Podcast – Já Ráðherra

Eftir leiki helgarinnar er ljóst að Liverpool þarf að vinna Brighton til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og Real Madríd til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er fullkomlega allt undir semsagt. Þetta og fleira var á dagskrá í þætti vikunnar og til að fara yfir þetta með okkur fengum við sjálfan Utanríkisráðherra Guðlaug Þór Þórðarson með okkur beint af Alþingi en hann er auðvitað grjótharður stuðningsmaður Liverpool.

Kafli 1: 00:00 – Enski boltinn á Alþingi
Kafli 2: 05:00 – Álagið farið að segja til sín
Kafli 3: 22:00 – Hin toppliðin búin að lesa Klopp betur í ár?
Kafli 4: 32:15 – Erum við að kveðja margra leikmenn um næstu helgi?
Kafli 5: 42:05 – Áhrif Brexit á enska boltann
Kafli 6: 45:45 – Breytingar á starfsliði Liverpool og áhrif þess
Kafli 7: 51:40 – Fallbaráttan – “WBA er lið anti-sportista”
Kafli 8: 55:30 – Víti til varnaðar, passa allar flugbókanir í maí.
Kafli 9: 01:00:20 – Vangaveltur og spá fyrir Brigton og Real Madríd

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

MP3: Þáttur 193


Læt fylgja hluta af því sem ég tók saman fyrir þáttinn, tölfræðiupplýsingar og annað.

44 Comments

  1. Nú finnst mér þið drengir þessarar síðu hafa skotið ykkur í fótinn með vali á manni í þáttinn.Að taka inn mann úr sjálfstæðisflokknum er svipað og þeir hjá Anfield rap væru að taka Boris Jhonson í viðtal og það mundi bara ekki gerast.
    Hvort sem ykkur líkar það betur eða ver þá er Liverpool fótboltaklúbbur verkamanna og sósjalista og t.d þess vegna lenti Souness í því að verða úhýst hjá stuðnigsmönnum klúbhbsins fyrir að lýsa yfir stuðningi við íhldsmenn ogþað hefur honum ekki verið fyrirgefið. En Gunlaugur kom þó með brandarann í þáttinn en það breitir því ekki að þessi maður ætti ekki að vera í þætti Liverpool stuðningsmanna.
    Hér er svo tilvitnun í Kloop úr Liverpool Echo.
    Left-wingers

    Shankly and Klopp share the same politics.

    Klopp said in a recent interview: “My political understanding is this. If I am doing well, I want others to do well, too. If there’s something I will never do in my life it is vote for the right. I’m on the left, of course.

    “I believe in the welfare state. I’m not privately insured. I would never vote for a party because they promised to lower the top tax rate.”

    They are political views shared by Shankly himself.

  2. Verð nú að segja að ætla að úthýsa mönnum frá því að koma fram í þessum þætti byggt á skoðunum ótengdum Liverpool finnst mér ekki falla vel að einkunnarorðum okkar ástkæra klúbbs – You´ll Never Walk Alone.
    Svo framarlega sem Guðlaugur mætir til að ræða um klúbbinn en ekki flokkinn að þá er bara gott mál að hann sé gestur í þættinum.
    Sýnir bara hvað þetta podcast hjá drengjunum er gott. Ekki margir þættir í heiminum sem geta fengið Utanríkisráðherra sinnar þjóðar til að mæta í þátt.

  3. Skrifað í skýin

    Salah kom Egyptalandi á HM

    Salah kom Liverpool í Stærsta úrslitaleik félagsliða í heimi

    Salah vinnur Meistaradeildina með Liverpool

    Salah vinnur Ballon d’Or

  4. #1 Tommi

    Sko fyrir það fyrsta þá heitir gesturinn Guðlaugur ekki Gunnlaugur. Að öðru leiti er þetta komment þitt frekar lélegt, þó svo að áhangendur LFC hafi í fyrstu verið að mestu úr röðum verkamanna og sósíalista þá er öllum frjálst að halda me Liverpool burtséð frá stjórnmála skoðunum, kyni, aldri, kynþáttum, kynhneigð, trúarskoðunum osfrv. Við ættum að fagna hverjum sem er sem vill styðja þennan glæsta klúbb.

    YNWA

  5. Hún ristir ekki djúpt samkenndin og umburðarlyndið hjá þessum samfylkingarpésa

  6. Flott prodcast, flottir viðmælendur og gaman að fá poolaraa úr hinum ýmsu starfsstéttum í þáttinn sem gesti.

    #1 Tommi:
    Stundum en gott að þegja og vera álitinn vitlaus en að tala/skrifa og taka af allann vafa.

  7. Tommi, það má aldrei blanda saman pólitík og aðdáenda LFC, aldrei. 3-0 á móti Brigthton, vinnum vítaspyrnukeppni á móti RM.

    YNWA

  8. Sælir félagar

    Ég er nú “samfylkingarpési” en er algerlega ósammála Tomma en einnig vil ég atyrða Inga Sig að bínefnamenn þó þeir segi einhverja dellu. Það getur alla hent. Gulli hefur lengi verið stuðningsmaður Liverpool og er jafn góður sem slíkur og hver annar. Hitt er svo annað hvar hann hefur alltaf verið í pólitík. Það er bara hans vandamál.

    Fyrir utan þessa leiðu umræðu og að þættinum Takk fyrir fínan þátt og gaman að fá viðmælendur sem víðast úr samfélaginu og óþarfi að draga þá í pólitíska dilka. Ég er algerlega sammála Steina hvað leikmannamál varðar. Það sem skiptir höfuðmáli er hverjir koma en ekki hverjr fara. Að grisja hópinn er ekki vandamál þegar hann er orðin mannaður af heimsklassaleikmönnu, tveimur í öllum stöðum. Þá grisjast hann af sjálfu sér. Þeir sem ekki ná máli fara. Svo einfalt er það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Uppeldi ristir djúpt í stuðningi fólks við fótboltalið rétt eins og viðhorfa til stjórnmála. Eflaust óþarfi að atyrða Gunnlaug fyrir að fylgja því sem hann ólst upp við, þótt maður sé ekki alltaf sammála honum í samfélagsmálum. Rétt eins og Siggeir nefnir þá er ég einhvers konar samfylkingarpési, eða einhvers staðar þar um kring, og finnst gaman að lesa það hér að Klopp hneigist að samfélagslínunni í stjórnmálum. Við það ólst ég upp og er þakklátur fyrir það uppeldi. Það er nú nokkuð beisikk í ört stækkandi heimi að horfa til þess að til að samfélaginu vegni vel þarf mörgum að vegna vel og fólk þarf að fá að njóta jafnra tækifæra.

    En best að rista þetta ekki dýpra en orðið er.

    Þessi síða snýst um ástríðu okkar fyrir fótbolta og þessu stórskemmtilega liði sem maður veit aldrei almennilega hvar á að hafa, alltaf einhvers konar underdogs, en færir um hið ómögulega þegar þannig liggur á þeim. Aldrei neitt gefið í þessu, en svo gerast óvæntustu atburðir og maður horfir nær orðlaus á liðið skapa fótboltasöguna. Út á það gengur þetta. Guðlaugur má vera með okkur í þessu liði sem og aðrir sem kunna að vera ósammála mér í pólitík, það er nú eitt sinn grundvöllur jafnréttishugsunar að ætlast ekki til þess af fólki að það sé öðruvísi en það er. Vinstrimennska yrði auk þess líklega nokkuð sjálfhverf ef ekki væri mótvægi úr hinni áttinni. Það finnast ófá dæmi um það í mannkynssögunni.

    On we go á móti Brighton og Real. Skrifað í skýin að Liverpool vinnur þessa leiki. Þá verður ekki hægt að segja annað en að þetta season hafi verið frábært. Ég krossa allavega fingur. Bestu kveðjur til allra Liverpool stuðningsmanna.

  10. Kæru félagar

    Skrif hér fyrir ofan eru akkúrat ástæðan fyrir því að blanda ekki pólitík, trúarbrögðum eða öðru dægurþrasi inná okkar “litla” góða samfélag.

    Við öskrum úr okkur lungun ef við förum að blanda þessa eiturblöndu. Eina sem við höfum uppúr því er sundrung, niðurrif og orðhnyttur sem við höfum ekkert með að gera, stöndum frekar saman og fylkjumst um það mikilvæga atriði sem er fótbolti og okkar ástkæra félag, Liverpool.

    Fyrir mér er þetta ekkert annað en hausaveiðari, mér er andskotans sama með hvaða liði hann heldur með eða með hvaða liði forsætisráðherra heldur með eða hvaða pólitíkus sem er, þau geta haft það útaf fyrir sig. Þetta eru ekkert annað en tækifærissinnar sem rétt stinga inn hausnum til að minna á sig og sinn flokk á ólíklegustu stöðum rétt fyrir kosningar, úr sama hvaða flokki þau koma og þykjast vera óumdeildir englar. Hvað situr eftir, sundrung milli okkar, félaganna.

    Þeir geta eins og við hin, ef þeir hafa svona mikinn áhuga, drattast til að vera hér “virkir í athugasemdum” og deilt með okkur ástríðu sinni eins og hver annar stuðningsmaður Liverpool, með fullu nafni ef þeir kjósa svo.

    Hefðuð þið boðið Margréti Hildu Baronessu Thatcher og fyrrum forsætisráðherra í podcast, hneigt ykkur og sagt “o poor lady, you will never walk alone”

    Over my dead body!!!

    Verum yfir pólitík og almenn leiðindi hafin.

    Annars bara góður!

    Liverpool vs Brighton 3-0 og förum afslappaðir í úrslitaleik meistaradeildarinnar.

    In Klopp we trust!!!

    YNWA!!!

    p.s. IngiSig: orð viturra manna verða kjánum að spakmælum

  11. Svara þessu mögulega betur þegar ég hef tíma, ef ég nenni.

    Langar samt aðeins að árétta nokkra hluti.
    1. Höfum það alveg á hreinu að við höfðum samband við Gulla af fyrra bragði og vildum fá hann í þáttinn og sjáum heldur betur ekki eftir því. Útiloka alls ekki að fá hann aftur frekar en aðra af fjölmörgum ólíkum viðmælendum okkar í vetur og undanfarin ár.

    2. Þetta var alls ekki hugsað sem neinn pólitískur áróður og satt að segja vorum við nú meira að fá Gulla í þáttinn (frekar en Utanríkisráðherra) því okkur finnst gaman að ræða við hann um Liverpool. Það að hann sé Utanríkisráðherra finnst mér nú bara gefa þessu meiri vigt þó þátturinn hefði verið töluvert öðuvísi ef við værum að ræða við hann sem Utanríkisráðherra.

    3. Við sem höldum úti síðunni erum að ég held fæstir sammála í pólitík þó hún sé askaplega lítið hitamál hjá okkur þegar við hittumst og lítið til umræðu. Ræðum jafnan um mun alvarlegri og skemmtilegri mál (Liverpool).

    4. Podcast og þessi síða er eitthvað sem getum ágætlega séð sjálfir um að ritstýra.

    5. Væri gaman að fá meira umræðu um efni þáttarins, t.a.m. fannst mér áhugavert að heyra um möguleg áhrif Brexit á enska boltann. Vinnum við Brighton, eru einhverjir að kveðja um næstu helgi o.s.frv.

  12. Það er litlu við þetta að bæta hjá Einari, nema kannski því að Gulli hefur reglulega kommentað hér inni og hefur gert lengi. Það hefur minnkað undanfarið, líklegast vegna anna í nýju starfi, en hann hefur svo sannarlega deilt með okkur ástríðu sinni hér á þessari síðu.

  13. Frábært podcast að vanda og algerlega fráleitt að blanda flokkspólitík inní þessa umræðu. Við Liverpool aðdáendur erum fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakgrunn og ólíkar skoðanir sem sameinast um þetta áhugamál sem er LFC. Fyrir alla muni ekki skemma það.

  14. Hverjum er ekki dr***u sama í hvaða flokki maðurinn er? Hann kom í frábærann podcast þátt til að tala um Liverpool og væri alveg jafn mikill Liverpool maður þó hann væri í einhverjum öðrum flokki. Ef menn vilja endilega ræða pólitík þá eru aðrir staðir til þess.
    Ég vil þakka öllum sem komu fram í þessu podcasti fyrir skemmtilega umræðu, þessir þættir eru yfirleitt það skemmtilegasta sem maður hlustar á og mættu vera á hverjum degi fyrir mér.

    Varðandi leikmenn held ég að það fari enginn sem maður eigi eftir að sakna mikið (nema kannski Can, held að hann eigi eftir að stíga upp á næstu árum).
    Svo vona ég að Klopp og félagar bæti við miðverði sem ýtir Lovren á bekkinn, öðrum miðjumanni í viðbót við Keyta og sóknarmanni sem gæti róterað við Mane og Salah. Svo væri líka gott að fá mann sem getur hlaupið í skarðið fyrir Firmino án þess að gæðin minnki mikið, veit bara ekki hver sá maður ætti að vera.
    Persónulega er ég ekki mjög stressaður yfir markmannsstöðunni, ég hef trú á Karius og held að hann eigi eftir að stíga verulega upp.

    Svo í lokin getum við vonandi fagnað meistaradeildarsætinu í kvöld þegar Huddersfield vinnur Chelsea á brúnni.

    Ást og friður
    YNWA

  15. Fyrir Gulla og ykkur hin þá eru Huddersfield komnir yfir á brúnni….hef reyndar enga trú að þeir vinni Chelsea….við aftur á móti klárum Brighton létt um helgina….síðast en ekki síst miklar þakkir fyrir ykkar frábæru podcast þætti..

  16. Verð seint talinn til Sjálfstæðismanna, en fannst skemmtilegt twist að fá mann úr þessum ranni þjóðfélagsins að koma í þáttinn. Svo lengi sem menn fara ekki að messa einhverjar ófótboltatengdar skoðanir, þá mega þessir podcast-viðmælendur koma frá Lionsklúbbi Kaldrananeshrepps mín vegna. Ef viðmælendur eru yfir meðaltali skemmtilegir og tala fallega um rauðliðana frá Liverpool þá er ég sáttur. Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað, þá finnst mér kannski mætti stundum bjóða kvenkyns viðmælendur í þáttinn 😀 Er ekki bara upplagt að bjóða Kötu í næsta þátt!! YNWA!

  17. Vel gert Huddersfield og senda í leiðinni hið hundleiðinlega Swansea lið. Þó svo að ég er vongóður að við klárum dæmið sjálfir á sunnudaginn, þá hef ég trú á að Benitez vilji leggja extra mikið undir fyrir sigur gegn Chelsea.

  18. þetta er snilld… jafntefli dugir og ég satt að segja efast um að við töpum fyrir brighton en ég var alltaf hræddur við jafntefli í þeim leik en núna hef ég engar áhyggjur 🙂

  19. Svo sagði Wagner eftir leik þegat hann var spurður hvort hann væri ekki ánægður með að hafa hjálpað Klopp vini sínum í baráttuni um 4 sætið “Maður verður nú að gera vinum sínum greiða.”

  20. Sæl og blessuð.

    Þessi umhleypingasami vetur ætlar að enda eins og fallegur róman. Vinir standa saman og axarsköft hafa ekki jafn afdrifaríkar afleiðingar og leit út um tíma. Þá væntum við þess að sumarið heilsi í maílok í rósrauðum bjarma flugelda sem munu lýsa upp nóttina í Kænugarði. Það verður í kjöfar baráttusigurs Rauða hersins á hvítliðum.

  21. Pólitík? Í alvöru?
    Hvernig tekst mönnum að troða því inn í þetta spjall.
    Guðlaugur er sannarlega hugsandi og eldheitur stuðningsmaður eins og 80% stuðningsmanna okkar ástsæla klúbbs.
    Höfum það einfaldlega þar.
    Brexit umræðan var verulega forvitnileg og ég myndi vilja sjá dýpri greiningu á henni.
    Verður erfiðara fyrir ensk lið að sækja ESB menn?
    Hvernig mun pundið standa sig?
    Ef það veikist 30% gagnvart Evru, geta liðin keppt við,Spán, Frakkland og Þýskaland?
    Eða breytist ekki neitt nema að breski gorgeirinn geti markaðsett þjóðernishyggjuna sýna innanlands?
    Hvað sem verður verð ég eldheitur og hugsandi stuðningsmaður Liverpool.
    YNWA

  22. Tommi #18: Já Katrín Jakobsdóttir væri auðvitað velkomin, nú og svo er Þorgerður Katrín líka harður Púlari…

  23. Ég ætla ekki að fagna strax. Allt getur gerst í fótbolta. Nærtækast er að nefna að Liverpool gæti lent manni undir eða lent í því að Brighton liggi aftarlega og treysti á skyndisóknir.

    Ef þið sáuð leikin gegn Chelsea, þá lá liðið í sókn og pressan var með þeim hætti að ég hafði alltaf á tilfinningunni að þeir myndu vinna þennan leik. Meira að segja þegar þeir voru marki undir. Í raun fanst mér styrkleikamunurinn svo mikill að þetta minnti á bikarleik, þar sem stóru liðin sóttu án afláts og ekkert gekk gegn liði sem var nokkrum deildum neðar. Huddesfield gat ekki sent boltan sín á milli á löngu tímabili og spörkuðu boltanum ítrekað fram. Vængirnir voru síendurtekið að opnast því dekkningin hjá bakvörðunum var vægt til orða tekið vafasöm og af varamannabekknum komu Eden Hazard og Giroud sem segir það sem segja þarf um hvað
    breiddin er rosaleg hjá Chelsea.

    Slíkt gæti alveg eins gerst hjá Liverpool gegn Brighton en ég verð þó að viðurkenna að ég er orðin ansi bjartsýnn, því liðið hefur núna fengið vikuhvíld og á því að geta mætt með fullhlaðið batterí gegn Brighton. Þar að auki höfum við reynslu af þessu síðan í fyrra og því veit liðið í hvaða laug það er að stinga sér í áður en leikurinn hefst.

  24. Vonandi er munurinn sá að Huddersfield var að tryggja sætið sitt í deildinni með þessu jafntefli og börðust í samræmi við það.
    Brighton eru hinsvegar sloppnir við fall og hafa ekki að neinu að keppa.
    Newcastle t.d. hefur tapað fjórum leikjum í röð eftir að þeir tryggðu sig uppi.

  25. Auðvitað er ekkert öruggt í þessu og Liverpool gæti alveg tapað fyrir Brighton nk. sunnudag, líkt og Chelsea gæti tapað á útivelli á móti Newcastle.

    Fagna hins vegar að sjálfsögðu þessum úrslitum í kvöld. Auðvitað er pressan minni á liðinu núna en hún hefði verið ef Chelsea hefði unnið leikinn í kvöld.

    Bring on Brighton!

  26. Takk fyrir góðan þátt. Gaman að hlusta á Guðlaug Þór tala um sitt uppáhaldsfélag. Ég vissi ekki að hann væri svona mikill Liverpool maður. Knattspyrnulegt uppeldi hans hefur ekki mistekist.

  27. Stór plús á Gulla að taka þátt, vitandi að það eru alltaf allir brjálaðir út í hann.

    Annars frábær þáttur að vanda! Og mér fannst Gulli vera með gott og skemmtilegt innlegg.

  28. Ég vil ekki sjá að Kaldi haldi með Liverpool enda kemur það ekki fram hjá honum, er sjálfur samfósi já já ágætt orð hér og barn að aldri ákvað ég að halda með Liverpool vegna þess að það lið var nefnt rauði herinn og jú var alinn upp í Stalínískri sellu, rökrétt á þeim tíma ca 1971 muniði hvaða lið vann þá tvöfalt og braut upp hetjulookið frá ´66, nei ekki Liverpool en það var ekki hægt að halda með liði einungis vegna árangurs eins árs heldur vegna sögu, markmiða og leikmanna og sem betur fer getum við sum skift um flokka en það er ólíklegt hjá manni að skifta um lið eftir þá göngu sem að baki er. Við göngum aldrei ein.

  29. Ég þarf varla að taka það fram að um djók er að ræða hér að ofan hjá mér vona að Kata geti fyrirgefið mér ef hún er á annað borð eitthvað hér inni ? En leikurinn fer 5 – 0 allir strákarnir okkar ornir ferskir eftir gott viku frí. Mané maður leiksins með 3 Bobby og Mo með sitthvort markið.

  30. Mæli með því að þið takið öll pólitísk innlegg hérna að ofan út. Annars er þetta ekki síða fyrir Púllara heldur einhvern ákveðinn hóp manna byggður á pólitískum skoðunum.

  31. Tommi verdur seint kalladur studningsmadur Liverpool. YNWA er eitthvad sem er Utan hans skilnings. Ef tad er eitthvad sem Liverpool mun aldrei standa fyrir ta er tad politik. tekki ansi marga I Liverpool og teir koma ur badum flokkum

  32. Takk fyrir flott podcast og flottur gestur og púllari sem gestur hjá ykkur 🙂

  33. Takk kærlega fyrir framúrskarandi gott podcast. Frábært að fá Guðlaug Þór í þáttinn en hann er grjótharður og gegnheill Liverpool maður sem er gaman að hlusta á. Ég fagna því að fá svona góða gesti í podcöst ykkar sem eru alger snilld.

    Varðandi umræðuna þá tek ég undir að við getum borið höfuðið hátt og árangur liðsins í vetur er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi skakkafalla. Ef ég man rétt þá var staðan sú að rétt eftir áramót vorum við helmannaðir og höfðum trú á að Solanke og Ings gætu spilað stóra rullu og leyst skytturnar þrjár af hólmi, sérstaklega gegn ,,lakari” liðum. En stuttu síðar hófst meiðslahrina mikil og komið hefur á daginn að Solanke og Ings eru í öðrum klassa en þarf á að halda í harðri baráttu topp-boltans. Ég vil ekki afskrifa þá, sérstaklega ekki Solanke, en treysti Klopp að meta stöðuna í sumar.

    En… þetta lið okkar er magnað þó fáliðað sé og virðist gera það sem þarf að gera. Ég spái því góðum endi á mótið og að við getum öll haldið inn í sumarið með glampandi Liverpool bros á vör og meiri þyngsli í Evrópu-bikarskápnum á Anfield.

    YNWA

  34. Hver er að stýra íþróttadeild mbl.is??

    https://www.mbl.is/sport/enski/2018/05/10/salah_verdur_ad_yfirgefa_liverpool/

    Það er allavega ljóst að sá sami heldur ekki með Liverpool! Þessi fréttaflutningur er með hreint ólíkindum. Þetta er ekki fyrsta frétt sem maður les um Liverpool á þessum nótum frá þessum miðli.

    mbl.is mun kannski birta þessa frétt í kjölfarið frá því í gær………eða kannski alls ekki?!!

    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/mohamed-salah-delivers-message-liverpool-14642777

  35. Nú er mælt með því á þræðinum að athugasemdum verði eytt vegna utanþingsumræðu (er ekki Liverpool eina alþingið hér?) Til full mikils mælst finnst mér að fara að ritstýra þessu bræðra- og systralagi þótt eitthvað komi hér inn random sem ekki snýst um LFC.

    Eitt af því fallega við síðuna er að öll komment fá að standa og þau eru í 99% tilvika valid og skemmtileg.

    Þessa þráðar verður kannski minnst hjá sumum sem útúrdúr frá annars frábæru spjalli sem snýst almennt eitt og sér um fótbolta.

    Það er nú það góða við boltann að þar geta allir mæst og kvatt aðrar skoðanir á samfélaginu.

    Á troðfullum English ræddi ég t.d. af fullu kappi við Þorgerði og Víglund yfir seinni leiknum við City í CL og öll hoppuðum við jafn hátt yfir mörkunum. Þekki þau ekki nema að litlum kynnum sem rekast af því að Ísland er fámennt. Enginn spurði að nafni. Þarna voru ekki alþingismenn eða hvers kyns skríbentar, bara fótboltaáhugafólk.

    Tek að mörgu leyti undir það að þessu athugasemdakerfi sé betur varið í að fagna fótboltaliðinu heldur en að leggjast í skotgrafir. Nóg um þær annars staðar.

    Grunar þó að athugasemdir hlaðist áfram inn hér þar til við fáum næsta þráð, ég er víst sjálfur að setja inn eina.

    Sagt í dag að Suarez sé kannski að koma aftur. Hann væri frábær viðbót í 2-3 ár. Myndi koma með tennurnar sínar en samt í vissu þess að hann er ekki endilega no. 1 á Anfield. Held hann skemmi ekki hópinn þótt hann sé eins og hann er. Frábær fótboltamaður sem væri gaman að fá aftur og kannski mótvægi við ungan hóp. Hann skorar alltaf. Þannig gaurar eru velkomnir.

    Móri kaupir inn reynslu og það virðist langdreginn veikleiki hans, því liðin hans eldast svo fljótt og hann endist ekki hjá liðum nema þeim sem hafa ótakmarkaðan pening. Þrátt fyrir þessa eyðslu er hann ekki að ná mögnuðum árangri.

    Klopp er akkúrat hinum megin og tekur séns á strákum sem heilt yfir koma fyrir mun minni pening til félagsins, og hafa smá tíma til að sanna sig og bæta sig. Salah er náttúrlega veðmálið sem heppnaðist fullkomlega en fleiri leikmenn hafa staðið sig langt umfram efni. Robertsson. Ox. Hvorir tveggja leikmenn sem bættu sig umfram allar væntingar á aðeins 2-3 mánuðum.

    Eftir eyðimerkurgönguna þegar Benitez hætti er gott að vita af félaginu í höndum stjóra sem sem sér fram á við og hugsar sér jafnvel að setjast í helgan stein eftir að vegferðinni á Anfield lýkur.

    Hann mun ekki hætta fyrr en enski meistartitillinn er í höfn. Hann er þannig gerður. Þetta mun takast. I believe. YNWA.

  36. #40 – Þetta er frétt um ummæli einhvers annars. Það er ekki eins og blaðamaðurinn eða “sá sem stýrir íþóttadeild mbl.is” hafi sagt þetta. Hvernig væri nú að slaka á og sjá ekki drauga og uppvakninga í hverju horni? Vafalaust er langflestum hjartanlega sama hvað fyrrverandi landsliðsþjálfari Egypta segir og alveg örugglega Salah sjálfum.

  37. #42 takk fyrir þessar ábendingar.

    Þú opnaðir alveg augu mín fyrir þessu og þetta er alveg hárrétt hjá þér. Þeir hjá mbl.is eru bara að upplýsa okkur um skoðanir annarra þjálfara á sínum leikmönnum, mjög gott mál og á alveg fyllilega erindi til almennings. Líka flott fyrirsögn á fréttinni.

    Ef maður spáir í það líka þá er það í raun algert aukaatriði að birta fréttir af því hvað leikmaðurinn sjálfur vill, enda er það mjög óspennandi frétt og enginn hefur áhuga á að lesa slíkt.

    Enn og aftur, kærar þakkir fyrir þessar ábendingar. Er viss um að að ég hætti að sjá drauga og uppvakningu í hverju horni eftir þessar fínu ábendingar frá þér.

  38. #42 Þú virkar ansi skemmtilegur og glaðlyndur fýr. Næst þegar ég held partý er þér boðið.

Chelsea 1 – Liverpool 0

Upphitun: Lokaleikur gegn Brighton & Hove Albion á Anfield