Liverpool – Stoke 0-0

Miklar breytingar á liðinu og spilamennska liðsins bar þess merki. Liðið greinilega komið með hugann við Roma leikinn á miðvikudaginn.

Leikurinn

Leikurinn fór rólega af stað. Salah átti að koma Liverpool í 1-0 þegar Joe Allen missti boltann og Henderson sendi innfyrir á Salah sem var aleinn og hafði líklega of mikinn tíma til þess að hugsa hvað hann ætlaði að gera. Aldrei eins og vant klikkaði Egyptinn, vippaði boltanum framhjá markinu.

Ekki löngu síðar fékk Trent upplagt færi eftir sendingu frá Salah. Boltinn var þó örlítið aftarlega og var skotið hjá Trent máttlaust.

Annars gerðist lítið í hálfleiknum, ekki ólíkt leiknum gegn WBA og staðan 0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði eins og þeim fyrri lauk. Liverpool virtist vera að reyna að eyða eins lítilli orku og þeir komust upp með og var lítið tempó og sendingar oft ónákvæmar.

Stoke lá aftar á vellinum í síðari hálfleik en þeim fyrri en Liverpool átti í miklum vandræðum með að skapa sér einhver færi. Milner og Clyne komu inn á 65 mínútu fyrir TAA og Ings en breyttu svo sem ekki miklu.

Liverpool átti líklega að fá vítaspyrnu á 85 mínútu þegar sending Clyne fór greinilega í hendina á Peters en ekkert var dæmt. Ég er ekki mikið fyrir það að væla yfir dómaranum en m.v. vítið sem að Milner fékk á sig gegn Roma þá er þetta alltaf víti. Virkilega svekkjandi.

Mínútu síðar fékk Stoke nánast sitt eina færi í leiknum þegar þeir hefðu getað stolið öllum stigunum á lokamínútum venjulegs leiktíma en frákastið á fjærstöng fór í hliðarnetið eftir slakt skot. Sex mínútum var bætt við en allt kom fyrir ekki, 0-0.

Bestu menn Liverpool

Erfitt að segja. Liðið var í fyrsta gír, gáfu Stoke nánast engin færi en sköpuðu á móti ekki mikið sjálfir. Liverpool átti klárlega bestu færi leiksins og hefði átt að fara með forystu inn í hálfleik en annars var þetta bragðdauft.

Umræðan

Kannski mjög eðlilegt en frammistaða liðsins í síðustu tveimur deildarleikjum hefur verið mjög lituð af þessum leikjum gegn Roma. Liverpool hefur bæði verið að hvíla leikmenn, enda hópurinn orðinn ansi þunnur, sem og liðið reynt að spara orku eins og þeir hafa getað.

Þessi úrslit setja okkur í smá vandræði. Klári Chelsea þá tvo leiki sem þeir eiga inni þá eru þrjú stig sem skilja liðin að í deildinni þegar þau mætast um næstu helgi á Brúnni. Markatalan gefur þú Liverpool í raun aukastig (43 gegn 25) en nú er svigrúmið fyrir mistök orðið ekkert!

Næsta verkefni

Það þarf varla að taka fram hver næsti leikur liðsins er. Roma í síðari leik liðanna í undanúrslitum CL! Þrátt fyrir að þessi tvö mörk Rómverja hafi skyggt örlítið á annars frábæra frammistöðu liðsins síðasta þriðjudag þá er ég samt á því að það væri algjört klúður ef að við klárum ekki verkefnið á miðvikudaginn! Það verður þó ekki auðvelt.

Koma svo!

YNWA

44 Comments

 1. Skýrsluhöfundur gleymir að geta þess að dómaranefnan tók mark af Ingsaranum sem hefði hæglega mátt standa m.v. allar forsendur.

  Liðið var í raun á góðri siglingu og Þróttarar voru orðnir þróttlausir í lokin. Þeir náðu að loka undravel á Salah, voru grjótheppnir á ögurstundum og nutu glæpsamlegrar aðstoðar þeirra svartklæddu.

 2. Makalaust að fá tækifæri til að negla þetta CL sæti gegn Championship liðunum WBA og Stoke en klúðra því. Hefur verið okkar akkilesarhæll í allan vetur að klára svona leiki.

  Menn verða núna að halda sér heilir og klára þá leiki sem eftir eru.

 3. Lélegur leikur og dómaraskandall. Ætla menn að berjast áfram gegn VAR?

  Okkar menn eðlilega þreyttir og hausinn kominn til Róm. Þurfum enn 3 stig í 2 leikjum og Brúin býður okkur næst.

  Áfram Swansea!

 4. Fáránlegt hjá Eyþóri. Liverpool átti að fá að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur og hann hælir sér af að væla ekki mikið undan dómurum! Að auki hélst leikmönnum Stoke uppi að beita Salah og fleiri leikmenn Liverpool fangbrögðum án athugasemda frá dómurum allan leikinn á enda og það er ekki nefnt. Biðst undan svona kjaftæði í leikskýrslum.

 5. Nú er ég farinn að óttast að þetta tímabil geti endað með ósköpum. Lendum ekki í einu af topp fjórum og töpum fyrir Roma eða í úrslitum meistaradeildar. Hvað þá…

 6. Þessi leikur var nákvæmlega eins og WBA leikurinn.

  Liði var ekki á fullum hraða(kannski skiljandlega) og kæruleysið var mikið og þá sérstaklega í fyrihálfleik.
  Stoke byrjuðu framalega og fengum við nokkur dauðafæri til að skora en inn fór boltinn ekki. Í síðarihálfleik þá náðum við algjörum stjórn á leiknum og Stoke pökkuðu í vörn en inn fór boltinn ekki í þeim síðari.

  Liverpool átti að fá vítaspyrnu í þessum leik og jafnvel fleiri en eina. Klárt hendi og svo fengu þeir að hanga í okkar mönnum inn í teig. Ings var svo tæpur þegar hann skoraði flott mark og fékk hann ekki að njóta vafans.

  Fyrir leikinn vildi maður númer 1,2 og 3 að fá eitthvað útúr þessum leik. Því að þá höfum við meistaradeildarsætið enþá í okkar höndum og sú er rauninn.
  Að spila á móti WBA og Stoke myndi maður venjulega halda að gæfi að lámarki 4 stig en líklega 6 en staðan er einfaldlega að við erum enþá í meistaradeildinni og höfum þurft að hvíla menn og þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu.

  Það er erfitt að finna einhvern góðan í leiknum í dag en í sambandi við slæma framistöðu þá var Gomez í algjöru rugli í dag með sendingar og Tren náði sér ekki á strik á miðsvæðinu en ætli Henderson fái ekki að vera bestur í dag en hann var allavega að reyna að rífa menn í gang.

  Staðan er núna þannig að okkur dugar jafntefli gegn Chelsea eða sigur gegn Brighton á heimavelli til að tryggja okkur í meistaradeildina.
  Ég spái því að við töpum fyrir hungruðum Chelsea mönnum sem eru bara núna að reyna að berjast fyrir meistaradeildarsæti en við klárum Brighton sem ólíkt WBA/Stoke verða búnir að bjarga sér frá falli og við förum með okkar sterkasta lið af fullum krafti í þann leik.

 7. @5 Ef það gerist. Þá er þetta tímabil “total disaster”. Þarna sér maður bara hvað það getur verið stutt á milli.

 8. Miðað við meiðsli þá er breiddin orðin svo lítil (jafnvel engin) að það er erfitt að fara á fullu gasi í leiki við svona kraftfótboltalið í miðju meistaradeildarprógrami. Skil ágætlega uppleggið en vil ekki sjá annað tímabil þar sem við erum svona þunnskipaðir, jú það eru menn á bekknum en það eru bara engin gæði þar. Við virðumst bara eiga 11 gæðaleikmenn til að klára tímabilið.
  Dómarann nenni ég svo varla að ræða, manni leið amk eins og það væri bara enginn dómari viðstaddur. Erum ekki að fá dæmt með okkur það sem er dæmt á okkur. Óskiljanlegt

 9. Menn gleyma að WBA tókst að VINNA United um daginn þessi botn lið eiga það til að reyna fara berjast fyrir lífi sínu og eru margfalt erfðiari fyrir vikið þó þaug séu kanski búinn að vera arfaslök allt tímabilið.

  Frammistaða Liverpool í þessum leik var ekki það slæm en dómarar komu í veg fyrir sigur okkar manna við værum að hampa öllum núna sem hetjum ef réttstæða markið hjá Ings hefði verið inni og ef við hefðum fengið kanski svona 2-3 vítaspyrnur ég kenni dómurum alfarið um hvernig fór því ég sá hvað okkar menn voru mikið betri stoke áttu ekki skilið þetta stig fyrir judo tökin sín sem þeir komust upp með!

 10. Það má auðvitað segja að í stóra samhenginu skipti þessi leikur afskaplega litlu máli. Í raun eru það bara tveir leikir héðan af sem skipta einhverju: leikurinn á miðvikudaginn sem má ekki tapast með meira en 2 mörkum, og svo úrslitaleikurinn í Kiev. Ef þeir báðir vinnast skiptir engu máli hvernig þetta fer í deildinni, það hvort liðið endar í 3. eða 5. sæti er aukaatriði (þó maður myndi auðvitað alltaf kjósa 3. sætið frekar ef það er hægt að velja).

  Það er því afar skiljanlegt að það sé lagt upp með að hvíla lykilmenn. Robertson, Lovren og Mané mæta örugglega mun öflugri til leiks fyrir vikið á miðvikudaginn (eða við krossum fingrum fyrir að Mané verði orðinn heill!). Svo er bara að vona að Henderson, TAA og Salah hafi ekki orðið fyrir það miklu hnjaski í dag að það hái þeim á næstunni.

  Semsagt, ekki óskaúrslit, en engin katastrófa heldur.

 11. Miðað við þær vítaspyrnur sem við höfum fengið dæmt á okkur á tímabilinu þá áttum við að fá a.m.k. 3 vítaspyrnur í þessum leik!

 12. @8 Að vinna ekkert og að komast ekki í CLað ári yrði það vissulega. Klúbbur á borð við Liverpool á ekkert að sætta sig við slíkt. Við erum samt að tala um EF hérna.

 13. Má liðið ekki tapa fyrir Chelsea ef það klárar Brighton á heimavelli í síðustu umferðinni til að tryggja meistaradeildarsætið? Og þá verður Chelsea að vinna alla leikina sína, þar með talinn Liverpool-leikinn?

 14. Hvað þarf til að við fáum viti, ef andstæðingar okkar myndu ruglast á íþrótt svo illa að þeir myndu spila blöndu af ruðning og handbolta í eigin vítateig myndum við sjálfsagt ekki fá víti, reyndar er það nákvæmlega það sem stoke gerði.

 15. Skv 3. grein knattspyrnulaga þa ma teika Liverpool menn. Aðallega inn i teig

 16. @13 Það væri vissulega mjög svekkjandi að missa af meistaradeildarsæti og ná ekki í úrslitaleikinn eftir frammistöðuna í fyrri leiknum við Roma en ég er bara ósammála tímabilið væri „total disaster“.

  Liðið undir stjórn Klopp sýnir stöðugar framfarir og tímabilið hefur eitt það skemmtilegasta síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Þó svo liðið endi í 5.sæti þá ættu allir að vera sammála um að þetta tímbil er tímabilið sem setti Liverpool aftur á kortið. Við erum samkeppnishæfir í öllum keppnum. Það er orðið aðlagandi að spila fyrir klúbbinn. Gerðum frábær viðskipti. Að mínu mati frábært tímabil.

 17. @14 og aðrir sem eru að spá í hvernig stigin mega raðast upp til að Liverpool lendi a.m.k. í 4. sæti:

  Það eru 5 leikir eftir þar sem LFC eða CFC koma við sögu. Einn þar sem LFC leikur (lokaleikurinn gegn Brighton), 3 þar sem CFC spila (þar á meðal leikurinn gegn Swansea síðar í dag), og svo innbyrðis viðureign þessara liða um næstu helgi.

  Ef LFC vinnur 3 stig í öðrum hvorum leiknum, EÐA Chelsea tapar 3 stigum í einhverjum af sínum 4 leikjum, þá endar CFC aldrei ofar en í 5. sæti, NEMA þeim takist á einhvern ótrúlegan hátt að vinna upp markamuninn í hinum leikjunum (við erum að tala um 18 mörk svo líkurnar eru afar litlar).

  Og auðvitað skiptir allt þetta engu máli þegar Henderson mun taka við CL bikarnum í Kiev í lok mánaðarins.

 18. rosalega lélegur leikur , Gomez ,Moreno og Ings myndu ekki vera í starting hjá liðum í Færeyjum, hvernig geta svo lélegir leikmenn verið um borð, hjá Liverpool og Henderson er ekki í Liverpool klassa

 19. Hugur leikmanna Liverpool er í meistaradeildinni, þó að fæturnir sprikli ómarkvisst í ensku úrvalsdeildinni inn á milli.

 20. Og ef við förum aðeins fram úr okkur, segjum að Liverpool endi í 5. sæti, þá myndi 4. sætið fara í Evrópudeildina ef Liverpool vinnur UCL og ef jafnframt Arsenal (er ekki að fara að gerast) myndi vinna Evrópudeildina, þar sem ekkert land fær nokkurn tíma fleiri en 5 lið í UCL.
  … svo það sé sagt…

 21. Held það sé mannleg og algjörlega ljóst í þessum leik að hugir mána var við miðvikudaginn, eftir þann leik eru tveir leikir eftir í epl og einn í evropuboltanum, þannig að ef, eftir miðvikudag við sigrum á.m.k einn leik í hvorri keppni mun enginn okkar gleyma þessu tímabili.

 22. Vissulega svekkjandi að taka ekki þrjú stig en þetta stig var engu að síður mikilvægt. Alveg klárt að Swansea er ekki að fara selja sig ódýrt á eftir eða Huddersfield. Þannig að Chelsea á alveg eftir að klára sitt.

  Worst case senario þá þurfum við að vinna Brighton heima í síðasta leik og Chelsea þarf að vinna eða ná stigi gegn Benitez og félögum á sama tíma.

  Áfram gakk!….til Róma

 23. Okkar menn búnir á því. ..en hvað er að frétta hjá Stoke? Crouch, G Johnson. D fletcher. S Írland….mætti halda að þetta væri liðið hans Sigga Hlõ-Veistu hver ég var?

 24. klárum roma þá getum við keyrt á deildina af fullum krafi.. keyrum á chelsea með allt sem við höfum.

 25. Enhver með nogan tima ættiað fara yfir hvað augjos vond do gæsla hefur kostað okkur mörg stig, þá er eg að meina auljos doma sem myndaveladomari hefði leiðrett hvort sem hefur kostað okkur stigeða gefið, reikna með að það hafiverið haft af okkur fleiri en hitt, td 4 stig siðustu tvo leiki.

 26. 1) Alls enginn heimsendir. Stoke voru thettir og litil svaedi til ad vinna med. Thad er erfitt ad komast i svaedi bakvid nedstu linu thegar andstaedingurinn fer ekki yfir midju. Leikurinn hefdi opnast ef Salah hefdi nytt sitt daudafaeri, en thad er ekki alltaf haegt ad setjann.

  2) Domarateymid var hraett vid storu akvardanirnar. Hef aldrei skilid tha umraedu ad domarar “eigi ekki ad taka leikinn i sinar hendur”, eda “megi ekki rada urslitum”…Their eiga bara ad flauta ef thad er tilefni til, og tha er sa brotlegi vaentanlega sa sem tok leikinn i sindar hendur (i ordsins fyllstu merkingu i dag!).

  3) Leidinlegt ad taka einn mann ut, en Joe Gomez vil eg hvorki sja i bakverdi ne midverdi a thessu leveli. Hann er thvi midur ekki nogu oruggur a bolta sem virdist brjotast fram i ooryggi thegar kemur ad thvi ad finna sendingaleidir, og svo er hann ekki nogu sparkviss fyrir thetta level. Stendur i haelana alveg stadur, horfir, og finnur ekkert.
  Svo virdist hann gleyma ser vid og vid i dekkingum.

  Hann er stor og sterkur, en til ad vera framtidarmadur i lidi hja Klopp thurfa menn ad vera godir i fotunum, med gott touch, og miklu meiri “motor” en Gomez hefur verid ad syna.

  Lyst vel a framhaldid.

 27. Við áttum að fá víti. En að því sögðu, þá börðust Stoke-arar heiðarlega fyrir stiginu og áttu það skilið. Það hafa stærri og dýrari lið en þetta stundað meiri tafir og lúabrögð fyrir stigið, þótt minna liggi undir.

 28. Swansea eru mikið betri en Chelsea og eru óverðskuldað undir. Koma svo!

 29. Chelsea að vera dæmd tvö óverðskulduð stig rett einsog Liverpool var dæmt af tveim fyrr í dag, við værum öruggir í meistaradeild að ári ef dómararnir hefðu unnið sína vinnu rétt í dag.

 30. Chelsea vann svo að staðan er svona
  Liverpool 36 leikir 72 stig + 43 mörk
  Chelsea 35 leikir 66 stig + 26 mörk

  Liverpool á Chelsea úti og Brighton heima
  Chelsea á Liverpool heima, Huddersfield heima og Newcastle út

 31. Ég einfaldlega nennti ekki að lesa þetta kjaftæði hér á undan og spólaði yfir það.

 32. Held að við klárum Roma og munum sýna betri leik gegn Chelsea og með því afgreiða það mál -enda verður að koma að þeim leik með einskonar útsláttarhugarfari.

  Rosaleg vika framundan,góðir hálsar.

 33. Tryggjum meistaradeildarsæti með jafntefli eða sigri á Brúnni í næstu umferð. Annars er bara allt undir í lokaumferðinni á móti Brighton á Anfield.

 34. Salah ætti að fara í bann fyrir að slá Indi en þar sem ekkert var gert við Hegazi í seinustu viku ætti hann að sleppa og fá færi á að bæta markametið.

 35. Þetta tímabil verður minnst fyrir stórkostlega frammistöðu í CL, þríeykið svakalega og öll mörkin hans Salah og svo ekki hægt að horfa framhjá þeim staðreyndum að ensku dómararnir virðast ekki dæma víti gegn okkur. Hver ástæðan er þá tel ég hana vera mun dýpri en að við séum bara að tala um slaka dómara. Á sama tima komast heilum liðin upp með dýfingar, hrindingar, olnbogaskot, högg í magann. Ekki nóg með það heldur eru flest hin liðin að fá soft víti út um allar trissur. Þetta er algjörlega óskiljanlegar staðreyndir!

 36. Sælir félagar

  Það fór sem fór í þessum leik og jafnteflin eru að fara illa með okkur í vetur. Við erum með langflest jafntefli af efstu 6 liðunum og það er að fara illa með stöðuna í töflunni hjá okkur. Það er rétt sem Svavar bendir á hér fyrir ofan að það virðist vera svo að dómarar á Englandi hfi bundist samtökum um að láta Liverpool ekki hafa víti hvernig sem andstæðingar þeirra haga sér í teignum.

  Það er einhver djúpstæð og óskiljanleg ástæða fyrir þessu og er enn einn kubburinn í því púsli að enskir dómarar dæma ekki í Heimsmeistarakeppninni. Engar faglegar ástæður liggja til grundvallar svona dómgæslu heldur einhverjir fordómar og rugl sem er okkur stuðningsmönnum sem og öðrum óskiljanleg. Svona framferði og bull gerir það að verkum að heimsfótboltinn treystir þessum aulum ekki fyrir dómgæslu á Heimsmeistaramótinu.

  Eftir Róma leikinn ætti að vera hægt að spila okkar sterkasta liði á móti Chelsea og ef við vinnum þann leik eða gerum jafntefli þá getur Chelsea ekki náð okkur í töflunni vegna hins mikla markamunar sem er á liðunum. Þá förum við í lokaleikinn án nokkurrar pressu og liðið getur skemmt okkur í leiknum við B&HA með listaspilamennsku í þeim lokaleik. Þá mun ég verða á vellinum og hlakka mikið til.

  Það er nú þannig

  YNWA

 37. Það er alveg hægt að skrifa mörg af þessum jafnteflum á slappan hóp. Klopp hefur engin tromp á bekknum til að bregðast við.
  Ef fremsta þrennan á lélegan leik þá eru Ings og Solanke næstu menn inn og þeir breyta engu, þessu breytir Klopp í sumar.
  Núna þarf að klára þetta Roma einvígi og leggja svo allt í 2 seinustu leikina og tryggja okkur aftur í cl.
  Er ekki möguleiki á að við verðum með Lallana og Emre Can í úrslitaleiknum ef við náum þangað ?

 38. Samkvæmt stuttri rannsókn hjá mér höfum við fengið 3 víti gefin í deildinni en 6 dæmd á okkur.
  Hélt það héldist í hendur að mestu sóknarliðin fengu flest vítin en svo er ekki miðað við listann sem ég fann

 39. Salah er sagður hafa slegið til Martins Indi í leiknum gegn Stoke og ef það niðurstaðan og FA vilja skoða það og dæma hann sekan þá fer hann í þriggja leikja ban í ensku úrvaldsdeildinni og missir af því af Chelsea og Brighton leiknum

 40. Frábærar fréttir

  Firminho var að skrifa undir nýjan 5 ára samning í dag.

 41. guys we have two games left.. if we draw or win against chelsea we are top four confirmed.. if chelsea lose any of their remaining 4 games we are top four confirmed.. if we lose against chelsea but win against brighton we are top four confirmed.. if chelsea draw atleast one game and beat us.. a draw against brighton will earn us top four.. so stop complaining.. Roma semi final is our priority now.. if we finish the job against roma then we have a couple of weeks before the champions league final and can focus on chelsea and brighton.. like i said.. we are 99 percent qualified for top four from the league and have a 50 percent chance to win champions league and qualify for champions league from that side.. so keep calm and believe in klopp 🙂 if anyone complains i will show you lowlights of liverpool under roy hodgson haha

Byrjunarlið gegn Stoke

Firmino framlengir