Buvac í frí

Það er aldrei lognmolla hjá okkar ástkæra klúbbi, því í gærkvöldi fór sá orðrómur í gang að Klopp og Buvac væru hættir að tala saman og að Buvac væri á útleið. Heimildirnar voru ekki mjög öruggar, en eitthvað er í gangi því helstu fréttamenn klúbbsins (Melissa Reddy, James Pearce, Joyce etc.) sögðu frá því að Buvac væri á leiðinni í frí af persónulegum ástæðum út þetta tímabil, en hann væri samt sem áður áfram starfsmaður klúbbsins.

Það hefur margt verið rætt og ritað um samband Buvac og Klopp. Í bókinni “Bring the noise” er talað um að þeir eigi það alveg til að rífast eins og gömul hjón um fótboltatengd málefni, en svo korteri síðar sé allt fallið í ljúfa löð. Það hljómar því út úr karakter ef þeir hafa ekki náð að leysa málin sín á milli, eftir að hafa starfað saman í allt að því tvo áratugi. Opinbera skýringin er sú að ástæðan séu persónulegir hagir hjá Buvac, og það má alveg vera að það sé rétt. Eitthvað er líka slúðrað um að honum standi til boða einhver stjórastörf, og að hann hafi verið annars hugar upp á síðkastið á hliðarlínunni og á æfingasvæðinu. Hver veit, kannski sjáum við hann stýra Dortmund á næsta tímabili?

Við vonum auðvitað innilega að þetta muni ekki hafa áhrif á leik liðsins í þessum síðustu 3 (eða fjórum?) leikjum sem eftir eru, en tímasetningin gæti vissulega varla verið verri. Oft hefur Buvac verið kallaður heilinn í þessu þjálfaraþríeyki sem hann, Klopp og Krawietz mynda, við skulum vona að það séu alveg nægilega margar heilasellur eftir hjá hinum tveim til að sigla tímabilinu farsællega í höfn.

24 Comments

 1. Þetta er nú ekki alveg heppilegasti tíminn. Liverpool er ekki búið að tryggja sér meistaradeildarsæti vegna tveggja jafntefla við fallbaráttulið, hópurinn er stöðugt að þynnast og svo erum við bullandi séns að komast í úrslit í evrópukeppninni í fyrsta skipti í óralangan tíma. Þá þarf þetta endilega að gerast.

 2. Þetta minnir mig á þegar Benitez missti Pako frá sér útaf ósætis.

  Já ömurlegt að missa hann á þessum tímapunkti en ég held að þetta hafi lítil áhrif á liðið.

 3. Ótrúleg tímasetning. Næstu tveir leikir geta ráðið örlögum þessa tímabils. Staðan er þannig að við getum unnið CL og verið með í keppninni að ári eða unnið ekkert, klúðrað deildinni og verið í EL á næsta ári. Rosalega stutt á milli!

 4. Ómögulegt að vita hvort tímasetningin sé góð eða slæm, kannski var ástandið bara þannig að þetta hefði átt að gerast fyrir Stoke leikinn. Kannski er þetta fullkomin tímasetning. Hver veit, hins vegar leiðinlegar fréttir.

 5. Já það er eitthvað svakalegt að ef menn geta ekki slakað á með 3-4 leiki eftir…eftir 20 ára samstarf

 6. Held að við stuðningsmennirnir mættum aðeins slaka á. Á meðan ekkert annað er gefið út þá er réttast að ganga út frá því að þetta sé af persónulegum ástæðum. Við vitum ekkert um hverjar þær gætu verið og það þarf ekkert endilega að tengjast samskiptum eða samskiptaleysi milli Buvac og Klopp. Ég ætla alla vega að vera slakur og njóta þess að fá mér Guinness yfir leiknum á miðvikudaginn.

 7. Ég ætla að giska á að hann sé í meðferð. Eitthvað komið uppá hjá þeim, hann mætt drukkinn til vinnu. Engir fordómar hahaha

 8. Ef ekki kemur til eitthvað stórslys þá er þetta lið að fara að spila í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Hvernig sem það svo fer, þá er það frábært afrek.

  Liðinu vantar svo 3 stig til að tryggja top 4 finish, eða bara jafntefli við Chelsea. Tapist Chelsea leikurinn þá þarf að vinna Brighton and Hove Albion á Anfield. Að því gefnu að Chelsea klári sína 3 leiki alla með sigrum sem er auðvitað ekkert gefið. Er einhver sem hefur ekki trú á að þetta takist ?

  Liðið er búið að spila geggjaðan fótbolta í vetur og þetta tímabil á eftir að fara í sögubækurnar vegna fjölda marka og almennrar skemmtunar. Hvað svo sem er í gangi hjá Buvac er ekki að fara að breyta því hvernig þetta lið spilar fótbolta í þessum 4 leikjum sem eftir eru, og já ég sagði 4.

 9. Hættum nú að barma okkur, það eru fjölmiðlar sem lifa almennt á leyðindum og bölsýni, við eigum að snúa bökum saman og senda góða strauma útí cosmoið. T.d. erum við jafnvel að fá Keita á nokkuð góðum prís þ.e.a.s.

  The amount Liverpool will pay RB Leipzig this summer

  £65m if Leipzig finish in the Champions League
  £52.75m if they finish in the Top 7
  £48m if they finish below 7th

  eru þeir ekki einu stigi frá 7da sæti, hversu fallegt er það.

  Síðan erum við í dauðafæri á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, hver hefði trúað því í upphafi tímabils.

  Almenn leiðindi skrifast einnig á Stoke city sem spilaði álíka dapran fótbolta og Man.utd í vetur. Taktíkin var að vera nálægt Salah og toga í treyjuna hjá honum, enda eina sem hægt er að gera gagnvart honum, og hann sýndi að hann er mannlegur í þessari klippu,

  https://streamable.com/tbs58

  greinilega orðinn verulega pirraður, mér finnst eins og viðbrögðin hjá MS sýni að Kurt Zouma klípi eða lemji hann í mjöðmina rétt áður en Salah slæmir hendinni til hans.

  Annars bara góður!

  In Klopp I Trust

  YNWA

 10. Verdum ad gefa monnum benefit of the doubt a medan vid hofum litlar upplysingar. Sama hvad gerst hefur, hvort sem um er ad raeda personulegt afall fyrir Buvac eda agreining hans og Klopp, tha tel eg ad svona adversity thjappi hopnum saman fyrir komandi atok.

  Midad vid hvernig thetta season hefur throast hingad til, tha get eg ekki leyft mer annad en ad vera bjartsynn a framhaldid. Thetta system og style of play er alltof thett til ad fara hrynja eins og spilaborg nuna.

 11. Gerard fer hvergi, verður aðstoðarmaður Kloop. Gott mál.

 12. Bestu fréttir dagsins með Salah pjúff maður var ekki viss með hvernig þetta færi.

 13. Þetta var aldrei spurning með Salah, þetta var frétt sem var buin til af skítamiðlunum the sun og íslenski ruslmiðillinn mbl.is kokgleypti kjaftæðið eins og honum er einum lagið.

 14. Róa sig #19 og um hvað ertu eiginlega að tala?

  Helst er talið að Buvac hafi lent í burn out og þurft að draga sig í hlé tímabundið. Slíkt getur komið fyrir bestu menn og vonir standa til að karlinn komi tvíefldur til leiks eftir hvíldina.

 15. Lallana í hópnum sem fór í morgun til Rómar! Geggjaðar fréttir!! Þurfum svo sannarlega á öflugum varamanni á miðjunni að halda.

Firmino framlengir

Upphitun: Liverpool í Rómaveldi