. Er einhver sammála eða er ég í ruglinu ?

  26. Topp 3 bestu kaup tímabilsins eru öll í hendi Klopps.

    1. Mohamed Salah.
    2. Andrew Robertson.
    3. Virgil van Dijk.

  27. #31 Bjartur. Takk sömuleiðis eða ? En LFC er allavega næst besta liðið í evrópu og hugsanlega það besta í vetur. Það er alveg verðskuldað miðað við það sem liðið hefur sýnt í CL í vetur. Veit ekki hvort þetta er kímni hjá þér eða hvort þú sért United maður. Þeim finnst víst gaman að villast hingað inn og við því er lítið að gera. En ég er bara bjartur 🙂

  28. #15 Segir nákvæmlega allt sem ég hefði sagt nema kanski unnum góðan sigur manni færri.

    YNWA

  29. #32 held að það geti bara vel verið rétt hjà þér með líkingu við Lewandowski en hann hefur að mínu mati ekki átt góðar innkomur í leikjum hingað til en kanski óréttlátt að meta hann út frá innkomum í leiki þar sem flestir aðrir í liðinu eru að eiga dapran dag, og við stuðningsmenn viljum alltaf líta á það sem glötun á nýtingu tækifæra og dæmum því drenginn út frá úrslitum? Held við ættum að gefa honum annað tímabil til að sanna sig ?

  30. Þá er það ljóst að við erum við búin að tryggja okkur áfram í meistaradeildni að ári liðnu. Fyrir mér snýst útkoman í öllum keppnum máli þegar skoðaður er árangur liða í fótbolta yfir tímabilið. og þá helst í deildarkeppninni og meistaradeildinni og því gefur að skilja að mér finnst þetta virkilega góður árangur. Ég hefði miklu frekar viljað að við kæmust í úrslit meistaradeildar og við næðum meistaradeildarsæti en þeim árangri sem Man Und náði með sýnum hundleiðinlega fótbolta. Því segir sig sjálft að ég er mjög sáttur við þetta tímabil.

    Framundan eru skemmtilegir tímir. Úrslitaleikurinn í meistaradeildinni og síðan leikmannaglugginn. Ég hef nefnilega biðið mjög spenntur efti sumarlugganum síðan í vetur og trúi því að með réttu kaupunum er Liverpool í dauðafæri að berjast um titilinn að ári liðnu.

  31. Sælir félagar

    Ég var á vellinum í gær og það var dásamlegt. Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti til Klopp og liðsins. Vonandi á ég eftir að verða ennþá þakklátari áður en þessir snillingar fara í sumarfrí.

    Það er nú þannig

    Ynwa

  32. Þetta Liverpool lið er alltaf gott þegar það fær viku í hvíld eða meira milli leikja. Það þarf að auka breiddina fyrir næsta tímabil til að ná þessari ákefð í hverjum leik. En svo fáum við tvær vikur í hvíld fyrir Kiev. Ég er bjartsýnn!

    Ps. Væri til í að sjá myndband með vítaspyrnum sem Liverpool fékk á sig í vetur vs. þær vítaspyrnur sem Liverpool fékk og svo átti að fá. Væri áhugavert að sjá þetta ótrúlega misræmi svart á hvítu.

Liðið gegn Brighton á Anfield

Jamie Carragher um helgina – Nokkur aukasæti