Chelsea 1 – Liverpool 0

Mörkin

1-0 Giroud 32. mín

Leikurinn

Liverpool mætti á Brúnna í dag og vantaði sigur til að tryggja Meistaradeildarsæti að ári og hefði jafntefli farið langleiðina með það. Klopp stillti upp sterku liði en aðeins ein breyting var á liðinu þar sem Clyne kom inn fyrir Henderson og spilaði Trent á miðsvæðinu. Liverpool byrjaði leikinn vel og fyrsta hálftíman gekk boltinn vel milli manna en gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Chelsea manna. Liðið náði hinsvegar að finna svæði milli varnar og miðju á 23. mínútu kom Mané sér á góðan stað fyrir utan teygin og átti gott skot sem Courtois varði í horn. Hornið var á leiðinni á Van Dijk sem var alveg frjáls á fjærstönginni en aftur náði Courtois góðri snertingu og kom í veg fyrir að hann næði til botlans. Eftir hálftíma leik náði Mané aftur skoti sem Courtois varði til Firmino en hann náði að koma boltanum aftur á Mané en enn og aftur var varið frá honum. Tveimur mínútum seinna fékk Victor Moses sending á hægri kantinn lék á Robertson sendi boltan fyrir með viðkomu í Mané, í teygnum var það Giroud sem stökk hæst og skallaði boltan fallega í fjærhornið. Eftir markið tóku Chelsea yfir leikinn án þess að eiga einhver dauðafæri. Á 35. mínútu átti Moses lúmska sendingu inn í teyginn og var Fabregas fyrstur til að átta sig en skaut framhjá markinu.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri endaði og voru Chelsea með öll völdin í leiknum eftir 56 mínútna leik náði Hazard að fífla sig í gegnum vörnina en Karius náði að verja skotið frá honum yfir á fjærstöngina þar sem Robertson náði að loka á Moses og úr varð hornspyrna. Úr hornspyrnunni skoraði Giroud aftur en markið dæmt af vegna rangstöðu þar sem Rudiger var vel rangstæður. Síðsta hálftíman náði Liverpool að vinna sig betur inn í leikinn en það gekk ekkert að koma boltanum á markið. Á lokamínútunni náði Mané að senda boltan fyrir á Solanke sem náði ekki að koma skallanum sínum á markið.

Bestu menn Liverpool

Það var ákveðinn dofi yfir liðinu í dag og erfitt að hrósa mönnum í dag. Sadio Mané var hressastur sóknarmannanna í dag en snertingarnar voru aðeins að svíkja hann. Virgil Van Dijk átti ágætan leik tapaði varla einvígi og skilaði boltanum vel frá sér.

Slæmur dagur

Trent átti erfitt með að fóta sig á miðjunni til að byrja með en óx þó aðeins inn í leikinn en klárt mál að hann er betri bakvörður en miðjumaður þó það sé ágætt að hafa þann möguleika að geta spilað honum á miðsvæðinu. Salah og Firmino voru alveg óþekkjanlegir í leiknum og er það áhyggjuefni að þeir virðast vera búnir á því undir lok tímabilsins.

Umræðan

Liðið situr nú í þriðja sæti með 72 stig en búnir að spila einum leik fleiri en Tottenham og Chelsea sem eru með 71 og 69 stig. Liverpool þarf því nú að klára Brighton í loka leik tímabilsins ef þeir gera það ekki þarf að vonast til þess að annað hvort liðið klúðri sínum málum. Tottenham mætti ekki fá meira en eitt stig í tveimur heimaleikjum gegn Newcastle og Leicester eða að Chelsea tapi annaðhvort gegn Huddersfield eða Newcastle. Ef allt fer á versta veg verður gríðarleg pressa á liðinu í úrslitaleiknum gegn Real Madrid.

Einnig kemur breyddin hér við sögu. Það hefur sýnt sig að þegar við gerum breytingar á framlínunni hefur verið lítið að frétta og því hafa þeir þrír spilað nánast hverja einustu mínútu frá því að Coutinho fór og það gæti verið að koma í bakið á okkur núna.

Næsta verkefni

Næst er það lokaleikur deildarinnar klukkan tvö næsta sunnudag gegn Brighton, hreinlega skyldusigur!

40 Comments

 1. Þetta lið kann sko alveg að skíta i heyjið. Ömurleg frammistaða í deildinni i margar vikur i röð.

 2. Því miður nákvæmlega það sem mátti reikna með.

  Breiddin í liðinu að bíta okkur en mikið vona ég að það bit verði ekki alltof fast. Liðið er örþreytt, Firmino og Salah búnir að vera hreint skelfilegir í síðustu þremur leikjum og þá er sóknarógnin lítil.

  Alltaf ljóst að það væri mikils krafist að ætla að fara á Stamford Bridge og gera eitthvað eftir að hafa klúðrað stigum gegn WBA og Stoke. Það eru tveir úrslitaleikir eftir á þessu tímabili. Það þarf að vinna annan til þess að þetta magnaða tímabil endi ekki í vonbrigðum.

  Chelsea búið að vinna upp 7 stiga forskot í þremur umferðum. Það er óstjórnlega fúlt. Óstjórnlega.

  Það er ekki í boði að klúðra þessu tímabili núna drengir mínir. Ég afber ekki þá hugsun og það er eiginlega hryllilegt að þurfa að bíða þessa daga eftir síðasta deildarleiknum…og Brighton eru engir Muggar í fótbolta.

 3. Við hverju er að búast, þessi hópur er allsvakalega þunnur og það er hálfgert þrot hjá nokkrum. Milner er að verða bensínlaus, Henderson byrjar á bekknum því hann er að glíma við krónísk meiðsli og þolir ekki marga leiki í röð. Og svo er það þríeykið okkar magnaða sem að virðist vera komin þreyta í líka.
  Núna þarf að keyra á fullu á seinasta leik tímabilsins í deildinni og klára Brighton og við komnir með mikla pressu og bakið við vegg.

 4. Öll pressan á LFC allt í einu og við erum að bugast því miður.
  Dapur leikur ekkert hægt að segja meir þetta er erfitt og vonandi dregur þetta ekki okkar menn niður fyrir stóra leikinn

 5. Erum menn orðnir “heilalausir” hér…… með þetta tal um að vanti “Heilann”??

  Leiðinda úrslit – en auðvitað bítur það í að keyra á sömu miðjumönnunum leik eftir leik. Áttum okkur á því að við erum með þrjá miðjumenn heila, aðrir í meiðslum og spila líklegast ekki meira með á tímabilinu. Það má ekkert lið við slíku……..

  En við erum komnir í úrslitaleik Meistardeildarinnar og klárum topp fjóra um næstu helgi – geri aðrir betur!

 6. Þetta form á liðinu í síðustu þremur leikjum veldur manni smá áhyggjum fyrir næstu tvo leiki sem eru þeir mikilvægustu á þessari leiktíð. Höfum ekki unnið leik eftir að Buvac fór og mikil þreyta einkennt spilamennsku okkar. Það er einfaldlega komið að skuldadögum. Höfum enga breidd og liðið því verið sjálfvalið í síðustu leikjum.

  Okkar menn hafa núna viku til að finna út úr því hvernig þeiri eigi að drullast til að vinna Brighton & Hove Albion sem eiga leik núna á miðvikudaginn. Okkar menn eiga því að geta komið í þann leik að miklum krafti.

 7. Þetta var ekkert skelfilegur leikur heldur skelfileg úrslit.
  Chelsea gerði mjög lítið í þessu leik en náðu að skora skallamark.

  Nú fara menn að tala um WBA og Stoke leikina sem glötuð tækifæri en WBA heldur áfram að fá fullt af stigum gegn stóruliðunum og Stoke var að berjast fyrir lífi sínu(sem er núna á enda).
  Við vorum í baráttuni um að komast í úrslitaleikmeistaradeildar með aðeins þrjá miðjumenn heila og liðið með litla breydd virkaði mjög þreytt. Þetta var einfaldlega smá fórn til að komast í þennan úrslitaleik.

  Klárum bara leikinn í næstu viku en við fáum einmitt góða viku til að koma með ferskar fætur til leiks og ég hef trú á strákunum að það takist.

  Það hefur mjög lítið að segja að pirra sig mikið út í stöðuna eins og hún er í dag eða að leikmannahópurinn sé of lítil. Hann hefur verið svona lítil allt tímabilið og þessir leikmenn sem eru að spila hafa komið okkur í þessa stöðu í dag.

  Ef einhver hefði boðið manni fyrir tímabilið að þurfa að sigra Brighton heimavelli til að komast í meistaradeildina þá hefði ég tekið því tilboðið strax og ef viðkomandi hefði boðið mér úrslitaleik í meistaradeildinni með þá hefði maður haldið að hann væri að grínast.

  Stöndum saman í blíðu og stríðu. Þessi framistaða í dag var ekki okkar besta en það var ekki eins og að andstæðingarnir voru að sundurspila okkur í dag og við ættum ekkert skilið. Þetta bara féll með þeim en þetta er enþá í okkar höndum.

  YNWA

 8. Ég skil ekki alveg þetta tal um litla breidd hjá Liverpool. Að sókninni undanskilinni erum við með fína breidd og góða varamenn í flestum stöðum, en það er ekkert lið í deildinni sem mætti við svona meiðslafaraldri. Can, Oxlade-Chamberlain, Lallana og Matip eru allir kandídatar í byrjunarliðið en eru allir meiddir. Það hefur ekkert með breidd að gera.

 9. Hver væri ekki til í smá greiða frá David Wagner á miðvikudaginn? Örugglega enginn meira til í það en góðvinur hans Jurgen Klopp.

 10. @8 Skoðaðu hvað Liverpool hefur til að koma inn af bekknum fyrir Mané, Firmino eða Salah?
  Þar erum við með Solanke sem er í besta falli Championship leikmaður á þessum tímapunkti og Danny Ings sem er búinn að spila færri en 5 byrjunarliðsleiki á s.l. tveimur árum.

 11. 3 stig í 4 síðustu deildarleikjum Liverpool á móti Everton, WBA, Stoke og Chelsea. Ekki er það gott og náðum bara að skora fegn WBA. Ef Liverpool vinnur ekki Brighton heima í lokaleik yrði það hroðalegur endir á tímabilinu og 5.sætið líklega staðreynd. Enn og aftur slakur varnarleikur í markinu sem verður liðinu að falli. Hafsent og stræker í sumar er algert möst ef liðið ætlar sér eitthvað.

 12. Þvi miður ekki góður leikur hjá Liverpool. En áfram Liverpool.

 13. „Ef einhver hefði boðið manni fyrir tímabilið að þurfa að sigra Brighton heimavelli til að komast í meistaradeildina þá hefði ég tekið því tilboðið strax og ef viðkomandi hefði boðið mér úrslitaleik í meistaradeildinni með þá hefði maður haldið að hann væri að grínast.”

  VEL MÆLT, Sigurður Einar!

  YNWA!

 14. Sammala fyrri raedumonnum. Breiddin fram a vid er staersta vandamal klubbsins thessa dagana. Firmino leggur svo mikid i hvern leik ad hann verdur ad fa ad rotera meira. Thad er ekki haegt ad bjoda manninum upp a ad spila 90 minutur 1.5 til 2 i viku. Thad a ad nota svona mann i mikilvaegustu leikjunum, en svo thegar vid erum heima a moti botnlidum tha verdur ad vera annar moguleiki til stadar svo ad Firmino geti hvilt. Hann verdur ad hafa ferskar lappir til ad styrkleikar hans nytist. Hann kemst ekki i takt vid leikinn ef hann hefur ekki power i ad hlaupa og pressa a sinu Firmino-leveli. Thad er bara enginn like-for-like moguleiki til stadar i dag, ekki einu sinni B eda C typa af Firmino.

  Oll tolfraedi um soknarleik lidsins synir ad fremstu 3 bera ALLTOF mikid af soknarthunganum midad vid onnur topplid. Ef eg fengi ad forgangsrada innkaupum LFC tha myndi eg setja soknarmann efstan a blad. Vornin er ordin miklu skarri tho eg myndi alveg thiggja einn midvord i vidbot. Lidid er med 16 hrein lok i deildinni, einu faerra en City og Utd, og jafn morg og Chelsea – ekki haegt ad kvarta mikid yfir thvi svosem.

  Thad er verst ad madur er ekki med nr. hja Klopp tha myndi eg hiklaust benda a eftirfarandi leikmann (og eg er ekki ad grinast eda reyna ad vera fyndinn):

  Alfred Finnbogason.

  Hann getur skorad: Buinn ad koma ad 15 morkum i Bundesliga i 21 leik (12 mork, 3 stollur). Lidid i heild hefur skorad 43 mork og situr i 11 saeti i Bundesliga. Semsagt, buinn ad koma ad rumlega 1/3 af morkum lidsins i deild.

  Hann nytir vel: 2/3 af skotum hans fara a rammann og rett taeplega helmingur af theim skotum hafa endad med marki. Hann er thvi mjog efficient thegar madur ber thessar tolur saman vid adra strikera.

  Hann spilar vel: 73% heppnadar sendingar.

  Madurinn getur hlaupid endalaust og er virkilega duglegur. Tho ad hann se vissulega talsvert fra thvi ad vera nalaegt Firmino i getu, tha tel eg hann miklu beittari og haettulegri striker en thad sem vid hofum a bekknum i dag. Hann hefur skorad hvar sem hann spilar, og mikid. Hann myndi ekki kosta mikid, passar vel inni kerfi Klopp sem hlaupari, godur ad nyta faerin sin asamt thvi ad vera vel spilandi og med fina taekni. Mer finnst hann meira like-for-like kostur heldur en Ings eda Solanke.

 15. hættiði að grenja.

  þurfum bara að vinna okkar leik næstu helgi þá er þetta komið.
  hinsvegar þarf chelsea að vinna 2 leiki til að þeir eigi séns og huddelsfield er ekki beint að leggjast niður og láta sparka í sig eins og þeir sýndu á móti city, chelsea gætu vel verið búnir að missa þetta áður en síðasta umferð byrjar.

  ef þetta dugir ekki þá komum við með full hvíldann hóp á móti real og tryggjum okkur þetta í þeim leik.. liverpool hefur þetta allt í sýnum höndum, við þurfum ekki að stóla á að öll úrslit í öðrum leikjum verði okkur í hag til að tryggja þetta og ég hef fulla trú á að salah fái viku hvíld og skori 2-3 um næstu helgi 🙂

  ég hafði 0% væntingar til leiksins í dag,, vissi að það væri ekki séns að við myndum vinna leikinn með hópinn allann dauðþreittann en ég held að liverpool hafi fulla orku um næstu helgi og taki þetta létt enda brighton búnir að tryggja sig í deildinni og á ég ekki von á þeim á 110% gasi eins og öll þessi lið sem eru að berjast um hvert stig til að hánga uppi.

 16. @15 Alfred Finnbogason í alvöruni ?

  Nú er Íslendingahjartað eða frændhjartað 😉 að tala. Ef þessi leikmaður hét Simon Knudsen frá Dana veldi og væri með sömu gæði og Alfreð þá værum við ekki að tala um hann sem Liverpool leikmenn.

  Ég hef ekkert útá Alfreð að setja og mun styðja hann eins og strákana í sumar. Mér finnst hann flottur leikmaður en Liverpool þarf meiri gæði í framlínuna en Alfreð ef við ætlum að endurnýja Solanke, Ings og Origi(já við eigum hann enþá) í sumar.

 17. Frekar þreytt lið sem mætti og já vissulega átti maður von á mjög erfiðum leik eins og venjulega á Brúnni þegar við mætum þar. Í raun betri leikur en ég átti von á, og í sjálfu sér LFC hættulegri án þess þó að skapa alvöru færi.
  Frábær afgreiðsla Gírú skapaði muninn.
  Hef áhyggjur af Salah, vonandi finnur hann taktinn fyrir þessa tvo úrslitaleiki.

  En ég er beliver …. ég hef fulla trú á sigri í næstu tveim leikjum þegar menn hafa haft tíma til að rícovera aðeins.

  YNWA … alltaf.

 18. Ömurleg úrslit og breiddina þarf að laga. Skrýtið að Woodburn fái engar mínutur og Grujic sé ekki með recall klásúlu. Vonandi bara tilviljun en 2 tapleikir í röð eftir að Buvac hverfur frá liðinu…hmm.

  En getum ekki sökkt okkur í neikvæðni. Tveir úrslitaleikir framundan með nægan tíma til að hvíla lúin bein og hlaða batteríin. Nú þurfum við öll sem ein að hugsa og senda jákvæða strauma út í cosmosið sem snúast um að við vinnum þessa tvo síðustu leiki. Þar er bara svoleiðis.

 19. Æi, þetta er bara búið og gert. Ekkert óvænt miðað við leikjaálagið og ástandið á leikmannahópnum. Geri bara orð Ian Doyle hjá Liverpool Echo að mínum um lokaleikinn á Anfield:

  “Anfield will be bouncing, the fans keen to wave the team off ahead of the Champions League final trip to Kiev.

  Liverpool would have taken that at the start of the season.

  And if Klopp’s side don’t finish the job in that environment, they don’t deserve to finish in the top four.”

  Það er ekkert flóknara. Ef við klárum ekki Brighton á heimavelli í lokaumferðinni. Þá eigum við einfaldlega ekki skilið að enda í topp4.

 20. Auðvitað voru þetta ekki úrslitin sem við vonuðumst eftir en ég hef ekki áhyggjur af þessu, það sem hefur kostað okkur í síðustu leikjum er breiddin, því leikmennirnir okkar hafa verið of þreyttir en nú fá þeir þá hvíld sem þeir þurfa. Og plús það að Brighton á leik í miðri viku þannig á þeir ættu að vera þreyttari en við.

 21. Liverpool kom til leiks tilbúnir að spila fótbolta en Cheskí lagði rútunni megnið af leiknum og það á heimavelli. Það hefur verið að gerast í toppslagsleikjum megnið af tímabilinu og lið koma ekki til leiks gegn Liverpool til að skemmta áhorfendum heldur reyna að komast hjá því að fá mark á sig og vonast til að skora úr skyndisókn.
  Mér finnst eitthvað æðislegt liggja í loftinu og hlakka til að horfa á síðustu leikina. Kaffibollinn minn sagði mér að Liverpool mundi tryggja sér Meistaradeildarsæti áður en Bræton leikurinn hefjist og þá getum við bara slakað á fram að síðasta leiknum.
  YNWA.

 22. Þetta var alls ekki slæmur leikur hjá okkar mönnum, sérstaklega í ljósi þess álags sem verið hefur á liðinu. Er sammála hér að ofan, að hefði manni verið boðið fyrirfram að tryggja 4 sætið með því að vinna Brighton í síðasta leik og úrslitaleik í CL í bónus, hefði ég málað það grænt med de samme. Það sem hefur gengið á hjá okkur á sér ekki hliðstæðu, allt írafárið í kring um kutann og jafnvel Can líka hefur ákveðin áhrif á aðra leikmenn, þetta byggist nú einu sinni á liðsheild, þetta eru strákar sem tala saman innan og utan vallar. Í ljósi þess tek ég hattinn ofan fyrir þeim sem staðið hafa vaktina fyrir okkur, veitt okkur oft á tíðum ómælda ánægju.

  YNWA

 23. Sama hvernig á það er litið, ef við töpum fyrir Brighton og Real, þá er þetta tímabil allt í einu orðin vonbrigði.

 24. Eru bara tveir háspennuleikir eftir af tímabilinu?
  Hvað gera bændur þá?
  Fallhlífastökk?

  Þessi vetur er búinn að vera geggjaður og ég ætla að njóta rest í háspennutreyjunni.

  Hef trú á mínum mönnum og sé þá koma yfir línuna á fullu gasi.

  YNWA

 25. Við förum alltaf erfiðustu leiðina… það þýðir að við þurfum að vinna Real Madrid til að tryggja okkur CL sæti. Eru menn og konur til í það? Nei… höfum trú á okkar liði, þeir verða klárir og komnir í rétta gírinn eftir góða hvíld þegar kemur að síðustu umferð og Anfield hoppar og skoppar sem aldrei fyrr…við klárum því Brigthon og Salah slær markametið. Nú svo er spurning hvort Wagner og Huddersfield verði ekki bara búnir að klára dæmið fyrir okkur á miðvikudag? Þá gæti maður vissulega horft á lokaleikinn með tærnar upp í loft….

 26. Sæl og blessuð.

  Everybody makes mistakes but only losers make excuses….

  Jamm, afsakanir eru með því leiðinlegasta sem maður heyrir og ef eitthvað er verra þá eru það góðar afsakanir. Hérna eru t.a.m. þrjár:

  1. Bláliðar eru fáránlega vel mannaðir. Allt frá þeim Kurteisa í markinu og fram eftir vellinum, að varamannabekknum ógleymdum. Hasardinn var á öðru plani en aðrir leikmenn þarna í gær. Fabregas var nautsterkur, Rudiger hélt okkar Salah í spennitreyju, Alonso átti kantinn, Kante var eins og ryksuga og for crying out loud, þegar við setjum inn einhverja unglinga nötrandi af streitu eða haltrandi henderson, þá koma þeir með Pedro og William – báðir myndu sóma sér í byrjunarliði hvar sem er í fótboltaheiminum! Það er m.ö.o. engin skömm að tapa 0-1 fyrir þessum stórmennum á þeirra heimavelli. Það er í rauninni afrek að vera fyrir ofan þá í deildinni.

  2. Við erum í spennufalli eftir CL afrekið. Það er mannlegt. Aftur – það er ekkert að skammast sín fyrir að tapa með svo naumum mun fyrir þeim bláu. Allir þreyttir á líkama og sálu. Liðið gengur fyrir bewegung – allir á fullu. Þetta er svolítið eins og Barbarossa í WWII þegar þeir þýsku þurftu að breyta um taktík og leggjast í vörn gegn ,,hinum” rauða hernum. Þá kom á daginn hversu illa það átti við þá að vera ekki á þönum út um allt – en resúrsarnir voru bara einfaldlega búnir. Það er svipað hjá okkur. Þegar orkan er á þrotum þá vantar alveg plan B. Solanke/Origi/Lambert/Balotelli – þetta eru allt framherjar sem áttu að gefa okkur kost á að breyta um taktík og senda háa bolta inn í teig. Þeir hafa því miður aldrei staðið undir væntingum og því höfum við séð 700 sinnum liðið halda boltanum meirihlutann af leikjum án þess að ná nokkrum árangri. Vonum að þessi vika nægi til að endurheimta krafta og þrek því annars verður RM leikurinn sama ruglið.

  3. Svo er það ekki bara þreytan eftir LIÐNA leiki. Það er líka spennan fyrir hinu ókomna og óttinn við að meiðast í þessari rimmu reyndist meiri en löngunin til að sigra í þessum leik. Það skýrir líka hversu staðir þeir voru.

  Og aftur – það þurfti miklu meira en góðan leik til að sigra Chelsea á þeirra heimavelli, í því formi sem þer eru í. Það þurfti STÓRLEIK. Svoleiðis var bara ekki í boði núna. Vonum að það verði í boði í Kiev.

 27. Sælir félagar

  Þetta voru slæm úrslit en það er bara eitthvað sem gerist. Afhverju VvD var ekki að dekka Giroud er mér óskiljanlegt eina manninn sem skapar hættu í fyrirgjöfum hjá Chelsea. En hvað um það svona fór og það þýðir ekki að væla yfur orðnum hlut. Við verðum bara að vona að viku hvíld verði nóg fyrir okkar menn til að safna kröftum í að vinna Brighton. Það yrði miki’ð öryggi í því fólgið og tæki mikla pressu af okkar mönnum í urslitum Meistaradeildarinnar.

  Ég verð á þessum lokaleik gegn Brighton og hlakka til að fá að sjá alla bestu menn Liverpool á heimavelli í lokaleik deildarinnar sem þar að auki verður mjög spennandi leikur fyrir okkur stuðningsmenn. Síðan verður það úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni sem verður ekki síður spennandi. Eins og staðan er í dag gæti verið að Ronaldo spili ekki þann leik og eykur það aftur möguleika okkar á sigri þar. Eftir lokaleikinn í deildinn þann 13. maí fá leikmenn góða hvíld fyrir Meistaradeildarúrslitin sem verða 26. maí.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Ronaldo fór meiddur útaf í hálfleik á móti Barcelona núna um helgina. Þarf að fara í myndatöku…..vonandi er það ekki slæmt.

 29. Lúðvík (28)
  Ég er þér innilega sammála í einu og öllu, held að þú hafir hitt naglann á höfuðið með þessari leikgreiningu. Held þó að núll-núll jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit. Enn þeir bláu spiluð WBA taktík og það ráðum við illa við. Smá heppni með okkur og við vinnum leikin,smá heppni með þeim og þeir vinna. Svona er þetta. En eins og Jack Nicklaus gólfari sagði ” Því meira sem ég æfi mig því heppnari verð ég”

 30. Thad er ekki haegt annad en ad vera bjartur a naestu 2 leiki. Lidid faer hvild og tima til undirbunings, og naer jafnvel ad endurheimta eitthvad af monnum sem vaeri gott ad fa a bekkinn.

  Brighton eru med naestversta utivallararangur a thessu seasoni i PL. Their eru med 11 stig i 17 utileikjum og hafa skorad 9 mork i theim og fengid a sig 22. Theirra arangur i vetur hefur fyrst og fremst nadst a heimavelli.

  Real Madrid munu aldrei sitja aftarlega a moti Liverpool og spila varnarsinnad. Their munu reyna ad halda bolta og saekja, taktik sem hentar okkar monnum hvad best. Madrid opnast oft illa og eg held ad thetta verdi frabaer urslitaleikur.

 31. Kannski er óþarfi að gera Firmino að fyrirliða af því að hann er það hvort eð er, sá sem dregur vagninn, einn besti leikmaður LFC frá upphafi. Einn af fáum leikmönnum í heimsboltanum sem á sér ekki hliðstæðu. Myndi sakna hans mest af öllum ef hann færi. Mikilvægt að eiga leikmann sem er alltaf með bros á vörum og berst öllum stundum, allan leikinn, fyrir félagið. Svo er hann geggjaður í fótbolta. Ómetanlegur og án efa grunnstoð í árangri komandi ára. Drengir eru orðnir þreyttir og það er skiljanlegt. Varaskeifurnar eru því miður botnliðaleikmenn og það sést á árangrinum síðustu vikur þegar aðalliðið er orðið útkeyrt. Solanke er án efa efnilegur en hann hefur lítið að gera í liði sem vill berjast um enska meistaratitilinn, hefur ekki nýtt tækifærin og ætti að fara á lán í 1-2 ár. Grunnurinn að árangri City er t.d. að þeir eru með allt að því annað jafn gott byrjunarlið á bekknum. Í 38 leikja deild gerir það sannarlega gæfumuninn. Sterkasta lið LFC er ekki síðra en City en heilt yfir munar miklu á svo langri vegferð. LFC er eina liðið í topp sex sem er með underspend á síðustu árum, búið að eyða 17 m punda í leikmenn umfram sölur í einhver 4-5 ár, samtals. Nær öll kaup Klopp hafa heppnast með ólíkindum vel og hann þarf að fá traust til að versla vel inn í sumar til að auka breiddina. Hann trúir á kraftaverk en veikleiki hans er að keyra menn á fullu gasi þar til þeir meiðast og hafa svo ekki menn á bekknum til að koma inn. Ef þetta heldur eins áfram mun LFC ekki ná að kljúfa 80 stiga múrinn undir Klopp. Það þarf 90 stig til að vinna deildina. Með 3-4 góða leikmenn á bekknum, ómeidda, væri enginn vafi á því að Liverpool yrði í meistaradeildinni aftur á næsta ári. Þetta er eingöngu ströggl vegna skorts á breidd. En ég hef þó trú á að þetta hafist. Held við vinnum báða þessa leiki sem eftir eru til sumars. Þegar vel gengur er ekkert fótboltalið skemmtilegra að halda með en Liverpool. Taugaspenna út í eitt. Oft á tíðum besti fótbolti sem maður sér. YNWA.

 32. Fekir inn í sumar og ég er strax sáttur síðan Thomas Lemar og einn miðvörð og kanski markmann líka þá mega Jólinn koma.

 33. # 35 veit ekki af hverju en ég hef óskað Dybala til Liverpool síðan hann var 19 ára leikmaður fyrir eitthvað af minni liðunum á Spáni, var það Valencia? Held hann sé teknískur og hafi balansinn sem framherji til að fullkomna sóknarlínuna án þess að skyggja á núverandi front 3. Svo kannski Jurginho og De Light. Þetta er auðvitað algjör sófaspeki en þrír sterkir leikmenn þvert yfir völlinn er það sem liðið þarf, að lágmarki.

 34. Og nú Joe Gomez frá út tímabilið. Eigum við nógan mannskap á bekkinn?

 35. #36 ég hef óskað Dybala síðan hann var 15 ára hjá Instituto í Argentínu.

 36. Saints unnu Svanina í kvöld sem þýðir að WBA eru fallnir.

  Svanirnir eða Huddersfield munu fylgja Stoke og WBA niður.

  Giskið á við hverja Chelsea spila á móti á annað kvöld? Það er ekkert gefið í þessu og aldrei auðvelt að glíma við lið sem er að berjast fyrir lífi sínu. Go Huddersfield!!

 37. #18, thad var verid ad tilnefna hann i lid arsins i Bundesliga, thratt fyrir hafa verid meiddur i 3 manudi. Hann er med betra markarecord en Firmino var med a sinum tima i thysku deildinni (sem spiladi reyndar ekki sem striker a theim tima eins og Alfred gerir).

  1) Firmino meidist litid og er MVP i thessu Liverpool lidi, og thvi tel eg skynsamlegra ad leyfa honum ad spila eins mikid og hann getur og kaupa svo minna nafn i stad stjornu i thessa stodu, thvi thad vaeri madur sem taeki minni leikina og thyrfti ad geta spilad hapressu og vera liklegur til ad skora (i.e. ekki storstjarna heldur solid back-up sem saettir sig vid ad spila minni leikina til ad leyfa Firmino ad pusta inna milli, og sem baedi skorar og hleypur mikid).

  2) Thegar Klopp kaupir menn hefur hann synt ad hann horfir ekki minna a hvernig menn passa inni sitt kerfi heldur en hversu stor nofn menn eru.

  Ekki hugsa thetta i 3 sekundur og halda ad thad leidi til godrar skodunar. Audvitad er audveldara ad fylgjast vel med islenskum fotboltamonnum versus leikmonnum fra odrum londum. Hins vegar bakka tolurnar hans thad upp ad fa recognition fra storum klubbum, alveg sama hvadan hann kemur.

  Eg er ad stydja mal mitt med rokum og upplysingum.
  Thu ert ad brush it off thvi eg er Islendingur eins og hann, og telur thvi ad eg se biased.

  Fyrir mig er audveldara ad identifera hann heldur en leikmenn fra odrum londum, EN samt sem adur bakkar hann thad upp med godri spilamennsku og morkum. Thess vegna er identificationid a Alfred yfir adra leikmenn biased, en EKKI stadreyndirnar og hugmyndin um hann i LFC.

Byrjunarliðið gegn Chelsea á Brúnni

Podcast – Já Ráðherra